Nú í morgun birti Manchester United uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung fjárhagsárs félagsins. Í þeim er fátt sem kemur mjög á óvart nema helst að tilkynnt er um að vænt EBITDA, eða hagnaður fyrir fjárhagsliði yrði hærri en búist hefði verið við á árinu í heild, eða um 110-105m punda í stað 90-93m. Þetta má væntanlega rekja til aukinna tekna af auglýsingatekjum enda hækka þær um rúm 10% frá sama tíma og í fyrra. Sjónvarpstekjur og tekjur af heimaleikjum eru mun lægri en það var fyrirséð þar sem United er ekki að spila í Meistaradeildinni og að auki voru tveimur heimaleikjum færra í deild en sama ársfjórðung í fyrra, munar um slík atriði.
Skuldir hafa hækkað verulega frá sama tíma í fyrra og eru nú tæpar 400m. punda. Það kemur fyrst og fremst til af gjaldmiðlahreyfingum enda skuldir í bandaríkjadölum og hann hefur styrkst. Síðan skuldar United enn nokkuð af leikmannakaupum síðasta árs eins og við er að búast. Vaxtakostnaður er svipaður og síðustu ár enda skuldir verið nokkuð stöðugar eftir að mestu niðurgreiðslunum lauk.
Eitt sem ég hjó eftir var að starfsmönnum hefur fækkað um 10%, voru 875 í lok mars í fyrra en eru nú 791. Það bendir til að rekstur utan vallar sé mjög þéttur, og „hagrætt“ vel.
Að öðru leyti er þetta allt frekar þolanlegt og þessi aukni vænti hagnaður dregur ekkert úr væntingum fyrir innkaupin í ár. United hefur efni á að kaupa réttu leikmennina, jafnvel þó það auki skuldir eitthvað, sú skuldaaukning væri þá allavega notuð í réttu hlutina.
Á kynningarfundi áðan kom síðan Ed Woodward með nokkra mola um framhald mála:
https://twitter.com/DuckerTheTimes/status/598824926968205312
https://twitter.com/DuckerTheTimes/status/598824806021242880
https://twitter.com/DuckerTheTimes/status/598826742678220801
(og James Wilson vantar þarna í listann hjá Ducker)
En að öðru leyti lítið að frétta, Djöfullega lesefnið dettur í hús á morgun, og svo er leikur á sunnudaginn.
Ási says
Fyrst þegar Woodward byrjaði leist manni ekkert á blikuna, en hann hefur svo sannarlega breytt því viðhorfi, nær í rosalega auglýsingasamninga og náði að landa slatta af leikmönnum án þess að geta boðið þeim að spila í meistaradeildinni. Hann er menntaður bókari og virðist alveg vita hvað hann er að gera. Topp gaur