Tafla neðst í þessari færslu tekur saman hverjir hafa komið og farið nú í glugganum
18:54 David de Gea er staðráðinn í því að vinna sætið sitt aftur
https://twitter.com/AdamCrafton_/status/638782099537928196
18:48 Yfirlýsing frá Manchester United varðandi misheppnuð kaup Real Madrid á David de Gea
https://twitter.com/ManUtd/status/638777986762846208
17:48 United hafa gengið frá kaupum á miðverðinum unga Regan Poole frá Newport
https://twitter.com/SportsPeteO/status/638767059703320576
16:14 Anthony Martial hefur skrifað undir fjögurra ára samning með eins árs framlengingarákvæði. Verðið er 36,3 milljónir punda, með viðbótarákvæðum sem geta hækkað það í 58,8 milljónir.
https://twitter.com/ManUtd/status/638746718717255681
15:34 Háværar raddir eru að segja að Dortmund hafi boðið United að kaupa Marco Reus á 60 milljónir punda. United sagði Nei takk. Það eru stórtíðindi ef satt er.
13:10 Aðeins meira um De Gea. Real Madrid er búið að gefa út tilkynningu og þeir kenna United alfarið um hvernig fór með De Gea. Sid Lowe á Guardian er með allt um þetta og þýdda tilkynningu
Látum Alex Shaw um þetta:
https://twitter.com/AlexShawESPN/status/638688453727813632
Sam Wallace á Independent segir svo
https://twitter.com/samwallaceindy/status/638687614321696768
13:00 Í morgun kom slúður um að United hefði boðið 100 þúsund pund í Regan Poole, 17 ára varnarmann Newport County og síðan talað um kaup á allt að 400 þúsund pundum. Poole hefur verið að æfa með United undanfarið.
11:31 Real Madrid ætlar ekki að áfrýja, David de Gea verður leikmaður United í vetur !
10:50 Martial er búinn að standast læknisskoðun og er á leiðinni til baka til Frakklands, væntum staðfestingar von bráðar.
10.10 Blaðamaður Guardian segir að United hafi ekki áhuga á Griezmann, leikmanni Atletico Madrid.
https://twitter.com/jamiejackson___/status/638653498410856448
1. sept. kl 7:22 Nóttin er liðin og við erum engu nær um stöðuna á David de Gea. Margir segja að málið sé hjá FIFA og fordæmi séu fyrir að mínútu of seint sé mínútu of seint. Þetta kemur allt í ljós þegar líður á daginn.
23.54. Að öðru. Það eru mjög misvísandi tölur í gangi hvað kaupverðið á Anthony Martial muni verða eins og þetta tíst sýnir. Það má þó fastlega gera ráð fyrir því að þau kaup gangi í gegn á morgun….svo lengi sem bæði lið hafa uppfært allar tölvur og forrit hjá sér.
https://twitter.com/duckerthetimes/status/638499791681519617
23.07 Sterkur punktur.
https://twitter.com/MOgdenTelegraph/status/638488287318032386
22.43 Það er einhver reikistefna í gangi varðandi De Gea og hvort að gögnin hafi náð í gegn á réttum tíma. Ljóst að þetta mun dragast eitthvað á langinn.
https://twitter.com/DTguardian/status/638481888487833601
https://twitter.com/dtguardian/status/638482231917342720
https://twitter.com/DTguardian/status/638482524843450368
22:19 Það lítur allt út fyrir að David de Gea og Keylor Navas muni ekki skipta um lið eftir allt. Pappírsvinnan kláraðist ekki í tíma.
https://twitter.com/Sport_Witness/status/638475965287530496
21:10
https://twitter.com/thcoast/status/638458592274841600
20:06 Keylor Navas er í læknisskoðun í Madrid. Antoine Griezman var hins vegar að tísta:
https://twitter.com/AntoGriezmann/status/638433470646198272
Tom Coast þýddi
https://twitter.com/thcoast/status/638442305339424768
19:35 Hér er grein um Anthony Martial. Höfundur telur hann mjög lofandi leikmann en að United sé örugglega að borga of mikið fyrir hann sem leikmann í dag.
17:54 *staðfest* Anders Lindegaard er farinn til West Bromwich
https://twitter.com/WBAFCofficial/status/638409125119066112
17:50 Verðmiðinn á Chicharito er 7,3m punda. Þokkalegt miðað við allt og allt, 12m sem verið að tala um hefðu verið mjög ó-Unitedlegur gróði.
17:40 Fréttir berast um að Keylor Navas hafi ákveðið sig og ætli að koma til United. Sá díll ætti þá að ganga í gegn fljótlega enda lokar markaður á Spáni í kvöld. United fær 25m evra eða 18,3m punda og Navas er metinn á 15m evra, alls 40m evra eða 29,2m punda. United hefur gefið ansi vel eftir þarna.
17:10 Jæja, Van Gaal hefur greinilega orðið svo svekktur með Chicharito í leiknum gegn Brugge að hann seldi kappann til Bayer Leverkusen. Twitter síða United var að staðfesta það nú rétt í þessu.
https://twitter.com/manutd/status/638396982336331776
16:14 Nú snýst allt á Twitter um verðið á De Gea. United hefur gefið eftir og talað um 40m evrur, eða 29,3m pund. Það verð myndi þá innihalda að Keylor Navas komi til United.
Það eru 25 tímar þangað til glugginn lokar
Klukkan er fjögur, leikmannaglugginn lokar klukkan fimm á morgun að íslenskum tíma og það er kominn tími til að opna lifandi færslu. Það verður nóg af staðfestingum hér og sú fyrsta er komin
https://twitter.com/adnanjanuzaj/status/638375601389314048
Við bíðum síðan eftir
- að Anthony Martial (ekki Martel eins og ég er alltaf að misrita) klári læknisskoðunina á Carrington
- að David De Gea gangi til liðs við Real Madrid
og svo er spurning hvað fleira menn ætla að draga upp úr hattinum
Keyptir og seldir
Inn |
Út |
|||
Memphis Depay | £25.000.000 | Tom Cleverly | Frjáls sala | |
Matteo Darmian | £12.700.000 | Ben Amos | Samningur útr. | |
Morgan Schneiderlin | £24.000.000 | Tom Thorpe | Samningur útr. | |
Bastian Schweinsteiger | £14.400.000 | Nani | £4.250.000 | |
Sergio Romero | Frjáls sala | Robin van Persie | £4.200.000 | |
Anthony Martial | £36.300.000 | Angel Di Maria | £44.300.000 | |
Rafael | £2.500.000 | |||
Javier Hernandez | £7.300.000 | |||
Jonny Evans | £5.800.000 | |||
Ángelo Henriquez | £1.200.000 | |||
Anders Lindegaard | Frjáls sala | |||
Reece James | ||||
Saidy Janko | ||||
Lán | ||||
Adnan Januzaj | ||||
Will Keane | ||||
Ben Pearson | ||||
Joe Rothwell | ||||
Tyler Blackett |
Cantona no 7 says
Vil sjá tvo framherja .
