Byrjunarliðið var svipað og flestir bjuggust við en Herrera kom inn fyrir Januzaj sem er meiddur, einnig var Carrick á bekknum.
Bekkurinn; Johnstone, McNair, Valencia, Carrick, Young, Fellaini, Chicharito.
Liðið hjá Swansea var svona; Fabianski, Naughton, Fernandez, Williams (C), Taylor, Cork, Shelvey, Sigurdsson, Ayew, Routledge, Gomis.
Leikurinn
United byrjaði leikinn af krafti en strax eftir 30 sek fékk liðið aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Memphis tók. Því miður varði Fabianski vel. Stuttu seinna fékk Mata fínt skotfæri fyrir utan teig og hamraði yfir.
Leikurinn var svo fljótur að jafnast út.
Að Missa tökin
Swansea fékk sitt fyrsta hálffæri um miðjan hálfleikinn. United tapaði boltanum á miðjunni og Ayew lyfti boltanum yfir Blind þar sem Gomis á ferðinni en átti skot framhjá fyrir utan teig.
Eftir þetta tók Swansea völdin, Gylfi Sig skaut rétt framhjá eftir vel útfærða aukaspyrnu og svo átti Romero mjög vonda spyrnu beint á Shelvey sem náði ekki nægilega góðu skoti.
Áfram hélt Swansea að herja á United vörnina en núna fór Gomis illa með Blind og setti boltann utanfótar í utanverða stöninga. United slapp með skrekkinn í annað skiptið á örfáum mínútum.
Í raun náði United aldrei aftur tökum á leiknum í fyrri hálfleik og voru heppnir að sleppa með 0-0 í hálfleik.
Að taka stjórnina
Eftir aðeins þrjár mínútur í síðari hálfleik tók Luke Shaw á rás upp vinstri vænginn, tókst að böðla sér í gegnum tvo varnarmenn Swansea við miðjulínu og þegar hann kom að teignum þá „chippaði“ hann boltanum í átt að Rooney sem lét hann fara og boltinn fór á hina umræddu fjærstöng þar sem Mata mætti og smellti boltanum í netið. 1-0 fyrir Manchester United og stuðningsmenn liðsins trylltust af gleði.
https://vine.co/v/eIgnZbhDPBv
Stuttu síðar átti Rooney lúmska vippu sem Fabianski rétt náði að blaka frá marki.
Þrátt fyrir að vera með það sem virtist vera fullkomin stjórn á leiknum þá jafnaði Swansea gegn gangi leiksins. Mata var nýbúinn að klúðra fínu færi þegar Wayne Rooney tapar boltanum ofarlega á vellinum, Luke Shaw var því ekki í stöðu þegar Gylfi fær boltann úti hægra megin og sendir þessa fínu sendingu inn í teiginn þar sem Andrey Ayew stangar boltann í netið. Staðan því orðin 1-1.
Að Missa tökin, aftur!
Á sama tíma í báðum hálfleikjum missti United algjörlega tökin á leiknum og stuttu eftir jöfnunarmark Swansea þá komst Swansea í 2-1 með marki frá Gomis þar sem Ayew átti samskonar utanfótar sendingu og í fyrri hálfleik, yfir varnarmann United, utanfótar snudda yfir varnarmann United, í þessu tilviki Smalling. Nema núna náði Gomis boltanum og sendi hann löturhægt framhjá hjálparlausum Romero. Flestir sammála því að Romero hefði átt að gera mun betur þarna.
https://vine.co/v/eIgHzP5AUYp
Louis Van Gaal brást við með því að setja Michael Carrick og Ashley Young fyrir Morgan Schneiderlin og markaskorara liðsins, Juan Mata.
Þegar það voru 15 mínútur eftir af leiknum þá var Plan B sett í gang. Marouane Fellaini kom inn á fyrir Ander Herrera.
Plan B virkaði engan veginn og United tókst aldrei að ógna marki Swansea. Nema ef til vill þegar Rooney virtist vera að sleppa í gegn aðeins til að leyfa Williams að komast á milli sín og boltans. Lokatölur voru því 2-1 og fimmta tapið gegn Swansea í röð staðreynd.
