Það er erfitt að vera eitthvað dapur yfir tapi Manchester United á Stamford Bridge í dag. United spilaði vel, alveg á pari við þá leiki sem liðið hefur spilað undanfarið. Van Gaal sagði meira að segja eftir leikinn að þetta hafi verið besti leikur United í vetur. Hvort það sé nú rétt eða ekki þá er Chelsea alveg spes í því hvernig þeir spila, þeirra leikur snýst alfarið um að vera þéttir fyrir [footnote]PARK THE BUS![/footnote] og nýta sér þau mistök sem mótherjinn gerir. Í dag gerði United tvö mistök, eitt af þeim skapaði mark Chelsea og í hinu tilfellinu endaði boltinn í þverslánni hjá okkar mönnum. Að öllu öðru leyti stjórnaði United öllu á vellinum án þess þó að finna markið sem vantaði svo sárlega.
Rennum aðeins yfir liðin í dag. United stillti upp svona:
Bekkur: Valdes, Blackett (80), Rafael, Di Maria (70), Januzaj (70), Pereira, van Persie
Það var auðvitað mikil blóðtaka að missa Carrick í meiðsli í síðasta leik, hann er auðvitað einn af okkar mikilvægari leikmönnum. Ekki nóg með að missa hann þá misstum við líka Blind og Jones út á sama tíma, allt eru þetta menn sem hafa slípað til þá spilamennsku sem við höfum séð frá United undanfarið. Fjarvera þeirra gerði það að verkum að tveir „nýjir leikmenn“ þurftu að koma inn (McNair, Shaw) og tveimur öðrum (Rooney og Herrera) þurfti að hliðra til í nýjar stöður. Að öðru leyti virtist LVG ætla sér að fara inn í þennan leik með sömu plön og gegn liðum eins Liverpool og Manchester City. Liðið átti að halda boltanum, vera hreyfanlegir, pressa hátt og reyna að opna mótherjan. Chelsea, sem spilaði með þetta lið:
…var hinsvegar bara með eitt plan, skella öllum hurðum í lás og hengja Zouma á bakið á Fellaini og klippa hann út úr leiknum [footnote]sem og spila sem 5. varnarmaður[/footnote]. Ég bjóst ekki við að Chelsea myndu ná að hanga á því plani í +90 mínútur, en viti menn, það gekk upp hjá þeim. Þolinmæði og agi Chelsea er raun aðdáunarverður því þegar mótherjinn gerir loksins mistök eru þeir með menn eins og Hazard og Oscar (+Costa þegar hann er heill) sem geta refsað harkalega.
Eina refsing leiksins kom frá Chelsea á 38. mínútu í fyrri hálfleik. Fabregas var með boltann út á kanti, gaf inn á Oscar sem náði að slíta sig aðeins frá Smalling, á sama tíma fann Herrera sjálfan sig út úr stöðu og missti sjónar af Hazard sem tók á rás fyrir aftan Herrera. Valencia áttaði sig of seint á hlaupinu og náði ekki að loka á hlaupaleiðina hjá Hazard. Með snyrtilegri hælsendingu frá Oscar var Hazard kominn einn inn fyrir vörnina. Hazard átti þó eftir að setja boltann framhjá De Gea (sem er ekki létt verk!) en hann gerði vel, setti fastan bolta meðfram jörðinni, sem er erfitt að eiga við því eina leiðin fyrir De Gea að stoppa slíkan bolta er að hagræða fótunum svo hann komist nær jörðinni. Því miður var boltinn farinn í gegnum klofið á De Gea áður en hann komst niður.
