Ég ætlaði mér að skrifa annan pistil í kvöld, ég er búinn að vera að skrifa svar við bréfinu sem við fengum frá Barða Páli Júlíussyni. Það snéri að stöðu Manchester United í dag og skoðun Barða á því en eftir að hafa fylgst með Meistaradeildinni í kvöld þá komu upp allar þessar tilfinningar – þessi söknuður – allar minningarnar. Auk þess að sakna Meistaradeildarinnar gífurlega, þó aðallega útsláttarkeppninnar, þá var það einn tiltekinn leikmaður sem orsakaði þessa nostalgíu tilfinningu. Þeir sem þekkja mig vita ef til vill hvaða leikmann ég er að tala um, fyrir þá sem vita það ekki þá er ég að tala um Guðinn; Dimitar Berbatov.
Ég get ekki útskýrt það en Berbatov varð nánast strax einn af mínum uppáhalds leikmönnum, ég sé ennþá eftir því að hafa ekki fengið mér treyju merkta: Berbatov #9. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið duglegur að fylgjast með Berbatov í Monaco en eftir að hafa horft á nokkrar klippur á Youtube í gærkvöldi þá komst ég að því að ég sakna Berbatovs gífurlega. Ég sakna hans sem leikmanns; leikmaður sem gerir eitthvað óvænt, eitthvað sem er ekki by the book. Ég meina, þetta fyrsta touch, þessar silkihreyfingar, þessi finish. Þetta var allt svo auðvelt. Fólk reis úr sætum sínum þegar það kom hár bolti á Berbatov því hæfileiki hans til að taka við sendingu, sama hversu slæm, var ótrúleg. Hann gat nánast tekið boltann úr lausu lofti með því einungis að dingla fætinum í boltann. Ótrúlegt.
Remember when Wayne Rooney did this? Nope me neither https://t.co/84pm4UzEg8
— No Question About That (@nqatpod) February 25, 2015
Það eru oftast skiptar skoðanir um Berbatov, annars vegar eru það þeir sem elska hann og hvernig hann spilar fótbolta (sem sagt ég) og hins vegar þeir sem eru á því að hann sé of latur, sinni ekki nægilega góðri varnarvinnu og fleira kjaftæði (sem sagt aðrir minna þroskaðir menn). Það sem fór einna helst í taugarnar á mönnum var verðmiðinn á Berbatov. Hann kostaði samt sem áður um það bil helmingi minna en Angel Di Maria. Verðmiðar leikmanna eiga það til að brengla skilning fólks á kaupum en sum lið selja einfaldlega ekki leikmenn nema þau fái mjög góð tilboð í þá, Tottenham er eitt af þeim liðum. Fernando Torres – Andy Carroll er annað dæmi þar sem tveir framherjar kostuðu alltof mikið og enduðu á því að floppa, þá aðallega miðað við bilaðan verðmiða.
Sir Alex Ferguson lýsti Berbatov svona rétt eftir að hafa keypt hann: „This is a key signing. Dimitar is one of the best and most exciting strikers in world football. His style and ability will give the team a different dimension and I’m sure he will be a popular player with the fans.” Ó minn kæri Sir Alex þú hafðir rétt fyrir þér. Samt sem áður voru efasemdaraddir. Berbatov var gagnrýndur fyrir leti því hann hljóp ekki eins og hauslaus hæna þær mínútur sem hann spilaði. Sir Alex varði samt alltaf sinn mann og á tímabilinu 2010/2011 komst Berbatov í guðatölu meðal Manchester United stuðningsmanna, allavega hjá mér – hann skoraði þrennu gegn Liverpool á Old Trafford í 3-2 sigri.
Berbatov skoraði ekki eina þrennu á þessu tímabili heldur þrjár og varð þar með fyrsti leikmaður liðsins til að ná þeim áfanga síðan Ruud van Nistelrooy gerði það 2002/2003 tímabilið. Hin fórnarlöm Berbatovs voru Birmingham og Blackburn en í téðum Blackburn leik smellti Berbatov í 5 mörk – afrek sem aðeins þrír aðrir leikmenn ensku deildarinnar hafa náð (Alan Shearer, Andy Cole og Jermain Defoe). Okkar maður endaði sem markahæsti leikmaður deildarinnar (ásamt bolabít sem spilaði þá fyrir Manchester City), var valinn í lið ársins og Man Utd vann deildina – ekki amalegt það.
Þrátt fyrir þetta rosalega tímabil átti Berba ekki upp á pallborðið hjá Sir Alex árið eftir en það virtist sem Sir Alex væri ákveðinn í að reyna að búa til stjörnuframherja úr Danny Welbeck og Berba því bekkjaður nánast allt tímabilið (þrátt fyrir að splæsa í 5 mörk í 2 leikjum í jólatörninni), tímabilið endaði með því að United tapaði deildinni á markatölu til háværu nágrannana. Það sem sveið þó alltaf mest að sögn Berbatov var þegar Sir Alex valdi hann ekki í 18 manna hóp í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Barcelona árið 2011. Berbatov reyndi þó að berjast fyrir sæti sínu en skipti litlu, hann fór á endanum til Fulham þann 31. ágúst 2012.