Nokkrir punktar úr leiknum:
a) United liðið byrjaði báða hálfleikana mjög vel, pressaði hátt og pressaði vel. Svo dró úr pressunni og Swansea tók völdin og United virtist hvorki vita hvort þeir voru að koma eða fara.
b) Luke Shaw var mjög duglegur sóknarlega í dag. Lagði upp markið á Mata (nema Rooney hafi náð snertingu) en hins vegar í stöðunni 1-0 er hann lengst út úr stöðu þegar Rooney tapar boltanum og Swansea jafna metin. Algjör óþarfi að láta bösta sig svona út úr stöðu þegar liðið er með unnin leik í höndunum.
c) Liðið notaði ekki sama uppspilskerfi og gegn Club Brugge og var alltaf með tvo miðjumenn á miðjunni þegar það sótti. Hins vegar fóru báðir bakverðir mjög hátt og kantmennirnir inn á við. Þetta virkar fínt í að halda boltanum en virðist ekki vera búa til mörg færi.
d) Þrátt fyrir að leka tveimur mörkum þá var Smalling enn og aftur í „beastmode“ eins og Rio orðaði það. Var að taka menn af boltanum trekk í trekk og átti rosalegt hlaup upp völlinn í fyrri hálfleik. Virtist reyndar frekar týndur í jöfnunarmarkinu og vissi ekki hvort hann ætti að fara út í Gylfa, sem var aleinn á leiðinni upp vænginn, eða vera inn í teignum. Það endaði með því að Ayew fékk nokkuð frían skalla en það má kenna Schneiderlin um það þar sem hann elti hann ekki alla leið inn í teig.
e) Fyrsti slaki leikur Romero. Romero var búinn að vera fínn hingað til en átti nokkrar afleitar spyrnur í fyrri hálfleik og þetta seinna mark var hrein og bein skelfing. Einnig voru þó nokkrir Twitter notendur sem töldu að David De Gea hefði mögulega farið skallann í fyrra markinu.
f) Lítil hreyfing fram á við. Það sést vel að þegar Mata fær boltann þá er hann alltaf að leita að þessu hlaupi í gegnum vörnina eða inn í svæði en það kemur ekki og hann endar oftar en ekki á því að gefa hann til hliðar eða snúa einfaldlega við og rúlla honum á Smalling.
g) Rooney er farinn aftur í sumarfrí. Hann virtist taka Memphis með sér en þeir voru báðir vægast sagt slakir í dag.
h) Skiptingarnar voru vægast sagt undarlegar. Mata og Herrera voru líklega bestu leikmenn United fram á við en samt sem áður eru þeir teknir útaf á meðan Memphis og Rooney klára leikinn. Með þessu var enginn möguleiki að finna menn í fætur þegar Plan B var sett í gang og bara hægt að dæla háum boltum í átt að Fellaini og vona það besta. Það virkaði ekki!
j) United voru hreinlega skelfilegir þegar þeir voru að leita að jöfnunarmarkinu í lokin. Skelfilegar háar sendingar um allan völl sem skiluðu engu. Skelfileg varnarvinna þar sem þeir brutu af sér aftur og aftur og gáfu Swansea allt sem þeir þurftu til að gjörsamlega drepa leikinn.
Á jákvæðu nótunum þá var Gylfi Sig frábær og vonandi að hann eigi svipaða frammistöðu með landsliðinu gegn Hollandi eftir nokkra daga.
Nokkur Tweet:
https://twitter.com/Chris__Fleming/status/638020397519253505
https://twitter.com/Squawka/status/638032706203291648
https://twitter.com/AlexShawESPN/status/638032588389634048
https://twitter.com/AlexShawESPN/status/638032588389634048
https://twitter.com/forevruntd/status/638031651931488256
Krummi says
þrot ofan á þrot.
Helgi P says
maður verður að fara DRULLAST til að kaupa framherja og markman
Siggi says
Arsenal, Liverpool, Man utd öll með 7 stig og Cheslea 4. Deildinn byrjar mjög skringilega og eina liðið sem lítur vel út er Man City.
Rooney kominn í deildarformið og á eiginlega sinn 4 lélega leik. Ramos er ekki nógu góður markvörður. Memphis lítur stundum vel út en oftast er hann alveg týndur í leikjum. Það vantar mikið í þetta lið og ætti eina stefnan að vera að komast aftur í meistaradeildina og segjir það hversu langt niður liðið hefur fallið eftir að Sir Alex fór.
Þetta er ríkasta lið í heimi en á tímum þar sem penningar ráða öllu þá finnst mér það ekki sjást á leikmönum liðsins eða þjálfara gæðum.
kampfpanzer says
Ætla taka jákvæða gaurinn á þetta í 2 mínútur og líta á þennan leik sem vendipunkt. FJÖLDI af klukkustundum eftir af þessum leikmannaglugga. LVG benti á Woodward varðandi öll tansfer mál. Hitinn hlýtur að vera hressilega mikill á honum. Ef satt reynist með De Gea og 29m punda sölu fer united í gegnum þetta sumar með 20m(!) í söluhagnað og búið að fríja upp ansi mikið af launakostnaði (Nani, RVP, Falcao, Rafael etc.). 20m í netto ‘transfer’ hagnað sumarið eftir að liðið náði ‘aðeins’ fjórða sætinu. Ef ekkert gerist á næstu dögum yrði það ekkert minna en skandall og hneysa fyrir Woodward. Mér er nokk sama um þessa Adidias og Coco-puffs samninga á meðan liðið er jafn brotið og það er núna.
