Okkar menn stilltu svona upp á St. Mary’s í dag;
Varamannabekkur; Romero, McNair (’70), Valencia (’45), Herrera, Schweinsteiger (’59), Young, Fellaini
Leikurinn
Leikurinn byrjaði frekar rólega og var mikið um stöðubaráttu fyrstu 10 mínúturnar.
Eftir 12 mínútur tóku Southampton hins vegar forustuna. Sadio Mané fékk boltann í miðjuhringnum og lék honum út á hægri vænginn. Mané var svo mættur sjálfur í teiginn til að taka á móti fyrirgjöfinni sem kom þangað stuttu seinna og átti gott skot á markið sem David De Gea varði frábærlega. Því miður var Graziano Pellé mættur til að hirða frákastið og setja boltann í netið. Staðan 1-0 fyrir heimamönnum en öll varnarlína United ásamt Michael Carrick var steinsofandi í markinu.
Ef menn héldu að liðið myndi vakna við þennan skell þá var það kolrangt og liðið virtist steinrotað. Sérstaklega réðu leikmenn liðsins illa við Mané og Pellé fyrstu 30 mínúturnar.
En United jafnaði á endanum. Eftir langa, og hæga, sókn barst boltinn óvænt til Juan Mata inn í teignum, Mata tók snertingu og var tæklaður. Töldu flestir leikmenn United að þeir ættu að fá víti. Boltinn hrökk hins vegar til Anthony Martial sem var ekkert að íhuga að fá víti, hann snéri sér einfaldlega á punktinum,fíflaði þannig varnarmann Southampton í leiðinni og lagði boltann snyrtilega framhjá Stekelenburg í markinu. Staðan því orðin 1-1 og United vel inn í leiknum.
Goal Martial https://t.co/yZGHz5yRkb
— Manchester United (@MUFC_NL) September 20, 2015
Eftir markið settu United talsvert meiri pressu á Southampton. Eftir vel útfært horn var Schneiderlin ekki langt frá því að koma United yfir. Því miður komst varnarmaður Southampton fyrir skotið. Staðan 1-1 í hálfleik.
United komst svo yfir strax í byrjun síðari hálfleiks. Mayo Yoshida ætlaði að rúlla boltanum aftur á Stekelenburg en boltinn var arfaslakur og Martial (Hver annar?) var allt í einu einn í gegn. Martial sýndi aftur hversu yfirvegaður hann er og lagði boltann í fjær hornið. Búmm. Staðan orðin 2-1 fyrir United. Markið var keimlíkt marki sem Robin Van Persie skoraði í þessari sömu viðureign á síðasta tímabili.
United stjórnaði fyrsta korterinu í síðari hálfleiknum en eftir um klukkutíma leik fékk Southampton hornspyrnu sem endaði með því að leikmaður þeirra skallaði knöttinn í átt að marki. Sem betur fer er United með David De Gea á milli stanganna en marki en hann varði skallann á hreint út sagt stórkostlegan hátt. Þvílík markvarsla. Var David Seaman-esque gegn Sheffield United hérna um árið. Staðan ennþá 1-2.
This save from David De Gea is absolutely brilliant, thank god for Madrid being slow with paper-work https://t.co/EyYPaNdePS
— Craig Norwood (@CraigNorwood) September 20, 2015
10 mínútum eftir þessa stórkostlegu vörslu hjá De Gea ákváðu útileikmenn liðsins einnig að láta til sín taka. Boltanum var spilað á milli manna og endaði hjá Memphis í teignum, hann átti mjög gott skot sem fór í stöngina en sem betur fer barst boltinn þaðan til Juan Mata sem hamraði honum í netið. Samtals áttu leikmenn liðsins 45 sendingar áður en boltinn lá í netinu. United var búið að eiga mjög góðan síðari hálfleik fram að þessu og kórónaði þetta frammistöðu liðsins.
