Loksins loksins loksins brast þessi ömurlega stífla og United náði að pota inn einu marki. Blessunarlega dugði það til sigurs gegn CSKA liði sem hafði ekki áhuga á neinu nema að spila vörn. Gríðarlega mikilvægur sigur því í höfn.
Rennum aðeins yfir þetta. Young kom inn fyrir Darmian, Carrick kom inn fyrir Schneiderlin og Lingard kom inn fyrir Herrera.
United
Bekkur: Romero, Jones, Darmian, Pereira, Herrera (Bastian), Memphis (Mata), Fellaini (Martial).
United byrjaði þennan leik af krafti. Spilið var leiftursnöggt á köflum og okkar menn sköpuðu sér hreint ekki svo slæm færi. Wayne Rooney skaut naumlega fram hjá eftir örfáar mínútur. Carrick og Bastian skiptu boltanum vel á milli kanta og Mata/Young og Lingard/Rojo náðu að valda bakvörðum CSKA talsverð vandræði.
Líkt og í fyrri leiknum gegn CSKA höfðu Rússarnir ekki einn einasta áhuga á því að sækja á meira en hálfum manni og því var pressa United nokkuð stöðug allan leikinn. CSKA-menn eru þó fáranlega vel skipulagðir í vörn og 11 manna varnarmúr þeirra var erfiður viðureignar nánast allan leikinn.
Við náðum þó að teygja nokkrum sinnum á þeim og fékk Juan Mata gott færi eftir yndislega Daley Blind sendingu frá Daley Blind. 40 metra bolti yfir allan völlinn sem datt beint fyrir framan Juan Mata. Litli galdrakallinn okkar var þó 0.5 sekúndum of hægur og náði ekki að stýra boltanum framhjá Akinfeev í markinu.
Nokkrum mínútum seinna fékk Rojo svo gullið tækifæri til að skora þegar hann fékk boltann einn og óvaldaður á markteignum við fjærstöngina. Hann skaut viðstöðulaust en hitti ekki rammann. Ekki alveg maðurinn sem maður hefði viljað hafa í þessari stöðu.
Staðan var 0-0 í hálfleik og maður gat verið þokkalega ánægður með stöðu mála. Sóknarleikurinn var mun skárri en undanfarnar vikur en inn vildi boltinn hreinlega ekki.
Það sama var reyndar uppi á teningnum lengst af seinni hálfleik. CSKA-múrinn hélt að mestu fyrir utan 1-2 skipi þegar okkar mönnum tókst að komast í gegnum hann. Aftur hefði Rojo átt að skora þegar hann fékk boltann einn og óvaldaður í teignum eftir hornspyrnu en skalli hans fór framhjá markinu.
Michael Carrick átti svo hörkuskot að marki áður en CSKA-menn fengu besta færi leiksins. Seydou Doumbia slapp einn í gegn og maður var alveg handviss um að hann myndi refsa United fyrir að hafa ekki skorað í leiknum. Maður gleymir þó auðvitað að David de Gea er í markinu og varði hann meistaralega. Ashley Young kom aðvífandi og virtist ætla að ná frákastinu. Hjartað sökk hinsvegar þegar hann rann fyrir framan markið.
Doumbia náði því boltanum og þurfti bara að renna honum í autt markið. En nei, það er til leikmaður sem er kallaður KING MIKE SMALLING og hann mætti á svæðið og komst að sjálfsögðu fyrir skot Doumbia.
Mínútu síðar dró refsuðu svo okkar menn fyrir klaufaskapinn í Dombia. Rojo vann boltann vel við kantinn, Carrick negldi honum á Lingard á hinum kantinum sem lagði boltann á silfurfati fyrir Rooney sem rifjaði upp gamla takta með því að hamra boltann í netið með sínum gullfallega skalla.
Fyrsta marki í 40.004 mínútur eða hvað það nú var og maður fann bara hvað Old Trafford var létt alla leið hingað á Ísland. Loksins kom sigurinn og United setti sig í ágæta stöðu í B-riðli fyrir síðustu tvær umferðirnar. PSV vann Wolfsburg á heimavelli 2-0 þannig að staðan er orðin svona:
Nokkrir punktar
Miguel Delaney er einn af þeim blaðamönnum sem fjalla um enska bolta og ég hef mestar mætur á. Hann horfði á leikinn og kom með eftirfarandi punkta:
… they can’t get anything in behind, there’s never any sense of anything building.
— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) November 3, 2015
Það er langt síðan við bentum á þetta. Það er alltof auðvelt fyrir andstæðinga United að sitja bara til baka því að United virðist eiga fá svör við því.
EN…þrátt fyrir það fær liðið alltaf að minnsta kosti eitt gott færi til þess að skora í hverjum leik og það er ekki skrýtið að Louis van Gaal hafi kvartað yfir því að menn nýttu ekki færin sín nógu vel. Hversu mörg færi fékk United gegn Boro? Hversu mörg færi fékk United í kvöld? Lingard og Smalling fengu góð færi gegn City. Ander Herrera brenndi af dauðafæri gegn Palace. Fjandinn hafi það, meira að segja CSKA fékk eitt dauðafæri í leiknum þrátt fyrir að spila engan sóknarleik.
Menn veeeeeerða því einfaldlega að gjöra svo vel að nýta færin miklu betur. Það er lykilinn að öllu að skora snemma leiks. Þá verður andstæðingurinn að taka meiri sénsa og þá geta okkar menn keyrt sigurinn heim.
Jesse Lingard. Hann heillaði mig í þessum leik þrátt fyrir að ákvarðanataka hans hafi á köflum verið slæm. Hann var hinsvegar óhræddur við taka menn á, hann hljóp á varnarmenn þegar hann gat og það virðast ekki vera margir leikmenn United sem búa yfir þeim hæfileika í dag. Svo var sendingin hans á Rooney fyrir sigurmarkið frábært. Það er erfitt fyrir unga leikmenn að brjótast inn í þetta lið en hann nýtti tækifærið vel.
Mike Smalling…þarf að segja eitthvað meira? Já, kannski bara það að liðið heldur hreinu í hverjum leik á fætur öðrum. Á því byggja menn atlögur að titlum og þegar (ef?) mönnum tekst að fínpússa sóknarleikinn er grunnurinn orðinn ansi góður.
Nokkur tíst
https://twitter.com/adamwsweeney/status/661665964224847873
https://twitter.com/adamwsweeney/status/661658659773128705
https://twitter.com/samuelluckhurst/status/661659129279303680
https://twitter.com/samuelluckhurst/status/661661851047084042
https://twitter.com/lukeshaw23/status/661658571961188356
https://twitter.com/bschweinsteiger/status/661663845182775296
https://twitter.com/manutdstuff/status/661659487669874688
https://twitter.com/sleepy_nik/status/661661679466520581
Smalling continues to excel; defence should take some pride in the fact it’s just one goal conceded in the last six games.
— Doron Salomon (@DoronSalomon) November 3, 2015
https://twitter.com/runolfur21/status/661661581391085568
Helgi P says
já maður er ekkert alltof bjartsýn fyrir þennan leik
Keane says
isss
Bjarni Ellertsson says
Erfiður leikur spái samt 4-1, Rooney 2 og Martial 2, hehe. Óskir rætast ekki alltaf en ég reyni samt að ögra lögmálinu.
Bjarni Ellertsson says
Byrjuðu vel en svo fór allt í sama farið, hnoð, hnoð, hnoð, fyrirgjafir slakar. Hættulegustu sóknir Moskvumanna er þegar við ætlum að gefa aftur á markmann, í flestum tilfellum er það óþarfi nema menn séu hræddir við að vera með boltann. Það verður að segjast einsog er að við erum ekki að nýta okkur yfirburðina og fáar sóknir af viti. En ég viðurkenni að völlurinn er erfiður og því erfiðara um vik að sendingar rati rétta leið, en betur má ef duga skal.
Siggi P says
Algjörir yfirburðir. En þegar upp er staðið, ljónheppnir að vinna. Rooney getur skorað, engin spurning. En nærri 500 mínútur með hann einan frammi og eitt mark hjá liðinu. Það er gott efni í „hvað ef“ spurningu. LvG veit samt svarið.
