Mánudagspælingar vikunnar snúast að framherja málum liðsins og þá aðallega Wayne Rooney.
Wayne Rooney
Þeir sem þekkja mig vita að ég hef ekki verið hrifinn af Wayne Rooney síðastliðin tvö ár, jafnvel þrjú. Ég skildi allavega ekki af hverju hann spilaði alltaf á bakvið Robin Van Persie á síðasta tímabilinu hans Sir Alex Ferguson. Á meðan var leikmaður á borð við Shinji Kagawa var geymdur á bekknum eða á vinstri vængnum. Ekki skánuðu hlutirnir undir stjórn David Moyes eða Louis Van Gaal. Þegar hann var svo kominn djúpur á miðjuna í fyrra var mér öllum lokið.
Þrátt fyrir gagnrýni mína þá veit ég samt sem áður að Wayne Rooney var frábær fótboltamaður, mögulega einn af þeim bestu. Persónuleg afrek sem og afrek félagsins undan farin ár eru næg sönnun. En því miður þá er Rooney einfaldlega orðinn tómur, fæturnir virðast vera farnir að gefa sig og líkaminn fylgir ekki því sem hann vill gera.
Hann er skugginn af þeim leikmanni sem hann var. Eflaust spilar inn í að hann byrjaði að spila fullorðins fótbolta 16 ára. Ekkert varalið, ekkert U21 stúss, bara Enska Úrvalsdeildin 16 ára gamall. Bættu svo við Meistaradeildinni og landsliðinu þegar hann var 18 ára. Hann er búinn að vera að spila fótbolta á hæsta mögulega getustigi í hartnær 14 ár.
Rooney fagnaði 30 ára afmæli sínu um daginn. Ef tölfræðin er skoðuð þá er hann búinn að spila næstum 100 fleiri leiki en bestu framherjar heims undanfarin ár á sama aldri. Ég vill ekki búa til afsakanir fyrir hann en hvað varðar fjölda leikja, álag og fleira þá er Rooney mun nær 33-34 ára heldur en að vera þrítugur. Svo má ekki gleyma því að lifnaðarhættir hans hér áður fyrr voru ekkert til að hrópa húrra fyrir og hann hefur alltaf komið fyrr úr meiðslum en áætlað var. Ég er alls ekki að búa til afsakanir fyrir drenginn en það virðist sem draugar fortíðar hafi loksins náð í skottið á honum.
Þáttur Van Gaal
Hvað gerist ef Rooney er bekkjaður? Hverjum á að spila frammi?
Augljósa svarið hér er Anthony Martial, franska ungstirnið sem hefur verið að spila á vinstri vængnum í undanförnum leikjum. Eina mögulega ástæðan sem ég sé fyrir því að Van Gaal ætti ekki að vilja spila honum sem fremsta manni er sú að ef til vill er hann ekki nægilega góður í að tengja milli miðju og sóknar en á móti kemur að hann á ekki að þurfa þess. Svo hefur Rooney verið skelfilegur í því undanfarið svo að það ætti ekki að skipta neinu máli.
Önnur spurning er þó, hver fer á kantinn?
Augljósa svarið er þá Memphis Depay eða Ashley Young. Ekki alslæm skipti en gallinn er þó að Memphis hefur verið upp og niður í vetur og Young er meiddur sem stendur. Hér spilar breiddin á leikmannahópnum stóra rullu. Það eru ekki margir möguleikar í stöðunni og þeir möguleikar sem eru í boði eru í yngri kantinum.
Fyrir utan Ashley Young þá er Lingard elstur af þeim kantmönnum sem leika fyrir United í dag. Hann er fæddur í desember 1992. Memphis er fæddur í febrúar 1994, Martial í desember 1995 og Andreas Pereira þann 1. janúar 1996. Borussia Dortmund leikmaðurinn okkar, hann Adnan Januzaj, er svo fæddur í febrúar 1995. Ástæðan fyrir að ég minnist á það hversu ungir leikmennirnir eru er sú að með ungum leikmönnum fylgir oftast óstöðugleiki.
Hér spilar Van Gaal og gífurleg þrjóska hans hvað stærstan þátt en Van Gaal vill hafa litla leikmannahópa. Ef United ætti betri, eða einfaldlega eldri og reyndari, möguleika til að spila út á vængnum þá hefði Van Gaal engar afsakanir. En sem stendur þá felur hann sig á bakvið það að úrslit Manchester United skipti meira máli en þróun ungra leikmanna og vill þar af leiðandi ekki taka sénsinn á að spila þeim. Hann hlýtur þó að sjá það sjálfur að þessar afsakanir hans ganga ekki lengur, liðið getur varla versnað við að taka Rooney út úr liðinu.
