Vil þakka leikmönnum Manchester United og Louis van Gaal og þjálfarateymi hans fyrir að gera þetta föstudagskvöld alveg drepleiðinlegt.
Liðið var svona:
Bekkur: Valdes, Rafael, Shaw, RvP, Herrera, Fletcher, McNair
Það var kalt og vindasamt í Cambridge í kvöld þegar Cambridge United fékk bikarúrslitaleikinn sinn gegn Manchester United. Frá fyrstu mínútu var augljóst að leikmenn litla liðsins væru fullkomlega klárir í þennan leik. Þeir hlupu og börðust gríðarlega vel, sérstaklega fyrstu 20 mínútunar. Á þeim voru þeir nokkuð skeinuhættir og aðallega úr föstum leikatriðum þar sem þeir pökkuðu mönnum á David de Gea. Smám saman náði United þó tökum á leiknum og Cambridge-menn pökkuðu í vörn. Yfirleitt voru 9-10 menn að verjast í tveimur þéttum línum fyrir framan markmanninn.
Sóknarleikur United snerist um að koma boltanum út á kant en allt sem United gerði í þessum leik var löturhægt og fyrirsjáanlegt. Miðverðirnir okkar fengu að koma upp með boltann en negldu yfirleitt boltanum eitthvað langt í burtu. Okkar menn voru líklega ekki bara klárir í þennan leik. Í þau tvö skipti sem ég man eftir að sókn upp miðjuna tókst fengum við hættulegust færi leiksins. Í fyrra skiptið stakk Carrick boltanum inn á Falcao en markmaður Cambridge varði mjög vel. Í seinna skiptið vippaði Di Maria boltanunm inn á Robin van Persie sem negldi hátt yfir. Mjög góð færi og að minnsta kosti annað þeirra hefði átt að nýtast.
United skrúfaði aðeins upp pressuna undir lokin en Cambridge-menn voru svo rosalega þéttir fyrir og hægur sóknarleikur United beit ekkert á Cambridge vörnina. 0-0 jafntefli staðreynd og því ljóst að við fáum annan leik gegn Cambridge, í þetta skiptið á Old Trafford og þar ættu okkar menn nú að klára þetta frekar auðveldlega.
Þetta var afskaplega slappt, það verður að segjast alveg eins og er en ég nenni ekki að vera að svekkja mig of mikið á þessu. Menn ættu þó alltaf að fara varlega í að draga einhverjar rosalega ályktanir af spilamennsku liðsins í svona leikjum. Liðið er að spila á pínulitlum velli í kulda og roki þar sem andstæðingurinn leggur sig 300% fram. Vissulega var þetta lélegt en þetta er ekkert sem við höfum ekki séð áður frá United t.d. stjórn Alex Ferguson sem átti til að lenda í vandræðum á útivöllum gegn minni liðum í bikarnum. Það sem skiptir máli í svona leikjum er einfaldlega að ná sigri, ekki að spila eitthvað stórkostlega. United gerði nóg til að skora a.m.k. eitt mark í leiknum. Þessi leikur var nánast sami leikur og gegn Yeovil í fyrri umferð nema munurinn er sá að nú náðum við ekki að pota inn einu marki. Það hefði hinsvegar hæglega getað gerst.
Frammistaða margra leikmanna var þó ekki þeim til framdráttar og að mér læðist sá grunnur að farið verði í aðra hreingerningu í sumar.
Hvað um það. Lítum á jákvæðu hliðarnar. Við fáum annan United leik sem er afskaplega fínt á þessu Evrópulausa tímabili.
Bjarni Ellertsson says
er hægt að sjá þennan leik online
Keane says
Jæja…ekki er þessi 4-4-2 tígulmiðja að virka hingað til, kerfið sem allir eru að heimta
Bjarni Ellertsson says
Hvað er að þessum mönnum, eru ekki allir hestarnir heim. Er farinn að vona að þeir fái á sig mark svo þeir vakni, annars er ég ekki viss. Er bara ekki viss hvert þetta lið er að stefna.
Cantona no 7 says
Þetta er því miður ekkert annað en bara SKANDALL og ekki boðlegt fyrir Man Utd
Rauðhaus says
Sammála flestu í leikskýrslunni, en viðurkenni að ég sá ekki alveg allan leikinn en samt ca 3/4.
Nokkur atriði sem ég er hugsi yfir (enn og aftur?):
1. Hversu lélegur getur Valencia verið? Algjörlega hörmulegur í þessum leik. Virkilega slæmt ástand í hægri bakvarðarstöðunni þegar maður efast samt um að Rafael sé betur treystandi. Algjört möst að styrkja þessa stöðu. Clyne eða Coleman NÚNA Í JANÚAR TAKK.
2. Þó Valencia hafi verið hörmulegur þá var Jones enn verri. Ég get svarið það, eins mikla trú og ég hafði á þessum strák þá er stutt í að ég missi vonina endanlega. Byrjaði tímabilið ágætlega en meiddist svo (eins og alltaf) og er búinn að virkilega lélegur síðan. Var líklega lélegasti leikmaður vallarins í kvöld, spáið í því!
3. Tríóið Jones, Evans og Smalling. Hvað á að gera við þessa gæja? Persónulega hafði ég alltaf mjög mikla trú á Jones og vildi sömuleiðis hafa Smalling í hópnum, en viðurkenni að Evans hefur aldrei verið minna maður. Í dag er ég enn sömu skoðuna um Evans – nema enn sannfærðari en áður að hann er ekki nógu góður; er við það að missa endanlega trúna á Jones enda hefur hann ekki sýnt nein merki um framfarir í 2-3 ár (í alvöru ef þið spáið í því þá er hann nákvæmlega EKKERT betri en hann var þegar hann var 19 ára, nema síður sé); en álit mitt á Smalling hefur eigilega staðið í stað – hann er ennþá á þeim stað að ég vil alveg halda honum í hópnum en ekki sem fastamanni í byrjunarliði.
