Það er aldrei leiðinlegt að vinna Barcelona!
Liðið sem byrjaði var svona
David de Gea kom inn í byrjunarliðið en annars var það óbreytt frá hinum leikjunum á undirbúningstímabilinu.
United var ekki lengi að koma sér yfir. Eftir ágæta sókn United á vann liðið horn á 7. mínútu. Það var mjög gaman að sjá Ashley Young skrúfa alveg yndislega bolta inn í teiginn þar sem Wayne Rooney var alveg einn og lítið mál fyrir hann að skalla boltann í netið.
Eins og við var að búast voru Börsungur meira með boltann. Að mestu leyti var þó varnarlínan okkar með hlutina á hreinu. Darmian, Jones, Blind og Shaw réðu við flest það sem Barcelona-menn voru að reyna að gera og það sem slapp í gegn var David de Gea með á hreinu. Efasemdir hafa verið uppi um Daley Blind sem miðvörð en það verður að segjast eins og er að það má fara að efast um þessar efasemdir því hann stóð sig einna best af varnarmönnum liðsins í þessum leik.
Sóknartilburðir United voru á köflum nokkuð liprir og þar fóru Mata og Young fremstir í flokki. Ashley Young var óheppinn að skora ekki eftir frábæran undirbúning frá Mata og Rooney eða Young hefði getað skorað eftir mikinn darraðadans í teignum. Heilt yfir ágæt frammistaða í fyrri hálfleik.
Eins og gefið var út fyrir leik tók byrjunarliðið 60 mínútur og á 60. mínútu gerði LvG 11 breytingar. Liðið leit þá svona út:
Valencia birtist í sínum fyrsta leik og athygli vakti að Evans spilaði ekki en að Fellaini kom inn vegna meiðsla Schweinsteiger.
Kjúklingarnir voru ekki lengi að stimpla sig inn. Eftir örfáar mínútur höfðu Pereira, Wilson, Blackett og Lingard komið okkur í 2-0. Sannkallað akademíumark þegar Pereira fann Wilson á kantinum, Blackett tók framhjáhlaupið og sýndi mikla yfirvegun í teignum áður en kom boltanum á Lingard sem var einn og óvaldaður í teignum. Frábært mark.
Hálfleikurinn spilaðist að mörgu leyti svipað og sá fyrri. Barcelona var með boltann, United sýndi laglega varnartilburði og sýndu lipra sóknartilburði. Rafinha minnkaði muninn í 2-1 með virkilega góðu marki áður en að Januzaj innsiglaði sigurinn 3-1.
Heilt yfir góð frammistaða, sérstaklega varnarlega. Það var einnig mjög gaman að sjá hvað ungu leikmennirnir komu mjög vel inn í þetta og voru óhræddir. Aftur er liðið að standa sig vel á undirbúningstímabilinu og undir stjórn Louis van Gaal er liðið taplaust í æfingaleikjum. En líkt og Louis van Gaal benti á eftir leikinn skipta úrslit þessara leikja engu máli. Það eina sem skiptir máli í augnablikinu er leikurinn gegn Tottenham.
Nokkur tíst
Canny finish from Rooney but the cross from Young was a masterclass in corner-taking. Delivered with pace and curl. #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 25, 2015
https://twitter.com/utdrantcast/status/625051999793455104
Pereira to Wilson to Blackett to Lingard. A goal crafted at United's academy. #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 25, 2015
Every player involved in @ManUtd 's 2nd goal was a LVG substitute. What a manager!
— Gary Lineker (@GaryLineker) July 25, 2015
https://twitter.com/amckeeganmen/status/625056267824943104
https://twitter.com/nickcoppack/status/625058699778732032
Valencia is doing a fine job ensuring Darmian starts ahead of him against Spurs. #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 25, 2015
https://twitter.com/hoddi23/status/625062423641374720
Adnan Januzaj just looks a different type of player this pre-season, seemingly now strong enough to play in the central role he craves.
— Adam Marshall (@AdamSMarshall) July 25, 2015
Veislan heldur áfram
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Var mjög ánægður með liðið í heild,
Darmian heillaði mig mikið og sé ég ekki það gerast að Valencia verði númer 1 og hann númer 2 á tímabilinu.
Luke Shaw og Januzaj hafa heldur betur grætt á því að taka einkaþjálfara með sér í fríið. Rosalega líst mér vel á þessa tvo. Januzaj eins og að hafa breyst úr strák yfir í mann.
