Maður er ennþá að koma sér niður á jörðina eftir leikinn á Anfield í gær. Andrýmið á milli 4. og 5. sætis er orðið ansi þægilegt fyrir næstu umferð þar sem við tökum á móti Aston Villa á meðan Liverpool og Arsenal mætast innbyrðis á Emirates-vellinum. Að mæta á þennan geysierfiða útivöll þar sem aflinn undanfarin ár hefur verið af skornum skammti og fara heim með þrjú stig er frábært. Að gera það eins og liðið gerði í gær er einfaldlega stórkostlegt.
Louis van Gaal tók Brendan Rodgers í kennslustund og las leikplan Liverpool-manna eins og opna bók. Eftir fimm mínútna kafla í byrjun leiks lauk komst Liverpool-liðið einfaldlega ekki að. Líkt og leikmenn Tottenham fengu að kynnast fyrir rúmri viku fengu leikmenn Liverpool ekkert rúm til þess að athafna sig. Líkt og fyrir viku síðan geta menn sagt að andstæðingur United hafi átt slakan dag en þeir sem segja það opinbera ekkert nema fávisku sína. Leikmenn Liverpool gátu lítið í leiknum í gær einfaldlega vegna þess að Manchester United leyfði þeim það ekki. Það var ekki fyrr en að leikmenn United slökuðu aðeins á pressunni að Liverpool komst aðeins inn í leikinn aftur í seinni hálfleik.
Lykillinn að sigrinum í gær var einfaldlega sá að okkar mönnum tókst að leysa hápressu Liverpool manna einstaklega vel. Það var fyrst og fremst gert með því að nýta sér styrkleika Marouane Fellaini.
Flóttaleið í boði Marouane Fellaini
Liverpool-menn pressuðu varnarlínuna okkar. Ekki svo galið enda er árangursrík pressa ein áhrifaríkasta varnaraðferðin í boltanum í dag, flest topplið í heimsboltanum beita einhverskonar útfærslu af hápressu. Vel útfærð pressa heftir alla sóknaruppbygginu andstæðinganna og ef þeir sem pressa vinna boltann eru þeir skyndilega komnir í góða stöðu hátt uppi á vellinum. Hún getur því einnig verið öflugt sóknarvopn. Þetta var augljóslega markmiðið hjá Rodgers & félögum og Sturridge, Coutinho, Lallana og Sterling pressuðu varnarlínu United. Hversu oft á síðasta ári höfum við séð leikmenn Liverpool gjörsigra andstæðinga með gífurlegra góðri hápressu?
Lausnin við þessu var svo einföld en samt svo árangursrík. De Gea og varnarmenn United komu boltanum einfaldlega á Marouane Fellaini. Ég veit ekki um marga leikmenn sem eru jafn góðir í hann og að taka á móti háum sendingum. Varnarmenn og miðjumenn Liverpool áttu varla séns í háu boltana gegn honum og þar með voru leikmenn United búnir að losa sig undan hápressu Liverpool og búnir að skilja 3-4 leikmenn Liverpool eftir. Þessi mynd sýnir hvað Fellaini var að gera afskaplega vel í leiknum.
Enginn annar leikmaður United né Liverpool komst nálægt Fellaini í vinstri flokknun á þessari mynd. Rooney vann 4 skallaeinvígi á sóknarhelmingi sínum, Balotelli 2 og aðrir leikmenn 1 eða færri. Með þessu móti gat United því nýtt Fellaini sem áhrifaríka flóttaleið undan hápressu Liverpool.
Leikmenn Liverpool komust varla nálægt Fellaini og það Það varð að áhrifaríku vopni í sóknarleik United en Fellaini gerði vel í að koma boltanum frá sér en það er kannski hans helsti veikleiki. Hann og Valencia áttu flestar heppnaðar sendingar á síðasta þriðjungi vallarins, Mata átti 16, Herrera 13, Coutinho 11 og aðrir 10 eða færri. Fellaini var því bæði flóttaleið undan hápressu United en um leið tókst liðinu að snúa sókn í vörn því að Fellaini gat iðulega tekið boltann niður og komið honum í leik á leikmennina í kringum sig. Það voru iðulega tveir menn að reyna að glíma við Fellaini og því gerði þessi leikaðferð það að verkum að United tókst að komast auðveldlega framhjá 5-6 leikmönnum Liverpool á augabragði. Það var því nánast alltaf laus maður sem gat fengið boltann og spil United manna gekk því afskaplega vel fyrir sig. Fyrra mark United varð til upp úr nákvæmlega þessu: Jones losaði um pressuna með löngum bolta á Fellaini sem sneri óáreittur með boltann, fann Herrera og við vitum öll hvað gerðist næst.
