Eftir viðburðaríkan gærdag þar sem City, Arsenal og Liverpool töpuðu öll stigum en Southampton og Tottenham hirtu öll þrjú, þá var staðan í deildinni í kringum 3ja sætið orðin ansi þétt og gríðarlega mikilvægt að vinna þennan leik, komast aftur upp fyrir Southampton og vera þá aðeins þrem stigum á eftir City.
Á myndinni hér til hliðar sést hvernig liðin röðuðu sér á stigin og hversu þétt þetta allt er. Eins og við höfum minnst á eru næstu leikir United auðveldari á pappírnum en leikir hinna liðanna og sigur í dag hefði getað gert mikið fyrir liðið.
En það var ekki svo gott.
Liðin voru svona
Varamenn: Valdes, Smalling, McNair, Fellaini, Herrera, Mata, Wilson.
Lið West Ham:
Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega, bæði lið sóttu og á fimmtu mínútu var Van Persie næstum kominn í frábært færi þegar Song sendi næstum beint á hann, Kayoute komst hins vegar í boltan og náði að bjarga í horn.
Hinu megin var það Luke Shaw sem bjargaði í horn í nokkuð góðri sókn West Ham þó ekki væri það jafn hættulegt og Falcao færið. West Ham virtist þó vera að nýta sér að vera sterkari á miðjunni og það var tæpt kortér liðið þegar De Gea þurfti að bjarga þrisvar í horn í röð. Þeir héldu upp góðri pressu í þó nokkurn tíma og miðja United náði ekki að koma sér í almennilegt form til að taka á þessu. Uppúr miðjum hálfleik fór þetta svo að leysast apeins meira upp, einstaklingarnir í United liðinu náðu aðeins saman og náðu að koma aðeins upp hraðanum í leiknum.
Besti maður United í vetur þurfti svo enn að sýna færni sína, West Ham tók aukaspyrnu utan af velli og Tompkins fékk að skalla óvaldaður. Ekki í fyrsta skipti var það fótafærni De Gea sem sá um að verja það.
Fyrsta skotið sem Adrián þurfti í alvöru að verja var langskot Di María þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum.
Stuðningsmenn United kölluðu eftir breytingum í hálfleik en þær komu ekki og West Ham tók forystuna strax á þriðju mínútu seinni hálfleiks. West Ham tók enn eina hættulega aukaspyrnu inn í teiginni, þar tók Kouyate við boltanum, hélt honum á lofti með tveim snertingum um leið og hann sneri sér, og skaut síðan í Daley Blind og inn.
Fallega gert hjá Kouyate en að sama skapi slakt hjá vörninni, ekki í fyrsta skipti sem West Ham hafði ógnað á þennan hátt og að leyfa þennan snúning var næstum glæpsamlegt.
Eftir markið setti Unitedloksins kraft í spilið og fengu eitt besta færið þegar Rooney renndi á Van Persie en skot hans úr teignum var beint á Adrián. Leik United var síðan best lýst sem kappi án forsjár. Menn voru allir að reyna að vinna leikinn upp á sitt eindæmi, og áttu mjög erfitt með að finna hvern annann eða ná upp spili.
Plan B kom síðan á 72. mínútu þegar Fellaini var sendur inn á fyrir Januzaj sem hafði sannast sagna ekki verið mjög góður.
Loksins fékk svo United opið færi þegar Falcao skallaði á Van Persie og fékk sendinguna til baka, kominn einn á moti Adrián en náði alls ekki almennilegu skoti og boltinn fór víðs fjarri markinu.
Van Persie gat ekki verið minni maður og klúðraði líka opnu færi, skaut beint á Adrián eftir sendingu Falcao.
Maður United í leiknum var auðvitað David De Gea sem varði enn einusinni frábærlega undir lokin, skot frá Noble.
En United stal marki. United fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, Rooney nelgdi í vegginn og út á kanting og loks fékk Rojo boltann úti á velli, hamraði boltanum inn í teiginn, Jenkinson skallaði frá og þar kom Daley Blind og skaut úr teignum og í netið.
Lokaatriði leiksins var svaðaleg tækling Luke Shaw sem hann fékk sitt annað gula spjald fyrir, mjög verðskuldað. Chris Smalling kom inná fyrir Falcao og fékk 2 sekúndur.
