Enn eitt 0-0 jafntefli staðreynd í dag gegn annars spræku Crystal Palace liði, þetta er þriðja 0-0 jafnteflið í röð en ansi frábrugðið því fyrsta gegn Man City á Old Trafford. Þar var ákveðinn kraftur í liðinu, menn voru skipulagðir og duglegir í að loka á andstæðinginn. Vissulega var sóknaleikurinn ekkert sérlega glæsilegur þá, en það var nú mest megnis góðri vörn Man City að þakka. Í dag aftur á móti var heldur dapurlegra að horfa á liðið. Crystal Palace eru með asskoti gott lið, sérstaklega fram á við, en þeir eru langt frá því að vera með sterka varnarlínu. Í dag hinsvegar reyndi nákvmælega ekkert á vörn Palace því sóknarleikur United steindrapst um leið og liðið kom fram yfir miðju.
Van Gaal stillti liðinu upp svona í dag:
Varamenn: Romero, Tuanzebe, Young, Carrick, Lingard, Pereira, Fellaini.
Þessi uppstilling kemur auðvitað engum á óvart enda varla hægt að stilla þessum hóp upp mikið öðruvísi. Ég er einn af þeim fjölmörgu aðdáendum United sem bíð í ofvæni eftir því að sjá Rooney byrja á bekknum. Ekki var það tilfellið í dag og átti hann auðvitað enn einn slakan leik. Reyndar var hann ekki eins áberandi slakur og eins og gegn City því flest allir sóknarmenn okkar voru frekar daprir í dag, sem og Darmian sem átti í bölvuðu basli með Wilfried Zaha, sem er alltaf mjög æstur í að spila vel á móti okkur. Flest lið átta sig á því að United er frekar viðkvæmt fyrstu 20 mínúturnar og Palace ætlaði sér að nýta það í dag. Þeir pressuðu hátt og keyrðu hratt fram á við. Það skapaði nokkur góð færi fyrir þá, þar helst skot Yannick Bolasie í þverslá eftir sirka 10 mínútur.
Eftir 20 mínútur náði United betri tökum á leiknum en ógnin fram á við var akkúrat engin. Rooney kom nokkrum sinnum svo aftarlega á völlinn til að sækja boltann (þrátt fyrir að spila sem framherji) að hann var kominn aftur fyrir Schneiderlin og Schweinsteiger. Svo var akkúrat ekkert annað í stöðunni fyrir hann en að gefa langa Hollywood sendingu inn í teig, í þeirri von að hinir gríðarlegu sterku skallamenn [footnote]Kaldhæðni[/footnote], Juan Mata og Ander Herrera, myndu gera sér mat út því. Í þau örfáu skipti sem United reyndi að sækja hratt fram á völlinn, þá var það oftar en ekki Martial sem skapaði mestu hættuna, en því miður var hann sjaldan með einhvern með sér.
United fékk eitt alvöru færi í fyrri hálfleik þegar Mata og Martial spiluðu vel saman út á kantinum, Martial sendi inn í teig, beint á einn og óvaldaðan Herrera sem rann til og skaut boltanum framhjá.
Um miðjan seinni hálfleik kom Ashley Young inn fyrir Darmian sem var búinn að næla sér í gult spjald og var enn í vandræðum með Zaha. Fellaini kom svo inn fyrir Schweinsteiger og Lindgard fyrir Mata, sem þýddi að enn of aftur spilar Rooney 90 mínútur. Eftir þessar skiptingar fór liðið að spila einhverja útgáfu af leikkerfi sem ég skildi ekki alveg, en virtist eins og Rooney væri á vinstri kantinum, Martial frammi, Herrera á miðjunni og Fellaini í holunni. Þetta skipti auðvitað engu máli því ekkert gerðist sem ógnaði marki Palace. Leikmenn Palace voru á sama tíma stórhættulegir í föstum leikatriðum og það voru einhver 2-3 skipti þar sem þeir áttu skalla/skot rétt framhjá markinu eftir horn eða aukaspyrnu. Leikurinn fjaraði svo út í hrútleiðinlegt jafntefli.
