Núna rétt í þessu var Manchester United að tilkynna á Twitter síðu félagsins að Sergio Romero væri genginn til liðs við félagið.
https://twitter.com/ManUtd/status/625455572700262400
https://twitter.com/ManUtd/status/625457082268020736
Sergio Romero kannast flestir við en hann hefur spilað 62 landsleiki fyrir Argentínu síðan 2009. Hann er því þriðji argentíski leikmaðurinn sem Louis van Gaal fær til liðsins. Munurinn á Romero á hinum tveimur, Marcos Rojo og Angel Di Maria er sá að Van Gaal og Romero unnu saman hjá AZ Alkmaar í Hollandi á árunum 2007-2009. Romero fór svo frá Hollandi til Sampdoria á Ítalíu árið 2011 þar sem hann hefur verið þangað til hann varð samningslaus í sumar, með stoppi í Frakklandi tímabilið 2013-2014 en hann fór á láni til Monaco það tímabil.
Sergio Romero er aðeins 28 ára gamall en kemur hann að öllum líkindum til með að vera varamarkmaður fyrir David De Gea í vetur. Hvað gerist eftir það veit enginn en Romero skrifaði undir þriggja ára samning. Þetta þýðir að framtíð Anders Lindegaard er líklega endanlega ráðin en hann hefur trúlega lítinn áhuga á að vera þriðji markmaður liðsins annar árið í röð. Ennig þýðir þetta að Victor Valdes á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu og verður seldur hvað á hverju.
Van Gaal hafði þetta að segja eftir undirskrift Romero; „Sergio is very talented. He will be a great addition and I’m looking forward to working with him.“
Sergio Romero er fimmti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Manchester United í sumar en hinir eru eins og flestir vita; Memphis Depay, Matteo Darmian, Morgan Schneiderlin og Bastian Schweinsteiger.
Oli says
Thetta var svindl…..Las Sergio Ramos til Manchester!
Audunn says
Bjóðum þennan dreng að sjálfsögðu velkominn í hópinn.
Verður fróðlegt að sjá hvaða hlutverki hann á að gegna hjá Van Gaal, hvort Van Gaal sjái hann sem arftaka De Gea fari hann eða hvort hann ætli sér annan markmann í það hlutverk.
Held að við eigum eftir að sjá 2-3 kaup í viðbót, fer svoldið eftir því hverjir fara, alls ekkert útilokað að menn eins og De Gea, Di Maria, Hernandes og Evans fari áður en glugganum lokar.
DMS says
Ætli hann sé ekki hugsaður sem svona fallout option og trygging ef De Gea skyldi að lokum fara fyrir lok gluggans? Svipað og Valdez var hugsaður þangað til hann klúðraði því með því að neita að spila fyrir varaliðið. Van Gaal virðist þekkja þennan kauða vel og hefur unnið með honum áður, það er jákvætt. Romero ætti þá að þekkja sérviskufræði Louis Van Gaal og veit hvað gerist ef þú hlýðir ekki fyrirmælum.