G G M U
Björn Friðgeir says
Gætum séð nettó mínus einn. Hernandez er að fara, Martial kemur inn og núna er rúmor um að Wilson fari út á lán.
Rúnar Þór says
lítur allt út fyrir að United menn eru að gera upp á bak. Chicharito út – 19 ára frakki inn þannig United bara með 2 st Rooney og Martial ekki gott!!
Januzaj út De Gea út
Þannig að United eru verulega veikir/þunnir á sitt hvorum enda vallarins
erum búnir að fá/losa meiri pening en eyða í þessum glugga sem er verulega steikt
finnst eins og LVG sé að þynna hópinn en ekki styrkja hann (fyrir utan miðjuna)
lýst alls ekki vel á hvert stefnir og vona innilega að eitthvað gerist og gamla góða þetta reddist
Pillinn says
Já lítur ekki vel út. Svo rakst ég á þetta hjá United Rant, áhugavert ef satt er og glatað ef að LvG ætlar að rústa því.
“ It is even possible that Van Gaal will break a club tradition of at least one academy player featuring in every match-day squad for the past 3,749 games – one that stretches back to October 1937. “
Eins og einn félagi minn hefur komist að orði að Utd hafi ekkert einkenni orðið lengur, fáir leikmenn frá Bretlandseyjum og leikkerfið orðið að 4-2-3-1 sem öll lið í ensku virðast meira og minna vera farin að spila. Hvað varð um 4-4-2 kerfið með tvo kantmenn, má ekki notast við líka? Ég væri alveg til í að sjá það notað í einhverjum leikjum, svona skildusigurs leikjum eins og Newcastle heima.
kampfpanzer says
Afsakið mig, en Ed Woodward er að fara klára sumarið með falleinkunn.
Smá recap, semsagt, síðustu 12 mánuði hafa þessir ‘attacking’ leikmenn farið: RVP, Nani, Falcao, Chicharito, Januzaj, Di Maria og auðvitað Welbeck..
Til að vega á móti þessu var tvítugur Depay keyptur og svo stefnir allt í að hinn 19 ára Martial verði keyptur. Ég hef aldrei séð Martial spila en ég man slúður fyrr í sumar um Spurs vildi kaupa hann fyrir 10m evrur en Monaco hafi viljað 20m.. nú á united að vera kaupa hann á 50m?! Panic much?
Eins að reyna standa fastir á 35m punda verðmiðanum varðandi De Gea en gefa svo eftir á síðasta korteri fyrir 29m gegn því skásta í stöðunni: að Navas fylgi með kaupunum. Vafasamt. Frekar hefði ég viljað að þetta væri klárað strax, ef á annað borð ætti að gefa undan Real Madrid og kaupa Lloris.
Svo blessaður Adnan Januzaj. Hvernig getur leikmaður sem er búinn að byrja 4 af síðustu 6 komist á þá stöðu að vera lánaður til Dortmund í heilt ár. Hann er ungur er drulluefnilegur. Hann er ekki búinn að standa sig síst af núverandi leikmönnum. Ég skil ekki þetta múv.
Innan við 24tímar eftir fyrir Woodward að bjarga andlitinu.
Auðunn Atli says
Það er erfitt að spila þetta 4-4-2 kerfi þegar Van Gaal hefur ekki vængmenn í anda Bale, Giggs og Ronaldo. Svoleiðis menn eru bara ekki til í dag, amk ekki á lausu.
Það verður að þróa kerfið eftir þeim hóp sem menn hafa í höndunum, United kaupir ekki mann/menn nema að þeir telji þá styrkja liðið. Því miður eru þeir ekki á lausu eða allt allt of dýrir.
Það var algjört rugl að gefast upp og selja Di Maria, það átti að gefa honum eitt ár í viðbót með eða án hans vilja og koma honum í gang.
Nú hefur United ekki hóp í að keppa um efstu 3 sætin í deildinni, það eru svo margir farnir og ekki nægileg gæði komið í staðinn að liðið er í dag veikara en það var fyrir 12 mán síðan.
Við erum með miklu verri markmann, gjörsamlega gelda sókn og svo Blind sem miðvörð sem er engan vegin nógu góður í þá stöðu eins og sást um helgina.
Hvað svo sem mönnum fannst um Evans þá var hann allan daginn miklu betri en Blind í þessa stöðu.
því miður virðast Blind og Depay komast í liðið saman hvernig þeir standa sig.
Rúnar Þór says
Þessi keyptir/seldir listi segir allt sem segja þarf. GUÐ MINN GÓÐUR!!!!!
Lítur allt út fyrir að LVG ætli sér að eyðileggja liðið
Björn Friðgeir says
Dramallamas mega aðeins slaka á.
Af þeim sem hafa farið væri svosem fínt að hafa RvP til að hafa á bekknum og vissulega hefði ég persónulega haldið Januzaj eftir.
Það eru enn 22+ tímar eftir af glugganum, aldrei að vita hverju Jorge Mendes reddar fyrir okkur
ellioman says
Mér finnst ágætis punktur hjá Samuel Luckhurst varðandi það sem við erum að upplifa núna: „One of the reasons Van Gaal has got rid of so many is he has had to do the job Moyes was too diplomatic to do in 2013“ – https://twitter.com/samuelluckhurst/status/638419863262883840
Fyrir mitt leyti er þetta brútal að mörgu leyti en það ræðst líka af aðstæðum sem við ráðum engu um. De Gea hefur alltaf viljað fara til Real Madrid og framtíð hans var alltaf að fara liggja þar líkt og hjá Ronaldo. Það er bara staðreynd. Þannig að annaðhvort neyðum við óánægðan leikmann til að spila fyrir okkur (sem er líklega aldrei að fara skila okkur 100% frammistöðum) eða við ákveðum að losa okkur við hann og fá vonandi eitthvað gott í staðinn (Veit voðalega lítið um Keylor Navas). Svo er það ruslið sem heitir Di Maria var sem víst algjört vandræðakeis fyrir liðið, löngu áður en tímabilinu lauk. Sá maður vildi svo sannarlega ekki berjast fyrir sæti sínu, með lítinn sem engan metnað (Gúgglið commentin frá Ancelotti), þannig að neyða hann til að spila fyrir United hefði bara endað í ömurlegum frammistöðum, marga leiki þar sem hann væri ekki einu sinni í hóp og pirring af hálfu United og stuðningsmanna liðsins. Þannig að ég sletti bara og segi „Good riddance!“.
Það er ekki eins og Van Gaal og Woody hafi ekki verið að reyna kaupa topp leikmenn í sumar. Við höfum verið að bjóða rugl upphæðir í Muller og Bale ásamt að dansa Tangó við Real í allt sumar fyrir Sergio Ramos. Ímyndið ykkur ef við hefðum fengið t.d. tvo af þessum. United gerði það sem það gat en það er bara hægt að gera svo svo mikið.