Sjálfstraust
Þrátt fyrir yfirlýsingar Van Gaal, og sönnunargögn fyrri tíma, um að hann geti sett hvaða leikmann sem er á bekkinn, þá virðist Rooney vera með friðhelgi. Áhyggjuefnið er að Van Gaal telur Rooney of mikilvægan sem fyrirliða liðsins til að setja hann á bekkinn. Þrátt fyrir takmarkaða möguleika af bekknum þá eru stuðningsmenn flestir orðnir sammála um að það verði að gera eitthvað. Helst í gær.
Wayne Rooney’s game by numbers vs. Man City:
55% pass accuracy
0 shots on target
0 chances created
0 take ons pic.twitter.com/5abBiivr2z— Squawka (@Squawka) October 25, 2015
Rooney er orðinn skugginn af sjálfum sér. Hér áður fyrr hljóp hann eins og skepna, reif kjaft og bombaði á markið af 20-25 metrum. Í dag þorir hann varla að gefa sendingu, enda misheppnast þær allar. Hann er orðinn eldri, og vitrari, en það á ekki að þýða að menn verði lélegri. Ryan Giggs fór í gegnum svipaðan tíma á ferli sínum fyrir þó nokkrum árum.
Þegar hann þurfti að aðlaga leikstíl sinn að líkamlegri getu eða skorti á henni. Það er spurning hvort Rooney þurfi ekki að fara í svipaða naflaskoðun. En hann verður að fara í hana á varamannabekk liðsins því ég er kominn á þá skoðun að hans vera á vellinum skaði liðið meira heldur en ella. Ef hann spilar hins vegar út tímabilið sem framherji númer eitt, og fer svo á Evrópumótið í sumar, þá held ég að United gæti allt eins spilað 10 inn á vellinum frekar en 11 á næsta tímabili.
Þannig að loka niðurstaðan hér er sú að Wayne Rooney þarf að taka sér sæti á bekknum. Það myndi gera Manchester United gott sem og honum sjálfum. Hann græðir ekkert á því að vera í liðinu, það gagnast honum ekki og alls ekki liðinu. Langur tími á hliðarlínunni gæti gefið honum aðeins öðruvísi sjónarhorn á hlutina og ef til vill gæti hann komið til baka sem sterkari, öðruvísi leikmaður. Ef ekki þá þarf Van Gaal að gera það sama og Sir Alex gerði við svo marga leikmenn í gegnum árin; Selja hann!
Þá komum við að stóru spurningunni, hvaða leikmann ætti félagið að kaupa í staðinn?
Einhvern af þessum?
Hvað finnst ykkur?
Steinar says
Ég er sammála, ég man þá tíma þegar rooney spilaði eins og aguero. Alltaf ógn, þegar hann fékk boltann þá gerðist eitthvað. Gat yfirleitt leyst sig frá varnarmanni, ef ekki farið framhjá honum, en ef það gekk ekki þá stóð hann upp brjálaður og sótti að varnarmanninum.
Einkenni þess að rooney spili vel er einmitt eins og þú kemur inn á þegar hann prufar eitthvað steikt. Neglir af 30 metrum eða reynir eitthvað of mikið. Þá er hann í stuði.
Þessi lýsing mín hér að ofan kveikir bara í nafninu Martial. Alltaf þegar hann fær boltann er hreyfing, fer til vinstri/hægri og slítur sig lausann. Góðar sendingar (sbr. inn á lindgaard sláarskotið um helgina) og frábær finisher.
Rooney var minn uppáhaldsleikmaður allra tíma, en hraðinn, greddann og sjarminn sem var af honum inn á vellinum er horfinn. Svo kemur hann stundum og þaggar niður í mönnum inn á milli.
Ef maður skorar samt rooney 2010: https://www.youtube.com/watch?v=vfQqWKR0H4Y
sjáiði þyngdina á honum, holninguna á honum. Hann er samt allt annar leikmaður þarna.
Það er ekki hægt að kenna þyngdinni eða forminu um. Það er bara þetta með þessi 14 ár af stanslausu puði, að líkaminn á honum getur ekki meir af þessu.
Hinsvegar gæti verið það besta sem kæmi fyrir hann að detta á bekkinn í 1-3 mánuði, eða þegar young kemur aftur..
