Þetta hafðist fyrir rest og heimasigur í höfn. Þessa leiks verður þó líklega helst minnst fyrir það að vera leikurinn þar sem United fann upp nýja hornataktík: Að koma boltanum úr horni eins hratt til David de Gea og hægt er. Mikið var deilt um hvernig liðinu yrði stillt upp inni á vellinum og sitt sýndist hverjum. Liðið hóf þó leik nokkurnveginn svona:
Bekkur: Lindegaard, McNair, Carrick, Fellaini (Falcao), Mata (Rooney), Januzaj (Di Maria), Wilson.
Sunderland: Pantilimon, Reveillere, van Aanholt, Brown, O’Shea (c), Cattermole, Larsson, Gomez, Johnson, Wickham, Defoe.
Sunderland byrjaði leikinn af meiri krafti og pressuðu okkar menn grimmt fyrstu 10 mínúturnar. Þetta skilaði sér í tveimur færum fyrir gestina. Eftir nokkrar mínútur fékk Connor Wickham að valsa upp allan völlinn allt að því óáreittur. Hann kom sér í góða skotstöðu hægra megin í teignum en David de Gea var vel á verði og var vandanum vaxinn. Jermaine Defoe fékk jafnframt ágætis skotfæri innan úr vítateigsboganum. Það er hans uppáhaldsskotstaður en hann hitti ekki rammann.
Eftir þetta bakkaði Sunderland niður og okkar menn tóku völdin. Það er þó óhætt að segja að leikmenn okkar yrðu lélegir einræðisherrar því að ekki nýttu þeir sér þessi völd til þess að refsa Sunderland að einhverju viti. Norrænn velferðarstjórnarkeimur yfir þessu öllu saman þar sem allir eiga að vera jafnir.
Við vorum miklu meira með boltann og skrúfuðum pressuna á Sunderland upp um 0.00005 með hverri mínútu sem leið. Það var mikið að gera hjá miðjumönnunum okkar sem voru mjög uppteknir af því að gefa boltann frá vinstri yfir til hægri. Wayne Rooney og Falcao buðu upp á litla hreyfingu í framlínunni og því var þetta allt frekar steingelt. Það var aðeins þegar Ashley Young, langfrískasti leikmaður hálfleiksins gerði eitthvað upp á eigin spýtur að eitthvað gerðist.
Hann var nálægt því að skora þegar boltinn barst á hann við vítateiginn en skot hans klippti þaknetið á leiðinni yfir. Hann var duglegur að taka menn á vinstri kantinum og var einstaklega óheppinn að skora ekki þegar John O’Shea bjargaði á línu með því að dúndra í slánna og út. Bara John O’Shea gæti púllað þetta. Þvílíkur kóngur. Young átti nokkrar hættulegar sendingar en framherjarnir okkar virðast ekki gera sér grein fyrir því að það er þeirra hlutverk að skora í mark andstæðingana.
Di Maria var mikið í boltanum en það kom afskaplega lítið úr honum. Hann tók slæmar ákvarðanir aftur og aftur, átti lélegar fyrirgjafir og lélegar sendingar. Það kom því ekkert á óvart þegar honum var kippt út af í hálfleik fyrir Adnan Januzaj. Staðan 0-0 í hálfleik. Með smá heppni hefðum við getað verið 1-0 yfir en í sannleika sagt verðskuldaði frammistaða liðsins í þessum hálfleik ekki nokkurn skapaðan hlut.
