Nú þegar baráttan um 3-4. sæti hefur harðnað all svakalega þá var vitað að ekkert nema sigur kæmi til greina í kvöld.
Byrjunarliðið
Fyrri hálfleikur
Van Gaal hélt sig við sömu taktík og síðast sem þýddi að Falcao og Mata þurftu að sætta sig við bekkjarsetu í kvöld. Liðið hóf leikinn þónokkuð vel og hélt boltanum vel og átti nokkur færi. Eftir 20 mínútna leik átti Fellaini fínan skalla að marki en Krul var vel á verði. Skömmu síðar fékk Wayne Rooney dauðafæri einn á móti marki eftir laglega sendingu frá Ashley Young en vippaði frekar kjánalega framhjá markinu.
Newcastle-menn virtust vera fyllilega sáttur við að liggja tilbaka og beita skyndisóknum. Þeir áttu nokkrar slíkar sóknir en sem betur fer fyrir varnarlínu United eru þeir arfaslakir klárarar. Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Chris Smalling felldi leikmann heimamanna inni í teig og á einhvern ótrúlegan hátt var ekkert dæmt. Annað umdeild atvik átti sér stað rétt fyrir lok seinni hálfleiks þegar Papis Cissé og Jonny Evans fóru í *spegil* við hvorn annan. Cissé taldi Evans hafa sparkað til sín og sparkaði því á móti. Hvorugur hitti þó en til að hefna fyrir þetta virtust þeir hrækja á hvorn annan. Frekar kjánalegt allt saman og líklega fara þeir félagar í bann fyrir þessa stæla. Staðan var 0:0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur
Ekki er nú hægt að segja að seinni hálfleikurinn hafi verið skemmtilegasti hálfleikur knattspyrnusögunnar. United höfðu enn og aftur tögl og haldir á leiknum og voru á tímabili með 69% boltahald. Angel Di Maria sem átti ekki stórkostlega frammistöðu í fyrri hálfleiknum áttu ágætis rispur í byrjun þess seinni. Á 59. mínútu var hann tekinn af velli og í hans stað kom Belginn ungi Adnan Januzaj. Mörgum þótti þessi skipting undarleg enda var hann nýbúinn að eiga tvær frábærar stungur á Fellaini og Rooney með skömmu millibili. Rooney kom reyndar boltanum í netið en var ranglega dæmdur rangstæður.
Líkt og í fyrri hálfleik lá Newcastle til baka og United var með boltann. Það gekk þó brösulega að sækja en okkar mönnum tókst ótrúlega oft að vera klaufalega rangstæðir og því gekk lítið. Það var ekki fyrr en á 82. mínútu að næsta skipting átti sér stað en þá loksins kom Juan Mata inná fyrir Marouane Fellaini sem átti þokkalegan leik. Nokkrum mínútum síðar gerði van Gaal frekar spes skiptingu þegar Marcos Rojo var tekinn af velli fyrir Michael Carrick. Það virðist hafa skilað einhverju því skömmu síðar náði Wayne Rooney að þjösnast með boltann að marki Newcastle, boltinn barst á Krul sem sendi boltann beint á Ashley Young sem kláraði og skoraði gott mark. Heimamenn fengu svo fínt færi í uppbótartíma sem að meistari de Gea varði frábærlega í enn eitt skiptið.
Lokatölur því 0:1 og kærkominn sigur staðreynd.
Hjörtur says
Þetta hafðist 3 stig í höfn en tæpt var það. En það var maðurinn sem að margir tuðuðu um að hefði ekkert að gera í þessu liði, en hann sá um það að við fengum 3 stig í kvöld, og er búinn að vera einn besti maður liðsins í síðustu leikjum.
Halldór Marteinsson says
Rojo var kominn á rúmlega appelsínugult eftir að hann tók háa tæklingu á gulu spjaldi. Held það hafi verið skynsamlegt af Van Gaal að nota tækifærið og gefa Carrick mínútur, Rojo hefði sennilega þurft afskaplega lítið í viðbót til að fjúka út af.
