Miðjumaðurinn og fyrirliði þýska landsliðsins Bastian Schweinsteiger er á leiðinni til Manchester United samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Þýskalandi. Hann hefur verið orðaður við United frá því í vor og nú lítur allt út fyrir að félagaskiptin séu að verða að veruleika.
Schweinsteiger hefur leikið 111 landsleiki fyrir Þjóðverja ásamt því að vinna allt sem er hægt er að vinna með Bayern München. Þannig að þarna er á ferðinni maður sem er mikill leiðtogi og er einnig mikill sigurvegari.
Taka skal fram að ekki hefur enn verið skrifað undir neitt. En menn virðast hafa komist að samkomulagi og vonandi gengur þetta í gegn um helgina.
https://twitter.com/BILD_Sport/status/619599934501834755
DMS says
Spennandi!!
Keane says
Flott að fá sigurvegara í hópinn! Næsta mál á dagskrá verður vonandi topp miðvörður.
Óskar Óskarsson says
djöfull eru þetta sexy kaup ef þau verða að veruleika !! nu er bara að klára Ramos eða otamendi og einn topp striker og þá erum við klárir í tímabilið !
Cantona no 7 says
Snilld.
G G M U
Halldór Marteinsson says
Þvílík snilld!
Þessi maður er fæddur meistari og slíkir karakterar smita út frá sér. Í honum er verið að kaupa mun meira en bara knattspyrnuhæfileikana
Bjarni Ellertsson says
Sammála Óskari og Halldóri, Schweinsteiger minn uppáhalds þjóðverji, þeir eru reyndar ekki margir en hann er sannur sigurvegari. Hins vegar vil ég ekki að Di Maria fari yfir í staðinn. Við þurfum leikmenn einsog hann til að gera þetta extra sem vantar oft þegar leikskipulagið er ekki alveg að virka.
Ég verð sáttur með þessi kaup ef þau verða að veruleika
panzer says
http://www.manutd.com/en/News-And-Features/Football-News/2015/Jul/manchester-united-reach-agreement-to-sign-bastian-schweinsteiger-from-bayern-munich.aspx?utm_source=facebook&utm_medium=post&utm_campaign=ManUtd
STAÐFEST! Magnað!