Þetta tap í fyrsta leik riðlakeppni Meistaradeildarinnar hjá okkar mönnum fellur algjörlega í skuggann á hrikalegu fótbroti Luke Shaw í byrjun leiks. Þetta er hrikalegt áfall fyrir liðið en fyrst og fremst er þetta alveg skelfilegt fyrir Luke Shaw sem hefur verið svo frábær í upphafi tímabils eftir erfitt fyrsta tímabil sitt hjá félaginu. Hann lagði einstaklega hart að sér í sumar að vera í toppformi, tók sér frí frá landsliðsverkefnum og fókusinn var algjörlega á að eiga topptímabil með okkar mönnum.
Works his bollocks off in pre-season, starts with a bang and then that happens. Sport just not fair sometimes
— James Ducker (@DuckerTheTimes) September 15, 2015
Hann var að uppskera en á einu sekúndubroti hverfur öll vinnan og allt erfiðið fyrir bý vegna þess að einhver leikmaður hendir sér af fullum þunga í tæklingu gegn honum. Það var strax augljóst að eitthvað mikið væri að enda danglaði löppinn á honum í stöðu sem seint verður talin eðlileg. Tímabilið búið, þvílíkt áfall.
Nú er bara að bíða og sjá nákvæmlega hversu alvarleg meiðslin eru og hvar þau áttu sér stað. Okkar maður var fljótlega mættur á Twitter eftir leik og því ljóst að hann er í öruggum höndum lækna þarna út í Hollandi. Við óskum honum fullum og skjótum bata og það er alveg á kristaltæru að hugur okkur United-stuðningsmanna er með Luke Shaw í kvöld.
Thank you everyone for your messages , words can't describe how gutted I am , my road to recovery starts now, I will come back stronger.
— Luke Shaw (@LukeShaw23) September 15, 2015
Um leikinn
Louis van Gaal stillti líklega upp í það byrjunarlið sem flestir stuðningsmenn United vilja sjá. Herrera var á miðjunni, Mata í holunni og tveir kantmenn á köntunum.
Bekkur: Romero, McNair, Rojo, Carrick, Schneiderlin, Valencia, Fellaini.
Maður var því ansi spenntur fyrir þessum leik en sú spenna breyttist fljótt í ógleði þegar tímabilið var eyðilegt hjá Luke Shaw eins og komið er inn á hér að ofan. Ég veit ekki alveg hvernig Hector Moreno slapp við það að fá rautt spjald, hvað þá gult spjald, enda splæsti arfaslakur dómari þessa leiks í lauflétt horn þegar búið var að hlúa að Luke Shaw.
Ég átti mjög erfitt með að gíra mig upp í að klára að horfa á þennan leik og get því varla ímyndað mér hvernig United menn gátu höndlað það. Memphis kom okkur yfir rétt fyrir hálfleik með yndislegu marki og þá hélt maður kannski að við mundum sigla þessu heim.
Sú reyndist ekki raunin enda skallaði maðurinn sem átti bara alls ekki að vera inn á vellinum boltann í netið djúpt í uppbótartíma. Slakur varnarleikur enda gat hann skallað boltann í netið allt að því óáreittur eftir horn. United hefði þó getað komist í 2-0 skömmu áður þegar Smalling vann boltann á vallarhelmingi PSV og tók á skeiðið að markinu en skot hans úr góðri stöðu, með vinstri, var ekki alveg nógu gott.
Ég efast um að það hafi verið mikill tími fyrir liðsræðu í hálfleik. Einbeitingin hefur væntanlega verið að fá fregnir af Shaw og meiðslum hans. PSV komst yfir um miðbik seinni hálfleiks eftir mistök frá Darmian. Eftir það sátu PSV menn til baka og leyfðu United að sækja á sig. Það var erfitt að brjóta það á bak aftur og breytingar LvG þegar hann setti Fellaini og Valencia inn á breyttu litlu. Það má setja spurningamerki við að hafa ekki haft menn eins og Wilson eða Pereira á bekknum sem hefðu án efa getað skapað meiri usla fyrir vörn PSV en Fellaini og Valencia.
Tap því staðreynd en eins og áður sagði fellur það eiginlega algjörlega í skuggann á meiðslum Luke Shaw.