Minn punktur: Van Gaal er ekkert að blekkja okkur þegar hann segir þetta vera nokkurra ára process. Þú gjörbreytir ekki svona stóru liði og færð öll toppnöfnin á einu sumri. Og já, það þurfti virkilega mikla hreinsun á hópnum okkar. Van Gaal var algjörlega ráðinn til þess að stjórna því verkefni.
ps.
Hefði samt viljað sjá United eltast við Lewandowski & Reus.
Karl Garðars says
Mælt þú manna heilastur Björn Friðgeir! Þetta kemur, kannski ekki á þessu ári en þetta kemur!! Við erum í seinni tíð búin að sjá koma og fara stórkostlegt Arsenal lið, flott Chelsky og nú síðast City. En við erum alltaf þarna líka. Liðsheildin vinnur titlana en ekki einstaka leikmenn, það sýndi Fergie okkur margoft.
Óskar Óskarsson says
eg er að urlast herna…sumarið byrjaði svo vel ! depey strax inn, svo komu schneiderlin, schweinsteiger og darmian og allir fáránlega sáttir með lífið ! og van gaal talar svo um að Chelsea, Real, Barca séu öll með einn sérstakann leikmann sem vinnur leiki uppá sitt einsdæmi, þá hugsaði maður að við værum að fara að landa einhverjum heimsklassa i sumar,,,síðan þá hefur maður þurft að horfa á Rvp, Nani, di maria, chicarito, rafael, januzaj og de gea hverfa á braut.
og eina sem maður heyrir er að við séum að kaupa 19ára strák a 37m punda.
i fyrsta skipti i langan tima erum við með leikmann i heimsklassa (di maria) við seljum hann eftir eitt season og a maður i alvöru að trúa þvi að við kaupum ekki neinn i staðinn fyrir hann…eins og þetta sumar var gott framan af og maður var bara bjartsýnn, þá er það algjörlega buið að snúast við og þetta sumar er i raun ömurlegt og eg er hrikalega svartsýnn á veturinn…en enn er tími til að bæta við og ætla ég rétt að vona að van gaal hendi i stórt sign i lokin, þó eg hafi enga trú á þvi
Keane says
Sammála ellioman og Birni Friðgeiri í öllu þarna, akkúrat.
Laddi says
Sammála Birni Friðgeiri, menn (konur eru líka menn) ættu aðeins að anda með nefinu og slaka á. Það er heill sólarhringur eftir af glugganum og maður fær á tilfinninguna að ástæðan fyrir því að Chicharito og Januzaj séu að fara (annar reyndar á láni) sé einmitt af því að það séu menn að koma inn í staðinn.
Það að Januzaj sé að fara til Dortmund er reyndar afar áhugavert enda þar nokkrir skrambi góðir leikmenn sem United gæti notað, mögulega er þetta hluti af því, þýski glugginn er lokaður en það þýðir víst ekki að leikmenn geti ekki farið þaðan, spyrjum að leikslokum. Myndi ekki slá hendi á móti Reus eða Aubameyang, t.d. auk þess sem enn er hægt að láta sig dreyma um Hummels…
Það var augljóst að Chicharito var að fara eftir Club Brugge leikinn og svo það að hann var ónotaður varamaður í leik sem hefði verið „eðlilegt“ að setja hann inn til að reyna að jafna. Ágætis leikmaður bara ekki nógu góður, því miður.
Griezmann væru frábær kaup og varðandi Anthony Martial þá skal viðurkennast að ég hafði aldrei heyrt um hann fyrr en í kvöld en hann lofar góðu, hef enga trú á að þetta sé kaupverðið, tek því svona álíka trúanlega og að Gaitan sé nú (loksins) á leiðinni… ;)
Sólarhringur eftir af glugganum, við skulum vera róleg framyfir það og dæma þetta svo í janúar eða næsta vor, þangað til erum við bara í getgátum.
Óskar Óskarsson says
miðað við alla leikmennina sem við erum að láta fara, þá væri eðlilegt að þú myndir fá 3 nýja leikmenn,,,enn það er bara aldrei að fara að gerast á einum sólarhring…við erum að fara inní tímabilið með rooney sem hefur ekki skorað i deildinni i einhvern fáránlega langan tíma og hefur hann átt skot á markið á þessu tímabili ? og svo einhvern 19 ára strák sem gæti þess vegna verið næsti David bellion…við erum að fara inní timabilið með 2 strikera, samt eiginlega bara 1, nema eitthvað mikið gerist á einum sólarhring.
það er bara ekki vænlegt til árangurs, það er eðlilegt að menn séu orðnir pirraðir á þessu.
Siggi says
Heimsklassa leikmenn út DeGea og DiMaria
Heimsklassa leikmenn inn ?
Kannski verður Memphis það en hann þarf að sína meira. Bastian er solid en ekki top 10 miðjumaður í heiminum í dag. Hefur verið að glíma við meiðsli undanfarinn ár og er ekki í sama klassa og hann var(samt góð kaup). Morgan voru líka flott kaup en hann þarf tíma og þarf að sanna sig meira á hæðsta level.
UTD hafa eiginlega alltaf verið með 1-3 heimsklassa leikmenn í sínu liði. Leikmenn sem klára leiki með snilldartilþrifum. Ég sé ekki þennan leikmann í dag í liðinu.
Rooney er ekki sá Rooney sem var óstöðvandi fyrir nokkrum árum. Hann er mjög góður enþá en hann er samt klárlega búinn með sín bestu ár.
Mata er svona jojo leikmaður. Stundum frábær og stundum sést hann ekki en á góðum degi þá virkar hann sem heimsklassa en þeir dagar mættu vera fleiri.
Lið UTD er fullt af góðum leikmönum en það þarf fleiri x-factor leikmenn sem koma liðinu á næsta level. Mér finnst lið eins og Man City, Chelsea, Bayern, Arsenal, Real, Barca og PSG hafa svona leikmenn en UTD ætti að vera í þessum hóp.
Mér fannst liðið gefast alltof fljót upp á DiMaria. Mér fannst liðið klaufar að hafa ekki gert langtíma samning við DeGea og mér finnst liðið ekki hafa verið klókir að fjárfesta í leikmönum undanfarið.
p.s er ekki viss um að LVG er sá stjóri sem kemur UTD aftur á toppinn.
Siggi says
Di maria var að segja þetta í viðtali og er þetta nákvæmlega það sem ég er að tala um. LVG var ekki að nýtta hann í sinni bestu stöðu og náði litlu úr þessum heimsklassa leikmanni.
„Van Gaal has his philosophy and one of the things that made me want to leave is that,“ he told ESPN Radio Argentina.
„It is difficult to adapt to Van Gaal. I had a couple of rows with him. I started well and after that I got injured. Things didn’t go well for me and Van Gaal changed my position.