1-0 fyrir Chelsea og það var alveg ljóst á þeim tímapunkti að svona myndi Stamford Bridge líta út eftir markið:
Það reyndist rétt. United pressaði mikið fram á við en náði aldrei að skapa almennilegt færi, fyrir utan eitt skipti þegar Falcao komst inn fyrir í þröngri stöðu og setti boltan í nærstöngina framhjá Courtois. Fyrir utan það var United mikið að dansa með boltan á 20m-70m svæði á vellinum. Tölurnar úr leiknum tala sínu máli:
Ég hef ekkert út að menn eða dómara að setja, allir gerðu sitt besta í dag. Miðjan var ágæt. Herrera var settur í stöðu Carrick og mér fannst hann leysa það ágætlega, svona miðað við allt. Vissulega átti hann nokkrar skelfilegar sendingar hér og þar (sem maður sér aldrei frá Carrick) en hann vann hlutina vel og var duglegur að bæta fyrir þau mistök sem hann gerði. Óþarfi hjá honum að reyna að krækja í vítaspyrnu þarna undir lokin en dómarinn réttilega sá við honum. Fellaini var gjörsamlega klipptur út af tröllinu Zouma. Mér fannst þó dómari leiksins leyfa Zouma að komast upp með mun meira en aðrir leikmenn, hann braut ítrekað á Fellaini (og hefði á einhverjum tímapunkti átt að fá gult) en aldrei var neitt dæmt. Rooney leysti sín mál vel þó hann hafi e.t.v. verið betur staðsettur sem framherji, með Mata fyrir aftan sig.
Young og Mata voru ágætir og var ég mjög hissa á því að sjá þá tekna útaf fyrir Di María og Januzaj. Líklegast hefur Van Gaal viljað fá meiri hraða á kantana og þar kom reyndar Di María nokkuð sprækur inn á meðan Januzaj hafði nákvæmlega 0% áhrif á leikinn.
Falcao, ó Falcao. Menn sem voru á vellinum töluðu um að hann væri að reyna eins og hann gæti að búa til svæði með hlaupum, taka menn á (án bolta) og hvaðeina. Hinsvegar virtist enginn United leikmaður vera að leita að honum, engar „þræðingar“ á hann (fyrir utan einu sinni, þegar Falcao komst inn fyrir og sett’ann í stöngina) og því virkaði Falcao ansi bitlaus. Það var skeggrætt töluvert í hálfleik að markið sem Chelsea skoraði væri á hans ábyrgð því hann lét sig detta eftir viðureign við John Terry. Mér finnst það ansi ósanngjarnt og kenna honum um það, maður hefur oft séð aukaspyrnur dæmdar á svipaða hluti, þó að eftir á að hyggja hefði Falcao frekar átt að standa í lappirnar.
Vörnin var fín. Valencia líklegast að spila sinn besta leik í vetur, Smalling var virkilega öruggur sem og Shaw. Það var helst McNair sem var svolítið óstabíll en honum verður þó ekki kennt um eitt né neitt. United ætti þó ekki að vera í þeirri stöðu að þurfa að spila mönnum eins og McNair eða Blackett í leikjum sem þessum, það er allavega mín skoðun.
Allavega, 1-0 tap á Stamford Bridge í leik sem hefði frekar átt að enda sem jafntefli, það hefur verið verra, Móri hreinlega vann í dag taktískan sigur á okkur. Það sem þessi leikur skilur eftir sig, fyrir mig persónulega, er tilhlökkun fyrir næsta tímabil. Þegar Van Gaal er búinn að stoppa í götin í sumar og ALLIR leikmenn liðsins eru með það á 100% hreinu hvernig skal spila frá fyrsta degi, þá sjáum við til hvernig fer. Tryggvi sagði það best:
https://twitter.com/tryggvipall/status/589499543466733569
Sjáumst á næsta tímabili Móri! Næsta stopp, Everton!
Hjörvar Ingi says
Veit einhver um straum á leikinn? Er lítið inní þessum stream málum en er núna með lítin frænda í heimsókn srm langar að horfa á leikinn, ef einhver getur bjargað mér að þá væri það frábært
eeeeinar says
Rooney á miðjuna?! Ég vona að LVG troði sokki upp í mig.. en ég get ég séð að sú tilraun hafi heppnast mikið á þessari leiktíð.
