Jæja. Þetta eru tveir klukkutímar sem ég fæ aldrei aftur. Þeir tveir hlutir sem máttu alls ekki gerast, gerðust í kvöld;
a) Leikurinn fór í framlengingu, en leikmannahópur liðsins má ekki við því.
b) Manchester United tapaði.
Sumsé, í kvöld þá datt United úr Carling Cup eftir vítaspyrnukeppni við Middlesbrough. Var þetta fjórða vítaspyrnukeppnin sem Manchester United tapar í röð, og sjaldan hefur liðið skorað meira en eitt mark í hverri keppni fyrir sig.
Byrjunarliðið kom mörgum á óvart en Van Gaal gerði fullt af breytingum, liðið leit svona út;
Bekkur: De Gea, Young (’60), Schweinsteiger, Herrera, Mata, Martial (’70), Rooney (’45).
Leikurinn
Fyrri hálfleikur leiksins var álíka spennandi og endajaxlatakan mín um árið. Spilaðist hálfleikurinn mjög svipað og leikurinn gegn Manchester City. Eina markverða var í raun varsla Sergio Romero frá Stewart Downing.
Síðari hálfleikurinn byrjaði á því að fyrirliði vors og blóma kom inn á fyrir James Wilson sem hafði verið haltrandi síðustu fimm mínútur fyrri hálfleiks. Middlesbrough menn tóku mjög hart á leikmönum United og gáfu þeim aldrei tíma til að snúa með boltann og Wilson, hafandi ekki spilað í nærri mánuð núna, virtist hafa fengið högg í einum af árekstrum sínum við varnarmenn Middlesbrough.
United virtist hafa tekið skilaboðum Louis Van Gaal frá Manchester City leiknum en í byrjun síðari hálfleiks skutu þeir á markið fyrir utan teig í gríð og erg. Því miður voru skotin flest öll skelfileg.
Svo gerðust tvö atvik með stuttu millibili sem fengu áhorfendur á vellinum til að opna augun og fylgjast aðeins með. Fyrst átti Middlesbrough skot í stöng sem endað með því að hreinsun Daley Blind heppnaðist ekki betur en hann átti þessa rosalegu snuddu í eigið net. Sem betur fer, eftir að hafa gripuð um andlitið, þá sá hann að línuvörðurinn hafði flaggað sóknarmann Middlesbrough rangstæðan. Örskömmu síðar buðu Blind og Romero upp á veislu en þá átti Blind sendingu til baka á Romero sem ætlaði að taka snertingu áður en hann myndi lúðra boltanum upp völlinn. Snertingin var hins vegar það léleg að boltinn lak framhjá Romero, framhjá stönginni og í horn. Kostulegt atvik.
What a magnificent own goal by Blind that would have been at Old Trafford. Disallowed for offside. pic.twitter.com/2CgxUL1bwH
— Christian Machowski (@Christian_ESEM) October 28, 2015
Leikurinn hjakkaðist svo í sama farinu alveg þangað til það voru komnar ’90 á klukkuna. Þá allt í einu var eins og menn risu upp frá dauðum. Fyrst átti Jesse Lingard skot sem minnti á Arnarskotið úr þáttunum Skot Og Mark hérna í gamla daga. Því miður fór Arnarskotið í tréverkið. Middlesbrough brunaði í sókn og fékk tvö mjög fín færi með skömmu millibili en skemmtikrafturinn Romero sá við þeim.
Svo fór leikurinn í framlengingu. Van Gaal breytti um taktík. Anthony Martial fór upp á topp með Marouane Fellaini, Rooney og Michael Carrick á miðjunni með Andreas Pereira og Lingard á vængjunum. Þessi taktíska breyting breytti engu og var framlengingin svipað spennandi og boccia mót eldri borgara. United átti reyndar nokkur skallafæri í lok framlengingar en ekkert þeirra hitti markið.
Í vítaspyrnukeppninni var markmaður Middlesbrough hetjan en hann varði tvær spyrnur. Þá fyrstu frá Rooney en það vissi hver einasti maður, kona og barn á þessari plánetu að Rooney myndi klikka. Svo klikkuðu Englendingarnir Ashley Young og Michael Carrick í þokkabót. Fyrir Middlesbrough þrumaði Englendingurinn Dave Nugent yfir. Allir þessir leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa spilað fyrir A landslið Englands. Talandi um bölvun.