„I spoke with (PSG head coach Laurent) Blanc and his thinking was that I’d play in a similar position to where I did at Real Madrid.“
Krummi says
https://twitter.com/mufcfans_red/status/638474048977170432
hversu frábært er þetta tweet
Benni says
The documents did not arrive on time!!!!!! Presentation was ready. All agreed. But as it stands de Gea stays at MUFC!!
— Guillem Balague (@GuillemBalague) August 31, 2015
Runólfur Trausti says
Ég skil fullkomlega alla sem eru brjálaðir. Þessi gluggi er í raun algjör farsi – Sem og síðustu 2-3.
Það virðist sem Manchester United sé komið í nákvæmlega sama pakka og Manchester City, PSG, Real Madrid og önnur risa lið. Ég taldi United alltaf vera öðruvísi, með því að halda í viss gildi. Þau gildi eru gjörsamlega fokin út um gluggann. Eins og „Pillinn“ sagði þá er Van Gaal líklega að fara brjóta hefð hjá liðinu sem nær aftur til 1937 (!!!). Að honum sé hreinlega leyft það er sturlun ef þú spyrð mig.
Þá fara menn að segja að þessi og hinn sé ekki nægilega góður. Ef við förum í þá umræðu þá voru John O’Shea, Phil Neville, Darren Fletcher og margir fleiri aldrei nægilega góðir. Langt því frá. Þeir höfðu hins vegar hjarta, og nóg af því. Það er líklega einn vanmetnasti þátturinn í fótbolta og United hefur alltaf haft nóg af honum. Sir Alex Ferguson vann titla með leikmönnum sem margir töldu að væru hreinlega lélegir – ástæðan, þeir voru bókstaflega (svona nánast) tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn. Það sjáum við varla í dag. Og þeir ungu leikmenn sem eru að koma upp hjá félaginu í dag fá ekki sénsinn, í staðinn eru bara fengnir aðkomumenn.
Menn tala um að þessi hreinsun Van Gaal hafi verið þörf og allt það en samt fær Moyes endalaust drull fyrir að hafa gert meistaralið að miðlungsliði. Van Gaal tók lið sem var meistari tveimur árum áður og brenndi það til kaldra kola. Ekki nóg með það heldur spilar hann öðrum hverjum leikmanni út úr stöðu og spilar einn allra leiðinlegasta fótbolta sem ég hef séð. Getuleysið kristallast svo í þeirri staðreynd að í öllum (nema mögulega 1-2) leikjum sem liðið lendur undir í, þá tapar það. Því það er ekkert plan B nema síðustu 10 mínúturnar þegar Fellaini á að redda málunum. Maður er hreinlega orðlaus.
Það skiptir mig litlu máli hverjir koma inn í lok gluggans og hvernig tímabilið þróast. Fyrir mína parta þá væri ég frekar til í að horfa á liðið í 7.sæti en halda sig við hefðina heldur en að slefa í top fjóra og vera með sömu stefnu og PSG. En það er bara ég.
-RTÞ
Auðunn says
Þetta De Gea mál er einn mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að og ekki Man.Utd til sóma.
Hjörtur says
Þetta heimsklassa leikmannatal er afskaplega leiðigjarnt. Og afhverju þurfum við einhvern ofurlaunaðan heimsklassa leikmann? Er Svansea með einhvern heimsklassa leikmann? Ég held ekki, en þó eru þeir búnir að vinna okkur 3 leiki í röð í deildini. Er CP með heimsklassa leikmann? Held ekki, þó unnu þeir Chelsea á úti velli. Það þarf bara leikmann sem hefur metnað fyrir félagið sitt, er fljótur og getur skorað mörk, en það virðist Rooney því miður ekki getað lengur.
Siggi says
Þetta De Gea mál er auðvita brandari og eiginlega lélegur sem slíkur.
Afhverju þarf alltaf að klára svona á síðustu sek?
Það vinnur engin ef hann fer ekki til Real.
1. Hann vill fara til Real og komast til Spánar.
2. Það er aldrei sniðugt að reyna að halda manni þegar hann vill fara.
3. Það sem verra er hann er með lausan samning og ef hann fer ekki núna þá fer hann fyrir helmingi lærri upphæð í janúar eða frítt næsta sumar.
4. Real langar að fá hann strax og Utd vill losna við hann(því að annars fá þeir ekkert fyrir hann og hann vill fara).
Virkilega lélegt hjá Utd ef þeir hafa verið ofseinir að senda inn gögninn. Því að LVG er þrjóskari en allt og mun hafa De Gea í utan liðs í fýlu frekar en að spila honum. Man utd er betra en þetta og er þetta ekki liðinu til sóma ef þeir ná ekki að klára þetta.
gudmundurhelgi says
Moyes gerði ekki meistaralið að miðlungsliði,hann tók við meistaraliði sem var bara miðlungslið.Ástæðan á þessum mun kristallast fyrst og fremst í einu lykilatriði ALEX FERGUSON,1 miðlungslið +Alex Ferguson meistaralið.
KOKKURINN says
Þetta Man.Utd lið er orði hrygglaust og vantar lík man.united hjrtað i þttta…það er enginn i hemi um sem skilur þesa einkennulegufr´æ’i hja Van Gal….svo kaupir hann 19 ára óreyndann mann arna inn fyrir 36 milll..veistu eg get ekki or’i’ skrifa’ þessar tölur i breska f+otbotann….en heimsbygðir v’iða eru farinn a’ hjæja eÐA L+ITA +A F+OTBOLANN SEM ÞVOTTARSTÖÐ…….EN EG SEM ER BUINN A’ HALDA MEÐ MAN.UTD SIÐAN 1978….EG GET BARAEKKI MEIR A’ ÞESSU VITLEYSUSGANGI…..ÞAR ER EITTHVAÐ MIKIÐ AÐ……OG MENN HLJOT SJAOG VITA ÞAÐ
…..
Ð
ellioman says
Langar að svara nokkrum athugasemdum hérna.
Siggi:
„UTD hafa eiginlega alltaf verið með 1-3 heimsklassa leikmenn í sínu liði. Leikmenn sem klára leiki með snilldartilþrifum. Ég sé ekki þennan leikmann í dag í liðinu.“
Hárrétt, það vantar heimsklassamenn í liðið. Þess vegna er United búið að eltast við risanöfn eins og Bale, Muller og Sergio Ramos. Vandamálið er að þeir eru allir í topp topp liðum og með góða samninga svo að erfitt er að fá liðin til að selja þá.
„Mér fannst liðið gefast alltof fljót upp á DiMaria.“
United gafst ekki upp á Di Maria, Di Maria gafst bara upp rétt eins og hann gerði hjá Real Madrid. Það má alveg færa rök fyrir því að Van Gaal hafi ekki notað hann rétt og get ég tekið undir það en leikmaðurinn á ansi mikla sök sjálfur. Hann var byrjaður að berjast fyrir því að fara til PSG á miðju tímabili og kórónaði hann ömurlegan seinnihluta tímabilsins í leiknum gegn Arsenal.