Seinni hálfleikur spilaðist að miklu leyti eins og síðari helmingur fyrri hálfleiks. United var með boltann og Sunderland spilaði vörn. Þrátt fyrir það gerðist ekkert markvert fyrr en eftir rúmlega klukkutíma leik. Falcao afrekaði það að taka á móti boltanum eftir fyrirgjöf og snúa af sér John O’Shea fyrir framan markið. O’Shea er auðvitað svo mikill kóngur að hann kallaði Wes Brown til liðs við sig og þessir fyrrum United-menn brutu á Falcao sem var kominn í upplagt marktækifæri. O’Shea var aðalsökudólgurinn en annars ágætur dómari leiksins tók sig til og rak Wes Brown útaf. Nokkuð sérstakt en víti og rautt spjald engu að síður hárrétur dómur. Upp steig Wayne Rooney sem skoraði af miklu öryggi. 1-0
Falcao, loksins laus við Wes Brown sem hafði haft hann í vasanum fram að þessu, fékk þó ekki að hanga inni lengur og var tekinn útaf eftir vítið. Döpur frammistaða hjá honum þrátt fyrir að hafa fiskað vítið. Inn á kom Marouane Fellaini. Maður bjóst við að plan B myndi líta dagsins ljós en United-menn héldu sínum leik áfram. United freistaði þess að skora fleiri mörk og pressan jókst á Sunderland. United upp skar mark þegar Januzaj sem var nokkuð sprækur í leiknum átti skot/fyrirgjöf sem barst til Wayne Rooney sem skallaði boltann í autt markið. 2-0. Ander Herrera skoraði svo þriðja mark United en það var reyndar réttilega dæmt af vegna rangstöðu.
Við fengum því sigurinn sem óskað var eftir.
Nokkrar hugleiðingar
Var þetta slakasta lið sem við höfum mætt á tímabilinu? Sunderland-menn litu út fyrir að vera líklegir á fyrstu mínútum en eftir það bökkuðu þeir einfaldlega í vörn og reyndu ekki einu sinni að skora. Þeir áttu 5 skot í leiknum og það síðasta kom á 25. mínútu leiksins. Þeir voru með boltann í 25% af leiknum og áttu 18 heppnaðar sendingar á sóknarþriðjungi vallarins. Þetta lið heldur sér ekki uppi með svona frammistöðu og Gus Poyet verður orðinn atvinnulaus innan skamms. Það er reyndar ekki okkar vandamál.
Gary Neville skrifaði ágæta grein fyrir skömmu þar sem hann talaði um að stuðningsmenn United þyrftu einfaldlega að gleyma því að liðið væri að fara að spila þennan hraða sóknarbolta sem hefur einkennt liðið frá upphafi. Louis van Gaal væri að innleiða þolinmóðan sendingarbolta. Það hefur aldrei verið jafn augljóst og í dag. Sitt sýnist hverjum um þessa þróun og maður veltir því fyrir sér hvort að Louis van Gaal og stuðningsmennirnir séu á árekstrarbraut?
Þegar Jonny Evans spilaði boltanum til baka á David de Gea var búað á liðið og stuðningsmennirnir sungu hin fræga söng Attack, Attack, Attack. Við erum einfaldlega ekki vön þessum bolta sem verið er að innleiða. Við erum vön skemmtun og hraða. Það eru tvo orð sem ekki er hægt að nota til að lýsa spilamennsku United á tímabilinu.
Er þetta framtíðin undir Louis van Gaal? Að einhverju leyti, já. En ég er samt sannfærður um að það sé meira spunnið í hann og liðið. Það vantar eitthvað í þessa spilamennsku til þess að færa liðið upp á næsta stig. Sunderland átti aldrei séns í dag og yfirburðir United voru algjörir. Liðið er þó ekki að ná að umbreyta þessum yfirburðum í mörk og færasköpun. Fram á við verðum við að sjá eitthvað meira frá liðinu. Þar liggur vandamálið og lykillinn að árangri í framtíðinni er að finna lausn við því. Hvort að Louis van Gaal sé maðurinn til þess að finna þann lykil er önnur umræða.
Angel Di Maria átti sinn slakasta leik í rauðu treyjunni frá því að hann kom og frá áramótum hefur hann ekki sýnt sitt rétta andlit. Að vissu leyti á hann skilið smá þolinmæði. Hann er óútreiknanlegur leikmaður sem á að vera með leyfi til þess að gera það óútreiknanlega. Það mun ekki alltaf takast upp hjá honum en án smá áhættu gerist ekki neitt, að því leyti verðum við að sýna því skilning þegar það gengur ekki allt 100% upp hjá honum. Hann er okkar mest skapandi leikmaður á tímabilinu. En þegar hann mætir til leiks og getur ekki klárað einföldustu hluti eins og einfaldar sendingar eða fyrirgjafir verður hann að líta í eigin barm. Hann kostaði hátt i 60 milljónir punda en í dag spilaði hann eins og leikmaður sem mætir í Sporthúsið á þriðjudagskvöldum til að sparka í bolta í einn klukkutíma. Þannig leikmenn borga með sér, þeir kosta ekki milljónir á dag.