Man Utd have confirmed Shaw has sustained a double fracture and will be transferred to Manchester where he will undergo an operation #MUFC
— David McDonnell (@DiscoMirror) September 15, 2015
Rúnar Þór says
já!!!!!!!!!!!!! byrjunarliði er loks eins og ég vil hafa það. Mata í holunni og hraði á BÁÐUM vængjum yes!!!
Helgi P says
snild ég held að allir stuðningsmenn vilji sjá liðið svona
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Vona að það verði ekki sett of mikil pressa á Martial of snemma, en sambandi við þetta byrjunarlið = SNILLD :D
Halldór Marteinsson (@halldorm) says
Frábært, fíla þetta byrjunarlið
Runólfur Trausti says
Einstaklega sókndjarft byrjunarlið. Kemur frekar mikið á óvart. Vonandi að það virki – annars vitum vitum hvað býður okkar í næstu leikjum.
Það sem stingur hins vegar er hversu varnarsinnaður (og óspennandi) bekkurinn er – þarna væri ég til í að sjá leikmenn eins og Januzaj, Wilson … þess vegna Lingaard.
Karl Garðars says
Ég missti af þessu, hvað gerðist eiginlega??
SHS says
Úff…. Hann sem leit svo vel út í byrjun leiktíðar.. :/
Helgi P says
hvernig gat þetta ekki verið víti
Roy says
Possession Possession Possession. Annað gerist ekki. Sorglega slakir…
Georg says
Teknir því að United er svona í dag.
Teknir af liði sem spilar eins og United fyrir 2árum.
Skítalið og ekkert hugmyndaflug hjá stjóranum sem er með tröllatrú á sinni taktík og hefur enga varataktík.
Hannes says
ég er algjörlega orðlaus.. helvítis fokkin fokk hvað er í gangi eiginlega ? united á utivelli = tap Lvg getur ekki unnið á útivelli og ekkert í gerast í þessum útileikjum, ef við vinnum þá er það eins marks naumur sigur. Þetta þarf að lagast , þetta var svona fyrir ári síðan og ekkert hefur breyst , hörmungin á útivöllum heldur áfram. Þetta kemur mér svosem ekkert á óvart enda spáði ég tapi.
Keane says
Slæmar fréttir fyrir ManUtd og hörmulegt fyrir greyið Luke Shaw sem hefur verið algjörlega frábær hingað til.
Virkilega sorglegt :(
Halldór Marteinsson (@halldorm) says
Með fulla einbeitingu og hugann 100% við leikinn hef ég alveg trú á að United-liðið hefði landað þessu. Miðað við hvað maður sat steinrunninn og shell-shocked bara af því að horfa á leikinn í sjónvarpinu þá get ég ekki ímyndað mér annað en þetta hafi setið í mönnum.
Hafi annars mjög gaman af Martial. Líkamlega sterkari en ég bjóst við og áhugaverður bæði með boltann og án hans. Hef mikla trú á honum.
Auðunn Atli says
Ég horfði á leiki Bayern og Barca til skiptis á Miðvikudaginn.
Hugmyndarfræði og taktík Man.Utd er eins og þessara klúbba, United er að reyna að spila eins og þau gera og það tekst ekkert ílla út á vellinum.
United hefur hinsvegar ekki leikmenn á borð við Messi, The Rat, Neymar, Ribery, Robben, Costa, Muller og Lewandowski sem þurfa ekki nema hálffæri til að skora og menn sem búa til mörk nánast úr engu.
United er með góða leikmenn í flestum stöðum en flestir ef ekki allir þessara leikmanna sem ég taldi upp eru leikmenn sem geta og klára leiki upp á sitt einsdæmi
United hefur ekki marga svoleiðis leikmenn á meðan þessi tvö lið eru með þá í kippum.
Á meðan Bayern getur sett mann eins og Götze inná þá erum við með Fellaini sem settur er inn þegar liðið er að tapa, hann er ekki að fara að gera neitt nema vinna háloftabolta. Það er ekki taktík sem við viljum sjá.
Þetta er þolinmæðisvinna og tekur tíma að byggja upp alvöru lið, það er eitt skref áfram og tvö tilbaka eins og staðan er í dag.