United stilti upp sama liði og á móti CSKA,
Varamenn: Romero, Borthwick-Jackson, Jones, Schneiderlin, Herrera, Pereira, Memphis.
Lið WBA:
Það kom nákvæmlega ekkert á óvart að West Brom lagðist í vörn frá fyrstu mínútu og United pressaði eftir því, svo mjög að Pulis var farinn að reyna að fá sína menn til að fara aðeins framar. Það gekk þó frekar illa og leikurinn minnti eins og margir leikir United á handboltaleik þar sem United var að leika boltanum á milli leikmanna fyrir framan vörnina. Loksins þegar kortér var liðið af leik gátu þeir loksins fundið smá glufu á vörninni og Juan Mata átti ágætis skot utan úr teig, en náði ekki að sveigja boltann nógu mikið til að hann færi réttu megin við stöngina fjær.
Annars var afskaplega lítið hægt að segja um fyrri hálfleikinn fyrr en Martial komst inní sendingu, gaf á Lingard og aðeins blokkering Jonny Evans á síðustu stundu kom í veg fyrir mark.
Martial bjó svo til færi fyrir sjálfan sig þegar hann sneri af sér varnarmann á vítateigslínu, en skaut síðan beint á Myhill,
Leikmenn voru að spila alvega þokkalega, boltinn gekk vel á milli manna og þeversendingar á tíðum reyndar til að brjóta upp spilið, en 10 manna vörn WBA var þétt.
Snemma í upphafið seinni hálfleiks endurgalt Jesse Lingard traust Van Gaal á honum emð laglegu marki, tók við boltanum eftir lélegan skalla West Brom frá marki og smellti honum í fjær hornið.
Eins og við var að búast opnaðist leikurinn aðeins við þetta þar sem West Brom þurfti að sækja, og Van gaal brást við með að setja Phil Jones inná í stað Ashley Young, Jones fór beint í bakvarðarstöðuna. WBA færði sig upp á skaftið og fengu gullið tækifæri á 74. mínútu, fyrirgjöf frá hægri, varamaðurinn Berahino var aleinn og óvaldaður á teignum en einhvern veginn tókst honum að fylgjast ekki nóg með boltanum og fékk hann beint í hausinn og langt framhjá.
Cameron Borthwick-Jackson kom inná á 78. mínútu í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. Marcos Rojo fórt útaf, var á gulu spjaldi og skömmu seinna fór Rooney útaf fyrir Herrera.
Fátt gerðist síðan fyrr en á 90. mínútu, Herrera stakk inn á Martial, McAuley strauaði hann og víti og rautt spjald var óhjákvæmilegt. Mata skoraði úr vítinu, skaut á mitt markið en Myhill var farinn til hægri og gat ekkert gert.
Leikurinn var eins og síðustu leikir hafa verið afskaplega tíðindalítill og óspennandi, Það var þó gaman að sjá falleg mark Lingard og að Borthwick-Jackson fékk að koma inn á. En við þiggjum þessi þrjú stig, gegn erfiðu liði og við tekur landsleikjahlé.
bjarni says
Flott, þetta verur búið í fyrri hálfleik :)
Þórður says
Erum við búnir að klóna Rooney :-)
Óli says
Rooney er tvisvar þarna :) er hann farinn að fitna svona mikið? Reikna samt með að Martial eigi að vera frammi.
Stefan says
Skil nu ekki afhverju eftir alla þessa peningaeyðslu að við séum ekki með betra depth í RB amk.
Hann hefur lagað depth á miðjunni og leikmenn eins og Pereira,Januzaj og Lingard gera allir tilkall til liðsins þannig það er margt gott en stórfurðuleg vörn alltaf hreint, samt spilar liðið góðan varnarleik yfirleitt sem betur fer sem mér finnst alveg ótrúlegt.
Rojo hefur sama sem ekkert verið að spila, Blind er að aðlagast CB, Young er ekki bakvörður og Jones er ALLTAF meiddur. Hann er sona Hargreaves með skýjað á köflum.
Allt í lagi samt að láta Evans og Fletcher fara sem eru þarna báðir í byrjunarliði andstæðingsins.
Þetta verður interesting barátta :)
Stefan says
Januzaj er samt á láni auðvitað en hann hefur ekki verið í byrjunarliði Dortmund einu sinni á leiktíðinni..
Helgi P says
á að vera svona erfitt fyrir þetta lið að skora mark
Kjartan says
Það er langt síðan að maður sá svona takta hjá Evans :/ týpiskt að hann muni eiga stórleik.
Annars er þetta meira af hinu sama, 76% possession en aðeins 1 skot á markið, hljómar kunnulega ekki satt?