Ef ég á að horfa á ljósu punktana í þessu öllu saman þá náði United jafntefli í leik sem þeir hefðu alveg týpískt misst í tap fyrir 1-2 árum síðan. Einnig er vörn og miðja samstillt og heldur hreinu, liðið hefur fengið á sig eitt rússneskt mark í síðustu 5 leikjum. Það er auðvitað allt gott og blessað, svo má nú minnst á það að við erum bara 4 stigum frá toppsætinu. Vondu fréttirnar eru auðvitað þær að liðið er gjörsamlega bitlaust fram á við, og þannig hefur það verið í síðustu 4 leikjum (samtals 1 mark). Ég veit að það er vinsælt að kenna Rooney um allt og ekki neitt þessa dagana, en hann er hreinlega að spila of mikilvægt hlutverk þessa stundina. Boltinn fer mikið í gegnum og hann (og oftar en ekki endar þar), og þegar kantmenn liðsins keyra upp völlinn með boltann, þá er aldrei neinn United leikmaður (m.ö.o. Rooney) fyrir framan þá! Þar af leiðandi þurfa þeir að hægja á sér og annað hvort senda þvert eða aftur á bak, en United leiðir deildina í slíkum sendingum, sem er ansi vafasöm tölfræði. Þetta er voðalega einfalt, á meðan hann er upp á toppi og er ekki að spila betur en þetta, þá er ekkert að fara að gerast. Punktur.
Ég ætla að gefa ykkur orðið, en áður en ég kveð í dag, þá eru hér nokkur tíst:
https://twitter.com/samuelluckhurst/status/660512597049905152
https://twitter.com/Squawka/status/660504378000830464
https://twitter.com/OptaJoe/status/660502216084615168
https://twitter.com/ManUtdStuff/status/660502163483938816
https://twitter.com/Squawka/status/660500263204032512
Helgi P says
ég held að Giggs þurfi bara fara taka skóna fram aftur því það er ekkert að gerast hjá þessu lilði
Karl Garðars says
Siijiitttt vill einhver vekja mig þegar þetta er búið!
Keane says
Vill einhver vekja mig þegar ManUtd fer að spila fótbolta aftur.. Þetta er nú ljóta djöfulsins hörmungin að horfa á þetta helvítis lið rassgatast eins og aumingja út um allan völl með Wayne Rooney spikgölt fremstan í flokki!!
Karl Garðars says
Nú setjum við eitt! (Staðfest)
Kjarri says
1 skot a mark i 90 min, rock on!!!
Rúnar Þór says
oj barasta
Takk fyrir ekkert. Enn einn ömurlegur leikur shots on target palace 5 United 1. 1 skot á markið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ég gefst upp, maðut er hættur að nenna að horfa á United. LVG OUT!!!!!!
3 0-0 í röð ekki skorað mark í yfir 300mín
gudmundurhelgi says
Ég veit ekki hvað er í gangi hjá félaginu en það er eitthvað mikið að,93 mínútur og ekkert gerist nákvæmlega ekkert.D D Gea vinnur fyrir sínum launum og ég er að reyna að finna út hverjir aðrir gera slíkt hið sama.Gamli kötturinn okkar hefur meira bit en þetta lið allt ti l samans þó tannlaus sé,LVG taktu ROONEY ÚT ÚR LIÐINU HANN GERIR ÁLÍKA MIKIÐ GAGN OG ÍSLENSKIR STJÓRNMÁLAMENN………..SEM ER EKKERT EN ÞEIR ÞIGGJA ÞÓ LAUNIN SÍN,
Helgi P says
þetta er eitt leiðinlegasta man utd lið sem maður hefur horft á
Runólfur Trausti says
Því miður er erfitt að taka Pollýönnu á þetta.
Leik eftir leik er spilamennska liðsins alger hörmung og það er svo augljóst að liðið er að fylgja einhverjum hörmulegum fyrirmælum og þora því varla að taka neinar áhyggjur.