Vona hins vegar að Rojo verði í miðverðinum næst. Finnst hann margfalt traustari og öflugri þar en í bakverðinum.
Rúnar Þór says
Verð bara að segja dálítið. Ekki sáttur með aðgerðaleysið á bekknum, þar að segja skiptingin kom ekki fyrr en á 80mín. Hefði alveg mátt koma 10-15mín fyrr (Mata og Falcao) því útlitið var ekki gott. En gríðalega mikilvægur sigur í ljósi annarra úrslita.
1 pæling. Van Gaal var spurður út í Falcao á blaðamannafundinum eftir leik og hann sagðist ekki getað sett hann inná því hann vildi ekki taka Rooney útaf. Veit hann ekki að það þarf ekki að taka st útaf fyrir st. Hefði getað tekið t.d. Herrera eða einhvern annan. Frekar spes
Ingvar says
Spes lýsing á markinu í skýrslunni, held að höfundur þurfi að skoða markið aðeins aftur:)
Annars kærkominn sigur þar sem topp 7 unnu öll, en ekki var það fallegt frekar en fyrri daginn.
Nú bíður okkar svakalegt prógram sem sker úr hvort við höfum eitthvað að gera á þriðjudags og miðvikudags-kvöldum næsta vetur.
Magnús Þór says
@Ingvar: Það rétt hjá þér. Ég kenni lélegum straumi um. Í það minnsta er þetta lagað.
DMS says
Tóku einhverjir fleiri eftir þvi þegar LvG fagnaði markinu þá fór hann með fésið alveg upp að Giggs og sló hann létt í framan á meðan Giggs var nærri alveg svipbrigðalaus og brosti ekki. What was that all about?
Stefán says
Já frekar grillað með Giggs.
Annars er ég svakalega sáttur með leikmenn eins og Herrera og Young á þessu tímabili, hafa sýnt góða hluti.
Fyrir utan fleiri eins og Rojo,Fellaini og Valencia sem hafa verið solid.
De Gea hefur verið langbestur og Rooney var góður í þessum leik.
Vona að Januzaj fái meiri spilatíma og að Di Maria hrökkvi í gang.
siggi utd maður says
Ég vil taka það fram að ég byrjaði ekki að horfa fyrr en seinni hálfleikur hófst. En mér fannst aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn, og í raun var ég ekki að trúa á því að staðan væri 0-0 á 85. mín.
Ashley Young er búinn að vera jafnbesti United maðurinn ásamt De Gea í vetur að mínu mati.
Skilur einhver hvað Van Gaal er að segja við Giggs? Núna fara samsæriskenningarnar á fullt í blöðunum, búið ykkur undir skítastorm félagar.
Elmar says
Það var ósanngjarnt að gamla að taka Di maria útaf sammála að þetta hafi ekki verið hans besti leikur, en hann var samt sem áður að skapa færin fyrir okkur og þarf að komast almennilega á skrið. Það misheppnaðist vissulega mikið hjá honum en maðurinn reynir allaveganna þarf aðeins að kjöta sig, er ábyggilega 60 kíló þrátt fyrir hæð.
Netheimar glóa um heppni United en að mínu mati- jú heppni en einnig hard work pays off. Rooney hætti ekki og pressaði varnarmennina og Krul sem varð til þess að þeir panickiðu. Er ekki vanur að láta svona fara í taugarnar á mér en það fer virkilega í taugarnar á mér þetta umtal um heppni United- hvað er eiginlega heppni í fótbolta- Þeir vissulega eru ekki búnir að vera spila eins vel og maður vildi en eru 2 töp í 21 leik virkilega bara heppni eins og margir vilja halda fram.
Runólfur Trausti says
Ég var mjög ósáttur í hálfleik í gær og fannst þetta svo mikið copy / paste af síðustu leikjum. Halda boltanum mjög fínt (enda með 65%+ possession) og allt það en það vantaði samt „cutting edge“. Svo þegar maður horfði á MOTD þá sá maður að United átti 3-4 mjög góð færi í leiknum + auðvitað fíaskóið sem orsakaði markið.
