United tók á móti Sunderland í dag á Old Trafford. Þessi sjöunda umferð byrjaði á leik Tottenham og City og gerðu Spurs menn sér lítið fyrir og unnu toppliðið sannfærandi með fjórum mörkum gegn einu í leik þar sem hvorki meira né minna en þrjú rangstæð mörk voru skoruð.
Þessi úrslit urðu þess valdandi að með sigri í dag gæti United rænt toppsætinu af City og að liðið yrði þá í fyrsta skipti, síðan Ferguson ákvað að hætta sem stjóri, í toppsæti deildarinnar. Það voru því engar ýkjur þegar maður segir að þessi leikur fór úr því að vera mikilvægur yfir að vera algjör MÖST-WIN fyrir Van Gaal og félaga sem horfðu tapleik City.
Van Gaal stillti liðinu svona í dag:
og á bekknum voru þeir Romero, Jones, Herrera, Schweinsteiger, Pereira, Young og Fellaini.
Ekki hægt að neita því að maður var nokkuð undrandi að sjá Van Gaal láta byrjunarliðið hafa tvo varnarsinnaða miðjumenn á heimavelli gegn liði eins og Sunderland sem eru búnir að vera í alveg skelfilegu formi í deildinni, níu leikir í röð án sigurs (Fjögur jafntefli og fimm töp). En maður nú alveg temmilega bjartsýnn um þrjú stig í dag þó að það hefði verið gaman að sjá Herrera með Schneiderlin á miðjunni. Nú er komin sú tilgáta að Van Gaal sé að láta þá Carrick og Schneiderlin spila saman í svona leikjum til að undirbúa þá fyrir stórleikina þar sem eðilegt er að hafa þá saman á miðjunni. Ég vona að það sé satt því annars er þetta bara undarlegt.
Dick Advocaat stillti liði Sunderland svona:
Með Larsson, Gomez, Defoe, Coates, Yedlin, Fletcher og Mannone á bekknum.
United byrjaði leikinn nokkuð öflugt en eins og við erum búin að sjá soldið oft með liðið hans Van Gaal, þá nær liðið að halda boltanum vel en á erfitt með sakapa sér nógu mörg góð færi. Oft á tíðum horfði maður á fjóra sóknarmenn United reyna klóra sig í gegnum 6 varnarmenn Sunderland. Það voru ekki mikil gæði í fyrri hálfleik sem virðist vera nokkuð algengt vandamál þessa dagana.
Stuðningsmenn United voru því orðnir ansi órólegir þegar komið var að uppbótartíma fyrri hálfleiks, sem voru fjórar mínútur og staðan enn núll núll. Á 48. mínútu ákvað Blind að koma með alveg fráhábæra sendingu inn í vítateiginn yfir á Mata sem skapaði algjört dauðafæri. Við fyrstu sýn sýndist mér Mata ná að klúðra færinu, sem hann hefur verið að gera soldið undanfarið en kappinn hitti boltann svona laglega og lagði hann fyrir Memphis sem kom á fleygiferð og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir liðið. Eitt núll alveg í blálokin á fyrri hálfleik.
Það er ekki hægt að hrósa nóg þessari sendingu hjá Blind og óeigingirni Mata því fáir hefðu skammað hann fyrir að skjóta út þessu færi. Með þessari stoðsendingu er Mata kominn með 38 slíkar síðan 2011/12 er það bara David Silva hjá City með fleiri (43). Algjört kjaftshögg á vesalings Sunderland eftir góða frammistöðu en leikmenn United fóru inn í búningsherbergi skælbrosandi.
Van Gaal ákvað að hafa sama lið byrja seinni hálfleik og ákváðu leikmenn liðsins að verðlauna honum með því að byrja þann seinni með sama krafti og þeir enduðu þann fyrri. Martial fékk boltann frá Mata við vítateigslínuna hægra megin, tók gott hlaup inn í teig þar sem hann lék á varnarmann Sunderland og bombaði boltanum á Rooney sem notaði hnéið til að skora annað mark United. Ekki hægt að óska eftir betri byrjun á seinni hálfleik.