Bjarni Ellertsson says
Já mér sýnist það, þetta er ekki í fyrsta sinn sem liðið spilar á móti rútu eða handboltavörn. En það virðist vera að menn séu að bíða eftir úrslita sendingu eða það sem ég kalla fyrirsagna sendingu. Boltinn gengur hægt á milli manna, svo sem ekkert nýtt í spilunum, en til að vinna bug á rútu þarf að mæta með skriðdreka og hrúga leikmönnum í miðja vörnina, dæla inn boltum, taka seinni boltann (eins og Gaui segir) skjóta á markið og hirða frákastið. Þetta er ekta leikur fyrir menn einsog Sparky með sinni hörku og Beckham að dæla boltanum milli varnar og markmanns. Við höfum bara ekki slíka menn í dag eða alla vegana fá þeir ekki að njóta sín nema spila boltanum á milli sín fyrir framan vörnina til að finna glufur. Hreyfing manna án bolta er því miður lítil og því endar sóknin oft á lélegri sendingu eða fyrirgjöf. WBA er óvígur her eins og stendur enda þurfa þeir lítið að hafa fyrir hlutunum. Það þarf SKÖPUN og hugsun í liðið og hana nú, ekki bara að hlýða kennaranum..
Cantona no 7 says
Góður sigur og einfaldlega skyldusigur.
Vonandi er liðið að hrökkva í gang.
Watford næstir og það er líla skyldusigur.
G G M U
Hjörtur says
Þetta eru hundleiðinleg lið sem koma á OT, því eina hugsun hjá þeim er varnarleikur, og krækja í eitt stig. Þess vegna þurfa Utd menn að reyna að skora sem fyrst, til að opna leikinn, en það ku ekki ganga nema reynt sé að skjóta á markið. Hér áður fyrr þá skutu menn á markið, áttu kanski um og yfir 20 markskot, enda voru skoruð mörk, en í dag mætti halda að mönnum væri hreint og beint ráðlagt að fara með boltann á tánum inn í markið.
Ingvar says
Við áttum 3 skot á ramman. 3 skot á ramman á móti WBA á heimavelli. Þetta er langt frá því að vera boðlegt. Mér er alveg sama þó þeir hafi lagt rútunni og allt það. Lið hafa gert það á Old Trafford í fjölda fjölda mörg ár og þá höfum við átt 20-30 marktilraunir. Það voru bara 2 lið í allri umferðinni hingað til sem áttu færri skot á mark. Ég vil nýjan í brúnna strax í sumar, ekki leyfa þessum útbrunna túlípana að eyða meiri peningum í óþarfa og vitleysu.
Hannes says
Djöfull er orðið hundleiðinlegt að horfa á liðið spila. Þessi bull taktík eða hvað sem þetta er sem Van Gaal er að láta okkur spila er alltof hæg og maður dottar yfir nánast yfir öllum leikjum, eða skiptir á aðra leiki eins og gerði reyndar áðan.
Karl Garðars says
Þoli ekki þegar liðið mitt vinnur bara tvö – núll!! Reka þá alla!!
Hannes says
já frábær árangur að merja WBA 2-0 heima og tryggja sigurinn með víti í lokin. Fyrir nokkrum árum voru svona léleg lið rifin í tætlur með hraða og 4-0 öruggt rúst staðreynd. Svoleiðis frammistöður eru horfnar og ég sakna þess því þannig bolta finnst mér skemmtilegt að horfa á , ekki svona hægur ömmubolti.
Jón Þór Baldvinsson says
Í fyrra vorum við hriplekir, fengum á okkur mörk nánast í hverjum leik og vörnin var í rúst. Hann setti fókusinn á vörnina, peppaði smalling upp og núna fáum við ekki á okkur mörk. Nú sýnist mér hann vera ánægður með varnarleikinn svo við ættum að fara að sjá meiri fókus á sóknina og sóknarleikinn. Ég held hann lagi það eins og annað enda hef ég rosalegt álit á Van Gaal og veit að hann er einn hæfasti þjálfarin sem heimurinn hefur uppá að bjóða í dag. Og það besta við að hafa gaur eins og hann er ekki sú staðreynd að hann hefur unnið fullt og gengið vel heldur sú staðreynd að liðin sem hann skilur eftir sig eru eftirá betur skipulögð innvortis líka. Og svo besti bónusinn er að það er þessi gaur sem við getum þakkað fyrir að skapa marga af bestu þjálfurum heimsins í dag. Nánast allir af yngri þjálfurunum sem við sáum í dag unnu undir hans tilsögn áður en þeir blómstruðu. Pep Guardiola, Mourhino og margir aðrir. Ég held að 3 ár með honum ætti að slípa Giggs betur til svo að þegar hann tekur við taumunum verður hann sá stjóri sem við viljum sjá. Að vera góður stjóri liggur í smáatriðunum og enginn rýnir eins mikið í þau og Van Gaal. Útpældur hugsuður sem hann er. Þetta er allt að koma, mér finnst samt komi tími á að skella Rooney á bekkinn í einn eða tvo leiki bara til að hrista aðeins upp í honum. Mér finnst hann vera byrjaður að vera latur og skorta baráttuandann sem hann hefur verið svo þekktur fyrir. Skella honum á bekkinn og sjá hvort hann hrökkvi í gang.