45 – There were 45 passes in the build up to Mata's goal for Man Utd in this game; the most in the PL in 2015-16. Ace pic.twitter.com/nnqXnWVSh9
— OptaJoe (@OptaJoe) September 20, 2015
Brilliant from United. 44 passes and then Mata scored. Van Gaal will be playing this on repeat all week at Carrington pic.twitter.com/BQr8sYHIFt
— The Peoples Person (@PeoplesPerson_) September 20, 2015
Þeir sem héldu að United myndi sigla þessu þægilega heim höfðu rangt fyrir sér. Á 85 mín fór Sadio Mané upp kantinn og átti fína fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á Pellé sem skoraði sitt annað markið sitt í leiknum. Enn og aftur var öll varnarlína United liðsins steinsofandi en það voru þrír varnarmenn liðsins í kringum Pellé þegar hann skallaði boltann í netið.
Síðustu mínútur leiksins voru vægast sagt stressandi en Southampton pressaði vel og þurfti De Gea að taka á honum stóra sínum í blálokin. Sem betur fer hélt liðið út og okatölur 3-2 fyrir okkar mönnum.
Maður leiksins fer á tvo leikmenn, annars vegar Anthony Martial fyrir að skora tvö mörk og koma liðin aftur inn í leikinn. Svo hins vegar David De Gea fyrir að halda stöðunni í 2-1 og 3-2 með frábærum markvörslum. Þó svo að það séu að verða ár og öld síðan drengurinn hélt hreinu þá virðist hann þurfa að bjarga liðinu í nánast hverjum einasta leik sem hann spilar.
Punktar
– Frammistaða Anthony Martial gladdi augað. Þrjú mörk í tveimur leikjum fyrir panic kaup er einstaklega jákvætt. Ekki nóg með mörkin heldur var heildarframmistaða hans mjög góð. Hann er fljótur, sterkur og virðist vera einstaklega lunkinn fyrir framan markið. Vonandi er þetta það sem koma skal.
– Frammistaða David De Gea gladdi augað. Fyrsta markið var sérstaklega leiðinlegt því markvarslan hans frá Mané var glæsileg, því miður var varnarlínan sofandi. Markvarsla númer tvö var hreint út sagt rosaleg, hvernig hann klóraði boltann nánast í burtu af línunni var magnað. Og sú þriðja var ekki slæm en skot Wanyama virtist vera á leiðinni sláin inn. Myllumerkið #DaveSaves á vel við um leikinn í dag. Einnig gaman að rifja upp þetta tweet frá Jaime Carragher;
I'm happy DDG is staying his head won't be right, he'll go for free next summer & Man Utd haven't got 20 mil to panic with today.
— Jamie Carragher (@Carra23) September 1, 2015
– Varnarvandræði liðsins frá síðustu leiktíð létu sjá sig aftur. Antonio Valencia kom inn á í hálfleik en átti samt sem áður fínan leik. Vandræðin voru þá helst þau að Marcos Rojo fór útaf þegar það voru 20 mínútur eftir, Paddy McNair fór í hafsent ásamt Smalling og Daley Blind út í bakvörðinn. Við þetta riðlaðist varnarleikur United og annað mark Southampton kom að vissu leyti upp úr því að enginn vissi hver átti að dekka Pellé.
– Arfaslakur Wayne Rooney. Hvert svo sem hlutverk Rooney er fyrir liðið og sama hversu mikið Gary Neville reynri að þræta fyrir að hann sé að spila stórt liðshlutverk þá er hann hreinlega arfaslakur. Hann er að spila á bakvið framherjann í dag og hann gerði gjörsamlega ekki neitt. Hann skorar ekki, hann leggur ekki upp, hann skapar ekki, hann heldur ekki bolta. Ég gæti haldið áfram í allan dag. Hann er orðinn hinn mesti dragbítur. Hann hefur núna farið 11 leiki án þess að skora mark, sem er það lengsta sem hann hefur lent í á sínum ferli. Kannski er kominn tími til að leyfa honum bara að sitja á bekknum í 3-4 leiki og sjá hvað gerist.