Það sem stingur samt er að Newcastle átti 100% að fá víti (vill meina að United eigi samt ennþá inni fleiri víti en þeir hefðu átt að fá á sig) og svo að De Gea hafi þurft að taka 2-3 stórar vörslur til að tryggja þessi 3 stig. Liðið má ekki við svona rugli í næstu leikjum en í 4 af næstu 5 leikjum eigum við Arsenal – City – Liverpool – Tottenham (og svo Tim Sherwood, nei ég meina Aston Sherwood, æji þið vitið hvað ég er að tala um).
Annars er stærsta spurningin leikkerfislega séð varðandi þá leiki hvort Van Gaal setji Carrick og Blind saman á miðjuna eða færi Blind niður í bakvörðinn og Rojo aftur í hafsentinn þar sem Evans er víst á leiðinni í 4+ leikja bann (sem mér finnst vitleysa, Cisse reynir að sparka af honum höfuðið áður en að „SpitGate“ byrjaði). Reyndar segir PhysioRoom ekkert um meiðsli Luke Shaw svo kannski er bara verið að gera hann reddí í stórleikja törnina. Ég væri alveg til í að sjá Blind-Carrick-Herrera saman á miðjunni gegn Liverpool allavega (og Chelsea reyndar). Eins mikill fan og ég er af Marouane Fellaini þá á hann ekki að starta alla leiki.
Og varðandi Giggs-Van Gaal málið … þá hef ég bara ekki hugmynd um hvað er í gangi þar. Undarlegt mál í alla staði. Maður vonar bara að það sé ekki eitthvað „power struggle“ í gangi innan félagsins. Það nennir því enginn.
Góðar Stundir.
-RTÞ
Rauðhaus says
Fannst þetta að mörgu leyti ágætis leikur hjá okkur. Vorum náttúrulega mikil með boltann en hreyfðum hann of hægt, eins og svo oft áður í vetur. Nokkrir punktar:
1.Fengum nokkur dauðafæri sem hefði átt að nýta betur, sérstaklega Rooney í fyrri hálfleik þegar allir (þar á meðal hann sjálfur) héldu að hann væri rangstæður.
2. Newcastle átti að fá víti, það er alveg 100%. Ég veit þó ekki hvort það er bara hin innbyggða hlutlægni í mér, en fyrst þegar ég sá þetta atvik var ég alls ekki viss um að þetta væri víti. Svo þegar endursýningarnar komu þá var náttúrulega allur vafi tekinn af.
3. Mikið er rætt um vítið sem Newcastle átti að fá. Hvers vegna minnist enginn á markið sem var dæmt af Rooeny fyrir rangstöðu?
4. Daley Blind er hinn ágætasti leikmaður. Fjölhæfur og góður að senda boltann. En mikið svakalega fer í taugarnar á mér hversu mikill væskill hann getur verið. A.m.k. í nokkur skipti í leiknum í gær komst Newcastle í ágætis stöður eftir að Blind tapar stöðubaráttu á miðjunni. Okkar vantar átakanlega eitthvað stál þarna á miðjuna. Fyrir mína parta er Blind squad player, eftirbátur Carrick á flestum sviðum. Ég vil Carrick strax aftur í liðið á kostnað Blind. Þá er ég ekki að meina að Carrick sé eitthvað stál á miðjunni – sá maður er ekki til hjá okkur. Carrick gerir hins vegar sömu hluti og Blind, bara aðeins betur, og er líka stærri og sterkari en Hollendingurinn.
5. Við erum búnir að vera afleitir á útivelli í vetur. Framistaðan í gær var mjög fín þegar litið er til þessa. Að mínu mati spilaði liðið líka vel gegn Swansea í síðasta útileik en var óheppið að tapa. Þetta er því að stefna í rétta átt.