DMS says
Mér finnst þessi LvG bolti stundum vera frekar boring. Það er öll áhersla lögð á að tapa ekki boltanum. Í flestum leikjum ráðum við ferðinni hvað varðar boltameðferð og tíma á bolta, en við náum varla að skapa okkur færi né brjóta upp varnir andstæðinganna.
Hvað varðar leikinn, þá verðum við hreinlega að nýta dauðafærin okkar þegar þau loksins koma. Rooney fékk dauðafæri sem hann átti að klára, punktur. Það var eiginlega eina færið okkar fyrir utan markið sem Mata skoraði. Romero hefði svo átt að gera betur í seinna markinu. Maður er pínu búinn að bíða eftir einhverju svona. Hann hikar, ætlar út en hættir við og er kjölfarið illa staðsettur í markinu þegar Gomis skýtur. Einnig virðist hann ekkert sérlega góður á boltann þegar verið er að senda aftur á hann. En það er auðvitað erfitt að fylla í spor De Gea sem er einn af bestu markvörðum í heimi í dag.
Það verður spennandi að sjá hvað gerist fyrir lok gluggans. Ég á ekki von á miklu, helst bara að Chicharito fari frá okkur ásamt De Gea. En maður veit aldrei, glugginn í fyrra var fjörugur á lokametrunum.
Hjörtur says
Eins og ég hef áður sagt hér, þá er liðið nokkuð gott fram á þriðjung vallarins, spilar nokkuð vel, en það vantar alltaf að reka endahnútinn á þessar sóknir RVP var einmitt oft góður þar. Var að horfa áðan á leik með Fenerbahce, og þar stóðu gömlu Utd mennirnir sig frábærlega. RVP lagði upp mark fyrir Nani sem átti frábæran skalla í netið, og svo gerði Nani frábært mark beint úr aukaspyrnu. Ég verð að segja eins og er að ég sakna þessara manna í liðið.
Hannes says
Það versta er að ég er 0% hissa. Við vitum að United getur ekki neitt á útivöllum og tölfræðin sannar það en árangur Van gaal á útivöllum er svona : 21 leikur, 6 töp, 8 jafntefli og 7 sigrar. Og til að grafa aðeins dýpra að þá eru þessir sigurleikir laaaaaangt frá því að vera sannfærandi. skoðum þetta nánar hvaða leiki við höfum verið að vinna:
1.Arsenal 1-2, man að Arsenal yfirspilaði okkur þennan dag og DeGea átti stórleik.
2. Southampton 1-2, Southampton betri aðilin, man reyndar að útsending datt út hja sport2 þannig fáir sáu einhvað.
3. QPR 0-2, mörðum lelegast lið deilarinnar , wilson tryggði sigurinn á 90 min i skyndisókn eftir mikla atlögu QPR til að jafna.
4. Newcaslte 0-1, Young skorar á 89 min eftir að Krul gaf á hann #gjöf
5. Liverpool 1-2, frábær sigur, get ekkert kvartað, vorum samt 1 fleiri hálfan leikinn.
6. CrystalPalace 1-2, Vorum alls ekki betri en CP, fellaini skorar en það var brotið á markmanninn.
7. Aston Villa 0-1, Januzaj með skot í varnarmann og inn gegn hörmulegu aston villa liði en annars áttum við ekki skot á markið.
Eins og hérna sést þá eru þetta allt naumir eins marks sigrar, hvað er í gangi eiginlega ?? ég er brjálaður, hvar eru allir 0-3 og stórsigrarnir ?? Djöfull er þetta pirrandi og held að þetta muni ekki lagast því miður.
Siggi P says
Siggi #3: við erum loksins komnir yfir Liverpool! Að lokinni hverri af fyrstu 3 umferðum vorum við neðar en þeir út af stafrófsröð (munar bara einum staf!) en nú erum við örugglega fyrir ofan þá því við töpuðum betur en þeir. Æði!
Annars nokkrir punktar:
– De Gea skatturinn. Í þessum leik kostaði hann okkur eitt stig. Ef það er munur að tapa í stað jafnteflis (1 stg tapað), eða jafntefli í stað sigurs (2 stg töpuð), að meðaltali 1,5 stig í 4. hverjum leik, gerir það 14,25 stig yfir tímabilið. Það gæti munað 4. sæti eða það 7.
– Rooney er allt of hægur. Hann sýndi það í fyrstu 3 leikjum tímabilsins, hann sýndi það í dag. Ef hann á að vera eini strækerinn í vetur þá er þetta búið spil.
