Í tilefni stórleiks Manchester United og Liverpool á Anfield nk. sunnudag tókum við á Rauðu djöflunum og félagar okkar á Kop.is höndum saman og hituðum við upp fyrir þennan stórleik í sérstökum podkast-þætti!
Fyrir hönd Rauðu djöflanna mættu Tryggvi Páll og Sigurjón og fyrir hönd Kop.is mættu Einar Örn og Kristján Atli sem stýrði umræðum. Við ræddum um gengi og stöðu Manchester United og Liverpool auk þess sem við spáðum í spilin fyrir stórleikinn á sunnudaginn.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podcast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: Rauðudjöflarnir – Kop.is podkast
Rauðhaus says
Virkilega gaman af þessu, verður skemmtileg hlustun.
Alveg merkilegt með þessa tvo klúbba og stuðningsmenn þeirra. Við gjörsamlega þolum ekki hvora aðra og gleður okkur fátt meira en þegar erkifjendurnir tapa. Samt ríkir einhver óskilgreinanleg gagnkvæm virðing á milli klúbbanna og stuðningsmannanna. Þetta eru þegar allt kemur til alls tvö stórkostleg knattspyrnufélög sem koma frá áþekkum borgum. Það er ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir því. Viðurkenni þó að stundum á ég vægast sagt afar bágt með að umbera skáserana, þeir fara virkilega í mínar fínustu… En svo þegar rennur af manni reiðin þá veit maður innst inni að það er einhvern veginn nauðsynlegt að hafa þá. Þó ekki sé nema til að þola þá ekki! Er viss um að stuðningsmenn Liverpool geta tekið undir þetta og speglað þetta sínum megin frá.
Barði Páll Júlíusson says
Mér finnst skemmtilegast að heyra hvernig Kristján talar um að þeir séu með stórkostlegan stjóra seinni part þáttar og segir að þó svo að þeir eigi titlalaus næstu 3-4 árin þá vilji hann samt halda honum eftir að maður heyrir í byrjun þáttar að hann hafi verið einn af þeim sem vildi láta reka hann. Spurning hvað hann segir svo ef Liverpool tekur einhvern tíman aftur lélega leikjahrinu, er hann þá aftur orðinn hræðilegur stjóri sem á að taka poka sinn?
Gaman að þessu spjalli samt sem áður og þessi leikur á sunnudaginn er alveg rosalegur.
Sem Manchester United maður og Real Madrid(svona nokkrum sætum fyrir neðan), búsettur í Barcelona þá verður þessi sunnudagur byrjun á annað hvort mjög slæmri viku eða góðri. Ef maður sér tapleik í hádeginu á sunnudaginn og síðan lélegan El Classico þá getur þetta orðið ansi slæmur dagur og ótrúlegt hvað maður getur látið fótbolta hafa mikil áhrif á líf sitt.
Maður er farinn að dreyma leikina, velja sitt eigin byrjunarlið og breyta því oft, spá fyrir um leikin, verstu og bestu úrslitin og hvað og annað.
Persónulega er ég alls ekkert rosalega bjartsýnn fyrir þennan leik og vil ég þar nefna nokkrar ástæður.
1. Eftir Arsenal leikinn þá talaði ég við bróðir minn sem er Spurs’ari og vorum við sammála því að þetta tap gegn Arsenal væri mögulega hrikalegt fyrir Tottenham. Það svo sannarlega átti eftir að sýna sig í þeim leik að tapið gegn Arsenal var einmitt það sem liðið þurfti til að sýna mjög sannfærandi leik gegn Tottenham, sem klárlega bjóst ekki við svona sterku United liði.
2. Við unnum Tottenham 3-0 og nánast ALLIR stuðningsmenn United eru í skýjunum og það er ég gífurlega hræddur við að sé svipað með leikmennina og þar er algjörlega verðugt verkefni fyrir van Gaal að koma leikmönnum aftur niður á jörðina án þess þó að taka eitthvað af sjálfstraustinu sem þeir eru væntanlega búnir að vinna sig inn.