Það sem ég skildi aldrei var að selja Berbatov og kaupa mann eins og Shinji Kagawa þegar Berbatov væri fullkominn í nákvæmlega það hlutverk sem Kagawa átti að spila.
Það virtist sem Berbatov væri að berjast fyrir tapaðan málstað, eins frábær fótboltamaður og hann er þá voru alltaf margar efasemda raddir um hann í rauðu treyjunni. En við munum alltaf hafa minningarnar Berbatov minn.
Að lokum verð ég að segja að mér persónulega finnst staða Juan Mata minna um margt á stöðu Berbatov á sínum tíma. Frábær leikmaður, mjög lunkinn á boltann, með frábæra fyrstu snertingu, en hann er talinn of slakur varnarmaður, of slakur í hápressu og fleira í þeim dúr til að passa inn í leikkerfi Van Gaals. Ég persónulega þoli ekki þessi rök, þegar þú spilar fyrir Manchester United þá ætti helsta hlutverk sóknarsinnaðs miðjumanns að vera að verjast. Þegar menn búa yfir hæfileikum eins og þessir tveir þá á að nýta þá… og hana nú.
Góðar stundir. Kv. RTÞ og DB #9
https://www.youtube.com/watch?v=pQm3Ll9AeHc
Emil says
Fullkomlega sammála þesum pistli. Plús það að liðið spilar mun skemmtilegri og betri bolta með Mata í liðinu. AMEN!!!
Halldór Marteinsson says
Sammála hverju orði í þessum pistli. Sakna þessa meistara mikið. Mun seint fyrirgefa Fergie þessa óskiljanlegu, óverðskulduðu og ömurlegu framkomu gagnvart Berba, sérstaklega undir það síðasta.
Audunn says
Það er gaman að lesa svona pælingar sérstaklega þegar maður er eins ósammála og hægt er.
Er reyndar jú alveg sammála að ég sakna þess að sjá United í meistaradeildinni en Berbatov sakna ég ekki frekar en ég sakna D.Moyes.
Þann mann þoldi ég aldrei frá því ég sá hann spila fyrst með Bayern Leverkusen, hann er ekki minn tebolli þegar kemur að knattspyrnumanni.
Hann fer í mina bók sem ein af verstu kaupum Ferguson, borguðum allt of mikið fyrir hann og það var grin að kaupa hann í stað þess að kaupa Tevez sem var og hefur alltaf verið miklu betri leikmaður. En það er annað mál.
Það sem ég þoldi aldrei við Berba var þessi leti í honum og ég er alveg 100% viss um að hún varð honum að falli hjá Man.Utd, ég er mjög hissa á að Ferguson hafi ekki verið búinn að sjá það áður en hann keypti hann, reyndar virkuðu þessi kaup ekki sannfærandi á sínum tíma, hann var keyptur á yfirverði á síðustu sek gluggans þegar Man.City var farið að sýna honum áhuga og gera tilboð í hann ef ég man rétt.
Ég varð oft og mörgum sinnum vitni á því á Old Trafford að stuðningsmenn blótuðu Berbatov í hástert og mér fannst hann aldrei ná að vinna folk almennilega yfir á sitt band.
Eins og ég kom inn á þá var hann latur og virkaði oft mjög áhugalaus á vellinum.
Líkamstjáningar hans voru ekki beint að vinna fólk yfir, fórnaði höndum, hristi hausinn og labbaði með hausinn niður í bringunni ef eitthvað gékk ekki eins og hann vildi.
Fannst hann ekki mikill liðsmaður heldur latur egóisti.
EN knattspyrnulega séð var hann góður, það verður aldrei tekið frá honum og það ætla ég ekki að deila um, það dugar bara stundum ekki eitt og sér til.
Ég man í fljótubragði tvisvar sinnum eftir að hafa verið mjög reiður yfir kaupum Ferguson, Saha í eitt skiptið og Berba í annað skiptið, er ánægður með að þeirra tími hafi runnið sitt skeið, eg sé meira eftir gamla grasinu á vellinum en þeim tveimur.
EN skemmtilegar pælingar engu að síður. :)
Björn Friðgeir says
Þetta voru svo fínar pælingar hjá þér Auðunn að ég var næstum búinn að fyrirgefa þér fyrir að þola ekki Berbatov.
En svo dissaðirðu Saha og þá SPRAKK ÉG! :D
Ef Saha hefði ekki verið svona óheppinn með meiðsli þá værum við ekkert að minnast Ruud neitt að ráði. Frábær markaskorari!