Runólfur:
„Menn tala um að þessi hreinsun Van Gaal hafi verið þörf og allt það en samt fær Moyes endalaust drull fyrir að hafa gert meistaralið að miðlungsliði. Van Gaal tók lið sem var meistari tveimur árum áður og brenndi það til kaldra kola.“
gudmundurhelgi orðaði þetta fullkomnlega þegar hann skrifaði „Moyes gerði ekki meistaralið að miðlungsliði,hann tók við meistaraliði sem var bara miðlungslið“. Það er bara staðreynd. Þú getur reynt að neita því að það að liðið hafi þurft á hreinsun að halda en það er bara því miður ekki rétt. Hvort þetta sé of mikið í einu er hinsvegar eitthvað sem er hægt að díbeita.
„Þá fara menn að segja að þessi og hinn sé ekki nægilega góður. Ef við förum í þá umræðu þá voru John O’Shea, Phil Neville, Darren Fletcher og margir fleiri aldrei nægilega góðir. Langt því frá. „
Af þessum hópi sem er búinn að fara, hverja hefðiru viljað sjá vera áfram? Hverjir eru þessir Die Hard leikmenn sem var svona hræðilegt að missa frá liðinu? Var það ekki SAF sem seldi alla þessa leikmenn sem þú nefnir þarna? Ekki gleyma því að SAF var alveg jafn grimmur að skipta út leikmönnum sem ekki lengur voru nógu góðir fyrir liðið.
„Ekki nóg með það heldur spilar hann öðrum hverjum leikmanni út úr stöðu og spilar einn allra leiðinlegasta fótbolta sem ég hef séð. Getuleysið kristallast svo í þeirri staðreynd að í öllum (nema mögulega 1-2) leikjum sem liðið lendur undir í, þá tapar það. Því það er ekkert plan B nema síðustu 10 mínúturnar þegar Fellaini á að redda málunum. Maður er hreinlega orðlaus.“
Þú lætur eins og að liðið hafi verið að spila einhvern glimrandi fótbolta áður en Van Gaal mætti á svæðið. Síðasta tímabil SAF vorum við í hverjum leik að fá á okkur 2 mörk en skora þrjú. Það gekk eitt tímabil en þú ert helvíti bjartsýnn að halda það að SAF hafi verið sáttur með að sjá liðið alltaf þurfa bjarga leikjum á síðustu stundu. Moyes höndlaði ekki starfið og United spilaði illa. LVG kemur inn og bendir á að það þurfi að taka til og hvað gerist? Hann er að taka til. Já, liðið er í vandamálum sóknarlega séð en rólegur í drama-llama. Mundu bara að það er alltaf stutt í frammistöðurnar sem við sáum gegn Liverpool, Spurs, City og Chelsea á síðasta tímabili (Já, ég tek tapleikinn gegn Chelsea með því við gjörsamlega áttum þann leik og vorum óhepppnir að tapa).
„Sir Alex Ferguson vann titla með leikmönnum sem margir töldu að væru hreinlega lélegir – ástæðan, þeir voru bókstaflega (svona nánast) tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn.“
Nú ertu soldið út að aka. Hvaða leikmenn sem spiluðu fyrir United voru taldir lélegir? Mér finnst satt að segja merkilegra umræðuefni að pæla í af hverju það hafi ekki komið betri leikmenn út úr akademíunni. Það er erfitt að fá einhverja Die-Hard leikmenn fyrir fótboltalið í dag nema þeir komi þaðan.
Auðunn:
„Þetta De Gea mál er einn mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að og ekki Man.Utd til sóma.“
Hvernig þá? United ákvað ekki að lúffa fyrir Real, reyndi að fá topp varnarmann sem gekk ekki en í staðinn setti liðið met í upphæð greidda fyrir leikmann á síðasta ári plús það fékk einn besta markmann spænsku deildarinnar. Hvernig er það United ekki til sóma?
Hjörtur:
„Og afhverju þurfum við einhvern ofurlaunaðan heimsklassa leikmann? Er Svansea með einhvern heimsklassa leikmann?“
Helduru virkilega að Swansea, þó þeir séu með ansi gott lið og hafi byrjað vel, séu að fara berjast um titilinn? Ef nei, af hverju ekki? Meistaralið sem vilja berjast á mörgum vígstöðum þurfa heimsklassaleikmenn og staðreyndin í dag er sú að þeir eru allir saman oflaunaðir. Þannig er markaðurinn í dag og United getur ekkert komist framhjá því.
gudmundurhelgi:
„Moyes gerði ekki meistaralið að miðlungsliði,hann tók við meistaraliði sem var bara miðlungslið.Ástæðan á þessum mun kristallast fyrst og fremst í einu lykilatriði ALEX FERGUSON,1 miðlungslið +Alex Ferguson meistaralið.“
Hárétt! Ekki gleyma líka alveg frábæru tímabili hjá Van Persie. Þetta voru lykilatriðin í þessu titiltímabili.
Bjarni Sveinbjörn says
Hjartanlega sammála þér, Runólfur Trausti. Við vorum oft með marga miðlungs leikmenn en hjartað á réttum stað og margir urðu heimsklassa leikmenn á því að spila með okkur. Í dag er öldin önnur, nú skal byggja lið á heimsklassa leikmönnum og er ég nokkuð viss á að þetta plagar „meistarann“ ógurlega mikið að geta ekki fengið alla þá leikmenn sem hann vill því tíminn líður, samningurinn mun renna út fyrr en varir og hver mun þá taka við. Mun sá viðhalda sömu fílasófíu sem búið er að innleiða í liðið í dag sem önnur en sú fílasófíunni sem Utd voru þekktir fyrir. Það er í raun þreytandi að horfa á liðið spila, erum fyrirsjáanlegir og niðurjörfaðir í fílasófíunni, sem aðeins einn hefur trú á, sjálfur bossinn. Við munum sjá úr hverju LVG er gerður næstu daga og mánuði, held það verði ekki fögur sýn miðað við samskipti hans við leikmenn síðustu daga, púður tunnan er að springa.
GGMU
Siggi P says
Þetta De Gea klúður er agalegt. Bæði liðin kenna hinum um. Staðreyndin er samt sú að þegar þú gerir þetta á síðustu stundu (Navas á að hafa samþykkt skilmála við United 7 mínútum fyrir lok gluggans á Spáni) þá getur þetta klikkað mjög auðveldlega. United geta sannarlega ekki fríað sig af þessu. Nú erum við með leikmann sem vill ekki spila fyrir okkur og engin leið að vita hvernig hann verður ef hann fer í markið. Gæti haldið áfram að vera frábær, eða verið hræðilegur. Hvaða áhrif hefur þetta svo á hina í liðinu? En það sem er líklega verst í þessu er að United hefur fyrir fullt og allt strokað sig út af korti stórstjarnanna með háttarlagi sínu í þessum glugga.