3. Liverpool eru búnir að vera á rosalegu skriði og fengu einmitt þennan leik á móti Swansea til að ná sér niður á jörðina en vinna samt. Núna mæta þeir United og VERÐA að vinna því ef þeir tapa er forskotið komið í 5 stig á meðan ef þeir vinna þá eru þeir komnir 1 stigi ofar og það er klárlega þægilegri hugsun heldur en sú að leikmenn Manchester United geta huggað sig við það að ef þeir tapa þá munar aðeins 1 stigi.
4. Eins og Sigurjón og Tryggvi tala um þá er jafntefli alls ekki slæm úrslit fyrir okkur og getur það oft á tíðum komið niður á liðum. Hef þó þá hugsun um að það væri mun verri staða ef þjálfari með svipaða hugsun og Moyes eða Benitéz væri við stjórnvölinn.
5. Leikurinn er á Anfield. Ekki bara er það sterkt fyrir Liverpool heldur er það einmitt gagnstætt fyrir okkur. Við höfum spilað afleitlega á útivöllum í vetur og út frá því tekið rosalega fá stig með okkur heim.
Ég er sammála þeim(man ekki hver það var, Einar?) sem talar um að þessi leikur muni rosalega mikið snúast um baráttu milli Carrick og Coutinho. Þó svo að áhugaverðar baráttur milli Fellaini og varnarmanna Liverpool, Angel Di Maria/Mata eða Young vs VÆNG bakverða Liverpool, Sterling vs Valencia/Blind, Sturridge vs Smalling og Jones og svo framvegis þá held ég að við séum að fara sjá annan hvorn þessara leikmanna, Carrick eða Coutinho fara vera helsti áhrifavaldurinn og held ég að sá leikmaður sem mun spila betur af þeim tveimur muni vera í sigurliðinu, svo mikið tel ég þá hafa góð áhrif á sín lið.
Björn Friðgeir says
Rauðhaus: Smá leiðrétting: það er afskaplega lítil gagnkvæm virðing milli stuðningsmannanna úti á Englandi…
Auðunn Sigurðsson says
Það er nákvæmlega engin virðing milli stuðningsmanna þessara liða í UK.
Amk hef ég aldrei hvorki heyrt talað um né séð hana.
Rauðhaus says
Getum kannski orðað þetta öðruvísi. Það er kannski ekki einhver hlýleg „virðing“ milli stuðningsmannanna, en ég held samt að meginþorrinn af stuðnigsmönnum liðanna (sem vel að merkja eru út um allan heim) beri virðingu fyrir sögu liðanna. Þá er ég að tala um að þetta eru félög sem hafa áunnið sér status yfir langan tíma. Við erum ekki að tala um einhvern olíuauð sem triggerar árángur á skömmum tíma. Að þessu leyti ber ég mikla virðingu fyrir Liverpool football club. Það er hins vegar allt önnur spurnin hvort ég fari að halda með þeim gegn „olíuauðs“ klúbbunum. Ég held hreinlega að ég geti það ekki, svo djúp er ándúð mín á Liverpool. Ég vona að þetta komist rétt til skila svona :)
En aðeins að því sem fram kom í podcastinu og hefur verið mjög áberandi í fjölmiðlum undanfarnar vikur og mánuði.
Það er varðandi Angel Di Maria. Við vitum allir hversu stórkostlega hann byrjaði og hvað fjölmiðlar héldu ekki vatni yfir honum. Síðan meiddist hann og var frá um nokkra hríð. Eftir það hefur botninn vissulega aðeins dottið úr og hann var einstaklega slakur gegn Sunderland, þar sem hann var tekinn útaf í hálfleik. Í næsta leik þar á eftir gegn Newcastle átti hann einnig lélegan fyrri hálfleik en hafði hins vegar verið mjög sprækur að mínu mati það sem af var seinni þegar hann var tekinn útaf – fyrir Januzaj sem átti í raun skilið að byrja þennan leik eftir frábæra innkomu í leiknum á undan. Leikurinn fyrir Sunderland leikinn var gegn Burnely (minnir mig), þar sem Di Maria lagði upp mark og fékk víti. Svo kom leikurinn gegn Arsenal þar sem Di Maria fékk rautt spjald fyrir heimskupör. Fram að því fannst mér hann þó eiga fínasta leik gegn Arsenal, var með frábæra assist á Rooney og bara almennt mjög ógnandi.
