Eins og Van Gaal lofaði hóf sama byrjunarlið og síðast leik:
Fyrsta færið kom strax á 4 mín, Memphis með fína rispu og skot utan teigs sem markmaður varði, Rooney hirti boltann og sóknin endað á skoti Mata í hliðarnetið. Skömmu seinna kom annað þokkalegt færi, Memphis gaf fyrir, boltinn fór milli fóta Rooney, Memphis var óviðbúinn og vörn blokkaði og kom í horn.
Annars var þetta frekar dræmur leikur. United var alls ekki nógu beitt framávið og Rooney var næsta ósýnilegur. Darmian og Shaw virtust í fínu formi og Schneiderlin sýndi að hann getur átt mjög fínar sendingar.
Þegar rétt um hálftími var liðinn skoraði Mata loksins. Young kom upp kantinn, gaf út á Mata og sá lék aðeins áfram og skaut lúmsku skoti sem endaði úti við fjærstöng. Memphis reyndi að snerta boltann á leiðinni en tókst ekki sem var ágætt. Memphis skoraði svo sjálfur fimm mínútum síðar, komst inn í lélega sendingu aftur á markvörð og renndi boltanum laglega í netið.
Eftir þessa ágætu syrpu datt leikurinn aftur í sama farið og svo fór að San Jose skoraði þrátt fyrir að hafa lítið sýnt sem benti til þess. Markið kom rétt fyrir hálfleik, Salinas komst frekar auðveldlega framhjá Schneiderlin hægra megin, gaf út í teiginn og þar var Alashe mun meira vakandi en Phil Jones og skoraði. Slæleg vörn United þarna.
Besti leikmaðurinn í fyrri hálfleik var líklega Shaw, það virðist sannarlega hafa borgað sig fyrir hann að fá þjálfara með sér í fríið, virkaði mjög sprækur.
Seinni hálfleikur byrjaði með nýju United liði utan að Johnstone hélt áfram enda Lindegaard meiddur.
Pereira og Januzaj skiptu um stöður frá því á laugardaginn, Pereira fór í holuna og Januzaj út vinstra megin.
Fyrsta korterið í seinni hálfleik var líka fremur dræmur, United ekki nógu beittir en það kom að því að laglegt spil gaf mark. Spilað upp vinstra megin og Herbert renndi á Lingard sem gaf fallega inn á teiginn þar sem Pereira kom í ginnungagap milli tveggja varnarmanna og skoraði með fallegum skalla. Virkilega nett.
United hélt boltanum löngum stundum en komst lítt áfram gegn stífum varnarleik. San José átti reyndar fínt færi þegar Pelosi skaut yfir fyrir utan teig, næsta óáreittur. Aftur var vörnin ekki að loka nógu vel á menn.
Leikurinn fjaraði svo hægt og rólega út. United var yfirleitt með boltann en gekk ekkert framávið, bæði var tempóið alls ekki nógu hátt og þegar fram kom var allt frekar bitlaust.
Þessi 4-2-3-1 uppstilling er ekki að heilla mig gegn slakari liðum, Herrera var reyndar einna sýnilegastur miðjumannanna í leiknum og spilaði oft frekar framarlega eins og í markinu.
En nú eru þessi slakari lið frá og Barcelona verður erfiðari prófraun á laugardaginn. Það verður virkilega spennandi að sjá hvernig Van Gaal stillir upp liðinu þá.
Nokkur tíst
Það er óvæntur gestur á leiknum.
https://twitter.com/jamiejackson___/status/623671520217337856
https://twitter.com/manutd/status/623673415786995712
Einnig, meiðsli De Gea eru ekki það alvarleg að hann er mættur til að taka þátt í upphitun leikmanna á vellinum
https://twitter.com/mikekeegan_dm/status/623681430132887554
https://twitter.com/ManUtd/status/623686661038297088
Gary Neville sagði frá Gail Stephenson og hennar vinnu
https://twitter.com/GNev2/status/623694018191360000
https://twitter.com/PeoplesPerson_/status/623706580073226240
https://twitter.com/AndyMitten/status/623712335958441984
https://twitter.com/Mark_Froggatt/status/623306800511586304/photo/1
Sveinn says
Flott leikskýrsla, hver er þessi Herbert var hann kynntur sem nýr leikmaður fyrir leikin? :P
„Spilað upp vinstra megin og Herbert renndi á Lingard sem gaf fallega inn…“
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Flott skýrsla :)
Ási says
Hvað er í gangi með Rooney? Vonandi er hann bara að spara sig fyrir deildina :)
Björn Friðgeir says
Við vorum beðnir um að halda honum Herbert leyndum en hann slapp í gegn einu sinni. Hann verður stjarna í vetur!!
(það er svona að skrifa skýrslur á iPad…. damn you autocorrect!!)
Hafsteinn says
Herrera mun nú aldrei heita neitt annað en Herbert!
Auðunn says
Finnst okkur vanta Þennan target striker.. amk núna á meðan þetta er ekki að detta fyrir Rooney.
Gary Lineker sagði einu sinni að það þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af markaþurr framherja ef þeir eru að koma sér í færin, því ef það væri þá kæmu mörkin að sjálfu sér sem er rétt.
En þegar þeir eru hættir að koma sér í færi þá er það meira áhyggjuefni. það er nákvæmega það sem er að gerast með Rooney og því hef ég smá áhyggjur af hvaðan mörkin eiga að koma.
Mata og co á miðjunni munu alltaf skora einhver mörk en framherji eða framherjar verða að draga vagninn þegar að því kemur.
Vona að Gaal versli eins og eitt stk Muller … og eitt stk miðvörð.. þá verðum við komin með svaðalegt lið……. nema.. kallinn ætli svo að selja Di Maria eins og margt bendir til.. :(
Hugsið ykkur Di Maria, Muller, Bastian, Memphis, Mata, Herrera og Rooney í sama liðinu.. OMG!!!
og þá er ég ekki að nefna menn eins og Carrick og Schneiderlin… ;)
Óskar Óskarsson says
þetta er ástæðan fyrir að okkur vantar topp striker til að berjast um stöðuna við Rooney…Rooney tekur alltaf rispur og skorar nokkra leiki i röð og svo gerist ekkert hja honum i einhverja leiki…það hlýtur að koma einhver striker inn á næstu dögum !
Dogsdieinhotcars says
Mér fannst þetta bara týpískt preseason rúst. Menn voru bara að hlaupa sig í stand og voru stundum kærulausir á sendingar. Mikið af overlöppunum hefðu getað skapað mörk ef menn hefðu verið meira fresh og með einhvern áhuga.