Olympique Lyonnaise staðfesti nú áðan að Rafael da Silva hefði skrifað undir fjögurra ára samning við félagið og United fylgdi um síðir á eftir
https://twitter.com/ManUtd/status/628293756928815104
Þannig lýkur átta ára sögu Rafael hjá United. Hann og Fabio tvíburabróðir hans komu til United sumarið 2008 þegar þeir voru átján ára, en höfðu skrifað undir samninga árið áður. Fyrsta árið hjá United gekk vel en meiðsli settu síðan strik í reikninginn og Rafael vann sér ekki fast sæti í liðinu fyrr en á meistaraárinu 2012-13. Það ár lék hann 28 leiki í deild og skoraði þrjú mörk, þar af tvö sérlega glæsileg gegn Liverpool og gegn QPR
En stjóratíð David Moyes fór illa með drenginn, hann lék aðeins 10 leiki í deild og náði ekki þessu flugi aftur. Eftir að Louis van Gaal tók við voru dagar hans hjá liðinu taldir enda var spilamennska hans ekki öguð, ekki einu sinni þegar hann var upp á sitt besta, og Van Gaal vill jú aga í leik liðsins.
En Rafael var einn af þeim sem skildi hvað það var að fara í rauðu treyjuna og berjast fyrir liðið og var aldrei hræddur við að láta andstæðingana vita af sér
https://twitter.com/Millar_Colin/status/628278624693657601/photo/1
Rafael er sá síðasti af þessari skemmtilegu miðju sem Sir Alex stillti upp í 6. umferð bikarsins í mars 2011 og vann Arsenal léttilega 2-0 á Old Trafford. Hann á eftir að standa sig vel hjá Lyon þó að starfskrafta hans sé ekki lengur þörf á Old Trafford og við óskum honum góðs gengis!
Óskar Óskarsson says
spilaði svo sannarlega með hjartanu þegar hann var kominn i rauðu treyjuna,,enn eg get ekki sagt að eg eigi eftir að sakna hans, eg minnist hans mest fyrir rauða spjaldið gegn bayern, eftir það átti hann ekki séns hja mer. hann féll gífurlega mikið i áliti hja mer þá.
ágætis leikmaður og þjónaði okkur ágætlega. vonandi að hann komi sér aftur i gang hja lyon
Hjörvar Ingi Haraldsson says
„En Rafael var einn af þeim sem skildi hvað það var að fara í rauðu treyjuna og berjast fyrir liðið og var aldrei hræddur við að láta andstæðingana vita af sér“
Svona mun ég mun eftir honum, líkaði alltaf vel við hann og vona ég að honum gangi vel í framtíðinni :)
Tómas says
Fannst leikurinn gegn Bayern svoltið dæmigerður fyrir Rafael. Hann var búinn að vera geggjaður í þeim leik. Hann var með Ribery meira og minna í vasanum.
En eins og svo oft þá var hann of kappsamur og æstur í leik sínum og fær þetta rauða spjald.
Rafael á góðum degi var fyrir mér frábær. En hann var of meiðslagjarn og á köflum óagaður til að verða topp fimm bakvörður í heiminum.
Kæmi mér ekki á óvart ef hann verður í liði ársins í Frakklandi eftir leiktíðina.