Hakan says
Þekkir einhver til þess hvort fréttirnar um Calhanoglu séu bara innantómt slúður eða ekki?
Auðunn Atli says
ellioman.
Jú United ákvað að lúffa fyrir Real Madrid í þessu máli sem ég tel reyndar vera rétt þar sem hann á bara 1 ár eftir af samningnum, ef hann hefði átt fl eins og t.d 3 þá hefði þetta verið annað mál.
Tilhvers að rúlla þessum bolta svona á undan sér þegar það er algjörlega VITAÐ mál að De gea fer til Real hvort sem það er núna eða eftir 12 mán? Það er nákvæmlega enginn gróði af þessu, hvorki fjárhaldslegur né annar.
United er bara að fá á sig slæmt orð með þessum skrípaleik.
Það hefði átt að klára þetta mál fyrir amk mánuði síðan og finna annan marmkann.
Nú sitja þeir uppi með mann sem á 12 mán eftir á samningnum og hefur engan áhuga á að spila fyrir liðið, honum er skít sama hvort hann er í liðinu eða ekki, eins sem hann hugsar um er að komast til Real eftir 12 mán í síðastalagi.
Enn eitt málið þar sem United er með allt niðrum sig og þau eru orðin ansi ansi mörg undanfarin þrjú sumur.
Rauðhaus says
Siggi P: Hvernig þú nærð að klína þessu á okkar menn er með ólíkindum.
Það er búið að liggja fyrir í allt sumar að ef Real ætlaði sér að fá DDG þá þyrftu þeir að láta leikmann á móti EÐA borga uppsett verð – sem var að því er virðist 40 milljónir evra. Staðreyndin er sú að þeir komu ekki með það tilboð og ég er bara mjög ánægður með það hvað við vorum staðfastir í gegnum þetta ferli. Hélt á tímabili að það væri verið að gefa allt of mikið eftir (þá talað um 30 milljóna evru díl), en það reyndist ekki rétt, það var ekki gefið eftir.
Guillem Balague: „Real Madrid waited until the last minute as they were sure United would lower the €40m. They did not.“
Auðvitað er það ekki ákjósanleg staða að vera með óánægðan leikmann innan liðsins en kommon… Þetta er atvinnumaður í fótbolta, einn besti markvörður heims og er að spila fyrir eitt stærsta félag heimsins. Hann mun setja sig í stand fljótlega og spila fyrir okkur í vetur. Svo fer hann næsta sumar og við kaupum annan markmann. Ég er mun ánægðari að hafa De Gea hjá okkur áfram (þó svo hann fari frítt næsta sumar), heldur en að selja hann á skitnar 15-20 millur og sitja uppi með slakari markvörð í allan vetur. Við þetta bætist svo að meðan De Gea hefur ekki skrifað undir nýjan samning er hann ekki einu sinni á neinum bumper-deal, þannig að launakostnaðurinn er ekkert svakalegur meðan hann er að renna út af samningi.
Björn Friðgeir says
Eina leiðin til að „klára þetta mál fyrir amk mánuði síðan“ hefði verið að gefa Real leikmanninn. Veiiiii.
Auðunn Atli says
Það er nú gott að þú hafir innanbúðar upplýsingar hjá Man.Utd Björn.
En þér að segja þá komu fréttir fyrr í sumar um að United hafi HAFNAÐ tilboði Real í hann.. Það kalla ég EKKI að gefa hann.. Það var alltaf verið að þrasa um verð. Real vildi bara borga x upphæð en United vildi aðra upphæð, þannig voru ALLAR fréttir að utan….
En ok, hver er munurinn á að gefa hann fyrir mánuði (sem hefði aldrei komið til því Real hefði alltaf borgað eitthvað fyrir hann) eða gefa hann eftir 8 mánuði??
Björn Friðgeir says
Öllum ber saman um að Real hafi aldrei haft samband við United fyrr en í gær.
Munurinn er sá að nú höldum við besta markmanni í heimi
Auðunn Atli says
Við holdum honum ósáttum í 8 mán í viðbót og missum hann svo frían. Veiiiii.. Þvílíkt win win dæmi eða þannig….
Öllum hverjum??
Það komu fréttir í byrjun Ágúst að Man.Utd hefði hafnað 25m punda tilboði Real, þeir hefðu viljað amk 30m
Já ok, það er semsagt ok að halda De Gea þótt hann sé ósáttur en það var ekki í lagi að halda Di Maria?
Það hefði verið nær að halda manni sem átti 4 ár eftir af sínum samning en manni sem á bara c.a 8 mánuði eftir.
Aðstæður þeirra voru/eru Nákvæmlega eins..
óli says
Þetta var sorglega fyrirsjáanlegt í byrjun sumars að félögin yrðu fram á síðustu mínútu karpandi um þetta. Menn eru blindir ef þeir sjá ekki að þetta gerir ManUtd að athlægi. Svo lúffuðu þeir víst fyrir Real Madrid, gáfust upp á lokametrunum og ætluðu að selja hann fyrir eitthvað sem var á borðinu í allt sumar.
Allir vita að DeGea endar í Madrid, svo það átti fyrir löngu að setja Madridingum afarkosti. Annaðhvort fáum við það sem við viljum í staðinn, eða gefum út alvöru yfirlýsingu frá félaginu um að De Gea verði 100% ekki seldur.
Rúnar Þór says
verið að segja að United hafi sagt nei við Reus ef svo er verð ég brjálaður
kampfpanzer says
Auðunn og Óli: ef menn ætla á annað borð að alhæfa um staðreyndir (FACTS ala Benitez) er betra að fara eftir staðfestum fregnum frekar en slúðrinu.
Man. Utd gaf nýverið út yfirlýsingu varðandi þessa blessuðu ‘sögu’ sem var búinn að vera í gangi í allt sumar en hófst ekki fyrr en í gær.
http://www.manutd.com/en/News-And-Features/Football-News/2015/Sep/manchester-united-statement-in-response-to-real-madrid-comments-on-david-de-gea-transfer.aspx?utm_source=twitter&utm_medium=post&utm_campaign=ManUtd
“ No offer was received for David until yesterday. “
„- Manchester United sent transfer documents for both players to Real Madrid at 20:42 BST. David’s documentation was returned by Real Madrid to Manchester United without the signatory page at 22:32 BST.“
Hugsanlega er þetta bara uppspuni og lygar frá fyrstu hendi en ég ætla leyfa mér að efa það.