Eftir þetta hélst tempóið á nokkuð svipuðu leveli og við erum vön. United mikið með boltann, reyndi að skapa færi með betri árangri en oft áður og svo inn á milli fengu Sunderland ágætis færi en besti markmaður heims varði öll skot. Magnað hvað De Gea ver mikið með löppunum sínum, drengurinn hlýtur að hafa æft ballett á sínum yngri árum.
Á 67. mínútu kom Schweinsteger inn fyrir Carrick. Stuttu síðar fékk Blind vægt höfuðhögg og ákvað Van Gaal að taka engar áhættur og skipta honum út fyrir Phil Jones. Afskaplega gott að fá Jones aftur til baka. Á 76. mínútu notaði Van Gaal sína síðustu skiptingu þegar hann setti Young inn fyrir Memphis. Tólf mínútum síðar náði Young að þakka fyrir sig þegar hann fékk boltann vinstra megin við vítateig Sunderland. Young hljóp inn í teig og kom með fína fyrirgjöf sem endaði hjá Juan Mata sem kom boltanum snyrtilega inn í netið.
Liðin virtust sætta sig við þessi úrslit og ferðist lítið eftir þetta og endaði leikurinn með þremur mörkum gegn engu.
Vangaveltur og pælingar spaka mannsins
1. Við erum í toppsæti deildarinnar eftir sjö umferðir! Það er afskaplega skemmtileg sjón og eins og ég nefndi fyrir ofan þá höfum við ekki séð slíkt síðan Ferguson stjórnaði liðinu. Við skulum njóta þess í smástund en því miður þurfum við að halda kúlinu því núna hefst ansi erfitt leikjaprógramm: Wolfsburg (h), Arsenal (ú), Everton (ú), CSKA (ú), City (h), Middlesborough (h), Crystal Palace (ú) og CSKA (h). Þetta er ansi stíft hjá okkar mönnum og kæmi mér ekki á óvart að liðið missi einhver stig í deildinni. En þangað til skulum við njóta þess að sjá United á réttum stað á töflunni :)
2. Ég verð að taka undir með félaga mínum Runólfi með að það er afskaplega furðulegt hjá Van Gaal að hafa aldrei framherja á bekknum. Og nei, Fellaini er ekki framherji! James Wilson skrifaði undir nýjan samning við liðið í vikunni en hann virðist ekki fá mörg tækifæri með aðalliðinu þessa dagana. Ég trúi ekki öðru en að það sé eitthvað plan í gangi með Wilson en það er satt að segja soldið pirrandi að sjá hann ekki á bekknum, sérstaklega í svona leik þar sem allir vita að hitt liðið mun pakka í vörn í von um að taka með sér eitt stig.
3. Þessi drengur! Þessi nítján ára drengur. Þetta er alveg stórkostleg byrjun hjá Martial hjá United. Hann er búinn að spila fimm leiki fyrir okkur, hefur skorað fjögur mörk og átti svo stoðsendingu í dag. Það er ekki hægt að segja annað en að hafi alveg smellpassað inn í liðið okkar, kemur með kraft og var hraðasti leikmaður liðsins í dag. Þar að auki nær hann að halda boltanum gríðarlega vel, er duglegur að halda spilinu gangandi, er sífellt að leita að góðum sendingum eða þá að hlaupa að marki andstæðingins. Ljómandi, alveg ljómandi! Munið svo að ef fólk er enn að nöldra yfir verðmiða drengins þá getum við bara sagt að árslaun Van Persie, Falcao og Di Maria hafi borgað þann pening ansi auðveldlega og miðað við frammistöðu hingað til þá erum við mun betur settir með Martial.
