Þáttur nr. 12 er kominn í loftið! Að þessu sinni voru Tryggvi Páll, Magnús, og Björn Friðgeir á línunni. Við byrjuðum á að ræða blaðamannafund Louis van Gaal í gær þar sem hann varpaði fram nokkrum sprengjum, færðum okkur svo yfir í nýju leikmennina þrjá áður en að við enduðum þetta á því að fara yfir æfingaferðalagið til Bandaríkjanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 12.þáttur
Svona 25 sekúndum eftir að við hættum að taka upp kom þessi fregn frá öllum helstu miðlum:
Manchester United set to sell Evans to Everton for £8m @JamieJackson___ http://t.co/bwMbW4YeJE #mufc (Pic: Getty) pic.twitter.com/rjz8lW4HzU
— Guardian sport (@guardian_sport) July 16, 2015
Fastlega má gera ráð fyrir því að United fjárfesti í miðverði í sumar og því ljóst að einhver af þeim sem fyrir var þyrfti að víkja. Jonny Evans hefur lengi verið leikmaður United og það er alltaf sárt að sjá eftir þeim sem eru uppaldir hjá félaginu. Hann hefur þó aldrei almennilega náð að uppfylla þær væntingar sem gerðar voru til hans og því verður þessi sala að teljast það rétta fyrir alla aðila.
Manchester United fær fínan pening fyrir leikmann sem rennur út á samningi eftir næsta tímabil, Everton fær góðan leikmann á góðu verði og Jonny Evans fær spilatíma hjá góðu liði. Þetta er win-win-win fyrir alla.
Snorkur says
Hæbb .. góð umræða hér á ferð :)
er ekki rétt skilið hjá mér að Morgan S. sé flokkaður sem heimaræktaður á Englandi ? Það væri ekki að gera kaupin verri
Annars gríðarsáttur hingað til með gluggan
Tryggvi Páll says
Jú, hann er vissulega flokkaður sem uppalinn leikmaður á Englandi. Það skemmir ekki fyrir.
DMS says
Klárt mál að Evans er að víkja fyrir nýjum miðverði. Hann hefur því miður alltaf verið meiðslahrjáður greyið en við erum að fá ágætis pening fyrir hann svona miðað við að kauði er að renna út á samningi.
Hinsvegar er þá næsta mál á dagskrá. Hvort verður það Otamendi eða Ramos? Ef að koma Otamendi þýðir að De Gea verður áfram, þá vil ég hann frekar. Ef Ramos kemur þá grunar mig að við munum fá nýtt vandamál til að díla við – finna nýjan markvörð.
Björn Friðgeir says
Roberto Martinez harðneitar þessum Evans orðrómi.
Hafsteinn says
Mikið er ég sammála því að elska og sakna John O’Shea! Og ekki síður að öll góð lið þurfi allavega einn þannig!
Tryggvi Páll says
Svona í framhaldi af umræðu okkur um markmannamálin í þessum þætti. Fyrr í dag komu blaðamennirnir sem eru að elta United á þessu ferðalagi með nákvæmlega sömu fréttina á nákvæmlega sama tíma.
Basicly að Real Madrid fái ekki David de Gea í sumar. Ósköp einfalt. Hann fær þá að fara frítt næsta sumar og United telur það vera þess virði að halda honum þetta tímabil og missa hann svo frítt næsta sumar í stað þess að fá eitthvað klink núna í sumar.
Real virðist einfaldlega aldrei hafa ætlað að bjóða almennilega upphæðir í hann. Mér finnst Woodward hafa spilað þetta mál einstaklega vel. Í stað þess að lúffa fyrir Real hefur hann slegið öll vopnin úr hendi þeirra með að tengja Sergio Ramos inn í þetta.
United hefur nú að því er virðist eitt ár til þess að A) Sannfæra David de Gea um að vera áfram eða B) Finna arftaka David de Gea. Í millitíðinni fáum við að njóta þjónustu besta markvarðar í heiminum í dag í eitt ár í viðbót. Að auki sendir United út þau skilaboð að Real geti ekki ætlast til þess að næla sér í bestu leikmenn Manchester United án fyrirhafnar.
Annars er athyglisvert að bera saman t.d. fréttirnar frá BBC og Guardian sem eru líklega virtustu miðlarnir út í Bretlandi.
BBC: http://www.bbc.com/sport/0/football/33568804
Guardian: http://www.theguardian.com/football/2015/jul/17/manchester-united-david-de-gea-real-madrid
Textarnir við greinarnar um þetta mál eru nánast eins og snerta báðar á nákvæmlega sömu punktunum. Það er alveg augljóst að hér hefur Woodward eða einhver háttsettur hjá United viljað koma ákveðnum skilaboðum á framfæri.