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
Þetta er dálítið fyndið ég er s.s. doldið sammála bæði Runólfi og Auðunn :-) Maðurinn var jú alveg óþolandi latur og auðvitað kom það niður á honum sem knattspyrnumanni, það er deginum ljósara. En að hann skuli hafa verið bekkjaður til þess að Welbeck fengi endalausan séns án þess að nýta hann var að gera mig algjörlega sturlaðan á sínum tíma ! En varðandi meistaradeildina og sjá hvernig fótbolta mörg lið eru að spila þar þessa dagana þá er maður bara fegin að við séum ekki þar á meðal, eigum EKKERT erindi þangað eins og við erum að spila í augnablikinu.
kv,
SAF
Audunn says
Já Björn svona er ég skrítinn
Á svoldið erfitt með að festa fingri á hvað það var við Saha sem fór í taugarnar á mér en það var eitthvað við hann sem pirraði mig mikið.
Eins og með Berba þá er ég ekki að setja beint út á getu hans, hann var eins og þú sagðir góður markaskorari þegar hann var heill en það var því miður allt of sjaldan.
Ég á mér alltaf svona “uppáhalds” leikmann hjá United hverju sinni, nú er það Valencia.
Gjörsamlega þoli ekki þann mann, myndi helst vilja gefa hann til QPR eða eitthvað álíka.
EN að sjálfsögðu fagna ég ef hann gerir vel, það var eins með Berba og Saha, liðið kemur alltaf fyrst og á meðan liðsmenn eru að gera það sem þeir fá borgað fyrir að gera þá fagnar maður því.
Runólfur Trausti says
Annars var „letin“ hans Berba rædd í greininni – sá hann þó aldrei live, bara þegar myndavélarnar voru á honum í leikjum en menn eiga ekki að líða fyrir það hvernig þeir líta út í knattspyrnuleik heldur hvernig þeir spila og hverju þeir skila til liðsins og hann Berba minn skilaði ávallt sínu.
Kv. RTÞ
Stefán says
Innilega sammála, ég hef alltaf verið Berbatov maður og hann var gífurlega öflugur fyrir United.
Meirasegja fyrsta seasonið hjá honum sem var ekkert „sérstakt“ þá var hann með flestu assistin af öllum í liðinu.
Tæknin sem þessi drengur hefur, skildi aldrei fólkið sem var með þetta endalausa tuð.
Sama fólk og vælir endalaust yfir öllum leikmönnum eins og Nani sem er virkilega góður United maður líka.
Rauðhaus says
What a man…
Bjarni Ellertsson says
Úr því að menn og konur eru farnir í þann gír að tala um söknuð yfir leikmönnum þá segi ég það fullum fetum að það er aðeins einn sem kemur upp í hugann og það er King Eric Cantona, franski snillingurinn utan og innan vallar. Hann kom á hárréttum tíma til liðsins þegar gamlir refir og drykkjurútar voru að hverfa smám saman úr liðinu og ung og efnileg kynslóð að koma fram. Mikið vildi ég að hann væri alltaf þrítugur og að spila með liðinu í dag, okkur vantar svona mann og þreytist ég aldrei á að segja við united menn sem sáu hann aldrei spila live að það eru fáir spilarar í dag sem stjórna leik betur en hann gerði. Hann stjórnaði liðinu eins og hljómsveitastjóri, gaf öllum skipanir með handarbendingum hvort sem þeir voru með eða án bolta. Með hann í liðinu harmoneraði liðið og hann var brú milli þeirra ungu og eldri leikmannanna. Í dag finnst mér slíka brú vanta, hver hugsar um rassgatið á sjálfum sér og ungu drengirnir ragir við að standa fast á sínu. Liðið rær því ekki á sömu mið alveg sama hverjir eru í liðinu og hvað þeir afrekuðu í denn. Liðið vantar leiðtoga, hef ekki séð hann síðan Keane og Scholes hurfu af braut. Hvern fáum við á meðan LVG er við völd er góð spurning en hann verður að finna hann strax, sá er ekki í liðinu í dag, og þá munu hlutir fara að gerast. Einhver þarf að stýra kerfinu, ekki satt?
Barði Páll Júlíusson says
Bíð spenntur að sjá pistilinn með svari tengdum mínum vangaveltum hérna fyrir nokkrum dögum síðan.
En verð nú að taka undir með Dimitar Berbatov. Ólíkt Auðunni þá var ég aldrei mikill Tevez maður og sérstaklega ekki að spila Tevez og Rooney saman því oft vorum við komnir úr leikkerfinu 4-4-2 yfir í 4-6-0 því þeir vildu alltaf báðir droppa niður á miðju til að sækja boltann á meðan Berbatov er mun klókari en Tevez og fannst mér hann og Rooney meira tengja á þannig hlaupum.
Hver man ekki eftir move’inu gegn West Ham þegar hann tekur mann á OFAN á enda línuni og leggur upp mark hjá my man BigGameRon. Það sýnir class’inn sem þessi maður hefur upp á að bjóða, sérstaklega þegar maður heyra ensku lýsinguna á bakvið; „Not many player would contemplate trying it, let alone actually pulling it of“. Held að þessi lýsing lýsi honum mjög vel.
https://www.youtube.com/watch?v=_Z7VaZGEkVs