4. Hvað varð um Energizer kanínuna okkar? Ég hef verið einn af helstu stuðningsmönnum Rooney síðan hann var keyptur til liðsins árið 2004 en það er orðið helvíti erfitt fyrir mig að verja hann. Jú hann skoraði í dag (eftir að Martial bombaði boltanum í hnéið á honum) og átti í raun með sínum betri leikjum á þessu tímabili en ég er hættur að sjá það sem ég dýrkaði mest hjá honum. Það er drifkrafturinn. Rooney hefur verið, nánast frá því hann var keyptur, aðaldrifkraftur liðsins í gegnum árin. Hann er sá sem gafst aldrei upp, hann varð reiður þegar liðið spilaði illa, hann hljóp á eftir öllum boltum, sótti stanslaust, reyndi að skapa fyrir liðið og með hausinn 100% í leiknum. Ég sé þetta ekki lengur, ég sá hann stoppa eftir að sókn hafði klikkað, sá hann sofna (nokkrum sinnum) þegar liðsfélagar hans voru að reyna taka þríhyrningsspil með honum o.s.frv. Þetta er áhyggjuefni.
Að lokum…
Þrjú stig í dag og toppsætið er okkar! Það þýðir bara að við syngjum og dönsum með Van Gaal í kvöld!
https://vine.co/v/eAFOKUWwWWW
Gísli G says
Darmian í vinstri bakvörðinn, athyglisvert. Við erum líkleglega að smella okkur á toppinn í dag !
Keane says
Rooney er algjörlega búinn..djöfull er hann lélegur
Helgi P says
afhverju er hann með 2 varnar miðjumenn inná í þessum leik á móti þessu sunderland liði
Runar says
Vill bara minna þann sem sagði mér að vera rólegur, þegar ég sagðist sjá fyrir mér 21. Englandsmeistara titillinn… ;)
Keane says
jæja, allt annað í seinni hálfleik.. maður er soldið fljótur á sér stundum.
Frábært.
Egill G says
Ahhh…..top of the league, svona á þetta ađ vera.
Helgi P says
jæja næstu 3 leikir í deild eru eftir að vera erfiðir
Hanni says
Flott að vinna þennan leik en OMG hvað Sunderland eru lélegir.
Cantona no 7 says
Godur sigur.
G G M U
óli says
Sunderland er í svo miklum championship-klassa að það er ekki fyndið. En ekki kvarta ég.
Rauðhaus says
Fu**ing TOP OF THE LEAGUE!!!
Afsakið bara meðan ég styn af unaði…
Ahhh, aahhhh… oohhhh..! Ég var hreinlega búinn að gleyma vellíðunartilfinningunni sem fylgir því að vera efstir. Vera BESTIR.
Við skulum alveg njóta þess meðan það varir. Vonandi varir það sem lengst, en til þess að svo verði þarf nokkuð margt að ganga upp.
Nokkur atriði um leikinn í dag, en þó aðallega tímabilið hingað til:
1. Anthony Martial: Þessi drengur er svo ógeðslega góður.
Ég ætla að segja þetta aftur: Hann er fokking ÓGEÐSLEGA GÓÐUR. Nautsterkur, eldsnöggur, frábært touch, vision, composure. Mér er drullusama hvað hann kostaði, hann er algjörlega búinn að breyta ásýnd liðsins fram á við og virðist hafa ALLT sem þarf til að verða súperstjarna. Hann er ekki orðinn tvítugur, spáið í því!!