Að horfa á Mata tekinn útaf leik eftir leik er líka óþolandi. Liðið er ólíklegt tl að skora með hann á vellinum en án hans þá eru engar líkur á að liðið skori. Að sama skapi fær Rooney að sóa hverju föstu leikatriðinu á fætur öðru – þessi heilagleiki hans er orðinn vel þreyttur.
Að heyra svo Van Gaal segja að hann viti ekki hver besta staða Martial sé stingur mann. Sú staða sem leiðir til þess að Rooney sé bekkjaður er eflaust hans besta. Ég bíð eftir fréttum af rifrildi milli Giggs og Van Gaal. Hann hlýtur að fara setja hnefann í borðið og heimta að liðið spili alvöru sóknarleik – ef hann heldur áfram að taka þátt í þessum sirkus þá setur maður spurningamerki við það hvort hann sé fær um að taka við liðinu í framtíðinni.
Svo fær transfer glugginn fall einkunn hjá Van Gaal. Þessi hópur er alltof lítill. Ashley Young að koma inn á í bakvörð þegar liðið var nánast öskrandi á kantmann sem getur krossað á ekki að líðast.
DMS says
Þessi endalausa áhersla LvG á possession football er að gera út af við okkur. Menn mega greinilega ekki taka neina sénsa fram á við, það eru bara endalausar sendingar og öll áhersla lögð á að halda boltanum. Fínt að gera það þegar búið er að skora mörk, en ekki í stöðunni 0-0.
Einu skiptin sem eitthvað fer að gerast er þegar Martial fær boltann og hleypur á varnarmennina. Við erum ekki að skapa okkur neitt og menn fara sjaldnast úr stöðum til að taka hlaup í holur eða þess háttar, bara sent frekar á næsta mann og örugga leiðin valin til að missa nú örugglega ekki boltann.
Hópurinn er líka frekar lítill, þannig að ég leit eiginlega á það sem lán í óláni að fara út úr deildarbikarnum í vikunni.
Rooney er ekki að spila vel og mér finnst alls ekki sniðugt að nota hann sem framherja á toppnum. Væri nær að spila honum í holunni eða svissa á honum og Martial þarna úti vinstra megin. Ég vil sjá Martial á toppnum, punktur!
Bjarni Ellertsson says
Það er endalaust hægt að skella skuldinni á leikmenn fyrir að eiga lélega leiki, sumir eru slakir einn leik en góðir í öðrum, aldrei þeir sömu tvisvar nema kannksi M in tvö. Sumir svo slakir og lélegir marga leiki í röð. En hvernig færi nú á því að skella skuldinni á hollendinginn fljúgandi sem ræður öllu í kringum liðið með sinni úreltu fílasófíu sem hann gróf upp úr iðrum jarðar frá ísaldartímabilinu. Það er hann sem undirbýr liðið, leggur leikinn upp, velur í liðið og fer fram á að leikmenn framkvæmi það sem hann vill hverju sinni. Oftast nær aðeins til að verja sitt eigið mark enda held ég að þegar grannt er skoðað þá sækjum við oftar að eigin marki en marki andstæðingana. Hvers konar fótbolti er það hjá liði sem vill láta kalla sig stórlið. Held það sé alveg hægt að taka þann stimpil af okkur þessa stundina svo mikið er víst.
Í sannleika sagt þá hafði ég meiri trú á þessum gumpi frá Gaal en fyrirrennara sínum og gaf honum persónulega eitt ár til að sanna sig sem hann jú gerði af myndarskap og klókindum. En nú er liðið skipaða reynslumiklum leikmönnum, flestum góðum leikmönnum en samt virðist spilamennskan vera á niðurleið og kenni ég honum alfarið um það. Hann sagði einhversstaðar að hann hefði gefið konunni sinni loforð um að hætta að þjálfa eftir 3 ár hjá United og nú er hann hálfnaður með það verk og vona ég innilega að hann taki ekki upp á því að svíkja konuna sína, það gera ekki alvöru karlmenn.
