Morgan Schneiderlin, hinn 25 ára gamli varnartengiliður Southampton og franska landsliðsins, er loksins búinn að skrifa undir hjá Manchester United. Schneiderlin hefur verið máttarstólpi í sterku og skemmtilegu liði Southampton undanfarin ár ásamt því að vinna sér inn sæti í franska landsliðinu og spilaði m.a. með Frakklandi á HM sl. sumar.
https://twitter.com/manutd/status/620574682429784065
Kaupverðið er í kringum 24 milljónir punda en getur hækkað í 27 milljónir og gildir samningur hans til 4 ára.
Kappinn gekk til liðs við Southampton árið 2008, þá aðeins 18 ára gamall, en þá var Southampton í harkinu í League 1. Þetta þýðir að hann er það sem kallast Homegrown leikmaður og telst því til þeirra leikmanna sem geta fyllt upp í þann kvóta af uppöldum leikmönnum sem liðin í úrvalsdeildinni þurfa að hafa í sínum röðum.
Schneiderlin hefur verið einn af bestu mönnum Southampton undanfarin ár og algjör lykilmaður í þeim undaverða árangri sem liðið hefur náð en á aðeins 5-6 árum hefur liðið farið úr því að vera gjaldþrota neðrideildarfélag í það að vera fyrirmynd í því hvernig eigi að reka knattspyrnufélag.
Schneiderlin er fjórði leikmaðurinn sem United kaupir í sumar og sá þriðji á aðeins örfáum dögum, Darmian og Schweinsteiger voru staðfestir um helgina. Þjóðverjann þarf vart að kynna til leiks en Darmian er öllu óþekktari stærð, við tókum því saman rækilega samantekt um feril og spilastíl Ítalans.Með þessum þremur kaupum á örskömmum tíma er því ljóst að menn hafa staðið við stóru orðin um að mikilvægt væri að vera langt komin með kaup og sölur áður en liðið færi af stað til Ameríku.
Woodward virðist þó hvergi nærri vera hættur ef marka má þetta tíst frá blaðamanni Manchester Evening News:
https://twitter.com/jamesrobsonmen/status/620364268756557824
Spennandi!
Bjarni Ellertsson says
Frábært, hefur reynslu af ensku deildinni og getur leyst margar stöður. Mér sýnist að hópurinn í dag sé það fjölbreyttur að við getum alltaf komið á óvart með liðsvali hverju sinni og það er sterkt. Er ekki viss um að LVG vilji festa sig í einu leikkerfi.