Fyndnasta klúðrið kom í raun frá Ashley Young en þá var markmaðurinn búinn að fara í sama hornið þrisvar sinnum og Young ákvað að fullkomna þetta fyrir hann og setja boltann í það horn.
Lokatölur því 1-3 tap í vítaspyrnukeppni.
Punktar
a) Miðað við allar róteringar liðsins þá var augljóst að flæðið myndi vera takmarkað. Að það yrði jafn takmarkað og raun bar vitni var samt ótrúlegt.
b) Ungu strákarnir heilluðu ekki mikið. Pereira og Lingard sýndu fína boltameðferð en aggressíf vörn Middlesbrough virtist koma þeim í opna skjöldu. Hefði verið fullkomið ef Lingard hefði skorað með skotinu sem fór í tréverkið en annan leikinn í röð er hann nálægt því að tryggja sigurinn í blálokin. Meiðsli Wilson voru svo einkar týpísk en drengurinn ekki spilað leik í mánuð. Það var augljóst að skortur á leikæfingu hrjáði þá flesta og virðist sem draugar hollenska landsliðsins hafi elt Memphis til Manchester. Drengurinn var skugginn af þeim leikmönnum sem hann var í fyrstu leikjum liðsins. Það virðist allt á öllu að hann þurfi gott knús og gott pepp frá félögunum í liðinu í þokkabót.
c) Varnarleikur Middlesbrough var upp á tíu. Mjög aggressífur og skipulagður. Eitthvað sem fæstir framherjar United bjuggust við og höndluðu þeir pressuna ekki alveg nægilega vel. Aitor Karanka er búinn að byggja upp mjög skipulagt lið en sóknarleikurinn er þeirra helsta vandamál. Það kom ekki að sök í kvöld. Að því sögðu þá fannst mér dómari leiksins frekar slakur og hefði hann mátt flauta mun oftar á Middlesbrough sem dönsuðu oft á línunni í varnarleik sínum. Að sama skapi er í raun ótrúlegt að United hafi ekki fengið víti en Daniel Ayala virðist hafa fengið hinn fræga „John Terry passa“ en hann gefur mönnum leyfi til að taka boltann með höndum inn í teig þegar þeim hentar. Það gerði Ayala allavega tvisvar í kvöld.
d) Wayne Rooney. Það vissu ALLIR að hann myndi klúðra þessu víti. Held að meira segja hann sjálfur hafi vitað það. Bendi á Mánudagspælingar vikunnar varðandi frekari punkta um drenginn.
e) Groundhog Day sóknarleikur heyrði ég um sóknarleik liðsins í kvöld og undanförnum leikjum. Það er ágætis lýsing. David Moyes var gagnrýndur fyrir að fara bara upp kantana og bomba fyrir, aftur og aftur. Það eina sem ég get sagt um það er að liðið komst þó alla leið upp kantinn. Í dag er þetta útfærsta af hægum handboltarsóknarleik. Sem endar oftar en ekki með fyrirgjöf þegar það eru tíu varnarmenn í teignum. Stórkostlegt alveg hreint. Ársmiðahafar á Old Trafford eru örugglega komnir með afslátt á koddum því fólk er farið að sofna svo oft á leikjum en þetta var þriðji leikurinn af fimm í september mánuði þar sem liðið skorar ekki. 210 mínútur á Old Trafford án þess að skora mark.
Maður leiksins hjá United; Romero (sem segir í raun allt sem segja þarf um þennan leik).
Menn leiksins í heildina; Mejias og Ayala.
Nokkur tíst
Injury time at Old Trafford has been brilliant. Shame about the previous 90!
— Mark Chapman (@markchapman) October 28, 2015
Boro gave space to Manchester United in wide areas and Manchester United chose never to use it. Very few crosses for players to attack.
— Danny Higginbotham (@Higginbotham05) October 28, 2015
What a game #mufc #boro pic.twitter.com/dVxtf0jLfK
— Magnus Thor (@magnusthor82) October 28, 2015
https://twitter.com/Hreffie/status/659471556494663680
bjarni says
Engar frettir, hvad er i gangi.?
