Þáttur nr. 10 er kominn í loftið! Að þessu sinni voru Tryggvi Páll, Magnús, Björn Friðgeir, Runólfur og Sigurjón til tals. Í tilefni þess að tímabilinu lauk í gær ræddum við stöðuna á leikmannahópnum frá A-Ö auk þess sem að við veittum verðlaun í lok þáttarins.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 10. þáttur
panzer says
Frábært podkast. Megi Silly Season hefjast!
4. sætið var krafan fyrir leiktímabilið og það náðist. Aðlöguninni er lokið og á næsta season’i er krafan sett á titilbaráttu.
Framundan er einn mikilvægasti leikmannagluggi Man. United í mörg ár. Það verður að bæta hressilega við liðið ef United á að geta keppt við Chelsea og City á næsta ári, Mín 50 cent:
Markmaður::
Ef De Gea fer (sem virðist því miður vera líklegt) þá væri frábært að fá Bernd Leno (U21 hjá Þýskaland og staðið sig frábærlega hjá Leverkusen í ár) eða hreinilega Petr Cech. Þó Valdes sé frábær stopper þá fer enska deildin illa með markmann sem er óöruggur í úthlaupunum, því miður. Ekki Cillessen takk.
Vörnin: :
Að fá Nicolás Otamendi í hjarta varnarinnar yrðu mikilvægustu kaup sumarsins. Ég er þó ekki jafn trúgjarn á slúðrið og Björn – ég ætla allavega ekki að gera ráð fyrir honum fyrr en sé hann í rauðu trejunni við hli’ Ed Woodward :)
Það er ekki ólíklegt að bæði Rafael og Evans hverfi á brott. Liðið þarf nýjan hægri bakvörð. Slúðrið segir Clyne (Enskur, 24 ára, staðið sig frábærlega í ár) eða Dani Alves (32 ára, brasilískur og kominn yfir sitt besta skeið). Þetta er no-brainer að mínu viti, Clyne takk. McNair yrði svo RB varaskefina. Ég vil vinsamlegast aftur aftur þurfa horfa á Valencia í þessari stöðu. Helst bara ekki sjá hann byrja aftur.
Miðjan:
Memphis Depay voru góð kaup – það er vonandi að hann muni smella vel inn.
Ég á ekki von á að Nani komi aftur úr láninu, Cleverley fer á free-transfer og Carrick verður því miður árinu eldri. Eftirmaður Carricks verður að finnast í ár – Blind er allavega ekki sá maður.
Maður veit ekki hverju á að trúa varðandi þetta Gundogan slúður – en meiðslafrír Gundogan í toppformi er í heimsklassa.
Herrera er búinn að vera frábær í ár. Í eitthverjum Football-Manager-útópíu-heimi myndi maður vilja sjá Vidal eða Verratti koma við hlið hans.. en það er aldrei að fara gerast :P
Framlínan:
Falcao er farinn, RVP víst hugsanlega á leið burt. Ólíklegt að Hernandez komi aftur. Mér líst illa á þessar Ings sögusagnir. Topp framherja takk.
—
TL;DR það þarf lágmark 4-5 nýja topp-leikmenn ef þetta lið ætlar að eiga séns á titlinum á næsta tímabili
Björn Friðgeir says
Umbi Otamendis er búinn að vera að tjá sig í dag:
“Nico is going to do everything (possible) to leave. There are a lot of conversations with clubs that want (to sign) Otamendi.“
“Nicolas loves everything at Valencia but if the chance arose to leave, he’d do everything possible to make it happen.“
Þannig að það er eitthvað mikið að gerast þar, hvort sem það er United sem er að hræra í honum eða aðrir