Hjörtur says
Gafst upp eftir 62ja mín. leik, missti þar af leiðandi af markinu, en shítt með það ég var búinn að fá nóg. Eins og kemur hér að framan þá var sama hnoðið og undanfarið, en þó kanski fleiri skot að marki en í undanförnum leikjum, sem fóru annað hvor himinhátt yfir eða framhjá. Geta þessir blessaðir menn ekki andskotast til að hitta markið, loksins þegar þeir fara að skjóta á það.
Runólfur Trausti says
Fínn leikur að mörgu leyti. Það var greinilega lagt upp með að sækja frá byrjun. Þó að Carrick og Beastian séu titlaðir sem „varnarsinnaðir“ miðjumenn þá voru þeir eflaust báðir inn á sökum gífurlegrar sendingargetu + mikillar reynslu en þeir vissu líklega að ef United myndi ekki skora á fyrstu 5 mín gæti tekið tíma til að brjóta Moskvu menn á bak aftur.
Liðið skapaði sér fleiri færi en áður og var mun meiri hraði og meiri áhætta tekin í sóknarleiknum. Allt saman mjög ánægjulegt.
Að því sögðu þá var liðið næstum búið að skjóta sig í fótinn en rétt áður en Rooney skoraði átti CSKA auðvitað að komast yfir. Getum þakkað Mike og Davíð fyrir það að United hélt hreinu í 7 skiptið í síðustu 10 leikjum (sem er auðvitað biluð tölfræði, þó að mótherjarnir hafi verið slakir). Einnig er vert að minnast á að liðið hefur fengið á sig 3 mörk í 10 leikjum á Old Trafford; Frank Lampard-esque markið sem Club Brugge skoraði, óverjandi hjólhestaspyrna Beasteke og svo klaufaskapurinn gegn Wolfsburg.
Það er nú ekki langt síðan menn hér á spjallinu skyldu ekkert í því af hverju De Gea fengi alltaf á sig svona mörg mörk – því hefur verið svarað með því að múra upp í markið.
Hvað varðar næstu tvö leiki þá verða þeir Copy/Paste af þessu en Tony Pulis kemur í heimsókn og svo fer United og mætir einstaklega skipulögðu Watford liði. Ef liðið skorar snemma er aldrei að vita nema það verði veisla í boði – sem stendur tek ég þó 1-0 sigrana.
Jón Sæm says
Finnst eins og sumir nái ekki að kúpla sig út úr neikvæðna gírnum þegar vel gengur. Liðið spilaði drullu vel í gær og mjög erfitt að spila á móti vel skipulögðu liði sem hefur nánast 10 menn í sínum eigin þriðjung vallarins. Það var allt annað að sjá liðið og menn voru að reyna að spila hraðann og skemmtilegri bolta. Vonandi er þetta það sem koma skal því ef við komum marki inn á fyrstu 20 mín þá fáum við að sjá fleiri markaleiki hjá okkar mönnum. Fulla trú á þessu!
óli says
Það eina sem skipti máli í þessum leik var sigur. Þarf ekkert mikið að gerast til að við komust ekki up úr riðlinum. Held að riðilinn okkar sé lúmskt sterkur þó hann virðist ekki vera það á blaði.
Karl Garðars says
Sammála Runólfi, Jóni og Óla. Þetta er gríðarlega vel skipulagt lið og skeinuhætt í hraðaupphlaupum. Þessi sigur var mjög góður og svo að segja aldrei í hættu þrátt fyrir eina reddingu og bara eitt mark. Færasköpun var til staðar, góðir hlutir í gangi, vörnin solid og hreint lak í safnið.
Hvernig væri nú að menn sem commenta hér hvað oftast girtu sig í brók og töluðu um jákvæðu hlutina líka í stað þess að undirstrika það dem stuðningsmenn annarra liða segja þegar þeir kalla mancara ofdekraða pappastuðningsmenn. United var líka til fyrir tíma sir Alex og lífið var ekki alltaf rjómi og smjör. Góð þrjú stig komu í hús og það verðskuldar hrós.