Siggi P says
Sá ekki leikinn en horfði á Sky Sport News. Það var mikið um að vera í framlengingu, fullt af færum á báða bóga, en minnist þess ekki að hafa heyrt nafn Rooneys einu sinni. Sá nú vítaspyrnuna hans og svipurinn á manninum eftir var ekki eins og á manni sem er með eldmóð. Meira svona -jæja, þannig er nú það. Versta er að hann byrjar leikinn á laugardag og aftur verðum við í markaþurrð. Nema hann hafi spilað „meiddur“. Hodgson notaði það trikk um daginn svo hann þyrfti ekki að útskýra af hverju hann komst ekki í lið Englands. LvG mætti læra af því.
Bjarni Ellertsson says
Jæja svona fór um sjóferð þá, það þyrfti að rasskella þessa drengi fyrir framan troðfullan Old Trafford, nei fyrirgefið Middlesbrough sá um það að þessu sinni. Nenni ekki að eyða meiri orðum að þessu en segi samt. „Þetta var lélegt“ og svo heyrir maður á morgun að leikmenn segja „we will bounce back“. Endalaust sömu frasarnir, halda menn að við aðdáendur séum hálfvitar, ég bara spyr?
Reynið að sofa vel í nótt :)
gudmundurhelgi says
Það er alveg ótrúlegt að þrautreyndir atvinnumenn skuli ekki skora úr vítum,Carric og Rooney vita vonlausar skyttur Young tæplega.LVG láttu ungu strákana taka vítin,þeir eru ferskir og HÆFILEGA kærulausir til að framkvæma slíka hluti.
Rúnar Þór says
bara ef LVG hefði getað tekið markmannstrikkið sitt fyrir vítakeppnina :(
Ingi Utd says
Djöfull fuck hata ég þegar Utd tapar leik, skiptir þá engu hverjir spila né hvaða keppni er í gangi.
Birkir says
Mikið er maður orðinn þreyttur á því að í hvert skipti sem liðið vinnur ekki þá er það alltaf Rooney að kenna.. Mér fannst hann bara koma fínt inn í þetta í seinni hálfleik. Spilaði boltanum vel frá sér og fínt flæði í kringum hann. Skoraði vissulega ekki og hann þarf auðvitað að fara bæta það en hann var alls ekki lélegasti maðurinn á vellinum. Það var ekki fyrr en okkar frábæri þjálfari setti hann á miðjuna að hann týndist alveg. Ekki misskilja ég veit alveg eins og flestir aðrir stuðningsmenn að hann hefur verið skugginn af sjálfum sér þetta tímabil en eins og hann spilaði í dag sem fremsti maður finnst mér hann ekki verskulda þessa gagnrýni.
En ein spurning.. horfði á leikinn á sportinu og allan leikinn fannst mér ekkert heyrast í okkar stuðningsmönnum. Eina sem maður heyrði var í þessum 10000 áhorfendum middlesbrough. Tóku fleirri eftir þessu eða er þetta bara einhver ímyndun í mér?
Runólfur Trausti says
Það er allt Rooney að kenna. Global Warming, ISIS, nefndu það. Blame it on the Rooney.
Grunar að hann hafi verið færður á miðjuna því hann var í stökustu vandræðum með hafsenta Middlesbrough og talið að Fellaini gæti betur dílað við hörkuna í þeim.
Hvað varðar stuðningsmennina þá vissi ég oft ekki hvort lætin sem ég heyrði væru í United eða Middlesbrough aðdáendum. En venjulega eru nú ekki gígantísk læti á Old Trafford enda mest harðkjarna stuðningsmennirnir þeir sem mæta ekki á Old Trafford vegna Glazer, þeir láta hins vegar sjá sig á öllum útileikjum og eru venjulega með alvöru læti þar.
Ps. Mér skilst að þessi 10k Middlesbrough aðdáenda sem mættu sé það næst mesta sem Away lið hefur mætt með á Old Trafford. Nokkuð ljóst að United aðdáendur voru ekkert að missa sig í spennu að fara á þennan leik.
Hjörtur says
Við verðum bara að kingja því, að við erum ekki með topp lið í dag. Þó liðið spili oft vel á vellinum, þá vantar alltaf að reka endahnútinn á þetta hjá því. Það þarf grimmann markaskorara í liðið.