Southampton tapaði gegn WBA og á morgun eiga Liverpool og Arsenal leiki gegn liðum sem eiga og geta tekið stig af þeim. Meistaradeildarsætið er því ennþá fyllilega í okkar höndum.
Maður leiksins: Ashley Young. Mjög sprækur í dag, keyrði á leikmenn og jók hraðann í spilamennsku liðsins. Verðskuldaði mark og spilaði heilt yfir mjög vel. Chris Smalling fær líka S/O fyrir örugga frammistöðu. Reyndi að vísu ekki mikið á hann en hann steig ekki feilspor í þau fáu skipti sem Sunderland reyndi eitthvað.
DMS says
Áfram heldur hann sig við Rooney á miðjunni. Er drullu hræddur við að sjá Evans í öftustu víglínu, hefur ekki beint heillað mig á þessu seasoni. Hefði frekar hent Blind í vinstri bak og haldið Rojo í miðverði, já eða sett Young í bakvörðinn. Vil einnig fara að sjá Mata fá einhver tækifæri.
En jæja, það er bara að vona að LvG troði sokk upp í mig. Verður áhugavert að sjá hvernig þessu er stillt upp hjá honum, geta verið margar útfærslur. Vonandi bara að leikmennirnir átti sig á kerfinu, það er nú fyrir öllu.
Mest af öllu vil ég sjá 3 stig í dag. Næstmest af öllu vil ég sjá framfarir á spilamennskunni.
Robbi Mich says
Young inná, Mata ekki. Wuuuuuut?
DMS says
Young búinn að vera okkar sprækasti maður í fyrri hálfleik að mínu mati. Hefur komist næst því að skora og búinn að búa til færi. Finnst eins og að Di Maria sé með semi Nani syndrome, tekur rangar ákvarðanir á ögurstundu. Rétt fyrir hálfleik hefði hann getað sent boltann á Young í einni skyndisókninni en valdi erfiðarari valkostinn. Trúi ekki öðru en þessi pressa endi með marki, en hættan er alltaf fyrir hendi að fá tusku í fésið í þessari stöðu. Sennilega er planið hjá Sunderland að ganga upp, sleppa með 0-0 inn í hálfleik og eiga enn sénsinn að pota inn marki í þeim síðari.
Rúnar Þór says
Nokkrir punktar.
1. góður sigur en vildi sjá meira sérstaklega eftir vítið. 1 fleiri og marki yfir áttum að keyra á þá og skora meira
2. Januzaj öflugur. Miklu miklu betri en Di María og gerði miklu miklu meira.
3. Vil sjá Mata spila meira, möguleiki nú þegar RVP er meiddur
4. Illa gert af LVG að taka Falcao útaf. Fiskaði vítið og ef hann hefði spilað 90mín þá hefði hann fengið meira pláss vegna rauða spjaldsins og hefði getað komist í betri færi= mörk= betri séns á að hrökkva í gang. Að mínu mati voru seinustu 30mín perfect séns á að koma honum í gang, en þá er hann tekinn útaf! Vorkenni honum gífurlega
Halldór Marteinsson says
Kann vel að meta þessa O’Shea love :D
Runólfur Trausti says
Sá bara brot og brot úr leiknum sökum vinnu en þessi seinni hálfleikur var alveg eins og Swansea leikurinn – maður beið bara eftir einni skyndisókn frá Sunderland og hruninu í kjölfarið. Í stað þess fékk United vítaspyrnu og Big Bad Wesley Brown fékk rautt spjald – eftir það var þetta aldrei spurning.
Versta frammistaða liðs á Old Trafford hlýtur samt að vera QPR – þeir voru átakanlegir.