Þór says
http://livetv.sx/en/eventinfo/296047_chelsea_manchester_utd/
Ættir að finna eitthvað hér, Myndi samt vera með kveikt á add block á browsernum
Rúnar Þór says
af hverju ekki prófa Valencia á miðjunni? Ef ég man rétt þá spilar han þá stöðu oft með Ekvador
Rúnar Þór says
fannst De Gea skrýtin í markinu. Man eftir video þar sem G. Neville og Carragher fóru yfir breytinguna á De Gea. Þar sýndu þeir myndband snemma á hans ferli þar sem hann stendur asnalega í lappirnar og missir boltann í gegnum klofið.
G. Neville nýbúinn að fyrir yfir hversu mikil bæting hefur verið að þessu leyti en í þessu marki fannst mér ég sjá brot af gamla De Gea.
Hann hefði venjulega verið búinn að loka klofinu, því 1 hans helsti kostur er einmitt hversu góðar hann er að nota lappirnar
Lélegt mark til að fá á okkur finnst mér (Falcao missir boltann líka, alltof aumur)
eeeeinar says
Falcao er alls ekki tilbúinn í þessa baráttu í dag. Nóg eftir til að breyta.
DMS says
Oj hvað ég meika ekki Chelsea í þessum uppbótartíma. Meiri viðbjóðurinn!
eeeeinar says
Chelsea er einsog virkilega öflug útgáfa af Stoke. Hundleiðinlegur bolti en alltof árangursríkur með þessa leikmenn sem þeir hafa. Það væri gaman að horfa á Hazard í skemmtilegu liði. United reyndi að spila fótbolta en Chelsea voru bara hrikalega agaðir og skipulagðir. Betra lið því miður og eiga skilið að vinna titilinn í ár. Þetta mark.. Smalling tekur ranga ákvörðun á sendingu – Falcao missir boltan (jú hugsanlega brot) en chelsea bara refsar. Matic, Zouma og Hazard voru frábærir hjá þeim í dag.
Ég er mjög ánægður með McNair, Herrera (fyrir utan eina slaka sendingu) og Luke Shaw í dag. Falcao var alveg týndur.. ekki jafn hrikalegur og Drogba í þessum leik en slæmur þó. Það var slök ákvörðun að setja Falcao á topp á kostnað Rooney.
Krummi says
Slappasti leikur herrera í langan tíma.
Vörnin var þó góð. Smalling, mcnair og shaw allir virkilega góðir
DMS says
Söknuðum Carrick. En spiluðum svo sem ekki illa, en bara klassískur Mourinho sigur. Pota inn marki eftir mistök og halda svo sigrinum. Leiðinlegt en árangursríkt, þeir eiga titilinn skuldlaust í ár – því miður.
Held við verðum að fara að segja þetta gott með Falcao. Hann er bara ekki nógu snöggur og sterkur fyrir ensku deildina. Svo spila meiðslin inn í líka, ekki sami leikmaður eftir þau. Ef einhver er að fara að borga 45 milljónir punda fyrir þennan mann í svona ástandi þá skal ég hundur heita.
Ingi Utd says
Fuck it, nenni ekki að pirra mig á þessum leik. Næsti leikur takk fyrir
Halldór Marteinsson says
Ef einhver hefur efast um að United væri aftur komið með fearfactor og orðið veldi þá ætti það að hafa verið leiðrétt í dag. Ekki hvaða lið sem er sem fær vip-30/70-rútuna á Brúnni. Þetta er eitthvað sem maður býst við að sjá gegn Barcelona, Bayern og slíkum liðum.
Framtíðin er björt. Þetta lið er á leiðinni á einhverjar ævintýralega skemmtilegar slóðir.