Vonast sjálfur að það verði ekkert keypt meira af leikmönnum. Di Maria á leiðinni út en ungir og öflugir komi bara inn í staðinn.Erum með flott lið og ungustrákarnir verða að fá tækifæri. Vil líka halda Chica í sókninni.
Óskar Óskarsson says
fáránlega spenntur fyrir tímabilinu ! en við eigum enþá eftir að styrkja okkur þar sem mesta nauðsyn var að styrkja liðið, í hjarta varnarinnar…evans og jones eru bara ekki nógu góðir og við erum ekki að fara að vinna neitt með þá þarna…einnig finnst mér við þurfa að kaupa topp striker til að berjast við rooney um stöðuna, Chica er klárlega ekki i plönum van gaal.
finnst við lika ekki vera að styrkja liðið mikið frá seinasta tímabili ef við erum að selja okkar besta leikmann (di maria) og fá ekki neinn topp leikmann i staðinn.
Draumurinn væri að fá CR7 aftur heim, þá værum við að fá vængmann ásamt þvi að hann gæti spilað sem striker, enn það er að sjálfsögðu fjarlægur draumur
Auðunn A Sigurðsson says
Ronaldo er ekki að koma aftur, það er alveg á hreinu og hið besta mál að mér fnnst sjálfum. Finnst hann ekki vera liðsmaður heldur brjálaður egóisti, versnar þegar að því kemur með hverju árinu, Vill ekki sjá hann í United!! Hann er farinn að fara jafn mikið í taugarnar á mér og Suarez.. Smábarn!
Spurning hvað Ramos gerir, slúðrið segir að hann vilji ennþá yfirgefa Real M, það verður bara að koma í ljós.
Fyrst Di Maria er að fara sem ég er svo sannarlega ekki sáttur með.. algjört helv bull að selja hann og það með 10.milj punda afslætti eftir 12 mánuði.. hrikalega ósáttur með þetta.
En fyrst hann er að fara þá verður United að kaupa einhvern heimsklassamann í staðinn, mann eins og Bale eða Hazard en ansi ólíklegt að þessir séu á lausu..
Flottur sigur gegn Barca, fannst liðið spila fata vel í þessul leik.
Karl Garðars says
Var komin fantasy deild?
DMS says
Er sammála því að ég hefði viljað hafa Di Maria áfram. En mig grunar einhvern veginn að þessi sala á honum sé meira komin frá honum sjálfum en frá LvG. LvG sagði að þetta væri allt undir Di Maria komið hvort hann yrði áfram eða ekki.
Fjölskyldan hans virðist ekki hafa náð að fóta sig eftir þetta innbrot hjá þeim og einhversstaðar las ég að þau hafi búið á hóteli síðan – hvort sem það er rétt eða ekki. Hann virðist ekki kunna ensku og gengur eitthvað afar hægt að læra hana. Ef menn vilja fara annað og eru ekki fullkomnlega sáttir þá munu þeir aldrei leggja á sig auka prósentin sem þarf til að láta hlutina ganga upp í nýju landi með nýju liði, hvort sem þeir kosta 60 milljónir eða 6 milljónir.
Þetta stunt með að mæta ekki í æfingaferðina er líka mjög undarlegt. Það er greinilegt að hann er kominn til PSG í huganum, eða er jafnvel að þrýsta á að það gangi í gegn. Við höfum nú svo sem áður lent í Argentínumönnum sem gera bara það sem þeim þóknast hverju sinni (Tevez, Heinze).
Virðist allt líta út fyrir að Pedro verði keyptur í staðinn, ég er eiginlega ekkert spenntur fyrir því. Ég fylgist nú ekki mikið með spænska boltanum og kannski hefur maður bara séð það slæma af honum (dýfingarnar), en fyrir hittir hann allavega Mata, Herrera og vonandi De Gea (já eða Ramos) sem eru allir spænskir og munu án efa hjálpa honum að settla sig á Englandi.
En þetta kemur vonandi allt í ljós á næstu dögum.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Búin að vera að lesa nokkuð afþví sem hann Van Gaal hefur verið að segja og finnst eins og alltaf þegar hann minnist á sóknarmenn að þá finnst mér hann tala fyrst um Januzaj og svo Chica og Wilson. Ætli hann sé að sjá svona miklar framfarir á Januzaj að hann fer að verða reglulega í byrjunarliðinu á þessu tímabili :)
Audunn says
Get alveg tekið undir það sem þú ert að segja DMS en það er eitt sem gleymist mjög oft og það er hver er ábyrgð leikmanna sjálfa? Di Maria skrifaði undir fimm ára.. ég endurtek FIMM ÁRA samning í fyrra og það án þess að einhver miðaði bissu að hausnum á honum að ég best veit.