Thorleifur Gestsson says
Því miður þá er ég algjörlega sammála þér í greininguna á þessum uppáhalds leikmanni mínum bekkjarseta er það sem hann þarf. Vonandi að það kveiki gamalt bál í foringjanum. Rooney í stuði er 3 manna maki en eins og hann hefur spilað undanfarin 1 til 2 ár þá hefur hann verið stoppari á spil og virðist ómögulegt að halda eða senda bolta :(
Guðmundur Jónsson says
Rooney þarf bekkjarsetu, hvíld og rými til að skoða hvernig hann ætlar að bregðast við því sliti sem hans líkami og leikur hefur orðið fyrir. Hann hefur gott af því að detta aðeins út úr liðinu og fá yfirsýn yfir sinn leik og leik liðsins, vinna í sjálfum sér og vera svo tilbúinn að koma inn aftur síðar.
Það þarf að stýra álaginu á hann mjög varlega og vel.
Auðvitað viljum við sjá Martial spila framherjastöðuna í stað Rooney en það þarf einmitt líka að stýra álaginu á þann stórefnilega leikmann. Hann verður tvítugur í Desember og það er nauðsynlegt að hlífa honum fyrir miklu álagi.
Það væri því frábær staða ef van Gaal getur leyft Martial að keyra framherjastöðuna og notað Rooney til að leysa hann af, halda þeim báðum ferskum.
Siggi P says
Miðað við hvað LvG sagði eftir leikinn á laugardag þá held ég því miður að það verði langt þangað til Rooney fái hvíld. Hef það á tilfinningunni að LvG hugsi að ef hann hvíli Rooney þá munu allir blaðamenn og fótboltaspekingar segjast hafa haft rétt fyrir sér en hann rangt. Eins þrjóskur og hann er mun hann aldrei viðurkenna það. Því spilar Rooney áfram, þangað til hann „meiðst“ að minnsta kosti.
Jón Jónsson says
Fáum King Aubameyang!
Er svoleiðis að brillera í þýsku
Kjartan Jónsson says
Þeir hjá soccernet komu með nokkra ágætis punkta í sambandi við Rooney og vildu meina að hann væri í raun 30 ára í skrokki manns sem er að detta inn á miðjan fertugsaldurinn. Mjög fáir leikmenn hafa spilað svona marga leiki fyrir þrítugt og hvað þá af svona miklum krafti, en það er einmitt þessi rosalegi kraftur sem hefur alltaf einkennt allan hans leik. Andriy Shevchenko, einn sá allra besti þegar hann var í formi, brann út 30 ára gamall en var samt á þeim tíma búinn að spila um 100 leikjum minna en Rooney.
LvG verður að bregðast við þessu, hvíla Rooney og gefa honum tíma í þessari frægu holu fyrir aftan fremsta mann þegar það á við, eða jafnvel út á köntunum.
Kjartan Jónsson says
De Gea; Darmian, Smalling, Jones, Rojo; Schweinsteiger, Schneiderlin; Mata, Herrera, Depay; Martial.
Svona vil ég sjá næstu uppstillingu
Runólfur Trausti says
„Ég vill ekki búa til afsakanir fyrir hann en hvað varðar fjölda leikja, álag og fleira þá er Rooney mun nær 33-34 ára heldur en að vera þrítugur.“
Þetta er nú bara beint úr greininni hérna að ofan, en undirritaður les ekki Soccernet.
Svo vona ég nú að næsta uppstilling verði ekki eins og hér að ofan þar sem liðið leikur við Middlesbrough í Deildarbikarnum á morgun. Hins vegar mætti liðið gegn Crystal Palace líta svona út.
Ps. Hann vill vera kallaður Memphis og við fylgjum því að sjálfsögðu.
Stefán (Rauðhaus) says
Jamie Carragher skrifaði mjög góða grein um þetta efni fyrir rúmlega einu ári, þar sem hann benti á að þessi teikn væru á lofti. Þar benti hann á að Rooney yrði alls ekki sá eini sem hefði lent í þessu.
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2745443/JAMIE-CARRAGHER-Have-seen-best-Wayne-Rooney-Manchester-United-England-28.html
Þegar maður rennir í gegnum þessa grein aftur núna, ári seinna, er eftirfarandi tilvitnun sérstaka athyglisverð – ekki síst síðasta setningin:
„Don’t mistake this for a criticism of Wayne. It isn’t. He has been a great player for United and has the honours to prove it. He has been very good for England, too, and is likely to break both the scoring and caps records held respectively by Sir Bobby Charlton and Peter Shilton.
But at the moment, questions are being asked of him, such as, ‘Does he deserve his place in the team?’ Rooney might not be at his best but in his last three England games he has scored twice and provided an assist. The time to ask whether he should still be picked is when he no longer contributes.“