Jafnvel þegar Fellaini tapaði skallaeinvígi hafði það sín áhrif. Síðara mark United kom uppúr langri sendingu á Fellaini, Can vann skallaeinvígið en Fellaini hafði dregið leikmenn Liverpool að sér sem skapaði gríðarlegt pláss á miðjunni. Can skallaði beint á Carrick sem kom boltanum í svæðið á Herrera og 10 sekúndum seinna var Juan Mata búinn að klippa boltann í netið.
Fellaini hefur átt sína gagnrýnendur, réttilega, en þegar hann er notaður á þennan hátt er nánast ómögulegt að spila gegn honum.
Gengi gegn toppliðinum
Eitt það besta við stjóratíð Louis van Gaal er gengi liðanna gegn liðunum í efsta hluta deildarinnar. Á síðasta tímabili gekk liðinu asnalega illa að glíma við þessa leiki og uppskeran gegn liðunum í topp 6 var heil 6 stig af 36, takk fyrir takk. 1 sigur, 3 jafntefli og 8 töp. Þetta hefur heldur betur breyst á þessu tímabili. Raunar er það svo að ef við tökum neðstu 13 liðin út fyrir sviga og búum til okkar eigin firmakeppni úr liðunum í topp 7 væri staðan svona:
Frábær árangur og segir manni bara hvað Louis van Gaal og þjálfarateymið eru góðir í því að undirbúa liðið fyrir stóru leikina. Þrátt fyrir þennan mikilvæga sigur í gær er Meistaradeildarsætið auðvitað langt frá því að vera gulltryggt enda á liðið eftir leiki við City, Chelsea og Arsenal. Síðustu tveir leikir og almennt gengi liðsins gegn toppliðunum gefur okkur enga ástæðu til þess að óttast þær viðureignir og það er ekki laust við það að manni sé farið að hlakka til þegar stærri áskoranir á meginlandinu bíða liðsins.
Aðeins um Liverpool
Það var sorglegt að sjá leikmenn Liverpool reyna að meiða leikmenn United á afskaplega viljandi og ófyrirleitinn hátt í leiknum í gær. Það er eitt að fara harkalega í tæklingu líkt og Phil Jones og Steven Gerrard (gegn Mata) gerðu sig seka um í gær, það er einfaldlega hluti af leiknum og ekki óeðlilegt í leik á milli þessara tveggja liða. Að traðka á leikmönnum er hinsvegar allt annað og á einfaldlega ekki að sjást inni á vellinum. Dómari leiksins gerði afskaplega vel í því að hafa kjark til þess að reka Steven Gerrard út af, sérstaklega undir þeim kringumstæðum sem leikurinn var spilaður í. Aftur klikkar Steven Gerrard á ögurstundu.
Martin Skrtl gerði sig svo sekan um það sama þegar hann stappaði á David de Gea í pirringskasti undir lok leiksins. Liverpool-menn hafa verið að tala um að það hafi verið óviljaverk en það er auðvitað bara fáranleg afsökun og ekkert annað. Menn vita fullvel hvar menn stíga niður auk þess sem að De Gea var löngu búinn að ná boltanum. Það er einfaldlega eitthvað að ef Enska knattspyrnusambandið refsar ekki Skrtl með banni fyrir þetta. Ég treysti því að flestir heilvita stuðningsmenn Liverpool séu mér sammála enda ekki langt síðan þeir kölluðu eftir banni á Diego Costa fyrir nákvæmlega það sama og Skrtl gerði sig sekan um.
Fyrst að ég er byrjaður að predika yfir Liverpool er við hæfi að enda á þetta bók sem kom út um daginn.
This has arrived from @Simon_Hughes__ and should be excellent if his one on the 80s anything to go by… pic.twitter.com/jgj0Me5byf
— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 21, 2015
Jamie Carragher skrifar innganginn og snýst hann um að United hafi ekki verið liðið sem sló Liverpool af stallinum fræga á sínum tíma:
Carragher challenges Ferguson’s famous „knocked off their perch“ comment in the foreword pic.twitter.com/cblk17zcB9
— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 21, 2015
Gott og blessað en þessi röksemdarfærsla fellur eiginlega um sjálfa sig þegar maður lítur á þá staðreynd að þetta er bók um knattspyrnufélagið Liverpool á 10. áratugnum og hver eru fyrstu orðin í bókinni?