Mínir punktar:
a) Þessi handbolta spilamennska er komin til að vera, í öllum viðtölum er talað um hversu mikið Van Gaal vill færa boltann „side to side“ og finna þannig glufur / pláss í vörninni.
Það er svo sem allt gott og blessað ef þú ert með leikmenn sem finna svo þessar glufur – í dag voru þeir til staðar (af því sem ég sá) í formi Ashley Young og Adnan Januzaj. Fannst þeir báðir mjög flottir.
b) Ég missti af „Attack x3“ hornspyrnunni en mér fannst flestar hornspyrnur + auka spyrnur Ashley Young í dag voru mun betri en ég hef séð í undanförnum leikjum. Að sama skapi má Di Maria alveg hætta að taka aukaspyrnur.
c) Ég elska John O´Shea og Wesley Brown ennþá og finnst alltaf leiðinlegt að sjá þegar þeim gengur illa en mikil ósköp er Sunderland skelfilega leiðinlegt lið.
d) Ég skil ekki Van Gaal. Falcao nær í víti af miklu harðfylgi og er strax tekinn útaf og um leið og Rooney á séns á þrennu þá er hann tekinn útaf … Ég næ þessu ekki.
Góðar stundir.
Kv. RTÞ
Atlas says
Mér finnst þetta óþarflega neikvæð umsögn. Við stjórnuðum leiknum allan tímann og mér fannst vera jákvæðir punktar í þessu.
Januzaj var mjög sprækur í dag. Falcao sýndi flott tilþrif þegar hann fékk vítið. Mér fannst gott hjá LVG að kippa út af stjörnuleikmanninum Di Maria sem segist sjálfur þurfa tíma til þess að aðlagast enska boltanum. Það kemur.
Við eigum leik í miðri næstu viku og í ljósi þess skynsamleglegt að gefa Rooney smá hvíld, enda flott að fá heiðursskiptingu eftir 2 mörk.
Minnumst þess að í fyrra héldum við boltanum ekki neitt. Við skulum sýna þessari possesion taktík þolinmæði, leikmenn eiga eftir að aðlagast og verða betri í að skapa sér færi í þessu leikkerfi.
Við vorum eins og áhorfendur í leikjunum á Moyes tímanum gegn sterkum liðum eins og Chelsea, Man. City og Liverpool. Þannig hefur það ekki verið í vetur.Þannig að mér finnst nú ýmislegt jákvætt bæði í þessum leik og almennt hjá liðinu. Uppbyggingunni er ekki lokið, „það varð jú hrun“ eins og sumir segja á Alþingi.
En þetta var skyldusigur sem við kláruðum sannfærandi. Það er krafa um það sama á miðvikudaginn í útileik gegn Newcastle.
Gory, glory.
Tryggvi Páll says
QPR var reyndar alveg afskaplega dapurt, það er rétt. Þetta Sunderland-lið var þó alveg á pari við þá frammistöðu. Lengst af gerði liðið varla tilraun til að sækja og að því leyti var maður eiginlega alveg rólegur í því örfáu skipti sem Sunderland var með boltann.
Handboltaspilamennska er klárlega réttnefni vegna þess að þetta minnir mjög mikið á sóknarleik í handbolta. Spurning um að fá Guðmund og Dag til þess að hjálpa til við að finna lausnir í sóknarleiknum? Leikmennirnir virðast vera komnir með grunninn að því hvernig á að spila þennan bolta sem LvG vill að liðið spili. Næsta skref er vonandi að vinna í því hvernig á að brjóta upp varnir því að það virðist vera of auðvelt að verjast sóknarleik United á löngum köflum.
Hornspyrnurnar voru yfirleitt ágætar en það var bara svo pirrandi þegar liðið fékk horn og 10 sekúndum seinna var boltinn allt í einu kominn í lappirnar á David de Gea! Þetta gerðist í tvígang eftir að Sunderland hreinsaði eftir horn og boltinn barst til Jonny Evans. Aumingja maðurinn er svo rúinn öllu sjálfstrausti að hann þorði ekki annað en að velja auðvelda kostinn undir engri pressu, að koma honum á De Gea, í staðinn fyrir að koma boltanum á næsta miðjumann.
