Fyrir leikinn í dag hafði United ekki sigrað né náð stigi á Goodison Park í fjögur ár. 29. október 2011 nánar tiltekið. Af byrjunarliði United í þeim leik eru bara 3 eftir. Það eru þeir Phil Jones, David de Gea og Wayne Rooney. Frá þeim leik hefur United ekki skorað á Goodison Park þangað til í dag.
Byrjunarliðin í dag
Bekkur: Johnstone, Blind, Carrick, Lingard, Pereira, Fellaini, Memphis.
Lið Everton
Bekkur: Joel, Kone, Mirallas, Deulofeu, Osman, Mori, Browning.
Leikurinn
Það kom kannski fáum á óvart að Louis van Gaal gerði fjórar breytingar á liði United frá tapinu gegn Arsenal. Daley Blind, Memphis Depay, Antonio Valencia og Michael Carrick voru teknir úr liðinu. Ander Herrera fékk loksins leik í holunni sem er hans sterkasta staða. Marcos Rojo fór bakvörðinn og Phil Jones partneraði Chris Smalling í hjarta varnarinnar. Anthony Martial fór út á vinstri kantinn og Wayne Rooney uppá topp.
Leikurinn byrjaði frekar vel og United spilaði vel. Meira að segja Rooney virtist vera að reyna eitthvað. Heimamenn reyndu töluvert háar sendingar á Romelu Lukaku en þeir Smalling og Jones réðu þokkalega vel við hann. Morgan Schneiderlin var settur til höfuðs Ross Barkley sem var í holunni í dag og komst ekkert uppúr henni þökk sé Frakkanum.
Það dró til tíðinda á 18. mínútu en þá skoraði Schneiderlin laglega framhjá Tim Howard í marki Everton eftir smá krafs í vítateig heimamanna. Það tók ekki langan tíma fyrir United að bæta við marki en Ander Herrera skoraði laglegt skallamark eftir flotta fyrirgjöf frá Marcos Rojo sem átti afbragðsleik í dag.
United hélt áfram að sækja í hálfleiknum en fleiri urðu mörkin ekki og staðan því 0:2 gestunum frá Manchester í vil.
Liðin gerðu bæði skiptingu í hálfleik. Arouna Koné kom inn fyrir ósýnilegan Steven Naismith. Louis van Gaal gerði furðulega skiptingu en Jesse Lingard kom í stað Juan Mata.
Everton byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti. Greinilegt var að planið var að komast inn í leikinn sem fyrst. Það leit allt út fyrir að það myndi takast en David de Gea og öll vörnin stóð sig með prýði. Varamaðurinn Jesse Lingard sýndi meira að segja flott varnartilþrif. Dagskipunin hjá United í dag var að fá ekki á sig mark.
Á 62. mínútu kom loksins United sókn en Ander Herrera átti sendingu inn á Wayne Rooney sem gerði sér lítið fyrir og skoraði loksins gegn Everton á Goodison Park. Allt í einu var staðan orðin 0:3 og úrslitin ráðin.
Michael Carrick og Maroune Fellaini fengu nokkrar mínútur í dag en United hélt áfram að sækja og var gaman að horfa á liðið í dag. En það hefur alls ekki alltaf verið raunin í vetur.
Fleiri urðu þó ekki mörkin í dag og United vann mjög sanngjarnan 0:3 sigur.
Vörnin og de Gea stóðu sig frábærlega í dag og réðu mjög vel við það sem Everton voru að reyna. Schmidfield voru traustir og það ætti að teljast miðjupar númer eitt. Anthony Martial og Marcos Rojo náðu á köflum frekar vel saman á vinstri kantinum og Wayne Rooney átti fínan leik í dag. Jafnvel sinn besta leik í vetur.
Maður leiksins hlýtur þó að vera Ander Herrera en hann var dásamlegur í dag.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Fínt að sjá Memphis á bekknum, líkar við hann og held að hann eigi möguleika að verða frábær, en hann hefur gott afþví að setjast á bekkinn eftir seinustu leiki.
Kjartan says
Veit einhver um gott stream?
Hjörvar Ingi Haraldsson says
http://kingmedia.tv/
Ég nota þetta en það kostar
Keane says
Jæja bjóst við allt öðrum úrslitum, glæsilegur sigur í dag. Rooney meira að segja mjög góður. Ég hef aldrei verið mikill spámaður sem betur fer.
Keane says
Já og Liverpoolinthians töpuðu 2 stigum, flottur dagur
Egill G says
Flottur leikur, 3 mörk, svona á þetta alltaf.
Stefán (Rauðhaus) says
Eftir afhroðið gegn Arsenl var maður bara virkilega smeykur við þennan efriða útileik. Everton er hörkugott lið og það er því bara alls ekkert skjálfgefið að sækja 3 stig á Goodison Park. Þess vegna er ég gríðarlega ánægður með frammistöðuna í dag, liðið mætti gríðarlega ákveðið til leiks og nánast gekk frá þessu í fyrri hálfleik. Ég held ég geti sett fyrri hálfleikinn á stall með því allra besta sem ég hef séð til liðsins síðan LvG tók við, það er bara þannig.
Nokkur atriði:
1. LvG: Einhverra hluta vegna er maður alltaf með einhverjar stöðugar „efasemdir/fyrirvara/spurningamerki um manninn. En þrátt fyrir það þá verð ég að viðurkenna að ég er sammála langflestum ákvörðunum sem hann tekur og gjörsamlega elska það hvernig hann kemur fyrir í viðtölum eftir leiki (og reyndar fyrir leiki líka ef út í það er farið). Þetta er bara svo mikill meistari, svo mikill winner, svo milkill helvítis snillingur!