2. Wayne Rooney: Ég hef í gegnum tíðina frekar verið á Rooney vagninum heldur en hitt, þó ég viti að hann sé ekki fullkominn. Hann er að mínu mati frábær leikmaður og hefur gríðarlega marga kosti sem knattspyrnumaður. Eflaust hefur fjölhæfni hans líka verið honum til trafala á ferlinum hans – t.d. þannig að hann hefur verið nýttur í margar stöður og þannig ekki náð að „fullkomna“ sig í einni stöðu. Tölfræðin talar þó sínu máli: Leikmaður sem er orðinn markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins og mjög nálægt því að verða markahæsti leikmaður í sögu Man.Utd. er ekkert annað en frábær leikmaður, það er ekkert hægt að líta framhjá því – ekki síst þegar haft er í huga að hann hefur oft á tíðum leyst af hendi hlutverk innan liðsins (algerlega í þágu liðsins) sem eru ekki hans sterkasta hlið sem knattspyrnumanns. Allir aðdáendur Man.Utd., líka þeir sem eru ekki mestu aðdáendur Rooney, hljóta að virða það við strákinn að hann hefur alla sína tíð hjá félaginu fórnað sér inn á vellinum fyrir liðið og lagt sig 100% fram fyrir klúbbinn. En…
En…
Núna framan af tímabili hefur Rooney verið skugginn af sjálfum sér. Vissulega kom þessi leikur gegn Club Brugge sem hann skoraði þrennu í, en fram að leiknum í dag hafði hann heilt yfir verið vægast sagt slakur. Í leiknum í dag var hann að mínu mati týndur í fyrri hálfleik – í takt við það sem verið hefur á tímabilinu. Hins vegar fannst mér hann eiga mjög fínan seinni hálfleik og var hann þá mikið innvinklaður í spil liðsins. Nokkrar mjög góðar sóknir sáust sem hann var mjög áberandi í – þessi týpíski Rooney eins og við þekkjum hann.
Krossleggjum fingur og vonum að það sé það sem koma skal í vetur. Ef svo er ekki (og þar með að hann haldi áfram að sýna þetta slen sem hefur einkennt hann í haust) er ég mjög hræddur um að spár þeirra sem hafa haldið því fram að Rooney muni brenna út frekar ungur, muni rætast. Og það cæri ekkert óeðlilegt við það, drengurinn er búinn að spila á hæsta leveli síðan hann var 17-18 ára gamall. Í raun væri hitt miklu óeðlilegra….
3. Daly Blind: Hefur komið mér stórkostlega á óvart, viðurkenni það fúslega. Hann er svo yfirvegaður, skynsamur o.s.frv. Búinn að vera algjörlega frábær hingað til og langt um betri en ég þorði að vona. Ég er þó ekki ennþá alvegt sannfærður, en maður lifandi, the pretty boy has been fu*’ing amazing.
4. Chris („Mike“) Smalling: Hvað gerðist???
Þetta er sami gaurinn og lét reka sig útaf gegn sjitty fyrir tæpu ári síðan. Maður var svo pirraður út í hann þá að maður vonaði bara í alvörunni að hann fengi aldrei aftur að spila fyrir klúbbinn!
Síðan þá hefur Chris Smalling tekið mestum framförum af öllum leikmönnum liðsins (jafnvel deildarinnar?) og verið gjörsamlega stórkostlegur. Ég er ekkert að grínast með það (þó það kunni að hljóma furðulega), þegar ég segi að Chris Smalling í núverandi formi er einn af bestu hafsentum í PL. Það er ótrúlegt, en einfaldlega staðreynd. Vonandi helst strákurinn heill áfram, því án hans er ég hræddur um að vörnin okkar yrði ansi skrautleg.
ellioman says
@ Rauðhaus
Fokk, ég gleymdi í skýrslunni að tala um Blind og Smalling. Geri það bara hér.
Mikið svakalega eru þeir að brillera sem miðvarðarpar! Smalling er hægt og rólega að vera heimsklassa miðvörður og ég gapi ennþá þegar ég horfi á Blind brillera í hverjum einasta leik fyrir okkur.
Þeir sem vilja gagnrýna Van Gaal verða að gefa honum credit að sjá hversu *beep* góður Blind gæti spilað fyrir okkur sem CB. Eftir sumarið var ég afskaplega fúll að sjá ekki United kaupa nýjan CB (var sjálfur í Otamendi lestinni) en ég er byrjaður að trúa því að hafa Blind þarna er betri ákvörðun en nokkur möguleg sumarkaup hefðu getað gefið okkur.