Siggi P says
Ég er ekki að stressa mig of mikið út af þessum úrslitum. Það var vitað fyrirfram hvert planið væri hjá Chelsea. Ég tek hatt minn ofan fyrir LVG að hafa ekki bara leikið þetta seif og spilað upp á hrútleiðinlegt 0-0 jafntefli. Fyrir ári síðan þá bölvaði ég að Mourinho hefði ekki verið ráðinn í stað Moyes. En segið mér, hversu margir Chelsea aðdáendur eru hrifnir af því að sjá lið sitt með 29% boltans á heimavelli? Ein markvarsla hjá DdG og betri afgreiðsla hjá Falcao og allir væru að tala um hvað Chelsea væru neikvæðir, leiðinlegir og með ekkert plan. Nei, ég vil miklu frekar skemmtilegan, spennandi og hættulegan bolta eins og United er þekkt fyrir. Þetta er allt að koma.
DMS says
Tek undir það. Með réttum tilfærslum/kaupum í sumar og ef við höldum áfram á sömu braut þá munum við klárlega láta Mourinho svitna verulega í titlbaráttunni á næsta tímabili. Svolítið kómískt að heyra Mourinho segjast hafa verið með okkur í vasanum allan leikinn þegar þeir voru 29% með boltann og áttu færri marktækifæri….og það á brúnni. Sennilega alveg planað hjá honum að láta Falcao og Rooney klikka af dauðafærum.
En draumurinn minn í sumar væri eftirfarandi:
Út: Cleverley, Falcao, Chicharito, Rafael
Inn: Depay, Clyne, Hummels, Pogba/Khedira, Cavani
Sendir í lánsdvöl: Januzaj
Held reyndar að Pogba og Cavani séu ekkert sérlega líklegir kostir, þeir kosta svo sannarlega skildinginn. En flestir hinna eru meira en raunhæf target.
Bring on the next game!
Karl Garðars says
Þetta var hreint ekki svo ferlegt að hálfu United. En þessi leikur var alveg drepleiðinlegur þökk sé Chelsea og er þetta tvímælalaust einn af örfáum leikjum sem maður hefði verulega séð eftir að hafa eytt 2klst af lífinu í ef ekki hefði verið fyrir góða spilamennsku United.
Tek undir jákvæðu commentin hér að ofan og að framtíðin er mjög björt á OT en gegn svona liði sem þó vinnur leikinn óverðskuldað, er ekki hægt að spila skemmtilegan bolta. Það þarf að leggja rútunni hinum megin og taka jafnteflið ef menn ætla sér punkt úr leiknum.
En fari Móri með allar sínar rútur til andskotans. Í gær gladdist ég verulega yfir því að hann hafi ekki tekið við okkar liði því það er mun betra að spila skemmtilegan bolta or die trying.
Ég get þó ekki verið sammála einhverjum hér fyrir ofan að Herrera hafi átt slakan leik. Hann átti vissulega einhverjar 2 skelfilegar sendingar en hann átti fjöldann allan af stórkostlegum tæklingum og stoppunum sem hefðu getað orðið að egóðum gagnsóknum með snöggum framherja. Mér fannst hann verulega duglegur og iðinn og þetta er að verða einn af mínum uppáhalds leikmönnum.
Tóró says
Svona eftir á að hyggja hefði verið fróðlegt að sjá Di Maria og Shaw fá meiri tíma saman á kantinum. Báðir voru sprækari en maður átti von á og Di Maria virtist sá eini sem hafði auga með hlaupum Falcao.
Viðar Birkir says
Finnst að það ætti að hrósa Shaw meira fyrir sína frammistöðu. Hann var langt beittastur þegar það kom að sóknarleik og var alls ekki sáttur að sjá hann útaf.
Annað þá hafa verið sýndar myndir þar sem Terry fer með olnbogann á undan sér í Falcao, þannig það virtist ekki vera mikið sem hann gat gert til að koma í veg fyrir fallið.