Alex Ferguson.
eeeeinar says
Magnað hvað mikið getur breyst á 10 dögum (og jafnframt sannar hvað það er mikið eftir!). Þessi 6 stig gegn Spurs og Liverpool riiisastór. Rakst á þessa grein á Skysports þar sem ‘sparkspekingar’ voru beðnir um að meta möguleika United á að ná fjórða sætinu.. notabene fyrir 10 dögum:
http://www1.skysports.com/watch/tv-shows/soccer-saturday/news/9756462/manchester-united-in-danger-of-missing-out-on-top-four-again-warn-the-soccer-saturday-pundits
1. Charlie Nicholas: „I’ve said it all along; they’re just not good enough to get in the top four. They’ve got some incredibly tough games and I can’t see them picking up enough points.
Charlie’s verdict: Fifth at best
2. Matt Le Tissier: United behind Saints in sixth
3. Phil Thompson: Arsenal and Liverpool to pull away with United left behind in fifth
4. Paul Merson: „Manchester United can’t keep doing what they’re doing, surely? Louis van Gaal doesn’t know his best 11 yet and United don’t know who their best manager is. Top-four hopes over if they lose to Spurs
—
Varðandi Skrtel þá lítur út fyrir að FA muni horfa framhjá þessu. Tvískinnungur Rodgers varðandi framkomu sinna leikmanna í gær náði nýjum hæðum með ummælunum um háttsemi Gerrards og Skrtel. Þetta sagði hann um Diego Costa fyrir nokkru síðan:
Og svona fóru blöðin með Costa: https://pbs.twimg.com/media/CAxoY-zXIAAeR-k.jpg
Ekki furða að stuðningsmenn Chelsea séu pirraðir yfir þessum double standard hjá FA
Audunn says
Ætli FA sé búið að fara yfir skýrslu dómara og taka þá afstöðu til þessa máls með Skrtel?
‘Eg held að við verðum að gefa þeim smá tíma, á erfitt með að trúa að þeir horfi framhjá þessu.
Já það er rétt, það hafa ansi margir afskrifað United undafarnar vikur.
Sérstaklega hafa Púllarar og Arsenal menn verið duglegir við að gagngrína liðið og Van Gaal, mér hefur alltaf fundist það vera meiri hræðsla en hitt.
Held að þeir viti og óttist innst inni að United eigi eftir að blómstra undir stjórn Van Gaal.
Liðið hefur ekki verið sannfærandi í mörgum leikjum en er samt aðeins 2 stigum frá öðrusætinu, hafa unnið Liverpool 2x á þessu tímabili og með mjög gott skor gegn þessum topp fimm liðum, besta skorið af þeim öllum. Samt eru menn endalaust að tala um hversu lélegir þeir eru.
Liverpoolmenn eru enn og aftur í algjörri afneitun, að stuðningsmenn þeirra skuli t.d láta út úr sér að þeir myndi ekki vilja einn einasta leikmann United í lið Liverpool er dæmi um vanþekkingu og afneitun á háu stigi.
Síðan eru þeir sumir vælandi um dómaraskandal eftir þennan leik sem er aftur afneitun.
Neita að viðurkenna að United hafi haft tögl og haldir í þessum leik og yfirspilað Liverpool á löngum köflum. B Rodgers varð knattspyrnulega gjaldþrota í þessum leik í gær.
Maður er ennþá alveg í skýunum eftir leikinn, ekki bara úrslitunum heldur spilamennsku liðsins sérstaklega í fyrrihálfleik.
United gjörsamlega yfirspilaði Liverpool, pressuðu þá út um allan völl og neyddu þá út í langar sendingar sem skiluðu engu.
Það var gaman að sjá Carragher fara yfir leikinn á Sky í gær, hann fór vel yfir hvernig United spilaði, þeir gáfu Liverpool ekkert pláss til að spila sinn leik, voru ótrúlega þéttir fyrir.
það er alveg ljóst að Van Gaal er á réttri leið með þetta lið og ég er nokkuð viss um að stuðningsmenn annara liða eru margir farnir að hafa áhyggjur af Man.Utd enda hafa þeir svo sannarlega ástæðu til þess.
Halldór Marteinsson says
Ánægður með þennan nýja lið, mánudagspælingar. Skemmtileg viðbót við góða síðu :)
Maður er enn þrusuánægður eftir leikinn í gær. Ekki bara úrslitin heldur líka spilamennskuna og allt yfirbragð United í kringum þennan leik.
Það gefur aldrei komið tímapunktur þar sem ég hef misst trú á Van Gaal en það komu vissulega móment þar sem ég klóraði mér í hausnum yfir sumum ákvörðunum hans.