Fellaini var kominn niður á hliðarlínu áður en að Falcao vann vítið. Það var því búið að ákveða skiptinguna. Ef til vill hefði verið betra að hafa hann inná, sérstaklega í ljósi þess að Wes Brown var farinn útaf en sá mikli meistari var búinn að vera með Falcao gjörsamlega í vasanum. Hann var þó ekki búinn að gera neitt af viti í öllum leiknum og átti ekkert endilega skilið að vera á vellinum. Rooney þarf svo að spila alla leiki og það er leikur á miðvikudaginn þannig að væntanlega hefur hann bara viljað hvíla hann aðeins.
Robbi Mich says
Leyfi þessu bara að hanga hérna inni …….
http://www.mirror.co.uk/sport/row-zed/sorry-louis-manchester-uniteds-strikers-5246617
Audunn Sigurdsson says
Van Gaal og stuðningsmenn á árekstrarbraut?
Á hvaða plánetu ertu?
Held að sumir ættu að vanda sig betur og hætta að haga sér eins og Stutt pilsar klappstýr og gerast stuðningsmenn.
99% stuðningsmanna liðsins sem maður talar við hér í Manchester eru sammála um að Van Gaal sé rétti maðurinn en kannski ekki með réttu leikmennina. .
Tryggvi Páll says
Þú ert svona hress. Ég er staddur á plánetunni Jörð, á fleygiferð í kringum sólina. En þú?
Þetta eru VANGAVELTUR settar fram með spurningamerki. Þetta er ekki staðhæfing. Það getur vel verið að 99% stuðningsmanna í Manchester séu á því að Van Gaal sé rétti maðurinn í starfið. Það vill reyndar svo til að ég er alveg hjartanlega sammála þeim. Ég hef fulla trú á manninum og hann hefur allan minn stuðning.
Það breytir því hinsvegar ekki að það er afskaplega leiðinlegt að horfa á United spila knattspyrnu þessa dagana og þetta er langt frá því að vera líkt þessum spennandi hraða sóknarbolta sem stuðningsmenn félagsins eru vanir að horfa uppá. Það er eiga sér stað gríðarleg umbreyting.
Þó að ég hafi fulla trú á því að þetta sé ákveðið ferli og að á endanum muni þetta allt smella saman hjá Louis van Gaal er ekki hægt að útiloka það að það gerist ekki eða taki mun lengri tíma en áætlað er. Stuðningsmenn eru ekki beint þolinmæðasta dýrategundin. Hvað erum við þá með? Rándýrt knattspyrnulið sem mistekst að uppfylla grunnhlutverk sitt: Að skemmta áhorfendunum.
Ég efast um að stuðningsmennirnir yrðu sáttir við það, hvort sem þeir eru staddir í Manchester eða Hellu. Þetta er eitthvað glænýtt sem er að fara gegn grunnstefnu sem hefur verið við lýði hjá United síðan elstu menn (lesist Bjössi) muna. Umræðan hérna á Íslandi er kannski ekki jafn merkileg og umræðan í Manchester en það eru mjög skiptar skoðanir um þann leikstíl sem Louis van Gaal er að innleiða. Þar er mögulega árekstrarbrautin.
Ég vil svo benda þér góðfúslega á að þú hefur engan rétt á því að taka þér eitthvað sjálfdæmi um það hverjir séu stuðningsmenn og hverjir séu það ekki. Jafnvel þótt þú búir í Manchester. Ég skil líka ekki alveg þessa klappstýru-líkingu? Ætti ég þá ekki að vera að finna jákvæða fleti á öllu sama hvað gengur á?
