Um leið og hálf þjóðin vaknar og fer að tygja sig til brottfarar eftir skemmtanir helgarinnar lítur út fyrir að í dag sé einnig brottfarardagur í Manchester.
Fréttir bárust af því í gær að United hefði samþykkt boð PSG upp á 44,4 milljónir punda í Ángel di María og seinni partinn komu myndir af honum þar sem hann var að koma til Katar þar sem hann á að gangast undir læknisskoðun í dag.
Í morgun var síðan komið að næsta manni út, Forseti Lyon tísti í morgun að Rafael væri kominn til Lyon og ætlaði að ganga til liðs við félagið. Aðeins ætti eftir að ganga frá samkomulagi við Manchester United um kaupin en hann býst við því skjótlega. Ekki í fyrsta skipti í sumar sem leikmenn eru komnir á áfangastað án þess að nokkuð sé frágengið milli félagana. Slúðrið vill meina kaupverðið sé 2,1 milljón punda og hlýtur Lyon að vera að gera einhver bestu Bónuskaup gluggans,
https://twitter.com/JM_Aulas/status/628124525264306176
Af David De Gea er það að frétta að fréttir frá Spáni sögðu Louis van Gaal hafa beðið stjórn United um að selja hann enda sé hugur hans ekki lengur hjá United og honum ekki treystandi. Blaðamenn á Englandi halda því fram að ekkert hafi breyst í viðhorfum United.
En um leið og þessar brottfarir gerast líklegri er talið um Pedro sömuleiðis komið á það stig að búast má við fréttum í vikunni. Barcelona ku vilja halda honum meðan Messi og Neymar eru ekki komnir á fullt skrið en það myndi ekki stöðva endanleg kaup. Svo hafa líka önnur ensk félög áhuga og það þýðir að Barcelona er ekki í skapi fyrir prúttið sem United virðist vera að reyna.
Við erum sem fyrr alltaf á vaktinni og flytjum frekari fréttir ef og þegar þessar væntu sölur verða staðfestar.
Kjartan Jónsson says
Það virðist alltaf halla á Man Utd þegar kemur að kaupverði, ALLTAF!!!
panzer says
Rafael átti stórskemmtilega spretti en er því miður einn af þessum ‘ef og hefði’ leikmönnum. Fór grátlega of oft meiddur af leikvelli. Þetta mark gegn púlurum fer þó ekki fljótlega úr minninu: https://www.youtube.com/watch?v=kq3Y3DIuXMQ
Það er vonandi að franska deildin henti honum betur. Ég get ekki sagt það sama um Di Maria sem sýndi liðinu vanvirðingu og ótrúlegan heigulshátt í brottför sinni.
Thiago Silva says Di Maria is moving to a bigger club as he leaves Man Utd: „If you join PSG, you are you probably taking a step up.“
Hah. Klúbbur sem var stofnaður 1970 og væri ekkert án olíupeninga. Silva mælir vegsemd og stærð klúbba í fjölda olíutunna frekar en bikara :p
—
Vika í mót og LVG og Woodward verða að svara í sömu mynt og kaupa menn í stað Di Maria og RVP.. og auðvitað CB. Ef ekki þá verður þetta áframhaldandi barátta um 3-4 sætið á næstu leiktíð.
Grímur says
Ætla ekki að verja ummæli Silva sérstaklega en við stuðningsmenn Man Utd verðum að gera okkur grein fyrir stöðu mála. Man Utd er ekki best lið i heimi sem stendur, það er ekki einu sinni besta lið i Englandi. Ég vil ekki sjá okkur detta i gryfju Liverpool, sem vissulega er sögufrægt lið en í leikjum í vetur mun engu skipta hver vann deildina oftast á 9. áratugnum. Við viljum allir sjá Man Utd vera besta lið heims, en að segja að þeir séu bestir breytir engu um raungetuna. Eins og er má alveg segja að það sé mögulega skref upp að fara til PSG, burt séð frá því hvenær þeir voru stofnaðir eða hvaða peningar kosta gæðin.
Auðunn says
Algjörlega grátlegt að selja besta mann liðsins á þessum afslætti eftir aðeins 12 mánuði.
United nær aldrei árangri með ekki meiri þolinmæði en þetta og með öllum þessum endalausu breytingum.
panzer says
Já, það er rétt að ég hljóma eilítið einsog bitur púlari í þessu röfli en ég verð að bara vera ósammála þér um stærð og sögufrægð og ‘mögulegt’ skref upp. það er bara ekki skref upp á við fyrir feril leikmanns að fara til PSG frá Manchester United. Punktur. þetta er ‘þægilegt’ og fjárhagslega gjöfult skref.
Ligue 1 er ekki sterk deild – töluvert lakari en sú ítalska og óravídd á eftir spænsku og ensku.
PSG hefur unnið Ligue 1 samtals 5 sinnum á síðustu 30 árum. Þar af síðustu 3 tímabil eftir innkomu olíupeninganna. Aldrei unnið meistaradeildina. PSG mun einnig vinna Ligue á næsta leiktímabili því það er ekkert annað lið sem getur keppt við þá. Þetta er einsog Championship Manager í cheat mode.
United hefur unnið Premier deildina 13 sinnum á síðustu 25 árum – síðast árið 2013. Það þarf alls ekkert að hella sér í eitthverjar fornfrægar sögubækur til að grafa þetta upp.
En já. Vantar bara ‘YNWA’ í lokin, en nóg af Di Maria, Silva og PSG frá mér. Ég lofa!
Runar says
Ég hefði vilja sjá ManUdt gera stjóra skipti við PSG og fá Laurent Blanc aftur heim, miklu betri stjóri en þessi gamli fúli Hollands hroki!
Björn Friðgeir says
Nú hef ég ekki horft á frönsku deildina, og bara séð stöku leik með PSG í Meistaradeildinni og lítið sé sem fær mig til að dást að Blanc. Hvað er það sem gerir hann betri en Van Gaal?