Höfum þetta á hreinu. Real Madrid hafði ALLT sumar til að að reyna kaupa De Gea fyrir uppsett verð en ákvað að bíða fram á síðustu stundu, búið að pumpa allt til hins ítrasta í gegnum sínar málpípur. Hræra í kollum og leika sinn leik. Jú, Perez vinnur alltaf, Real Madrid vinnur alltaf. Þannig er gangur lífsins, ekki satt
Þetta er þeirra klúður og þeirra útspilt klúðraðist. Eru menn virkilega að væla yfir hugsanlegum 20m kúla söluhagnaði af þessum De Gea? Besta markmanni í heimi. Markvörslur hans í fyrra nánast tryggðu meistaradeildasætið og það eitt er meira virði en þetta tilboð Real Madrid. Man. United gjörsamlega skítur peningini, m.a. þökk sé fáranlegum Adidas samningum og þetta 20m tilboð er bara dropi í hafið. Þið getið andað rólega þó De Gea ákveði að kveðja á frjálsri sölu næsta sumar – það mun ekki setja nein skörð í efnahagsreikninginn.
Óli.. athlægi? Ég gef Woodward props að lúffa ekki undan ‘bully’ töktum Perez og Madrid. Lestu statementið, Þetta er klúður Real Madrid, meira að segja Marca er brjálað. United ber ekki skylda að hlaupa til í óðagoti um leið og tilboð berst í leikmann.
kampfpanzer says
Jæja ótengt blessaða De Gea sigraði City þennan glugga, vonum að það verði eini almennilegi sigur þeirra á næstunni.
De Bruyne: 54.4m
Sterling: 49m
Otamendi: 33m
svo minnni spámenn einsog Delph etc.
Því miður verðum við að bera okkur saman við svona staðreyndir og þar eigum við bara ekki séns… United erum rétt að slefa upp í 20m nettó eyðslu.. notabene fyrir liðshóp sem endaði í fjórða sæti. Ásættanlegt?
Því miður þýðir þetta bara áframhaldandi ströggl. Ótengt LVG. Við erum áfram með fjórða besta hóp Englands.. það þýðir að við megum ekki misstíga okkur illa /og Liverpool að fara á skrið.
Siggi P says
@Rauðhaus, ég er ekki „að klína þessu á okkur“. Sagði bara frá eins og staðan var þá. Síðan hefur eitt og annað skýrst, en í grundvöllum er það óbreytt. Staðreyndin er að United náði aðeins að senda inn samning við Navas 7 mínútum fyrir lok gluggans. Það dugði ekki Real til að ganga frá málum sín megin. Hvort það var herbragð af hendi United að gega svona lítinn tíma skal ég ekki segja. En Real hafði tækifæri til að skrá skiptin sín megin, þorðu það ekki vegna þessa litla tíma sem var í boði. Þeir óttuðust að missa báða markmennina því þeir voru ekki 100% vissir hvað í samningurinn var. Það tók marga klukkutíma fyrir United að skila inn samningnum. Navas á að hafa beðið um margar breytingar og annað kann að hafa verið að. En samningurinn klúðraðist á tíma. Real á meginsökina á því, því eins og ég benti á, þegar svona er gert á síðustu stundu getur allt gerst (þeir höfðu allt sumarið en gerðu ekkert fyrr en síðasta dag). Svo sökin er því beggja. Ekki nauðsynlega 50/50. Það var allt og sumt sem ég sagði. —— Hvort United gráti það er annað. Ef það er rétt að De Gea ætli sér að berjast aftur í liðið þá eru það góðar fréttir. En það var ekki hægt að gefa sér það fyrirfram. Sjáið gaurinn í West Brom sem er kominn í fýlu og verkfall því hann fékk ekki að fara til Tottenham. Fótboltamenn eru ekki róbotar, þeir eru smábörn með allt of mikinn pening og fara í fýlu ef þeir fá ekki sínu fram. Kannski verður Fe Gea í stuði srm aldrei fyrr. Kannski sökkar hann feitt. Þetta er áhættan. United gæti endað með ónotaðan markmann og fá núll eftir árið. Eða besta ár frá Ferguson. Ef ég bara vissi svarið.
óli says
@kampfpanzer Bæði lið geta dúndrað út yfirlýsingum og útskýringum og þú getur valið hverju þú trúir. En það er barnaskapur að halda að þetta klúður sé að engu leyti okkar mönnum að kenna.
Einar T says
Þrátt fyrir sirkusinn í kringum „söluna“ á De Gea er ég rosalega glaður að hann fái ekki tækifæri til að bjarga tímabilinu fyrir Rafa Benitez.
Siggi P says
Eins og þetta lítur út í dag verður De Gea „dýrasti“ leikmaður sögunnar. United „borgar“ 29 milljón pund plús 9 mánaða laun fyrir þjónustu hans næsta tímabil. Nær væri að segja að það hafi kostað United 29 milljónir plús laun í 9 mánuði að hafa hann í liðinu, en það kemur í sama stað niður. Segið mér ef aðrir hafa kostað meira, það væri áhugavert.
Björn Friðgeir says
Vel þess virði fyrir ánægjuna af því að sparka í rassgatið á Real.
Annar skipta launin engu, Navas hefði komið á svipuðum launum.
Auðunn Atli says
Maður er nú ekki svo barnalega einfaldur að trúa því að Man.Utd hafi tekið fyrsta og EINA tilboði Real í De Gea.
Ok ég trúi því kannski að það hafi ekki komið formlegt tilboð fyrr en alveg 100% pottþétt að það eru búnar að standa yfir viðræður í margar margar vikur þar sem verð hafa m.a borið á góma oftar en einu sinni og tvisvar.
Og fyrst áhugi Real var víst ekki meira en þetta eins og United vill halda fram, afhverju hefur Van Gaal ekki treyst sér til að nota hann til þessa á tímabilinu? Hann hefur ekki einu sinni treyst honum til að vera á bekknum en nú á það bara að breytast sí svona.
Þetta er allt saman virkilega loðið og engum til tekna.
Björn Friðgeir says
Real Madrid hamaðist í United um að nefna verð (notuðu Mendes til þess) United neitaði að gefa verð, sagði að Real yrði að gera þeim tilboð. Það gerði loksins Real um hádegið á mánudag. Þessu er öllu lýst hér http://www.independent.co.uk/sport/football/transfers/david-de-gea-manchester-united-in-bitter-war-of-words-with-real-madrid-over-failed-de-gea-transfer-10482055.html
Real ætlaði að fá De Gea ódýrt, tókst það ekki.
De Gea var ekki að standa sig á æfingum, hugur hans var hjá Real. Nú verður það að breytast.
Di María þvíngaði sitt transfer í gegn og PSG var ekki að leika sér eins og Real. Stór munur á.
Rauðhaus says
Jú, launin skipta bara mjög miklu máli. DDG er ekki á svo góðum samningi núna, enda er hann ekki búinn að skrifa undir nýjan samning sem myndi margfalda launin hans. Navas hefði fengið talsvert hærri samning en núverandi samningur DDG.
Independent skrifar t.d. um þetta í dag:
While United will lose out on the fee that the player would have fetched had the transfer gone through – £18m plus the £11m rated Madrid goalkeeper Keylor Navas – they reason that they will benefit from having De Gea for one more season, and paying him considerably less than the going rate for a footballer of his quality.
