Eftir ansi rólega tíð hjá okkar mönnum virðist eitthvað alvöru vera að leka upp á yfirborðið. Blaðamaðurinn Sid Lowe sem verður að teljast ansi örugg heimild um allt sem tengist spænskum fótbolta greinir frá því í Guardian í gær að United hafi formlega óskað eftir því að Sergio Ramos yrði að koma til Manchester United ef Real Madrid vill fá David de Gea.
Samkvæmt Sid Lowe hefur United þegar hafnað fyrsta boði Real Madrid í De Gea sem var bara eitthvað grín, 18 milljónir evra eða tæplega 13 milljónir punda. Persónulega hefði ég viljað að United hefði svarað því með að segja við Real Madrid: Við svörum ykkur ekki fyrr en þið eruð komnir í kringum 30 milljón pundin sem er að mínu viti algjört lágmarksverð fyrir David de Gea.
Hvað um það, eftir að United hafnaði fyrsta boði Real fóru forsvarsmenn spænska félagsins á fund til United þar sem þeir óskuðu eftir því að forráðamenn okkar manna myndu einfaldlega nefna verð sitt: Hvað kostar David de Gea? Þeir áttu von á frekar einföldum fundi en ég er gríðarlega ánægður með að heyra að Woodward og co settu Madrídar-mönnum skilyrði og það er það sem var áður nefnt: Sergio Ramos til United verður að vera hluti af kaupum Madrid á De Gea.
Sé þetta satt er ég er mjög ánægður með þett, fyrst og fremst vegna þess að ég hef það á tilfinningunni að forráðamenn Real Madrid haldi að þeir muni fá De Gea bæði ódýrt og auðveldlega. Ég vil að þessi kaup verði sársaukafull fyrir Real, annaðhvort á þann veg að þeir þurfi að borga hátt verð eða þá að við fáum toppleikmann frá þeim, helst bæði.
Ég hef áður sagt að United hefur í raun engu að tapa í þessu máli. Ef Real ætlar sér að borga undir 20 milljónir fyrir De Gea er alveg eins gott fyrir United að halda honum í eitt tímabil og leyfa honum svo að fara frítt næsta sumar. Hann verður hvort sem er að standa sig vel ætli hann sér að standa í marki Spánar á EM næsta sumar. Honum gæti líka snúist hugur á þeim tíma enda er hann víst ekkert sérlega spenntur fyrir því að starfa með Rafa Benitez, lái honum það hver sem vill.
Hvort að Sergio Ramos hefur áhuga á að koma til United er annað mál, hann á einungis 2 ár eftir af samningi sínum og það er víst óvanalegt að Real-menn bíði svo lengi með að semja við stjörnunar sínar. Hann er á besta aldri, aðeins 29 ára, frábær varnarmaður sem kæmi með alveg ótrúlega mikla og góða reynslu inn í vörn okkar. Ég gæti því vel sætt mig við að skipta á Ramos og De Gea.
VIð þetta er síðan að bæta að Cadena COPE útvarpsstöðin sem þykir þokkalega áreiðanleg þegar kemur að leikmannamálum heldur því fram að Real Madrid sé sátt við að láta Ramos fara í sumar, ef nægilega gott boð finnst, og að þeir séu ekki til í að láta að launakröfum hans. En eins og alltaf, þó þetta sé rétt núna, þá er vika langur tími í fótbolta eins og í pólitík og það er ekkert fast í hendi. Að sama skapi gæti þetta verið komið frá umboðsmanni Ramos, við höfum nú ágæta reynslu af því að toppleikmenn kyndi undir áhuga United til þess eins að fá betra samningstilboð frá sínu liði.