Dogsdieinhotcars says
Ég ætlaði að tala um Martial og Rooney, en Rauðhaus orðaði þetta bara eins vel og hægt er að gera.
Ég vil óska United fólki bara til hamingju með þennan gæja. Var einhver með í brókunum eins og ég í dag þegar hann var að kvarta yfir hnénu í fyrri hálfleik? Varnarmenn virðast bara eiga fullt í fangi með þennan strák.
Ég er síðan hrikalega hrifinn af Schneiderlin, fer ekki mikið fyrir honum en hann er ruddi. Punktur. Á eftir að verða betri.
Runar says
Ég vill líka minnir ykkur á það sem ég kommenti um Martial þegar hann var keyptur og allir voru að v… Þetta er svo gaman þessa dagana ;)
„Runar
31. ágúst, 2015 – kl. 16:37
7
Alltaf er jafn fyndið að sjá hvað fólk er gleymið! Mundið þið eftir einhverjum sem heitir Wayne Rooney og var enn 18ára þegar hann var keyptir á £25.6 milljónir (ætli það væri ekki nær svona £43-45 mills í dag, ef ekki meira) og það á loka degi viðskipta árið 2004, sá gutti hafði aðeins skorað 15 mörk í 67 leikjum fyrir eitthvað miðlungslið í Englandi og var meiddur þar að auki þegar hann var keyptur.
Annars veit ég ekkert um þennan Martial pjakk, nema að hann minnir mig á Jackson Martínez sem var hjá Porto og er kominn til A. Madrid núna, vonum að hann geti raðað inn mörkunum fyrir okkar menn ;)“
Gunni says
Vildi bara benda á að United var á toppnm eftir fyrsta leik Moyes, unnum Swansea 4-1 og vorum á toppnum eftir helgina 17-18. ágúst 2013. Rétt skal vera rétt.
Gunni says
http://www.statto.com/football/stats/england/premier-league/2013-2014/table/2013-08-18
City unnu svo Newcastle á mánudeginum 4-0 og komust upp fyrir okkur.
Rauðhaus says
Finn mig knúinn til að taka eitt fram til viðbótar:
ég gjörsamlega ELSKA JUAN MATA.
(Þetta þarfnast ekki frekari útskýringar)
Auðunn Atli says
Ætli það sé ekki verið að tala um að United séu einir á toppnum síðan Ferguson var með þá, liðið var vissulega í efsta sætinu eftir einn leik haustið 2013 en með sama stigafjölda og nokkur önnur lið og voru reyndar ekki efstir þegar umferðinni lauk þannig að það er varla marktækt að mér finnst.
En af þessum Sunderland leik, ekki mikið hægt um hann að segja þannig séð.
Liðið var bara í sama gírnum og undanfarið, engin flugeldasýning aðeins gert það sem þarf.
Á svoldið erfitt með að skilja gagnrýni á byrjunarlið sem vinnur leik 3-0.
Ef hann hefði byrjað með sóknarsinnaðra lið og tapað eða gert jafntefli þá hefðu hinir sömu sagt afhverju að gera breytingar núna?
Van Gaal veit alveg hvað hann er að gera og hann veit líka að þetta er work in progress og því óþarfi að taka óþarfa sénsa.
Þetta lið á ennþá helling inni, og þarf meiri tíma.
Ég geri mér engar vonir um að vinna deildina á þessu tímabili en það væri gaman að vera við toppinn og gera betur en síðast, svo eftir þetta tímabil geri ég mér vonir um að liðið sé í stakk búið að vinna þessa deild.
Georg says
Flottur leikur, De Gea, Martial og Mata standa uppúr annars fínni frammistöðu leikmanna nema Depay, hann er ekki að finna sig, gefur helst ekki boltann á síðasta þriðjung vallar. T.d. komast hann og Martial nánast einir á móti markmanni, Martial gefur á hann og hann tekur skotið þegar Martial er orðinn dauðafrír!
Það sást best hvernig leikurinn breyttist þegar Young kom inná.
Eins og flestir segja, good game allround.