Semsé, skelfilegur leikur sem við hirtum óverðskuldað stig úr á síðustu stundu.
Ekkert nema spurningar
Það má segja að þessi leikur skilji ekkert eftir sig nema spurningar og nokkur svör sem virðast öllum augljós nema Louis van Gaal.
Er Wayne Rooney miðjumaður?
Nei. Hann var alls ekki að virka í þessum leik og það hlýtur að vera betra að nota Mata eða Herrera
Geta Falcao og Van Persie spilað saman?
Lengst af leiksins hefði ég sagt nei, en svo lögðu þeir upp sitt hvort upplagða tækifærið fyrir hinn til að klúðra. Ég held að miðað við næstu spurningu sé svarið, nei.
Eiga Falcao, Van Persie og Rooney að vera í sama byrjunarliði?
Nei ég held að það sé fullreynt.
Hvernig í ósköpunum vann TonyV ‘Maður mánaðarins’ í janúar?
Ekki glóru. Hann er vonlaus. McNair getur ekki veirð verri.
Hvaða leikaðferð erum við að spila?
Ef þið komist að því, gætuð þið sagt leikmönnunum það? Það veit það enginn. Ekki einu sinni Van Gaal.
https://twitter.com/iainmacintosh/status/564485943441518592
Remember when we all thought that LVG at #MUFC would be slick interchanges and total football domination? Those were the days.
— Thomas Coast (@thcoast) February 8, 2015
Hvar værum við án David de Gea?
Ver staddir en á sama tíma í fyrra
Af hverju getur Ángel di María ekki baun?
Af því liðið er svo lélegt og hann nennir þessu ekki?
How has Van Gaal turned Di Maria into Bebe?
— Pilib De Brún (Phil Brown) (@Malachians) February 8, 2015
Er United bara í löngu boltunum núna?
Nei. Sam Allardyce reyndi eftir leik að segja að þeir hefðu ekki ráðið við „long ball United“ og United átti vissulega 30 fleiri langar sendingar en West Ham. Munurinn bara sá að langar sendingar United voru 13% af heild en voru 14% frá West Ham. Að auki má benda á að það er næsta tilgangslaust að setja Fellaini inná sem Plan B og nota ekki langar sendingar meira en venjulega
Á að henda Januzaj á haugana
Nei. En hann þarf að spila í kerfi sem hentar honum betur
Eitthvað jákvætt að lokum
Shaw var fínn sem og Jones og Rojo svona að mestu leyti…
Daníel says
Byrjum í 4-4-2 með tígulmiðjunni! Hef góða tilfinningu fyrir þessum leik!
daniel freyr says
Af hverju er Nolan tvisvar?
Tryggvi Páll says
Af því að hann er svo mikilvægur leikmaður fyrir West Ham!
Carl Jenkinson á víst að vera þarna og er kominn þangað núna.
arnar h says
töpum þessum leik 2-1 okkar menn hafa verið að spila hörmulega leiðinlegan fótbolta síðusta mánuðinn
Björn Friðgeir says
Sky stillir þessu upp í demant a miðjunni, Blind aftast, Januzaj vinstra megin, Rooney hægra megin og Di María fremst
Rúnar Þór says
fellaini inná fyrir januzaj strax. þurfum meiri hæð og styrk. hann átti að byrja
Bjarni Ellertsson says
Hættur að horfa á þetta lið, þvílík leiðindi. Fótbolti á að vera skemmtun bæði fyrir stuðningsmenn og leikmenn. Ef leikmenn hafa ekki ánægju af þessu þá eiga þeir að gera eitthvað annað. Enn og aftur situr LVG sem fastast, þvílík stjórnun.
Rúnar Þór says
er einhver sem er að fíla rooney sem miðjumann? Hann er alltof aftarlega! engin hætta af honum og hann á ekki skot á mark. Verður að spila frammi með falcao!
Siggi says
Ömurlegur leikur, hægt spil og hugmyndarleysi. Blind bjargaði þessu en maður er farinn að sakna Moyes og þá er mikið sagt.