Ef þetta verður runnið næstu fjóra leiki þá endum við í miðri deild að lokum en það er kannski okkar staður því mér finnst spilamennskan vera miðlungs og búin ða vera það í allan vetur. Góðar stundir.
Ingvar says
Þetta er allt svo fyrirsjáanlegt það sem við erum að reyna gera að hálfa væri nóg. Þeir þjálfarar sem eru eldri en tveggja vetra í bransanum eiga ekki í neinu basli með að spila á móti okkur. Svo þegar að ekkert gengur eins og vanalega þá kemur Galinn með það augljósasta í bókinni að henda Fellaini inná sem skilar bara akkúrat engu, því andstæðingurinn veit alveg nákvæmlega hvað er í vændum. Við erum að verða mest boring liðið í deildinni og það sem er sorglegast við það er að maður veit fyrir hvern leik sem maður sest niður til að horfa á að þetta á eftir að vera leiðinlegt.
Hjörtur says
Svona fór nú það, og það kom berlega í ljós það sem ég kommentaði í gær, að það er bara ekkert lið auðvelt í þessari deild. Við færumst fjær efri hlutanum,og aðrir sækja að okkur, verðum um miðja deild um áramót, svo framarlega sem menn fara ekki að læra það, að maður skorar ekki mörk nema skjóta á markið, en það hefur sáralítið borið á því hjá þessu blessaða liði það sem af er tímabilinu. Ég bara trúi ekki öðru en það verði fenginn markaskorari í janúar, ef einhver er þá fáanlegur til að koma til liðsins. Það er sorglegt að horfa uppá þetta.
Lurgurinn says
Sælir, súrt að segja það en tími Wayne Rooney sem aðal framherja liðsins er liðinn.
Það þarf bara að færa hann aftur á völlinn því greinilega líður blessuðum drengnum betur þar. Allavega er hann sí og æ hlaupandi til baka að ná í boltann og er svo ekki á réttum stað þegar breikið kemur fram á við. Við getum ekki litið framhjá því að sóknarleikurinn er steindauður, menn mega kenna getuleysi leikmanna eða stjóranum um, en ég segi að hér sé um vandamál beggja að ræða. Og fyrst og fremst vantar okkur sárlega framherja (þó ekki væri nema til að eiga á bekknum og mynda smá samkeppni). Persónulega er ég frekar gamaldag og leiðist innilega þessi 1 framherja fótbolti sem allir halda að sé málið í dag. Miðjan hjá okkur er sterk og spurning hvort ekki megi bridda upp á þeirri nýjung að spila bara gamla góða 4-4-2 minnir að það hafi nú alveg gefist ágætlega hér í denn sko.
Annars væri samt fínt að fá þann valkost að geta hent Rooney á bekkinn öðru hvoru (svona til að hrista upp í honum). Ég myndi vilja fá reyndan skorara í janúar glugganum (ekki endilega stórnafn á +50 mills). Hvar er Teddy Sheringham þegar á þarf að halda?
Georg says
Hátt tempó og gefa mönnum leyfi til að gera hlutina sjálfir á vellinum virkaði vel á móti Everton, LVG á bara að stilla upp taktík og vera vakandi ef það er ekki að virka og breyta ef þörf er á.
Þvímiður gerir hann þveröfugt. Stillir upp öruggu rígföstu kerfi án allrar þarfar á að leikmenn leiki sér og breytir svo engu þegar það er ekki að virka.
Rooney getur ekkert á meðan hann einn á toppnum og fær ekki aðstoð leikmanna eða leikkerfis. Martial virkar flottur en það er líklegast vegna þess að hann er óþekktur og ekki búið að kortleggja hann enn. Svipað og Januzaj, ferskur fyrsta tímabilið sitt og svo kortlagður f. það næsta.
En leikirnir eru allavegana leiðinlegir eins og þeir eru spilaðir í dag.