En tímabilið virðist ætla að spilast eins og ég var að vonast. Vissi að það tæki tíma fyrir hlutina að smella en ég vonaðist til að maður færi að sjá á lokakafla tímabilsins framfarir í spilamennskunni og fá skýra hugmynd um það hvert Van Gaal væri að stefna með liðið. Og það virðist ætla að vera nákvæmlega þannig.
Audunn says
Annað sem ég ætlaði að koma inná en gleymdi.
Það hlýtur að vera sálfræðilega mjög sterkt fyrir Van Gaal að vera búinn að mæta Liverpool 3 sinnum sem þjálfari Man.Utd og staðan er 3-0 honum í hag.
Elmar says
Flottur pistill!
Það sem maður er mest ánægður með undir stjórn LvG er að við virðumst eiga möguleika og það góðan í stærri lið deildarinnar. Undir Moyes var alltaf uppgjöf fyrir leikina, man leikinn gegn Liverpool á Old trafford fyrir nákvæmlega ári þar sem við töpuðum 3-0 eins og hann hafi verið í gær. Fyrir þann leik hafði ég enga trú og leikmennirnir ekki heldur þar sem Moyes talaði um á blaðamannafundinum sínum að Liverpool væru „favorites“ og við vorum búnir að tapa leiknum áður en hann var spilaður. Það var sama saga á móti Chelsea og City eftir áramót í fyrra það eina sem ég vonaðist eftir var að leikmennirnir myndu gefa allt sitt í leikinn og niðurlægingin yrði ekki mikil. Það eina sem maður getur verið sáttur með eftir tíma Moyes er að hann keypti Fellaini og Mata. Fellaini er orðinn heldur betur mikilvægur leikmaður í liði okkar eins og þú kemur réttilega fram á og Mata er einnig frábær knattspyrnumaður. Held einnig að Mata sé vinsæl meðal leikmanna en hann hefur hjálpað mörgum spænskumælandi leikmönnum liðsins að aðlagast og með enskuna þar sem hann er vel talandi á ensku.
Vonandi endum við tímabilið á góðum nótum og fáum að njóta þess að horfa á liðið okkar spila á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum aftur á næsta tímabili.
Jón Sæmundsson says
Auðunn. Hvert er álit þitt á Fellaini eftir síðustu leiki?
Runólfur Trausti Þórhallsson says
Ótrúlegt hvað þrír „óhentugir“ hlutir virðast hafa leitt af sér þessa tvö frábæru leiki sem við höfum séð gegn Tottenham og Liverpool:
a) Robin Van Persie meiðist
b) Lélegt form Radamel Falcao
c) Angel Di Maria fær rautt gegn Arsenal
Hvert fyrir sig eru þetta mjög neikvæðir hlutir en þeir gerðu það að verkum að Van Gaal fór aftur í 4-3-3 og Juan Mata byrjaði leikina gegn Tottenham og Liverpool. Að því sögðu þá var Arsenal leikurinn fínn fyrir utan þessi tvö KLAUFA mörk sem United fékk á sig en mér fannst Smalling og Valencia báðir stíga upp eftir mjög tæpan leik gegn Arsenal og voru þeir í raun báðir þrusu flottir gegn Tottenham og Liverpool.
Kv. RTÞ
Karl Garðars says
Hahaha frábær punktur með SAF! Ég hló upphátt!
@Tryggvi Páll
Audunn says
Ég get nú ekki sagt að alit mitt á Fellaini hafi breyst mikið en ég hef samt sem áður hrósað honum fyrir frammistöðuna undanfarið m.a á Facebook síðu Manchester United Iceland 2.0.
Það er alveg klárt mál að hann er tilbúinn til að leggja sig fram fyrir Van Gaal og liðið, hugarfarið og hjartað er á réttum stað, þetta er allt til fyrirmyndar og fyrir það á hann svo sannarlega hrós skilið.
Van Gaal kann greinilega að nota hann, ég fer ekki oft inn á síður eins og kop.is en þegar United vinnur Liverpool úti þá er það hin mesta skemmtun að lesa kommentin þar.
Ég las t.d eitt í gær þar sem einhver snillingurinn talaði um að United spilaði eins og Everton gerði þegar Fellaini var þar.
Það þarf einstaklega ílla greindan mann knattspyrnulega séð til að komast að þeirri niðurstöðu, það vita allir að það er langt því frá að vera rétt.
United er að spila allt allt öðruvísi fótbolta í undanförnum leikjum, Fellaini er notaður öðruvísi af Van Gaal en Moyes, enda er United að spila öðruvísi taktík.
Hvað um það, Fellaini hefur staðið sig vel og það má hrósa honum fyrir það að sjálfsögðu.