Mér finnst fjölmiðlar hafa blásið ótrúlega út hversu „ömurlegur“ Di Maria hefur verið. Ég skal samþykkja að hann var ömurlegur gegn Sunderland – og í fyrrihálfleik á móti Newcastle. Ég blæs hins vegar á það að hann hafi verið slakur gegn Arsenal (þangað til hann fékk spjaldið) og að hann sé í einhverri mega krísu. Ég bara hef ekki séð það nógu reglulega á vellinum. Ef ég fengi að ráða myndi ég líklega setja hann beint inn í liðið gegn Liverpool.
Annars var þetta skemmtileg hlustun og gaman að láta ólík sjónarmið mætast með málefnalegum hætti.
Ég verð þó að gera athugasemd við eitt atriði sem kom fram í máli Einars frá KOP.is. Það er að hann myndi bara vilja fá De Gea úr leikmannahópi okkar manna, en aðrir kæmust ekki í byrjunarliðið (þ.e. ef liðin eru borin saman 1 v 1). Þetta fannst mér nánast brandari, þó ég viti vel að sameiginlegt lið yrði ekkert endilega með fleiri United menn heldur en Liverpool menn. Ég er t.d. viss um að fyrirliði hans liðs, Steven Gerrard – sem er btw stórkostlegur knattspyrnumaður, myndi velja Rooney í sitt lið í staðinn fyrir Sturridge. Og þá er ég ekki að vísa til þess að Sturridge sé ekki góður, heldur að Rooney er einfaldlega betri.
Sigurjón says
Þjáningabróðir (Rauðhaus): Auðvitað var Einari alvara með þessu kommenti að bara vilja De Gea. Sem harður Púllari þá finnst honum auðvitað allir sínir leikmenn betri, hann sagði það t.d. nokkrum sinnum að honum finnst LFC hópurinn vera mun betri en Man Utd. Þetta eru bara sjónarmið manns sem situr eins langt hinum meginn við borðið og hægt er :)
Ég er til dæmis á sömu grein og Einar, ég myndi ekki vilja neinn leikmann úr þessu LFC yfir í Man Utd, nema kannski Sterling :) Coutinho er svipaður og Mata en ekki jafn góður og Di María, þó hann sé kannski að spila betur akkúrat NÚNA. Gerrard/Henderson/Allen/Lucas eru ekki jafn góðir og Carrick/Herrera/Blind/Fellaini og á meðan Sturridge er fínn framherji þá myndi ég ekki taka hann inn á kostnað til dæmis Rooney og RVP, og meira segja ekki Falcao heldur, BARA í þeirri von að hann fari að spila eins og hann á að sér, því ef við fáum 2012 Falcao í gang þá er hann betri en allir framherjar LFC til samans. Varnarlína beggja liða er kannski svona svipuð hjá þannig að ég myndi ekki telja það einhverja framför að fá eitthvað af þeim leikmönnum yfir.
Ég myndi svo ekki vilja neinn annan markvörð í heiminum!
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Ljótur, fallegur, eiga það skilið eða algjör heppni, skiptir mig engu máli hvernig sigurinn kemur, hann á bara að koma :D
Halldór Marteinsson says
Afskaplega skemmtilegt framtak og þeir sem tóku þátt eiga heiður skilinn. Fannst þetta áhugavert spjall og sniðugt að fá vinkla mótherjanna inn í þetta líka. Það var vissulega skotið aðeins en samt var þetta helst til kurteist, það vantaði eins og eitt gott hávaðarifrildi til að peppa mann enn betur upp :D En það kannski vantaði eitthvað hitamál eins og Evra vs. Suarez til að koma því í gang.
Þótt það þurfi kannski ekki að henda í svona sameiginlegt podkast fyrir hverja rimmu þessara liðu þá vona ég nú samt að þetta hafi ekki verið síðasta skiptið sem þetta gerist.