Rúnar Þór says
Svo á Fellaini ALLTAF að byrja á móti West Ham og Stoke. Algjört must í baráttunni þar
Hannes says
Ömurleg frammistaða eins og við var að búast. Höfum verið betri aðilinn í heimaleikjum gegn QPR, Hull og Newcastle, semsagt 3 leikir af 24. Er það ásættanlegt ?? Áttum enganveginn skilið stig úr þessum leik, ég spáði reyndar 4-1 tapi og miðað við færin sem West Ham var að skapa sér þá virkar það ekkert sem galin spá. En á miðvikudag vinnum við Burnley 2-1, munum komast í 2-0 í hálfleik , Burnley minnkar snemma í seinni og mun pressa út leikinn en við munum ná að halda út með frábærum tilþrifum frá De Gea og merja Burnley 2-1 á heimavelli og fólk tekur gleði sína aftur og halda að öll vandamál séu horfin.
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
ALLIR sem fylgjast með fótbolta vita að WHU elskar að skora úr hornum og aukaspyrnum, háir boltar inn í teig og menn fórna sér 100 % á boltann og þá látum við auðvita Fellaini spila í 20 mín og Smalling í 20 sek ????
Í fyrri hálfleik spilum við með 3 strikera og 2 sóknarsinnaða miðjumenn og við eigum eitt skot á markið í 46 mín….EITT skot ? Í lok leiksins eru margir af leikmönnum WH alveg búnir á því en við gerum eina skiptingu en á bekknum sitja elsnöggir leikmenn eins og Wilson + Herrera, fyrirgefið mér þetta en voru þeir kannski að herma eftir LVG…sitja sem fastast á bekknum sama á hverju gengur ??
kv,
SAF
Björn Friðgeir says
Ritstjórn er um það bil að fara að ýta á record á hlaðvarpi mánaðarins. Ef þið viljið koma að málum/spurningum þá er nú tíminn til að koma með komment!
Maggim says
Va
Gummi says
Hvernig geta menn talað um Jones og Rojo sem jákvæða punkta? Jones á væntanlega sök á þessu marki með arfaslökum varnarleik. Hann getur þakkað fyrir að mörkin sem liðið fékk á sig voru ekki fleiri.
Annar finnst manni skortur á sjálfstrausti einkenna leik liðsins. Vita menn ekkert hvað þeir eiga að gera eða hafa þeir ekki trú á því að þeir geti það?
Nú er alveg orðið tímabært að fara að droppa einhverjum mönnum. Robin van Persie kemur fyrst í hugann en hann hefur lítið getað allt þetta tímabil.
Svo má Rooney alveg missa sín. Annaðhvort úr liðinu eða mögulega fram enda getur það ekki verið verra en að nota van Persie og Falcao þar.
Rooney á miðjunni er fullreynd og misheppnuð tilraun. Ef hann ætlar að vera miðjumaður þá getur hann gert það með einhverju öðru félagi. Þetta félag þarf á heimsklassa miðjumanni að halda.
Ég gæti haldið endalaust áfram en ég bara nenni því ekki, ekkert frekar en leikmenn Man Utd nenna að spila fallega knattspyrnu þessa dagana.
DMS says
Ég held það væri bara ráð að taka Falcao eða RvP út úr liðinu fyrir næsta leik, setja Rooney upp á topp með öðrum hvorum þeirra og gefa Herrera sætið sem losnar þá á miðjunni.
Ég held líka að ég sé meira og meira að ýtast í áttina að því að vilja ekki gera Falcao að varanlegum leikmanni United fyrir þennan verðmiða sem er settur á hann og launapakkann sem fylgir. Mig langar alveg rosalega að sjá hann blómstra hjá okkur en því miður þá eru ofurlaunin og kaupverðið varla réttlætanlegt miðað við frammistöðurnar hingað til. Svo sem ekki við hann einan að sakast hvað það varðar, hann sést auðvitað lítið þegar allt liðið er að spila illa. En það er hægt að fá marga aðra frambærilega leikmenn fyrir 40-50 milljónir punda verðmiðann sem settur er á Fálkann.
Held að LvG þurfi svo líka að taka sinn skammt af ábyrgð, hann er að gera einhverjar undarlega tilraunir með Rooney á miðjunni og Januzaj virðist ekki fúnkera í þessu kerfi hans. Maður myndi skilja það að Rooney væri stillt upp á miðjunni ef það væru mikil meiðslavandræði, en við erum með menn eins og Mata og Herrera ónotaða á bekknum.
