*MINNUM Á 12.ÞÁTT AF PODCASTI OKKAR SEM KOM ÚT Í GÆR*
Það eru rúmlega 50 dagar síðan leikur Hull og Manchester United var spilaður Það var síðasti leikur úrvalsdeildarinnar og síðan þá höfum við lesið endalausar greinar um leikmannakaup United og hvernig liðið gæti litið út þegar deildin hefst. Í nótt spilar liðið sinn fyrsta æfingaleik og þá getum við loksins farið að minnka umræðuna um leikmannakaup og farið að einbeita okkur að því sem er skemmtilegast. Knattspyrnan er mætt aftur.
Andstæðingarnir
Andstæðingurinn í nótt er Club Ameríca, Manchester United þeirra þarna í Mexíkó, sigursælasta lið landsins með fjöldann allan af titlum. Tímabilið í Mexíkó er svolítið undarlegt, því er skipt í tvennt og spilaðar eru tveir deildarkeppnir yfir tímabilið, Clausura og Apertura.
Á síðasta tímabili sigraði Club Ameríca fyrri deildarkeppnina og telst því meistari en liðið datt þó út í útsláttarkeppninni um seinni titilinn. Liðið vann einnig Meistaradeild CONCACAF en í henni keppa lið frá Norður-Ameríku, Mið-Ameríku og Karabíska hafinu. Club-America menn lögðu Nigel Reo-Coker og félaga hans í Montreal Impact í úrslitaleiknum.
Það er því ljóst að hér eru engir aukvisar á ferð og ekkert Thailand All-Stars eða hvað það nú hét eins og fyrir tveimur árum þegar David Moyes ferðaðist hálfan hnöttinn með félagið. Ég verð þó að játa að í fljótu bragði kannast ég ekki við neinn af þeim leikmönnum sem eru innanborðs hjá Club America. Með liðinu leika þó nokkrir landsliðsmenn Mexíkó en allir leikmenn liðsins koma frá Ameríku-heimsálfunum.
Þjálfari liðsins er Ignacio Ambriz sem er líklega best þekktur fyrir að vera fyrirliði Mexíkó á HM í Bandaríkjunum 1994. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari nokkurra liða í Evrópu og stýrt liðum í Mexíkó en hann er nýtekinn við þjálfun Club America, en hann kom til starfa þann 26. maí sl.
Deildarkeppnin í Mexíkó hefst þann 24. júlí og okkar menn hafa verið að spila vináttuleiki til þess að undirbúa sig undir tímabilið. Liðið tapaði fyrir Steven Gerrard og félögum 2-1 þar sem Darwin Quintero skoraði mark Club-manna. Þeir spiluðu svo við verðandi andstæðinga United, San Jose Earthquakes og gerðu sér lítið fyrir og unnu þá 2-1, Andre Andrade og Fernando Riveira skoruðu mörkin. Í báðum leikjum stillti Ambriz upp liði sínu í 4-4-2.
Meira er varla hægt að segja um þetta félag.
Manchester United
United-menn hafa verið við æfingar á æfingasvæði Seattle Seahawks og þar virðast aðstæður hreinlega vera fullkomnar. Blaðamenn tóku eftir því að Louis van Gaal lætur mynda allar æfingar hátt uppi:
https://twitter.com/RobDawsonMEN/status/621871472575774720
Hann hélt svo þrumandi ræðu yfir hópnum áður en æfingin hófst:
https://twitter.com/RobDawsonMEN/status/621870665147265024
Áður en að farið var út til Seattle af Louis van Gaal smá innsýn yfir því hvernig hann myndi rótera leikjum:
In the first two matches I will play all the players at the most for 45 minutes because we have to adapt to that new situation. A lot of youngsters will also have the possibility to step into the matches.
Að öllum líkindum mun Louis van Gaal því skipta um lið í hálfleik svo að sem flestir fái spilatíma. Það er í raun alveg ómögulegt að spá fyrir um hverjir muni hefja leikinn þannig að ég sleppi því bara. Hópurinn sem fór var þó svona og menn geta leikið sér að því að stilla liðinu upp á mismunandi hátt:
Það eru allir heilir, enginn meiddur *bank*bank*bank* þó að sumir séu búnir að æfa aðeins meira en aðrir. Eins og ég talaði um í upphitunargreininni fyrir æfingarferðalagið verður áhugavert að sjá hvort maður fái einhverjar vísbendingar um hvaða leikkerfi planið sé að nota og einnig hvar Louis van Gaal sjái þá félaga, Memphis og Januzaj, fyrir sér.
Louis van Gaal var þó einkaviðtali við MUTV í gær og þá sagði hann þetta:
It is what I have said already in many press conferences. We need a balance in the selection and I think we still need to improve at least two positions and we shall do that when it is possible.
But we shall only buy when the player can give a contribution to our level. And, of course, that is in the eyes of our staff, but I have to have confidence that he can cope with the rhythm of the Premier League.
Maður þarf ekki að vera mjög klár til þess að átta sig á því að hér er van Gaal að tala um miðvörð og sóknarmann. Otamendi hlýtur að teljast líklegasta skotmarkið í miðvörðinn eftir að svo virðist sem að Real Madrid vilji ekki missa Sergio Ramos. Framherjastaðan er þó óskrifað blað og það verður fróðlegt að sjá hvaða skotmörk verða fyrir valinu.
Annars virðist bara vera gaman hjá leikmönnum þarna úti. Juan Mata fór t.d. mjög illa með Phil Jones á æfingu í gær:
https://twitter.com/manutd/status/621960025225867264
Eitthvað sem aðrir leikmenn hötuðu ekkert:
https://twitter.com/manutd/status/621945663173988354
Manutd.com er auðvitað með sína blaðamenn þarna úti og þeir þurfa að vinna fyrir kaupinu sínu eins og leikmennirnir. Þeir skrifuðu þessa ágætu grein um Bastian Schweinsteiger og tóku þessar ágætu myndir af æfingum United:
https://twitter.com/manutd/status/621999066520645633
Leikurinn hefst kl. 03.00 í nótt. Spái 3-1 sigri okkar manna með mörkum frá Memphis, Pereira og Luke Shaw.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
http://unitedlive.manutd.com/?utm_source=MUWebBanners&utm_medium=Splash&utm_content=AllFixtures&utm_campaign=UnitedLive
Hérna hægt að kaupa áhorf á leikina, búið að hækka verðið mikið ef ég man verðið rétt á leikjunum fyrir ári.
Björn Friðgeir says
Úff. Þetta er alvöru verð.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Já, mig minnit að það hefði verið um $2 í fyrra per leik
Hafsteinn says
Góð grein! Vonandi að við fáum miðvörð og striker fljótlega. Svo er spurning hvort við verðum ekki að fá markmann. Sergio Romero er ekki það versta sem er í boði, sérstaklega þar sem hann er samningslaus!
En til að hirða stigin sem eru í boði þá eru þessir tveir þjálfarar, þ.e. Club America og Mexíkó, í sitt hvoru horninu á hægri síðunni þarna. Ignacio er efstur hægra meginn og Herrera er neðstur vinstra meginn.