United hefur staðfest söluna á Ángel di María
https://twitter.com/ManUtd/status/629276500433477632
Ángel di María gekk til liðs við United þann 26. ágúst í fyrra og staldraði því innan við ár hjá United. Hann byrjaði vel hjá liðinu og virtist vera að koma með mikinn ferskleika í leik liðsins og skoraði meðal annars þetta gullfallega mark í annars ömurlegum leik gegn Leicester
En þegar vetur brast á og smávægileg meiðsli gerðu vart við sig var eins og hann hyrfi og þegar á tímabilið leið var hann endanlega búinn að missa sæti sitt í liðinu til Ashley Young. Innkomur hans sem varamanns í vor voru næsta dapurlegar og gerðu ekkert til að breyta liðinu.
Orðrómurinn um að hann vildi losna frá United var enda kominn af stað löngu áður en tímabilinu var lokið, mikið var talað um að konan hans vildi fara og að tilraun til innbrots á heimili þeirra hefðu gert þau afhuga Manchester. Hitt er eins líklegt að Di María var aldrei mjög áfram um að að koma til United en vegna Financial Fair Play gat PSG ekki keypt hann í fyrra. Hann er nú kominn þangað loksins.
Í upphafi vikunnar var talað um að söluverðið á honum yrði 44,4m punda, eða 63 milljónir evra. Í gær var sagt að United fengi aukalega 3 milljónir punda þar sem Di María flaug í læknisskoðunina í Qatar án leyfis, og það er ekki hægt að kvarta ef það er rétt.
Þetta er þó nokkuð lægri upphæð en hann var keyptur á en það hefur sínar skýringar.
Þegar Di María var keyptur á 59,5 milljónir punda nam það 75 milljónum evra. Síðan þá hefur evran veikst allverulega gegn pundi sem gerir það vissulega auðveldara að kaupa leikmenn frá meginlandinu en að sama skapi erfiðara að selja leikmenn þangað. Sem fyrr segir er verðið, án þessara auka þriggja milljón punda, nú 63 milljónir evra.
United er því að selja leikmanninn á 12 milljónum evra lægri upphæð en þeir keyptu hann á, eða um 8,5 milljón punda. Í pundum reiknað er munurinn á kaupverði (59,5m) og söluverði (44,4m) 15,1 milljónir og munurinn á 15,1 milljón og 8,5 milljónum er 6,6 milljónir sem flokkast þá sem vegna þessarar veikingar evru.
Þegar þetta mál er síðan skoðað frá bókhaldshliðinni þá eru leikmannakaup afskrifuð yfir gildistímasamningsins, á fimm árum í þessu tilfelli. Verð Di María í bókhaldinu er því 4/5 af upphaflegu kaupverði, eða 47,6 milljónir punda. Bókhaldslegt tap er því einungis 3,2 milljónir punda og ef margrædd aukagreiðsla er rétt, þá strikar hún það út.
Allt þetta hljómar hjákátlega hjá þeirri staðreynd að við erum að selja mann á 15 milljónum punda minna en við keyptum hann á, en það hjálpar engu að síður við að skilja viðskiptalegu ákvörðunina um að samþykkja kaupin en vera ekki harðari. Lokaútslagið gerir síðan að Ángel virðist vera gallagripur sem gott verður að losna við úr klúbbnum og af launaskrá.
Sögu þessara tveggja stórkarla sem komu til United í lok ágúst í fyrra er því lokið. Það er ekki hægt að segja að við kveðjum þá með söknuði, en munurinn á því hvernig Falcao og Di María skilja við liðið er risastór. Falcao reyndi alltaf sitt besta en gat ekki betur. Ángel di María reyndi lítið, gat minna og á endanum sýndi hann klúbbnum algera fyrirlitningu með framferði sínu. Hans verður ekki saknað.