4. Daley Blind er betri miðjumaður en bakvörður. Hann er þó undanfarið búinn að spila þannig að maður er farinn að horfa á hann sem squad player en ekki sem byrjunaliðsmann. Nauðsynlegt að senda hann í gym-ið, þarf miklu meiri vöðva og þá skulum við tala saman aftur.
5. Ander Herrera: Fyrir mér er það ALGERLEGA ÓSKILJANLEGThvers vegna hann fær ekki að spila meira en raun ber vitni.Sást t.d. í dag að það var allt annar bragur á liðinu eftir að hann kom inná. Þetta er algjör toppleikmaður og ég vil að hann fái miklu stærra hlutverk hjá okkur.
6. Falcao: Sorry, en er von að ég spyrji: Er þetta mesta ofmatið í boltanum? Ég er ekki tilbúinn að drafa endanlega ályktun en kommon, þetta er ekki nógu gott. Ég spyr í fullri alvöru hvort við værum verr eða betur settir með Chicarito heldur en hann… Vil ekki gera lítið úr Javier en ég hélt samt að við værum að up-grade-a svo svakalega þarna… en því miður hefur það ekki sýnt sig.
7. Talandi um sóknarleikinn og framherja: Við United menn höfum endalaust vælt yfir slakri vörn og verið óþreyttir að skella skuldinni alfarið þangað. Ég tek hér strax fram að ég er sammála því að vörnin er fyrsta staðan sem þarf að styrkja (bæði CB og RB). En ég hef hins vegar líka miklar áhyggjur af sóknarmönnunum okkar. Og þá er ég ekki að tala um Mata, Di Maria og aðra lykil-AMC (þ.m.t. Rooney – sem spilar yfirleitt þannig hlutverk), heldur einkum og sér í lagi þá gæja sem ættu að vera okkar markahæstu menn – menn eins og RVP og Falcao.
Wilson er ungur og efnilegur og ég legg ekki pressu á hann að bera uppi markaskorun Man. Utd. En RvP og Falcao verða bara að gera betur. Og það MIKLU, MIKLU betur. Þetta eru mennirnir sem við erum að borga gífurlegar fjárhæðir til að skora mörk fyrir okkur og þeir eru einfaldlega ekki að delivera eins og til er ætlast. Ég get fallist á að þjónustan geti á köflum verið betri en ég geri samt meiri kröfur um að þeir klári færin sín betur og búi jafnframt sjálfir til mörk.
Ég vil mann í fremstu víglínu hjá okkar liði sem getur einn síns liðs valdið almennilegum usla, skapað mörk og unnið stig af sjálfsdáðum.
Kannski fullmikið af svartsýnisrausi en ég verð bara að blása. Tek samt fram að ég treysti LvG til að taka liðið áfram.
Andri says
Sammàla síđasta ræđumanni nema hviđ varđar LvG, ég er byrjađur ađ efast um hvort hann er rétti mađurinn. Mér finnst hann gera mistök í hverjum leik núna, bæđi hvađ varđar taktík og leikmenn sem spila í vitlausum stöđum (Felliani à hægri!?) eđa spila ekki alls (Herrera)… Mér fannst uppstillingarnar sem ritstjórar thessarar síđu hafa sýnt undanfarna daga vera mun skynsamlegri en thađ sem LvG er búinn ađ vera gera síđasta mànuđinn.
DMS says
Fínt að fá annan leik í annars litla dagskrá United þessa dagana. Verður maður ekki að sjá jákvæðu hliðina á þessu? :)
Annars var leikurinn hundleiðinlegur. Fannst Chris Foy jafn slappur og United liðið. Völlurinn var lélegur, rok og rigning og andstæðingurinn sennilega að spila stærsta leik lífs síns.
Á hverju var Phil „Beckham“ Jones í þessum leik? Hann átti í mestu erfiðleikum með að senda einfaldar sendingar á liðsfélaga sína. Svo sem ekkert hægt að kvarta yfir föstu leikatriðunum sem hann tók, spyrnurnar voru allavega ekkert verri en hjá öðrum.
Hef enga trú á öðru en við klárum þetta á Old Trafford. Ferguson sagði nú alltaf fyrir bikardrætti að honum væri alveg sama hver andstæðingurinn yrði, það sem skipti hann máli væri að fá heimavöllinn.
Hjörtur says
Ég gat nú ekki séð að Valencia væri nokkuð verri en aðrir Utd-menn í þessum leik, hann átti oft á tíðum góðar rispur upp kantinn, og ágætar fyrirgjafir. En máttum við ekki þakka fyrir að ná jafntefli, Cambridge-menn voru grimmir í vörn, og markmaðurinn í fanta formi. Ég held það verði ekkert léttur leikur að eiga við þá á OT.
Krummi says
Eitt samt með Falcao sem er að gleymast. Hann er einfaldlega ekki að fá þær sendingar sem hann þarf. Ef maður fylgist með honum í leikjum þá er hann stöðugt að hlaupa í svæði og bjóða sig en miðjan okkar sér það ekki eða treystir sér ekki til þess að senda á hann.
Svo var Januzaj ótrúlega slakur í þessum leik. Ég veit ekki hversu oft hann fékk boltann og hægði (stöðvaði sóknina) með einhverju dúttli og kom svo með lélegar sendingar
Runólfur Trausti says
Þetta voru bara ekkert svo slæm úrslit eftir allt saman :)