Óli says
Mér hefur þótt augljóst síðan í haust að Falcao kæmist varla í liðið hjá Rosenborg, en að taka hann út af eftir að hann fiskar vítaspyrnuna í dag bara skil ég ekki. Ef það er einhver von til að koma honum í gang, þá þarf þetta ekki leiðin til að gera það. Er einhver hérna inni sem hefði ekki hugsað „jæja, sjáum hvort þetta kveiki ekki aðeins í honum“ og leyft honum að klára leikinn?
siggi utd maður says
Mínir þrír punktar:
1. Mér finnst Di María ekki undanskilinn gagnrýni, en hann má eiga það að hann nennir oft ekki þessu dútli og er sá eini sem ákveður að láta hlutina gerast. Í dag var það bara ekkert að virka hjá honum. Mér finnst menn sem eru að reyna eigi ekki skilið að vera jarðaðir, þó það gangi ekki alltaf upp hjá þeim. Hann var samt lélegur í dag, ekki misskilja mig.
2. Mér fannst ekki alveg nógu gott „man management“ að taka bæði Falcao útaf eftir vítið og Rooney eftir annað markið. Ef maður er að kvarta yfir því að vera ekki með 20 marka mann, ekki taka menn þá útaf um leið og þeir ákveða að geta eitthvað. Falcao hefði alveg þurft á því að halda að fá að spila 10 mín í viðbót eftir vítið. Sama með Rooney.
3. Ashley Young man of match og eins verður að hrósa Smalling sem í fyrsta skipti á ævinni virtist vera rólegur og njóta þess að vera með boltann. Hann var meira að segja mættur í smá tikitaka þarna í skyndisókninni í seinni hálfleik.
Ágætis frammistaða, ekki alltaf fallegt en þrjú stig. Var að vonast til að það væri klukkutími eftir þegar við skoruðum seinna markið, því mér fannst glitta í smá „vintage“ United þá.
Barði Páll Júlíusson says
Það vantar alveg að geta quote’að hérna inni. En ég er að svara þessu commenti sem ég set á hérna neðst í míni svari.
Ég spyr Auðunn. Hvernig er það með þig og þína dýrkun á David Moyes? Þú hataðir þennan mann og hafðir enga trú á honum og vildir hann burt. Á sama tíma í fyrra og í ár munar fjórum stigum á Manchester United undir stjórn David Moyes og Louis van Gaal.
Í fyrra var það greinilega alvöru stuðningsmaður sem tók sig til og hataði Moyes en í ár eru það fíflin sem taka sér það bessaleyfi að gagnrýna van Gaal(n.b. GAGNRÝNA, en ekki vera á móti honum).
Hvað er munurinn á þessu tveimur atvikum? Er það bara því þú og þínir stuðningsmenn sem þú ræðir við sem eru búsettir í Manchester eru sammála í ár en ekki í fyrra?
Finnst þetta rosalega dónalegt að vera setja skít á þann sem skrifar póstinn, sem meira segja setur þetta upp sem spurningu en ekki staðhæfingu og nota síðan algjöra þversögn enda ert þú að segja að hann sé að gera hluti sem þú gerðist oft og mörgum sinnum sekur um í fyrra.
Ég bý í Barcelona og í byrjun janúar þá voru margir stuðningsmenn Barcelona sem ég talaði við sem vildu reka Luis Enrique og sögðust glaðir taka góðu tilboði í Messi frá Chelsea. Þessir sömu menn eru að segja akkurat öfuga hluti núna. Það gerir mann ekkert algáfaðan að búa nálægt liðinu, eina sem það gefur manni er að maður á auðveldara með að komast á leiki. Ég sjálfur hata Barcelona liðið(Messi, Neymar, Suarez, Busquets og Alves í sama liðinu) en samt hef ég farið á 5 leiki síðan ég kom í janúar sem eru meira en helmingur leikja þeirra á heimavelli, það gerir mig ekki að neinum Barcelona stuðningsmanni alveg eins og það gerir ekki hvern einasta búðing í Manchester að meiri Manchester United stuðningsmann en alla aðra þó svo að hann fari á fleiri leiki.
Ekkert að reyna vera leiðinlegur sjálfur(ef það kom þannig út þá biðst ég afsökunar) en ég bara þoli ekki þegar fólk vill meina að aðrir séu meiri stuðningsmenn þó svo að það sé öðuvisi skoðun á hlutunum eða það að manneskjan hefur farið á fleiri leiki á season’inu eða ársmiðahafi eða vera gæinn sem sér um að skipta um handsápu á Old Trafford…
„“Quote““
„“““““““““““““““““““Van Gaal og stuðningsmenn á árekstrarbraut?