Hjörtur says
Mikið er ég sammála mönnum hér. Ég hætti að horfa á leikinn fljótt eftir að seinni hálfleikur hófst, afhverju jú liðið er að spila sama leiðinlega boltann og hefur verið í vetur. Þetta er svona svipað og Liverpool lék hér í denn, háa bolta fram eða útá kantana og svo háa bolta fyrir markið, sem gagnast nánast ekkert, en kall apinn lætur liðið halda svona áfram leik eftir leik. Ég vil sjá leikmenn fara meir upp miðjuna, og ég tala nú ekki um að skjóta svolítið oftar á markið en gert er. Nei ég er búinn að fá meir en nóg af þessu leikkerfi hjá kallinum. Maður er bara sveimer þá farinn að hugsa til Moyes aftur, ætli þetta hafi nokkuð verið verra hjá honum?
Þórður says
Allir rosa jákvæðir og flottir eftir stórkostlegan bikarsigur gegn liði úr 4. deild en nú er allt ömurlegt…. Magnað. Hvað breyttist? Ekkert, liðið er búið að vera drasli í 94% leika tímabilsins. Það vantar meiri pening í dýrari leikmenn. Er aldrei á því að reka stjóra en Gaalinn þarf að fara að sýna hvað hann er klár. Er ekki frá því að liðið sé eitt það leiðinlegasta í deildinni, tek Stoke leik anyday off the week
Ingvar says
Þórður, meiri pening í dýrari leikmenn?? Okkar dýrustu leikmenn litu út eins og championship deildar leikmenn. Þú þarft ekki alltaf rándýra leikmenn til að geta spilað flottan og árangursríkan fótbolta. Atl Madrid og Dortmund hafa sýnt okkur það. Di Maria, Rooney, Persie, Falcao kosta skildinginn en þeir sýndu ekki vott af því í dag. Galinn þarf að sýna hvernig hægt sé að gera liðsheild úr þessum hóp, hann er alveg með efniviðinn, endalausar afsakanir um að kaupa kaupa kaupa nýja menn, kjaftæði. Alveg nógu góður hópur til að allavega spila góðan fótbolta og vera í betri stöðu en það er í dag.
Tryggvi Páll says
Við ræddum þetta í nýjasta podcast-þættinum okkar. Förum yfir slatta af því sem menn eru að ræða hér. Við erum ekki alveg sáttir við Louis van Gaal en við erum heldur ekki á vonleysisvagninum eins og margir. Þrátt fyrir allt saman er liðið jú í meistaradeildarsæti og þó að lið eins og United eigi ekki að vera sátt við neitt annað en titilinn var ljóst að markmiðið fyrir þetta tímabil var 4. sæti+. Það er ansi margt sem má laga og bæta en við erum samt sem áður í betri stöðu en á sama tíma og í fyrra. Það er framför, þó ekki nema bara fyrir þessa einu litlu staðreynd. Ég var á því að Moyes ætti skilið tíma og ég er svo sannarlega ekki að fara að gefa Louis van Gaal minni tíma en Moyes fékk.
Þórður says
Ingvar, hefur þú heyrt talað um kaldhæðni? Look it up
Eeeeinar says
Það eina jákvæða sem maður getur sagt eftir sovna leik er að við erum þó allavega enn með í FA Cup og í baráttunni um 4.sætið.
Þessar tilraunir með Rooney og miðjuna verða að hætta.. ekki meir af því takk. Sammála með að Fellaini hefði átt að byrja.. hann er gott mótvægi á móti miðjunni þeirra sem aljgörlega bully’aði okkur allan leikinn.
Reyndar er líka jákvætt að Falcao er bara í láni en var ekki keyptur á tugi milljóna. Hann má fara aftur til PSG.
Ingvar says
Þórður, var þetta þá allt kaldhæðni sem þú skrifaðir? Svolítið snúið :/
Rúnar Þór says
Eeeeinar Falcao var hjá Monaco ekki PSG ;)
Eeeeinar says
haha var greinilega ekki alveg vaknaður, Póteitó Pótató :D
Audunn says
Þetta var ekki góður leikur nei, það þarf ekkert ræða það frekar.
En það sem mér finnst skrítið en samt jákvætt skrítið er að Van Gaal kemur í viðtal eftir leikinn og segir að liðið hafi ekki spilað eins og hann setti leikinn upp, liðið hafi ekki spilað á þeim hraða sem hann vænti og ekki með boltann á jörðinni.