– Það besta við þennan leik var hins vegar U-beygjan sem leikmenn United tóku. Eftir arfaslakar fyrstu 30 mínútur komu þeir til baka og sýndu hvað þeir gátu. Hefðu átt að halda út í 1-3 en við tökum sigurinn. Liðið er komið í 2.sætið í deildinni með 13 stig á meðan hinir ósigrandi og frábæru nágrannar liðsins eru í efsta sæti með 15 stig í 1.sæti.
GAME ON
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Líst vel á liðið, sjáum hvernig Rooney stendur sig í þessu hlutverki (aldrei heillað mig þarna)
Helgi P says
það er ekki bóðlegt að horfa á þessa spila mensku í byrjun
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Eitthvað segir mér að seinnihálfleikur verði rosalegur hjá okkur, get ekki séð fyrir mér að leikurinn verði svona lélegur hjá okkur
kampfpanzer says
Þessi 19 ára Martial..Hrikalegt overpriced flopp!! Bara búinn að skora 3 mörk í 115mínútum í úrvalsdeildinni.. og það á móti slökum mótherjum einsog Liverpool og Southampton #enginnsegirlengur #vonaaðrayparlourhafiveriðaðhorfaáleikinnn
Ég segi nú bara, signing ársins var samt De Gea, þvílíkur markmaður!
Þrátt fyrir allar „krísur“ og „búninsklefann“ og allt í molum er liðið í öðru sæti, tveimur stigum á eftir City. Hlakka til þegar það liðið nær sér upp úr þessari krísu ;)
Egill says
Er ég sá eini sem sé samasem merki á milli varnarleiksins okkar og De Gea? Mér finnst hann ekki geta stjórnað vörninni nógu vel, það er hans eini ókostur. Við fengum varla á okkur færi með Romero í markinu, en skyndilega bjóðum við liðum í dauðafæri trekk í trekk.
Og með Rooney, horfið á plássið sem Martial fékk í leiknum, Southampton ákváðu ekki bara að gefa honum þetta pláss, Rooney dregur sig til baka og tekur varnarmann með. Á bolta hefur Rooney ekki verið góður, en án bolta hefur hann gert allt rétt.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Arsenal félagar mínir sem eru að vinna með mér spurðu mig hvort að Martial kaupin væru panic buy, ég taldi svo ekki vera. Panic kaup væru einhver eins og Charlie Austin eða einhver álíka, en ég útskýrði fyrir þeim að kaupin á Martial væru líklega hugsuð fyrir næsta tímabil. Hann væri bara 19 ára og við myndum örugglega lítið sjá til hans strax. HAHAHAHA, vá hvað ég hafði rangt fyrir mér að við myndum sjá lítið til hans :D
Finnst við loksins vera með sóknarmann sem er hættulegur (það hefur mér funndist okkur vanta lengi)
Runólfur Trausti says
Ég skil punktinn hjá þér varðandi De Gea en hann er samt einfaldlega rangur. Þú verður að skoða mörkin sem liðið fær á sig. Bæði mörkin í dag koma eftir snögga sókn upp vænginn sem endar með fyrirgjöf (alveg eins og annað markið gegn PSV). Það hefur ekkert með skipulag að gera. Það var hins vegar Tweetað í dag að De Gea væri „Schmeichel-esque“ í því hvernig hann væri gargandi á varnarmennina fyrir framan sig í fyrri hálfleiknum.
Ástæðan fyrir því að liðið fékk varla færi á sig með Romero í markinu var að mótherjarnir voru ekki nægilega góðir og United var mun varnarsinnaðra í fyrstu leikjunum. Einnig er spurning hvort að það hefði geta breytt einhverju að hafa Luke Shaw í liðinu en hann hefði augljóslega verið í mun betra sync-i við varnarlínu United í þessum leik heldur en Rojo.
Að því sögðu þá þarf De Gea auðvitað að fara halda hreinu en á meðan hann er að bjarga liðinu eins og hann gerði í dag þá er erfitt að gagnrýna hann, nema auðvitað að maður heiti Hjörvar Hafliða.