Á hvaða plánetu ertu?
Held að sumir ættu að vanda sig betur og hætta að haga sér eins og Stutt pilsar klappstýr og gerast stuðningsmenn.
99% stuðningsmanna liðsins sem maður talar við hér í Manchester eru sammála um að Van Gaal sé rétti maðurinn en kannski ekki með réttu leikmennina. .“““““““““““““““““““““““
DMS says
Verð að hrósa Chris Smalling fyrir þennan leik. Allt sem hann gerði í leiknum gekk upp, var mjög öruggur og leit virkilega vel út bæði í sínum varnaraðgerðum og þegar hann kom framar og tók þátt í uppspilinu. Annars var A. Young maður leikins, er sammála því.
Það lítur pínu út fyrir að Di Maria sé í smá tilvistarkreppu, bæði innan vallar sem utan. Fjölskyldu hans var haldið í gíslingu í innbroti og hann er enn að aðlagast nýju landi og öðruvísi menningu. Hann kann ekki ensku sem gerir þetta ennþá erfiðara. En vonandi kemur þetta með tímanum. Þessi gaur er hlaðinn hæfileikum, en fyrri hálfleikurinn hans í dag var alveg skelfilegur.
Mér fannst Falcao ekki hafa gert neitt af viti allan þennan tíma þar til hann náði í vítið. Flottur snúningur hjá honum þar. Finnst hann samt allltof oft ekki geta tekið við boltanum með mann í bakið, hrynur bara í jörðina. Ef ég ætti að segja já eða nei varðandi varanleg kaup á honum í dag þá myndi ég segja nei, en það er enn tími til stefnu fyrir hann til að hrökkva í gang.
Hjörtur says
Mín skoðun, að ef Falcao á að hrökkva í gang, þurfi hann að fá meiri spilatíma, fyrr er ekki hægt að dæma hann. Hvað varðar 20 marka mann, þá að mínu mati getur það ekki orði ef menn reyna ekki markskot, það er alltaf sama aðferðin gefið út á kantana , svo háa bolta fyrir. Að vísu reyndu menn í leiknum í gær aðeins meir en vant er að skjóta, en voru í flestum tilfellum alltof seinir með skotið, þar sem það lenti í mótherja. En svo finnst mér ekki skifta máli með 20 marka mann, á meðan við skorum mörk þá er það fyrir hinu mesta hver svo sem það gerir.
Elmar says
Þetta var bara flottur sigur þegr uppi er staðið, var orðin frekar smeykur þar sem Sunderland vann okkur á síaðsta tímabili en þetta hófst að lokum. Mínir helstu punktar eftir leik eru:
1. Þvílíkur karakter sem Van Gaal er, var ánægður með að hann tók Di maria útaf þegar hann var ekki að standa sig þrátt fyrir að vera dýrasti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Di maria er samt frábær leikmaður það vita það allir og vonandi fer hann að sína svipaða taka og hann gerði í upphafi leiktíðar sem allra fyrst.
2. Lang besti leikurinn hjá Januzaj á þessari leiktíð, þegar ég sá að Van gaal var að tala við hann í hálfleik þá gerði ég ráð fyrir að hann var að koma inná og ég var vægast sagt pirraður. Við sáum allir á síðustu leiktíð að Januzaj er með mikið potential hann er bara ennþá 20 ára og verður á fá einhvern spilatíma til að þróa leik sinn.
3. Að mínu mati er Smalling okkar besti miðvörður og á að leika þar, vill fá Rojo með honum. Evans átti reyndar merkilega fínan leik á móti Sunderland en hann hefur verið gjarn á mistök á þessari leiktíð.
4. Ashley Young var síðan minn motm hann var sífellt ógnandi og er alls ekki slæmur leikmaður. Frábær squad leikmaður sem ég er ánægður að fór ekki síðasta sumar.