Annars er lítið annað að frétta af leikmannamálum. Það hefur verið smá slúður um Schweinsteiger en það er líklega aðallega byggt á því að Lothar Matthaus tjáði sig um að Bastian ætti endilega að drífa sig til United. Vonandi er þó eitthvað til í þessu því að Þjóðverjinn með þýskasta nafn allra tíma gæti verið frábær kostur á miðjuna. Eitthvað hefur jafnframt verið rætt um að Nani sé á leiðinni til Tyrklands en enn og aftur, ekkert frá neinum áreiðanlegum.
Copa America er svo í fullum gangi þar sem við eigum okkar fulltrúa og þar ber helst að nefna Marcos Rojo og di Maria. Með þeim er einnig Nicolas Otamendi, varnarmaður Valencia sem hefur verið sterklega orðaður við United það sem af er sumri. Hann birtir nú varla mynd af sér á Instagram án þess að hann sé með þeim Rojo eða Di Maria.
Gracias crack por la visita ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ Ramiro A photo posted by Twitter Oficial: @Notamendi30 (@nicolasotamendi30) on
Vísbendingar? Hver veit.
Bjarni Ellertsson says
Ótrúlega rólegt yfir leikmannamálum, fæ ónot í magann að fá ekki neinar fréttir. Slúðrið er lýjandi og dregur mann niður í svaðið. Ef óskalistinn er klár hjá LVG eins og fréttir herma þá hlýtur það að vera markmið að kára leikmannamálin fyrir æfingamótið, það tekur sinn tíma að stilla saman strengi eins og við kynntumst nú í vetur. Þó veturinn hafi gengið upp að óskum þegar öll stig voru talin úr hattinum þá var þetta að mörgu leiti erfiðari vetur en sá fyrsti eftir SAF því væntingarnar voru meiri.
Persónulega hef ég alltaf verið hrifinn að leikmönnum frá Argentínu og þætti afar vænt um að fá töffarann og harðhausinn Otamendi en auðvitað þarf hann að passa í Gaala liðið, hef ekki hugmynd hvort LVG sé hrifinn af svona leikmönnum, en ég hef sagt það áður að það tekur meira en eitt ár að byggja upp öflugt lið.
Bjarni Ellertsson says
Nýjustu fréttir að Ramos og Sscweinsteigar séu á leiðinni. Er enn verið að nota okkur sem beitu fyrir betri samninga, ef ekki tek ég glaður á móti þeim, þetta eru sannkallaðir sigurvegarar.
panzer says
„Little break in the (writing) holidays. Ramos buyout clause is €200 million. Real Madrid is not selling. He wants a better contract“ – Guillem Balague (@GuillemBalague)
Held það sé nokkuð augljóst í þessu tilfelli að Ramos er að reyna fá nýjan og betri samning hjá Real MAdrid. Man. Utd. er kjörin tálbeita fyrir hann í CB-krísunni. Sergio Ramos er aldrei að fara frá Madrid á þessum tímapunkti, ég skal éta hatt minn og lyklaborð ef hann verður í rauðu treyjunni í lok sumars :D
Þetta gerist endurtekið. Rio ferdinand á twitter áðan:
„But are they both using @ManUtd to get better deals at their current clubs??“ – Rio Ferdinand (@rioferdy5)
PS. Það væri kúl ef comment systemið yrði uppfært svo hægt væri að embedda blockquote frá twitter
Óskar Óskarsson says
ég er alveg 100% á að Ramos sé að nota okkur til að fá betri samning,,,enn eru Real tilbúnir til að láta hann fá betri samning ? sérstaklega ef við settum stólinn fyrir dyrnar að annaðhvort fáum við Ramos fyrir de gea eða þeir geta sleppt þvi að hafa samband og það er alveg klárt að Real sjá de gea fyrir sér sem arftaka Casillas.
enn ég gæti trúað hins vegar að schweinsteiger slúðrið, að það sé eitthvað til í því…hann vann með van gaal hja bayern og veit alveg hvað hann hefur þar.
það væri hrikalega sterkt að fá schweini !