-RTÞ
Egill says
Mörkin komu kannski eftir hraðar sóknir, en ekki öll færin. Það er ekki hægt að dæma varnarleik bara út frá mörkum sem við fáum á okkur, sérstaklega ekki þegar við erum með töframann í marknu sem ver skot sem á ekki að vera hægt að verja. Mér finnst varnarleikurinn svo oft vera skipulagslaus, eitthvað sem var ekki vandamál með Romero í markinu, og var ekki heldur með Lindegaard í markinu. Vissulega er De Gea ennþá ungur og ég er handviss um að þetta muni batna. Kannski er þetta rangt hjá mér en mér hefur fundist þetta vera vandamál síðan hann kom. Þótt hann sé öskrandi allan leikinn þá er ekkert víst að hann sé að skipuleggja vörnina nægilega vel.
Í gegnum tíðina hefur hann bætt sig á öllum sviðum, bæði með að halda boltanum, díla við fyrirgjafir og samskipti við leikmenn, ég held að þetta sé það eina sem hann á eftir að laga betur og þá er hann án efa besti markmaður í heiminum, gæti jafjvel farið að toppa Schmeichel sem er sá besti frá upphafi.
En svo það sé á hreinu þá er ég gríðarlegur De Gea maður og er tilbúinn að fyrirgefa honum öll mistök sem hann gerir, hann bætir alltaf fyrir þau margfallt, en ég tel þetta samt vera vandamál.
Hjörtur says
Hjörvar Hafliða, maður tekur nú ekki mikið mark á því sem frá honum kemur. Gea reddaði 3 stigum í dag ekki spurning, og svo nátturlega mörkin tvö sem Martial gerði. Southamton er alls ekki slæmt lið, sóttu stíft á okkur, og var maður farinn að óttast í lokin að þeim tækist að jafna, en Gea sá um að svo varð ekki.
Simmo says
Thad verdur bara ad bekkja Rooney i einhverja leiki. Hvad vard um hradan og touch-id hans. Missir boltann trekk i trekk, kemur ekkert ur honum.
Dogsdieinhotcars says
Mikið hrikalega er Bastian Schweinsteiger góður í fótbolta. Maður nær ekkert boltanum af honum. Ég var hræddur um aldurinn á honum, en hann er alger Rolls Royce.
Fólk verður að byrja sjá Roobey sem svona gæja líka. Líkamlegur aldur er honum ekki hliðhollur. Hann er svona 33 ára í skrokknum.
Svo verður bara að segjast; þrátt fyrir að vera langt frá því að vera fullkominn fótboltamaður, þá virkar Martial sem heilmikil ógn fyrir varnarmenn, veldur usla. Honum eru allir vegir færir ef hann er tilbúinn að leggja þetta „extra“ á sig.
Cantona no 7 says
Godur sigur.
G G M U
Sveinbjörn says
Mjög sterk stig á erfiðum útivelli. Við erum nú í furðu góðum málum eftir fyrstu sex leikina. 13 stig af 18 mögulegum og tveimur stigum frá fyrsta sætinu. Sex stigum fyrir ofan chelsea, sem ég geri ráð fyrir að muni stíga upp í næstu leikjum og tína mörg stigin.
Næst er Sunderland heima sem er skyldusigur. Á sama tíma eiga City-menn Tottenham á útivelli, svo á það er ekki ómögulegt að við verðum á toppnum frá og með laugardeginum (7-9-13).
Auðunn Atli says
Tek undir að þetta voru mjög góð þrjú stig á erfiðum velli.
Ég fór að hugsa það eftir leikinn hvað það er alltaf mikið að gera hjá De Gea en svo virðist vörnin ekki gefa eins mörg færi á sér þegar hann er ekki í markinu, kannski tilviljun, veit ekki.
Ég er ekkert brjálæðislega rólegur á meðan Blind er að spila miðvörðinn, hann hefur því miður hvorki hraðann né styrk til að spila þessa stöðu þótt hann lesi reyndar leikinn mjög vel og sé klókur leikmaður.
Verður mjög fróðlegt að sjá stöðuna í deildinni eftir 4-5 umferðir, liðið er bara í ágætis málum eins og er.