2. Herrera: hmmmm… Var ég ekki að mæra LvG? Ég verð þó að segja við hann: „ef þú ert svona snjall, then why the fuck er þessi gaur ekki að spila í hverri einustu fokking viku??? Hann er svo fáránlega góður og liðið spilar nánast alltaf best þegar hann er inná. Meira af honum takk.
3. Rooney: Hans besti leikur í vetur? Fyrir mitt leyti er svarið klárlega JÁ því hann var virkilega góður í dag. Maður á að vera tilbúinn að hrósa þegar vel er gert, sérstaklega ef maður er tilbúinn að gagnrýna slaka frammistöðu – eins og ég hef gert með Rooney í vetur. Mikið svakalega væri gaman ef núna kæmi þessi reglulega Rooney ofur markasveifla í nokkrar vikur!
4. Mata: Elska þennan mann. Sáuð þið muninn á liðinu eftir að hann fór útaf? Tilviljun? Nei, ég held ekki.
5. Martial: Skoraði ekki í dag en ég kemst ekki yfir það hversu impressed ég er með þennan strák. Hann er svo fáránlega góður í fótbolta að maður er bara algjörlega himinlifandi í hvert sinn sem maður sér hann spila. Hann er það góður að maður gleymir hversu ungur hann er. Þetta er bara 19 ára unglingur, næstum einu ári yngri en Adnan Januzaj – sem þó er líka frábært efni. Strákurinn er gjörsamlega búinn að umbylta sóknarleik liðsins á jákvæðan hátt.
giggs34 says
General Smalling var samt lang besti maður vallarinns, það var eins og hann hefði spilað þennan leik áður
Runar says
Er svo mikill aðdáendi Herrera og Smalling, og verður gaman að sjá framtíðan með Martial innanborðs
Cantona no 7 says
Flottur sigur.
Vonandi spilum svona afram i komandi leikjum.
Vornin i godu lagi.
G G M U
Ingvar says
Rooney fannst mér nú ekkert meira en „skárri“ í þessum leik. Jú það var hægt að sjá meira ákefð í honum en hann er alveg heill um horfinn. Hægir á sóknarleiknum ef hann fær boltann, á oft svo vitlausar ákvarðanir, sem og sendingarnar hjá honum. Skárri í þessum leik, er náttúruleg búinn að vera horror það sem af er og er þá vonandi að spila sig í rétta átt. Annars frábær sigur, flott spilamennska og góður stígandi í liðinu.
Dogsdieinhotcars says
Minn maður Schneiderlin með mark og almenn leiðindi við Ross Barkley. Það er svo gaman að vera loksins komnir með smá midfield búllý.
Runólfur Trausti says
Frábær sigur á liði sem United hefur gengið skelfilega með undanfarin ár. Stór töp og fræga 4-4- jafnteflið koma öll upp í hugann.
Eins skelfileg og taktíkin var gegn Arsenal þá var hún spot on í dag, en að sama skapi held ég að Everton hafi verið jafn illa sett upp taktíklega séð og United gegn Arsenal.
Hvernig þeir spila ekki „direct“ kantmanni á vinstri vængnum þar sem Sanchez var nýbúinn að tæta Darmian í sig skil ég ekki – Naismith var næsta ósýnilegur í þessum leik út á kanti. Og að spila Lennon frekar en Mirallas / Delafeu er annað sem ég skildi ekki alveg. Everton hefði augljóslega geta gert þetta erfiðara fyrir United sem og sumir dómarar hefðu mögulega flautað brot á Rooney í fyrsta markinu og ekki beitt hagnaði í öðru markinu þegar Coleman clatter-ar Martial – vel gert Ref!
Hvað varðar leikinn þá kom það manni hvað mest á óvart hversu „calm and collected“ Phil Jones var. Ég var reyndar ekki sammála því að færa Smalling yfir til vinstri og hafa Jones hægra megin í hafsent en þeir voru samt sem áður einstaklega flottir og settu Lukaku gjörsamlega í vasann, fyrir utan þetta eina færi sem De Gea varði að venju með fótunum. Einnig var gaman að sjá Rojo í vinstri bak en Lennon var kannski ekki beint verðugur mótherji í gær.
Það er samt ótrúlegt að Van Gaal hafi sagt eftir leik að hann gæti samt sem áður tekið Herrera út úr liðinu. Hversu þrjóskur er maðurinn? Held í alvöru að svona top 10 frammistöður United undir Van Gaal séu allar með Herrera í liðinu – sturlað að halda honum á bekknum.
Hvað varðar Rooney þá skoraði hann jú en hann klúðraði dauðafæri og mér fannst hann almennt slakur, hvað Howard er líka að gera í þessu marki er mér hulin ráðgáta.
Að lokum; HVERSU GÓÐUR ER MARTIAL!? Þetta er orðið bjánalegt – hann skoraði að vísu ekki en alltaf þegar hann fær boltann þá held ég að eitthvað sé að fara gerast. Hann virtist líka vera í hefndarhug gegn Coleman eftir þetta brot í fyrri hálfleik, hann ætlaði bara að niðurlægja hann.
En frábær sigur, nú er vonandi að tveir jafn frábærir fylgi í kjölfarið.
Feigur says
frábær leikur og gott að koma til baka eftir Arsenal leikin horfði á leikin á bar úti í Chaing rai í Thailandi og gaman að seigja frá því að svoi virðist sem 9 af 10 asíu búum séu man utd menn