Sammála Lurgnum, spurning með 4-4-2 nú þegar við erum með respectable miðju loksins :)
gudmundurhelgi says
Þegar united var með Staam Johensen Irwin Neville og Peter S þá var vörnin mjög öflug sömuleiðis miðjan og kantarnir sérstaklega góðir.allt mjög góðir leikmenn þar á ferð.Í dag höfum við gott lið líkt og þá en útkoman er allt önnur af hverju,það er svo augljóst að leikmenn eru ekki að njóta þess að spila þeim enfaldlega leiðist, liðið spilar líkt og bíll sem er á síðasta dropanum þó svo að tankurinn sé fullur,það eru 3 þættir sem virðast ekki vera til staðar a.m.k. í augnablikinu, þættir sem skifta öllu máli í knattspyrnu 1.hraði nánast ekki til.2.sköpun nánast ekki sést á þessu tímabili.3.áræðni sést en því miður alltof sjaldan. Ég ætti kannski að nefna 4 atriðið Þjállfarann,ég vildi aldrei fá LVG til liðsins Kloop var sá þjálfari sem ég vildi fá og ég tel að félagið hefði getað landað honum.LVG hefur sæmilega ferilskrá en það er ekki alltaf nóg hann virðist vera mikill þverhaus sem getur bæði verið góðuir og slæmur kostur en í augnablikinu sínist mér það vinna gegn honum,það voru augnablik í fyrra þar sem liðið spilaði frábærlega en duttu niður þess á milli.Vonandi hef ég rangt fyrir mér en þetta er þó staðan á liðinu í dag,united gæti endað i 10 til 11 sæti en þeir gætu líka staðið uppi sem meistarar í vor en aðeins með ferskari og beittari spilamennsku.
gudmundurhelgi says
þó
Helgi P says
var einhver stuðnings maður united sem vildi fá LVG ég held ekki
Auðunn Atli says
Ég er sko alls ekkert feiminn við það að viðrukenna að ég vildi LVg og vill halda honum.
Það er mjög auðvelt að koma með LVG out upphrópanir en því miður er enginn betri stjóri á lausu nema þá kannski
Ancelotti en ómögulegt að segja til um hvort hann sé tilbúinn í starfið og þá hvort hann sé þá eitthvað betri kostur þegar upp er staðið.
Ég er hinsvegar alveg sammála því að United er afskaplega óspennandi á að horfa í augnablikinu og stein geldir fram á við, það er bara verkefni sem þarf að lagfæra.
Að skipta um stjóra er ekki lausn í dag, LVG hefur alltaf náð árangri og lið hans hafa yfirleitt spilað skemmtilegan fótbolta.
United liðið var bara því miður í algjöru helv tjóni þegar hann tók við þeim þökk sé Moyes, það var alveg vitað mál að lagfæringin eftir hans handbragð tæki tíma.
Ég myndi gefa LVG amk 15 mán í viðbót, hann þarf betri mannskap og meiri gæði, það er alveg deginum ljósara.
Fullt af mönnum sem hafa brillerað undir hans stjórn og lang flestir topp þjálfarar hæla honum mikið.
Hann er mjög umdeildur og alls ekki allra en ég hef ennþá trölla trú á honum, gerði mér alveg grein fyrir því að hann þyrfti tvö tímabil til að koma þessu liði á þann stað sem við viljum vera.
Ég er viss um að þetta sé bara spurning hvenær þetta klikkar hjá liðinu, ekki hvort.. þannig að ég er ennþá bjartsýnn þótt maður sé pirraður eftir svona leiki.
Björn Friðgeir says
Tek undir hvert einasta orð hjá Auðunni. Þetta er nákvæmlega staðan.
Sverrir M says
Held að rooney sé að fara í tímabundið frí og komi svo til baka og fari á miðjunna.
Omar says
Jó Lurgurinn!! 😂
http://m.fotbolti.net/news/02-11-2015/teddy-sheringham-tekur-fram-skona