Og þetta eru engar smávægis fjárhæðir sem um ræðir og á það ekki síður við FYRIR LEIKMANNINN. Segjum að hann sé með 75.000 pund á viku núna, eins og einhversstaðar var talað um, þá erum við að tala um að hann er að fara að þéna ca. 3.000.000 punda ef hann lætur samninginn renna út án þess að framlengja.
Hins vegar ef hann myndi skrifa undir nýjan samning núna í dag – og fá þá 200.000 pund á viku eins og talað var um að stæði honum til boða, þá væri hann að þérna ca. 8.000.000 punda á sama tímabili. Þetta munar ca. einum milljarði króna fyrir DDG!! Það er ekkert smáræði og þess vegna mun hann alveg íhuga það alvarlega að krota undir nýjan samning, jafnvel þó þar verði að finna klásúlu um að hann geti farið fyrir 30-50 milljónir punda.
Karl Garðars says
Vá!! Þetta er eins og að skoða kop.is. Milljón færslur og 90% af þeim frá fólki sem er að míga og skíta á sig úr neikvæðni.. Ég hreinlega skil ekki hvað sumir af þessum svartsýnisgæjum eru yfir höfuð að gera hér. Af hverju eru þessir besservisserar ekki farnir að stjórna bestu liðum heims fyrst þeir eru svona mikið klárari en LVG? Og að rífast um hvaða breski ruslmiðill sagði hvað og hvenær eins og það sé hinn heilagi sannleikur…FFS…. Góður gluggi, við erum enn með einn besta markmann í heimi og spennandi tímar fram undan. Hlakka til að sjá hvað þessir ungu menn færa okkur ásamt gömlu hundunum. GGMU
Pillinn says
Jæja þá er glugginn lokaður og staðan, í mínum huga, er svona:
Markmenn : Erum í flottum málum þar. De Gea áfram og hann verður að standa sig til að vera í liðinu hjá Spáni næsta sumar. Vicente del Bosque hefur sagt það að De Gea verði að spila til að taka þátt. Romero er svo ágæt varaskeifa ásamt Sam Johnstone. LvG og Valdes gætu svo sæst (ætti að vera hægt, hafa gert það áður þegar voru hjá Barca).
Varnarmenn : Þar er staðan ásættanleg ef að engin verða meiðslin, sem er hæpið miðað við mannskapinn. Erum með Darmian og Valencia í hægri bakverðinum, Shaw, Rojo, Blind sem geta verið í vinstri bakverðinum. Smalling, Blind, Jones, Rojo, McNair í miðverðinum. Þetta er ekkert meiriháttar en ásættanlegt.
Miðjumenn : Þarna erum við loksins komnir í góð mál. Carrick, Schweinsteiger, Schneiderlin, Herrera eru allt mjög góðir leikmenn þó tveir séu komnir af sínu léttasta og smá meiðslagjarnir á þetta alveg að geta gengið. Fellaini getur líka spilað þarna þó að LvG virðist einungis ætla að nota hann sem plan B. Dúndra inní teig og láta Fellaini skapa usla.
Sóknarmenn : Þarna hef ég mestar áhyggjurnar eins og staðan er. Mata, Memphis, Young, Martial og Rooney. Lítið má útaf bregða og eins og staðan er þá á Rooney að halda þessu uppi. Sé það ekki gerast. Martial og Memphis eru óskrifað blað ennþá en Memphis hefur sýnt takta og gæti orðið mjög góður. Martial 100% óskrifað blað og svakalega dýr. Ég er sem betur fer ekki að borga reikningana og ætla ekki að hafa áhyggjur af því en hann þarf að sanna sig. Fær svo 9-na sem eykur á pressuna myndi ég halda. En sóknarlega erum við ennþá veikir og ótrúlegt að allir þessar sóknarmenn hafi verið kvaddir frá klúbbnum í þessum glugga.
Auðunn Atli says
Fór Wilson út á lán? það hefur þá alveg farið framhjá mér ef svo er.
Við erum náttl líka með Blind sem miðjumann, hann getur vel spilað þar og reyndar finnst mér hann vera fínn í þessu DMC hlutverki.
Svo náttl eigum við menn eins og Pereira sem ég bind þó nokkrar vonir við, hann hefur amk lofað góðu hingað til.
Ég hef mestar áhyggjur af vörninni og er frekar ósáttur við að liðið hafi ekki keypt miðvörð eins og t.d Dante sem hefði komið með mikla reynslu.
Get ekki verið rólegur þegar Blind er í miðverðinum, hann er jú fínasti spilari en miðvörður er hann ekki eins og sást vel í síðasta leik.
Rojo er ?-merki, það hafa borist fréttir að ósætti milli hans og LVG, ef þær eru á rökum reistar þá er ég ekki svo viss um að hann eigi einhverja framtíð þarna, það verður að koma í ljós.
Ég batt miklar vonir við hann og sá hann fyrir mér sem miðvörð no 1 hjá okkur til framtíðar, vona að svo verði.
Ég verð bara að viðurkenna það að ég átti von á meiri styrk þetta sumarið, mér finnst liðið ekki vera sterkara á pappírum en það var fyrir 12 mán síðan. Jú jú það var reyndar mjög gott að fá alla þessa menn sem voru keyptir, þeir eiga eftir að slípast inn í þetta lið og það gæti tekið tíma en mér finnst samt ennþá vanta einhvern svona algjöran hágæðaleikmann.
Einhvern svona Bale, Ronaldo, Hazard, Alexis, Aguero svo ég nefni nú ekki Messi (sem er reyndar klassanum fyrir ofan alla þessa menn) týpu. Mér finnst United ekki eiga þennan klassa leikmann. Þeir áttu hann en ákváðu að selja hann. Það vantar þennan sprengikraft í liðið.
Mephis gæti orðið þessi leikmaður, hann er samt engan vegin kominn í þennan klassa ennþá.
Það er svo sem alveg borðleggjandi að svona menn liggja ekki á lausu, eins er gífurlega erfitt að kaupa gæða framherja í dag því þeir eru nánast ekki til.
Hvar eru þessar RVN, RVP (þegar hann var upp á sitt besta) Van Basten og Henry týpur í dag? Þeir bara sjást varla, reyndar eru ennþá til menn eins og Muller en það er nánast útilokað að kaupa þá því miður.
Hef alltaf haft mikla trú á Van Gaal en er samt ósáttur við margar ákvarðanatökur hjá honum þetta sumarið, stundum spyr ég mig að því hvort hann sé of mikill harðstjóri og nái því ekki til nema þröngs hóps leikmanna.
Ég kalla alls ekki eftir því að skipta um stjóra, hvorki núna né á næstu 24 mánuðum nema allt fari beinlínis til helv… sem á alls ekki von á.
þetta er langhlaup, eins sé ég ekki neinn betri kost í stöðunni eins og er.