Ok það var brotist inn hjá honum og það er búið að gera ótrúlega mikið úr því, eins og það hafi aldrei gerst áður, það er brotist inn hjá fólki á hverjum degi.
Það er ekkert stórmál að auka öryggi hans og hans fjöldsk, það er ekki eins og aðarar borgir í heiminum séu innbrots-fríar.
Það á bara ekkert að lofa þessum mönnum að komast upp með að haga sér eins og smábörn alltaf hreint, honum ber skylda til að gefa United meiri tíma en þetta að mér finnst.
Ég veit sjálfur hvernig það er að flytja til annara landa, það tekur tíma að aðlagast og komast inn í hlutina. Menn verða bara að gera sér grein fyrir þessu þegar af stað er haldið.
Tngumálið hefur svo sem vafist fyrir þessum S-ameríku köppum, veit ekki hversu lengi Valencia hefur verið í UK en hann er ennþá varla talandi þegar kemur að ensku.
Þessir menn eru á super launum og fá alla þá aðstoð utan vallar sem þeir óska sér og meira til, það er hugsað gífurlega vel um þá og allt sem að þeim kemur.
Þeir verða bara að gjöra svo vel að borga til baka, hysja upp um sig buxurnar og leggja sig alla fram bæði innan sem utan vallar.
Að selja Di Maria með 10 milj punda afslætti eftir ekki lengri tíma er bara þvæla, fótboltaheimurinn veit alveg hvað hann getur, hann er algjörlega frábær leikmaður og það verður mikil eftirsjá af honum.
Ég vill að Van Gaal slái bara í borðið og segi nei…hann fer ekkert nema við fáum amk 60 milj punda fyrir hann og hana nú….
DMS says
Já það er rétt. Svolítið sérstakt að leyfa Di Maria nokkurn veginn að ráða þessu sjálfur eins og virðist vera að gerast. LvG sagði núna í viðtali á dögunum að hann vonaðist að hann yrði áfram því ef hann færi þá vantaði United meiri hraða í sóknina.
Á meðan stendur hann harður á að selja ekki David de Gea sem á 1 ár eftir af samningi meðan blekið er varla þornað hjá Di Maria
Tryggvi Páll says
Án þess að það hafi komi neitt sérstaklega fram þá ætla ég að leyfa mér að halda það að flest allt sem Auðunn telur hér upp hafi verið reynt gagnvart Di Maria. Það virðist bara vera að koma í ljós að þessi tiltekni leikmaður virðist ekki hafa einn einasta áhuga að taka á þessu mótlæti og kannski var þetta rétt hjá Ancelotti þegar Di Maria fór til United:
„Some players love to compete, others prefer to make more money.“
Þá er bara eins gott að selja hann að mínu mati. Hvað varðar verðið held ég að United verði bara að taka á sig smá tap. Evran er einfaldlega mun veikari gagnvart pundinu en fyrir einu ári síðan og það þýðir að við fáum ekki jafn mikið í pundum fyrir hann og hægt er að búast við. PSG-menn geta þó gleymt því að fá hann á 28.5 eins og síðasta tilboð þeirra virðist hafa hljóðað upp á.
Audunn says
Veit náttl ekki hvað er búið að reyna þegar að kemur að Di Maria en mér er eiginlega alveg slétt sama.
Hann á bara að standa við sínar skuldbindingar ella vera sektaður í hverri viku og spila með varaliðinu..
Það er bara ekki heil brú í því að þessir menn með þessi laun komist trekk í trekk upp með að leggja sig ekki fram og að leggja ekki meira á sig til að aðlagast.
Liðin eiga ekki alltaf að þurfa að taka á sig tapið og skellinn, þessir menn verða líka að átta sig á því að þegar þeir skrifa undir fimm ára samning þá eru þeir búnir að skuldbinda sig næstu 5 árin ákveðnum klúbbi, ákveðnu landi, ákveðni menningu, veðurfari, osfr osfr osfr…
Eins og DMS kom inn á þá er Van Gaal fastur fyrir þegar kemur að De Gea, finnst að hann ætti líka að vera það gagnvart Di Maria.
Menn hafa sagt að Van Gaal eigi að vera harður gagnvart De Gea og láta Real ekki vaða yfir sig, frekar halda honum og láta samninginn renna út.
Það er eins ljóst að De Gea vill fara og Di Maria, Di Maria á ennþá 4 ár eftir af sínum samning og það er bara algjör óþarfi að gefast upp eftir 12 mán..