– Long Ball Louis. Þegar ekkert gengur upp setja slánan fram og dæla inn háum boltum. Viðtalið við Monk á Sky gerði þetta alveg verðlaust. Hann vissi upp á hár hvað myndi gerast, hann var alltaf einu skrefi á undan Niðurlandsmanninum.
– Vonum að Gylfi verði í stuði í vikunni með landsliðinu
Siggi P says
Var að horfa á MOTD2 á BBC. Þar var viðtalið við LvG aðeins öðru vísi en á Sky. Hann sagði United betra í 85 mínútur. Hann kennir tapinu um þessum 5 mínútum þar sem Swansea skora tvisvar. Það er sama og Mata sagði á Sky í dag. En það sem hann sagði nú var að það er skylda liðsins á vellinum að bregðast við breyttri liðskipan andstæðingsins. Eins og hann hafi ekki búið liðið undir hvernig þeir gætu spilað. Berið saman við, í viðtali við Sky í dag sagði Monk stjóri Swansea að hann hafi í hálfleik talað um að breyta uppsetningu ef það þyrfti. Þegar hann gerði það þá kom það öllum hjá United gjörsamlega á óvart. Hann gaf það í skin að United spilaði bara á einn veg, það væri auðvelt að verjast. Þeir Neville og Garrager á Sky greindu þetta vel. Undir LvG þá eru leikmenn mjög bundnir að því að spila á ákveðnum svæðum. Þeir mega ekki fara af þeim. Liðið er of fyrirsjáanlegt og niður njörfað.
Rúnar Þór says
nákvæmlega Siggi
fyrirsjáanlegt og niður njörfað eru einkunnarorð LVG
Pillinn says
Þessi leikur var ekki góður og áframhald á lélegum leikjum hjá Utd á þessu tímabili. Rooney einn frammi er gjörsamlega glatað. Hann er ófær um að sinna þessari stöðu sómasamlega. Ég hef viljað fá hann úr liðinu lengi, vildi selja hann þegar Moyes ákvað að gera einhvern risa samning við hann.
Í sambandi við leikinn er búið að fara ágætlega yfir hann en í fyrra markinu eru tvö mistök, fyrst að Shaw er svona hálf skokkandi á vellinum í staðinn fyrir að koma sér í stöðu en á móti kemur að Utd var aftur komið með boltann. Svo auðvitað missir Rooney boltann mjög illa og markið kemur í kjölfarið.
Rooney átti svo dauðafæri en auðvitað klúðrar hann því eins og svo oft áður. Hann er bara ekki með þetta lengur. LvG gerir svo breytingu að taka auðvitað manninn sem hafði skorað, eini maðurinn sem var líklegur eiginlega. Stundum finnst manni eins og LvG vilji bara ekki vera með mann sem getur skorað mark á vellinum. Rooney hélt sinni stöðu og hélt áfram að standa sig illa. Hann er búinn að vera mjög lélegur í öllum leikjum á þessu tímabili nema á móti vængbrotnu Club Brugge liði.
Romero sýndi svo að hann er bara ágætur markmaður, aldrei nálægt topp markmanni. Ef maður lítur yfir markmenn allra toppliða í Evrópu þá erum við með lang slakasta markmanninn. Það er ekki ásættanlegt og verður að lagast.
Pedro var maður sem við þurftum en ákváðum að kaupa ekki, eða Chelsea keypti hann bara fyrir framan nefið á okkur meðan við vorum að karpa um 1-2 milljónir punda. Núna er glugginn að loka og ekkert virðist vera í pípunum nema að við erum kannski að missa De Gea.
En í lokin þá var helgin okkur ágætlega hagstæð fyrir utan að Arsenal marði sigur gegn Newcastle og City virðist óstöðvandi, ásamt því að þeir voru að kaupa De Bruyne sem ég held að muni verða öflugur fyrir þá.
Svo bara vonast maður eftir Gylfa í stuði á móti Hollendingum og áfram Ísland.
Siggi P says
Januzai er víst að fara til Dortmund á lán. Enn einn út og enginn inn?
Hjörtur says
Maður er bara eiginlega orðinn gáttaður á stjóranum að vera ekki búinn að tryggja sér góðan framherja fyrir löngu. Ætlast hann virkilega til þess að Rooney (eins góður og hann er búinn að vera undanfarið eða hitt þó heldur) spili í öllum keppnum sem framundan eru deild, meistaradeild og bikarkeppnum? Ég er farinn að missa álit á þessum manni svei mér þá.
Björn Friðgeir says
Anthony Martel er að koma inn. Blaðamenn hafa staðfest að Monaco hefur tekið tilboði og Martel er búinn að fá frí frá landsliðinu til að koma og skrifa undir. Grein á leiðinni