Gott og vel, hann vill semsagt hraðara spil og minna um háloftabolta sem er jákvætt hefði ég haldið.
Þetta er ekki í fyrstaskiptið sem hann kemur inn á þetta eftir leiki og þá fer maður að spyrja sig, hvað er það sem veldur því að leikmenn geri ekki það sem þeim er sagt?
Augljósa svarið er að þeir séu bara ekki nógu góðir til þess en það eru pottþétt miklu fleiri þættir sem spila þarna inn í, þættir sem kenna má Van Gaal, kerfinu og leikmönnum um.
Það er augljóslega nokkrir þættir sem virka ekki og þeir sem ég sé eru
RVP og Falcao virka ekki saman, vantar alla vinnslu og hlaup frá þeim.
Valencia er glataður leikmaður sem er sennilega fyrirsjánalegasti leikmaður í heiminum.
Rooney á miðjunni virkar ekki, hann er ekki miðjumaður og á ekki að spila þar.
Ég veit ekki hvaða staða eða kerfi hentar Januzaj, hann talar sjálfur um að vera þessi 10 fyrir framan sóknarmennina, hann er samt ekki nógu góður í þá stöðu eins og er að mér finnst.
Það er engin afsökun að segja að leikkerfið henti ekki einhverjum leikmönnum , við getum rætt að ákveðnar stöður henta ekki einhverjum mönnum en þetta eru allt atvinnumenn og ættu að geta aðlagast hvaða kerfi sem er ef þeir eru í sínum stöðum.
Ég vill sjá RVP og Falcao á bekknum í næsta leik og 4-2-3-1 kerfi spilað Með Blid og Fellaini (fyrst Carrick er meirddur) fyrir framan vörnina, Di Maria, Herrera og Mata fyrir aftan Rooney en það er ekki séns að ég fái þá ósk uppfyllta því Van Gaal er líkur Ferguson þegar kemur að þrjósku.
Ef allir hrópa á að hann fari til vinstri þá fer hann pottþétt til hægri.
Ég er samt ánægður með það að hann sé með plan B, Moyes hafði það ekki á síðasta tímabili og sat ráðalaus þegar liðið lenti undir.
Ég hef það á tilfinningunni að Van Gaal sé bara að hugsa um að gera það sem þarf til að enda í topp 4 þetta tímabilið og ætli sér síðan að taka almennilega til í þessu liði í sumar.
Ég sé Rooney ekki fyrir mér í framtíðinni, hann noti hann þarna nánast í neyð því hann eigi enga betri.
Það sem er jákvætt er að þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið sannfærandi þá er það samt í fjórða sæti, aðeins tvö lið hafa fengið á sig færri mörk, aðeins tvö lið hafa tapað færri leikjum og aðeins þrjú lið hafa skorað fleiri mörk.
Það er nú ekki alslæmt en við erum jú að tala um Man.Utd og við viljum vera no 1 á öllum sviðum.
Ég held að við verðum að vera þolinmóðir og sætta okkur við að liðið sé ekki að fara að gera neinar rósir á þessu tímabili, en þetta kemur, ég er viss um það.
Ég sé ljós í myrkrinu..
Grímur Már Þórólfsson says
Ætla aðeins að fá að nefna Di Maria hérna. Hann er orðinn skotmark hjá mörgum fyrir frammistöðu sína. Las eftirfarandi grein til að mynda á vísi:
http://www.visir.is/hjorvar-haflida–tolfraedin-er-eins-og-stutt-pils/article/2015150209017
Ég geri mér grein fyrir því að frammistaða Di Maria í þessum leik var ekkert sérstök og eftir frábæra byrjun þá meiddist hann og hann hefur ekki komið jafn sterkur tilbaka.
Tökum samt tölfræðina hjá honum. 14 deildarleikir: 3 mörk, 7 stoðsendingar og tvö önnur mörk sem hann á stóran þátt í. Semsagt hann hefur komið að 12 mörkum í 14 leikjum. Það er ekki galin tölfræði er það nokkuð?
Í greininni þarna fyrir ofan er sagt að hann hafi ekki skorað eða lagt neitt upp árið 2015? Samt lagði hann upp mark Falcao gegn Leicester.
Allavega þá hef ég ekki miklar áhyggjur af honum. Eini sem ég hef áhyggjur af er van Gaal og hvert hann er að fara með þetta lið.