Hér er smá veganesti fyrir helgina, það helsta sem er að frétta:
Stóra Ramos/De Gea málið
Nýjasta nýtt er að United ætlar ekki að selja David de Gea til Real í sumar nema Sergio Ramos fari hina leiðina. Það er Guardian sem greinir frá þessu. Gerist það ekki er De Gea frjálst að ganga til liðs við Real næsta sumar enda rennur samningur hans þá út. Það er augljóst að Woodward er að spila hard-ball við Real Madrid og ég er mjög hrifinn af því enda er ég alveg viss um það að stjórnarformenn Real héldu að þeir gætu fengið De Gea á tiltölulega auðveldan máta.
AS segir á forsíðu sinni í dag að Ramos geti ekki fyrirgefið Real fyrir framkomuna gagnvart sér og vilji fara frá félaginu:
https://twitter.com/chegiaevara/status/616742935405699074
Nani á förum
Nani er á förum frá United. Fenerbache er að kaupa hann fyrir rúmlega 4 milljónir:
Fenerbahce announce signing of Nani, subject to a medical http://t.co/BD2KXKLz6C #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 2, 2015
Það er auðvitað leiðinlegt að sjá eftir þessum mikla hæfileikamanni en framtíð hans hjá félaginu var ráðin þegar félagið sendi hann á láni til Sporting auk þess að borga 100% af launum hans í leiðinni. Hann er á mjög góðum saming hjá United enda lét Moyes hann fá splunkunýjan samning árið 2013 sem verður að teljast mjög einkennilegt.
Nani átti stóran þátt í að United hélt áfram velgengni sinni eftir að Ronaldo og Tevez fóru árið 2009. Hann átti tvo frábær tímabil í kjölfarið sem ég rifjaði upp í vetur þegar hann var að standa sig hvað best með Sporting:
Fyrra tímabilið var hann í liði ársins, valinn besti leikmaður United, var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar og skoraði 9 mörk. Það voru hann og Dimitar Berbatov sem drógu vagninn og tryggðu okkur Englandsmeistaratitilinn með frábærum frammistöðum yfir tímabilið.
Tímabili- 2011/2012 var hann á listanum yfir þá leikmenn sem komu til greina til að vinna Ballon d’Or, Hann var einnig með 10 stoðsendingar og 8 mörk þrátt fyrir að spila ekkert vegna meiðsla frá 22. janúar til 15. apríl.
Því miður sýndi þessi Nani sig æ sjaldnar. Hann var með hæfileikana í það að vera alveg frábær en kannski var kollurinn á honum ekki alveg í lagi. Við óskum honum velfarnaðar hjá nýju liði.
Uppfærð leikjadagskrá
BT Sports og Sky hafa valið sér sjónvarpsleiki fyrir fyrstu mánuðina. Það þýðir m.a. að fyrsti leikur United verður fyrsti leikur tímabilsins því að leikur okkar gegn Tottenham verður hádegisleikurinn þann 8. ágúst.
Athygli vekur að leikur United í næstu umferð fer fram föstudaginn 14. ágúst en samkvæmt nýjum sjónvarpssamningum munu nokkrir leikir færast yfir á föstudaga. Sá samningur tekur hinsvegar ekki gildi fyrr en tímabilið 2016/17 en ástæðan fyrir því að leikurinn er færður yfir á föstudaginn er athyglisverð:
Óskar Óskarsson says
þessa daganna koma bara fréttir af leikmönnum að yfirgefa liðið ! vill fara að sjá einhverja leikmenn koma ! er byrjaður að vera frekar óþolinmóður !