Þáttur nr. 11 er kominn í loftið! Að þessu sinni voru Tryggvi Páll, Magnús, Björn Friðgeir og Sigurjón til tals. Mikið hefur verið rætt um Sergio Ramos í sambandi við möguleg kaup Real Madrid á David De Gea og við fórum rækilega yfir það mál ásamt því að við ræddum almennt um sumarið hingað til hjá United.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 11.þáttur
Rétt eftir að upptökum lauk barst þessi frétt frá Manchester Evening News:
#mufc want £33m for David de Gea and are prepared to let him run down his contract if Real don't offer fee http://t.co/K7KLY9bFmO
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) June 25, 2015
Við minntumst einnig aðeins á Morgan Schneiderlin í þættinum og Daily Mirror fara all in í blaði sínu á morgun og segja United hafa unnið slaginn við Arsenal um Frakkann:
https://twitter.com/hendopolis/status/614184943913205761
Sjáum hvað setur.
Óskar Óskarsson says
þótt maður treystir van gaal 100% i þessu og maður sé sultuslakur enþá,,þá vill maður samt fara að sjá einhver sign.
við erum augljóslega að eltast við stóra leikmenn og eðlilega tekur það lengri tíma
panzer says
Það yrði stórkostlegt að ná Schneiderlin – þetta er akkúrat leikmaðurinn sem vantar á miðjuna. Teknískur, góða sendingagetu og einn af betri varnarsinnum miðjumönnum í boltanum í dag. Að auki er hann bara 25 ára og landsliðsmaður hjá frökkum. Hin fullkomni arftaki Carrick.
Herrera og Schneiderlin á miðjunni, með Depay og Di Maria á köntunum (og Januszaj og Perreira til að koma inn) + Mata fyrir framan í holunni.. ekki slæmt!
Skv. öllu virðist valið hans standa á milli United og Arsenal.. vonum að hann velji rétt!
Það er ansi fyrirsjáanleg útkoma í stóra Ramos málinu: Florentino Perez has stepped in to stop Ramos’ move to United: http://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/football-news/manchester-united-transfer-news-ramos-9529963
Queue frétt í næstu viku: „Ramos: Gæti aldrei farið frá Madrid, Hala Madrid“ og risastór lokasamningur. Business as usual.
Fyrir mína parta þá vona ég að Woodward sé að leggja allt í að fá Otamendi – það er CB sem okkur hefur vantað síðan Vidic/Rio voru upp á sitt besta. Þau auðvitað væri ekki alslæmt að fá bæði Ramos og Otamendi #muppetdreams :p
Bjarni Ellertsson says
Sammála ofangreindu, vil ekki sjá að erkifjendurnir fái headlines dag eftir dag. Sultuslakur er ég ekki, fer að detta í frí og ég vil góðar fréttir áður en það gerist. Í mínum huga eru stór nöfn stundum bara stór nöfn, það þarf að vera rétta stóra nafnið. Mun ávallt styðja þá leikmenn sem verða keyptir og vil gefa öllum séns. Ef ég vildi þá myndi ég vilja kaupa Argentínska landsliðið, halda de gea og bæta Ronaldo við :)
Rauðhaus says
Alltaf skemmtilegar umræður.
Tvær pælingar:
1. Sergio Ramos: Ég vil þá þennan gæja og mér er drullusama þótt hann kosti 45-50 mills. Þetta er einn af 5 bestu hafsentum heims og á alveg inni 4-5 topp ár. Algjörlega frábær leikmaður og þar að auki ALGJÖR sigurvegari. Þetta er fyrst og síðast hreinræktaður winner, sem er það sem mér finnst vanta í liðið okkar – sérstaklega í öftustu línu eftir að Rio, Vidic og Evra fóru allir á einu bretti (allir 100% sigurvegarar). Sergio Ramos kemur með mikið presence í liðið, hann mun ekkert láta það ótalið ef liðið er að tapa eða að verða undir í baráttunni í einhverjum alvöru leikjum. Ég vil fá þennan leikmann ef það er möguleiki.
2. Ég vil fá Morgan Schneiderlin. Hann er geggjaður miðjumaður og ég held hann gæti tekið stórt skref upp á við með því að ganga til liðs við toppklúbb. Læt fylgja með link á afar athyglisverð grein um hann, ég var eiginlega sannfærðari en nokkru sinni fyrr eftir lesturinn: http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/manchester-united/transfers/11701461/Morgan-Schneiderlin-Why-Arsenal-Man-Utd-and-Tottenham-want-him.html
Tryggvi Páll says
Þetta yrði náttúrulega draumur í dós:
Óskar Óskarsson says
vá hvað það væri topp næs ! þá værum við komnir með svakalega miðju,,,svo bara að ná í Ramos og kannski einn striker, fer eftir þvi hvort van persie og chicarito eiga eftir að fara
DMS says
Greinilegt að United ætla ekki að láta Real tala verðmiðann á De Gea niður í eitthvað djók verð, virðast ætla að vera harðir á móti og bjóða meira í Ramos – væntanlega vitandi það að Real þurfa þá á móti að punga út almennilega fyrir De Gea ef þeir ætla sér hann. Trúi ekki öðru en Woodward og co. viti að Ramos vilji koma, væri leiðinlegt að lenda aftur í Dani Alves aðstæðum.
Kemur mér samt á óvart að við ætlum ekki að taka slaginn varðandi Clyne hjá So’ton. Flottur ungur hægri bakvörður, enskur í þokkabót og virðist ætla að kosta í kringum 15 millurnar. Þeir hljóta þá að vera með einhver önnur target í þá stöðu, nema hann ætli að treysta bara á Valencia og Rafael næsta season, sá síðarnefndi verður væntanlega frá cirka 65% af season-inu vegna meiðsla. Spurning með hvort Phil Jones eigi að taka aftur slaginn í hægri bakverði ef við bætum við okkur miðverði?
Varðandi Schneiderlin þá líst mér vel á þau kaup. Nokkuð sanngjarnt verð fyrir traustan og proven leikmann í ensku deildinni í stöðu sem okkur vantar viðbót í. Hann er á góðum aldri líka.
DMS says
…og rétt í þessu fékk ég sennilega svar við þessum hægri bakvarðarpælingum. Seamus Coleman er skotmarkið skv. Sky.
Óskar Óskarsson says
nýjustu fréttir herma að schweinsteiger ætli að vera áfram hja bayern…vonandi að við séum ekki bara að eltast við vonlaus target, er orðinn annsi hræddur um að Ramos sé ekki heldur að fara frá Real
Björn Friðgeir says
Schneiderlin málið virðist ansi nálægt því að klárast, þannig þar fáum við miðjumann, Schweinsteiger væri bónus.
Held að menn geri sér alveg grein fyrir að Ramos sé sýnd veiði en ekki gefin og það séu möguleikar enn í bakhöndinni, þá fyrst og fremst Otamendi.
Birkir says
Jæja það virðist eitthvað vera að gerast í málum Ramos núna;) hvort hann endi hjá okkur veit ég ekki en ef það verður splæsi ég í treyju;)