Bjarni Ellertsson says
Því miður þá er það ekki á allt kosið að fá stóru karlana nema menn hafi vissu fyrir að þeir munu ekki bogna eins og títtnefndur Engill, þegar vetur harðnar. Eitt er að menn geta átt erfitt uppdráttar á fyrsta ári en þetta var frekar augljóst með hann þegar leið á veturinn, áhuginn enginn og bar fyrir sig allskonar afsakanir. Það eitt að klæðast UTD treyjunni ætti að vera nóg til að vekja áhuga á að spila fótbolta en innst inni þá held ég að Di Maria hafi alltaf vilja fara til PSG, en við „rændum“ honum frá þeim, minnir mig.
Ég kveð hann með smá söknuði þó þar sem ég átti von á meiru frá honum en ekki hefði ég viljað horfa upp á enn einn veturinn með hann í liðinu.
Brynjar Örn Ellertsson says
Ætli salan á peysum skili þessu svo ekki nokkuð sléttu eða jafnvel í plús..
Björn Friðgeir says
Það kom tíst um það í vikunni. Það var þó verulega ýkt þar sem það gerði ráð fyrir að treyjusalan rynni öll í vasa United að og að Di María treyjurnar væru hrein viðbót. Þá kom United út í miklum hagnaði
Auðvitað er hvorugt rétt, en sjálfsagt hefur United þénað ágætlega á Di María varningi,
Steini says
Fær United ágóða af treyjusölum? Fær ekki Adidas allan peninginn
DMS says
Djöfull er samt örugglega pirrandi að sitja uppi með Di Maria treyju…
Jón Þór Baldvinsson says
Farið hefur fé betur. Kanski við leggjum smá pælingu í leikmennina núna áður en við gefum þeim hina helgu sjöu í framtíðinni.
Hafsteinn says
Farið hefur fé betra, hann var greinilega ekki með hausinn á réttum stað. Vil frekar ögn hæfileikaminni leikmenn sem eru til í að leggja sig alla fram fyrir klúbbinn.
Stefan Agnarsson says
Skil ekki afhverju þessi gaur var keyptur, ég var aldrei hlynntur því en ég er ánægður að við basically töpuðum engu á þessu og hann fékk ekki einu sinni að spila það mikið haha, svona gaur á ekki heima í United.
Svo ákvað hann að sanna það í lokin hversu lélegan character hann er í raun og veru með.
Simmi says
Mesti aumingi sem spilad hefur i United treyjunni?…..Eg held thad
Siggi says
Gaman að fá svona innsýn inní hvernig þessir hlutir eru viðskiptalega, takk fyrir það ;)
Karl Garðars says
Já þessi var því miður alveg sorglegur pappakassi eins og maður var nú spenntur fyrir honum í byrjun. En það er gott að vera lausir við svona ræfil.
De Gea er annað dæmi sem angrar mann verulega. Maðurinn er C.a 2-3 árum frá því að verða semi-legend en virðist gefa skít í félagið sem kom honum til manns aðeins of snemma að mínu mati.
Eins og maður dáir Ronaldo þó hann hafi farið þá á ég persónulega eftir að fyrirlíta De Gea eftir þetta allt saman því miður. Drengurinn hefur verið í uppáhaldi hjá manni síðan hann kom sem pjakkur.
Just a thought…
Karl Garðars says
http://thepeoplesperson.com/2015/08/06/angel-di-maria-open-letter-manchester-united-112464/?
……og nú er reynt að bjarga ímyndinni.
Runar says
Hvaða ensku kennari samdi þetta bréf?
Auðunn says
Algjörlega sorglegt að missa jafn hæfileikaríkan leikmann og Di Maria, United er töluvert verra lið fyrir vikið en það heldur samt ennþá Phil Jones.
Karl Garðars says
Alla vega ekki sami kennari og samdi þetta hér….. : http://metro.co.uk/2015/08/07/manchester-united-fan-pens-brilliant-letter-to-ungrateful-angel-di-maria-after-psg-transfer-5331324/?