Bósi says
Held það mun meiri líkur á því að við fáum þjóðverjann. Hann er ekki fyrsti kostur hja Guardiola og gæti örugglega vel séð fyrir sér að spila aftur fyrir Louis Van Gaal einsog heimildir herma.
Það væri geggjað að fá þá báða, held að svona leikmenn myndi virkilega lifta upp mannskapnum og hafa jákvæð áhrif á liðið.
Ási says
Eru menn ekkert spenntir fyrir Benzema? Hann, Rooney og Mata yrðu mögulega besta þríeyki deildarinnar.
Tómas says
Skil þörfina á að bæta við reyndum sigurvegara í liðið eins Bastian S. Ekki alveg eins viss um Ramos. Sérstaklega fyrir þennan pening.
Óskakaup mín á miðjuna eru hins vegar Schneiderlin. Finnst hann ein aðal ástæðan fyrir góðu gengi Southampton. Southampton hefur iðulega dominerað miðjuna á móti liðum sem hafa verið að enda í topp fjórum í deildinni. Hrikalega sterkur varnarmiðjumaður.
Auðunn A Sigurðsson says
Er persónulega ekkert spenntur fyrir þeim leikmönnum sem eru orðaðir við United þessa dagana og þá allra allra síst af þessum blessaða Arda Turan sem ég vill helst ekki sjá í United treyju.
Ramos og Bastian S eru jú góðir leikmenn en þeir eru báðir um og yfir þrítugt, það er ok að borga einhverjar 15-20m max fyrir leikmann eins og Ramos og þá 10-15 fyrir Bastian.
Upphæðirnar sem eru nefndar eru bara tóm þvæla og þá sérstaklega fyrir mann eins og Ramos, það er talað um að United eigi að borga De Gea + 20m eða eitthvað álíka rugl sem væri fávitaskapur.
Ég veit ekki hvað menn eru að gera, ég er farinn að hafa verulegar áhyggjur af því að þetta ætli að verða enn eitt rugl sumarið þegar kemur að leikmannakaupum.
Finnst eins og það sé verið að elstast nöfn frekar en annað
panzer says
Þetta slúður er að verða óbærilegt. United er orðað við annan hvern mann og pressan dugleg að skálda.
Schneiderlin myndi smellpassa inn í liðið. Ég vona innilega að hann bætist í hópinn. Eins með Otamendi.
Mér þætti undarlegt ef United er ekki allavega að reyna við Clyne – heyrist á öllu (semi-marktæku slúðri) hann vera á leið til liverpool. Það sárvantar almennilegan RB í liðið að mínu viti.. en hugsanlega sér LVG fyrir sér að færa Phil Jones í þá stöðu? Bara ekki meir Valencia í þessari stöðu.
Varðandi Ramos og Schweini – klassíkt dæmi um leikmann að gera sinn ‘síðasta’ samning. Einsog áður sagði trúi ekki öðru en þetta sé umboðsmannablöff EN það er augljóst að þeir myndu bæta núverandi lið þrátt fyrir ‘háan’ aldur sinn.
Bjarni Ellertsson says
Sammála Panzer, þetta er ólíðandi og frekar pirrandi, Ætli við bíðum ekki eftir einvherjum bitum sem ganga svo ekki upp þannig að það þurfi að versla bara eitthvað í lok gluggans, mótið hafið og við með 3 stig eftir 3 leiki, ameríkuleikmenn enn þreyttir, ensku leikmennirnir enn í þynnkunni, spænsku í senjor -og mojítunum og þeir hollensku að sálast úr stressi fyrir leikinn gegn Íslandi? Kannski að Giggs taki fram skóna, annað eins hefur nú gerst? Ef þetta verður staðreynd mun ég sjálfur fljúga með borða yfir leikvöllinn, „You never walk alone“ , þó ég kuni ekki neitt að fljúga.
Koma svo United forkólfar, 1 góð signing á viku fram að Túr og ég verð sáttur.