Ég vona að hann haldi áfram á sömu braut, það er erfitt að eiga við menn eins og hann þegar hann er að spila svona.
Snorkur says
Fellaini er búinn að vera magnaður í vetur eftir að hann fór að detta inn í liðið .. Má ekki gleyma því að í fyrra var verið að nota hann sem stoppara .. í það minnsta mun aftar á vellinum .. þar sem hann ákvað að taka laxveiði sér til fyrirmyndar með því að ná leikmönnum með góðum sprettum en sleppa þeim frá sér jafn fljótt aftur
hjá Everton var hann hins vegar alltaf bestur þegar hann fékk að spila framar á vellinum
Held að LVG hafi ekki áttað sig á þvi hve mikilvægur líkamlegur styrkur er í þeim enska sem sést svolítið á leikannakaupum… næsta sumar verður sá vinkill væntanlega tekinn með í reikningin þegar nýjir menn verða fengnir inn í þetta
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
Sælir :-)
ég ætla að gerast svo djarfur og skella inn þessu kommenti sem ég setti inn á Kop.is í gær og treysti því að ég verði ekki hengdur en í mínum huga er ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir manni eins og Gerrard…uppalinn,hefði getað farið hvert sem er á miklu hærri laun, gaf sig allan í hlutverkið, hann minnir mig á Scholes og Giggs.
Til viðbótar þá ólst ég upp við að það væri ALLS EKKI gott að gera grín að óförum annarra !
Góðan daginn Liverpool menn,
Ég vil taka það strax fram að ég er grjótharður manutd maður og hef verið í áratugi. Ég ætla ekki að tala um leikinn í gær heldur um Steven Gerrard. Hér á árum áður tók maður oft á tíðum þátt í hatri united manna á Liverpool en það breyttist allt saman hjá mér 16.maí 2001. Mér var boðið til Dortmund til þess að sjá úrslitaleik UEFA Cup á milli Liverpool og Alavés og satt að segja var ég ekkert sérstaklega spenntur svona fyrirfram en það sem gerðist var ólýsanlegt ! Stemmningin var einstök,leikurinn var á pari við þá bestu og kornungur leikmaður stal algjörlega senunni og maður fann á sér að ný stjarna var fædd í knattspyrnuheiminum, já þetta var Steven Gerrard. Auðvitað gat maður ekki annað en samglaðst þeim Liverpool mönnum sem voru með í för en ég notaði líka tækifærið og stríddi þeim með því að þessi ungi leikmaður yrði nú ekki lengi hjá Liverpool, Real Madrid eða einhver annar risaklúbbur myndi stela honum innan skamms. 2015 er hann ennþá að spila fyrir uppeldisfélagið og er einn af þeim leikmönnum sem ég ber mesta virðingu fyrir og það fer óendanlega í taugarnar á mér þegar united menn og aðrir keppast við að níða af honum skóinn og ég nota öll tækifæri sem bjóðast til að verja heiður þessa mikla snillings ! Gangi ykkur vel.
eeeeinar says
Klárlega einn af bestu leikmönnum úrvalsdeildarinnar frá upphafi og missir fyrir Liverpool – jafnvel þó hann sé orðinn 34 ára. Hann hefur sýnt ótrúlega hollustu við félagið sitt sem maður getur ekki annað en borið virðingu fyrir – á sínum hátindi hefði hann labbað inn í hvaða byrjunarlið sem er í heiminum. Auðvitað hefðu Liverpool átt að klára dæmi í fyrra – en alveg ótrúleg og grátleg kaldhæðni örlaganna að hann hafi runnið á rassinn eftir frægu ‘slip’ þrumuorðin.
Verð þó að viðurkenna að mér fannst einkennilegt að hann hafi beðið alla aðra afsökunar á traðkinu nema sjálfan Herrera.. sem fékk takkana í sig. En þetta rauða spjald eftir 40sek var fínasta kveðjugjöf.
Björn Friðgeir says
Fyrir þau sem fíla Steven Gerrard ekki í botn þá er hérna ágætisgrein sem tekur frekar hart á ferli hans
http://bet.unibet.co.uk/football/premier-league/why-steven-gerrards-red-mist-was-fitting-end-his-imperfect-liverpool-career
Sigurjón Arthur Friðjónsson says
Ekkert mál að skrifa grein um að Gerrard hafi ekki verið nógu góður en við skulum ekki gleyma því að hann er búin að bera Liverpool á herðunum í næstum 15 ár, það hlýtur að hafa verið ansi lýjandi á köflum :-)
Björn Friðgeir says
hann mun eftir nokkur ár sjá eftir að hafa ekki bara farið til chelsea