Helgi P says
þetta var góð helgi fyrir okkar menn
Grímur says
Hannes: Ertu að meina síðast þegar við unnum PL? þá unnum við náttúrulega þrjá leiki með meira en þriggja marka mun…allt tímabilið. Eða ertu að tala um svona legendary season eins og 2007-2008? Þá vorum við með svo bilað lið að það er vart að marka hvað við rótburstuðum hvern andstæðinginn á fætur öðrum…reyndar bara fjóra andstæðinga með meira en þriggja marka mun.
Ég er ekkert á móti því að gagnrýna liðið. En við skulum hafa gagnrýnina sanngjarna. Það má gagnrýna hversu fá skot eru á markið í hverjum leik. Eða hversu líflausan bolta þeir eru að spila. En lið eru almennt ekki að rótbursta önnur lið í EPL. Ef menn vilja horfa á fáránlegan getumun ættu þeir að snúa sér að spænska boltanum.
Auðunn Atli says
Verð bara að segja að það er alveg ótrúlegt hvað menn geta kvartað!
Liðið er 2 stigum frá toppnum í deildinni, efstir í sínum riðli í meistaradeildinni og hefur ekki fengið á sig mark í 5 leikjum og eitt í síðustu 7 en samt er eins og himin og jörð séu að farast.
Og því miður eiga ákveðnir frétta og pistlahöfundar á þessari síðu stóran þátt í þessari neikvæðni.
Ég er nú bara nokkuð sáttur við stöðu mála, jú jú það má alltaf bæta en ég tel að liðið sé í góðum höndum og á réttri leið.
Menn tala um að United hafi rústað þessum liðum eins og WBA ofl fyrir nokkurm árum, það kom jú fyrir en menn verða að gera sér bara grein fyrir því að þessi deild hefur breyst helling á síðastliðnum árum þannig að hún er orðin miklu erfiðari og miklu jafnari eins og sést á úrslitum helgarinnar.
Efsta liðið gerir jafntefli við það neðsta, Chelsea tapar fyrir Stoke og Liverpool tapar heima fyrir Crystal Palace, við erum að sjá svona úrslit nánast um hverja einustu helgi á meðan þetta sást varla fyrir ekki svo löngu síðan.
Það eru ákveðnir menn sem þurfa að stíga upp og komast í gang, það mætti einnig auka gæðin með kaupum á 2-3 klassa leikmönnum en þetta kemur .
Fullt af jákvæðum þáttum líka í gangi sem menn tala minna um, eins og LVG er duglegur að gefa ungum leikmönnum sénsinn sem á eftir að hagnast liðinu til lengri tíma og svo er aftur orðið erfitt að vinna United, amk erfiðara en þegar Moyes var þarna.
Þannig að liðið er á réttri leið en þetta er vinna til lengri tíma, ég á von á þessu liði mjög sterku á komandi mánuðum og árum.
pnzr says
Tek undir með Auðunni hér að ofan.
Það að kalla þennan leik ‘skyldusigur’ er vanmat / óvirðining. 2-0 er mjög öflugur sigur á erfiðu liði.
Síðustu tvö tímabil höfum við TAPAÐ þessum heimaleik á móti WBA. 2013 töpuðum við 1-2 og í fyrra töpuðum við 0-1. Ég fagna þessari helgi.
„Fyrir nokkrum árum voru svona léleg lið rifin í tætlur með hraða og 4-0 öruggt rúst staðreynd. Svoleiðis frammistöður eru horfnar og ég sakna þess því þannig bolta finnst mér skemmtilegt að horfa á , ekki svona hægur ömmubolti.“
Ég get tekið undir það sjónvarmið að possession-bolti LVG sé ekki beint mjög fallegur eða skemmtilegur en ég mæli með að þú gluggir aðeins í sögubækurnar og skoðir úrslit leikja á móti WBA síðustu tvo áratugi eða svo (þ.á.m þegar SAF stýrði skútunni). Ekki eintómir 4-0 sigrar ;)
Sigurjón says
Auðunn Atli:
„Verð bara að segja að það er alveg ótrúlegt hvað menn geta kvartað! Liðið er 2 stigum frá toppnum í deildinni, efstir í sínum riðli í meistaradeildinni og hefur ekki fengið á sig mark í 5 leikjum og eitt í síðustu 7 en samt er eins og himin og jörð séu að farast. Og því miður eiga ákveðnir frétta og pistlahöfundar á þessari síðu stóran þátt í þessari neikvæðni.“
Þú hlýtur nú að vera að grínast er það ekki? Þetta kallast nú að kasta steinum úr glerhúsi. Við sem stöndum að þessari síðu höfum allir verið mjög miklir stuðningsmenn Van Gaal, frá fyrsta degi, en höfum auðvitað gagnrýnt slakan sóknarleik liðsins að undanförnu. Þá helst spilamennsku Rooney og veru hans í byrjunarliðinu. Það er allt og sumt. Aðra leikmenn höfum við ekki sýnt neitt annað en stuðning, annað en þú sjálfur. Hér koma nokkrar vel valdar og jákvæðar línur frá þér sem tók mig nokkrar sekúndur að grafa upp.
————————–
05.10.2015
Því miður þarf Van Gaal að troða sínum mönnum (Þessum Hollendingum) í liðið á kostnað annara og á kostnað styrkleika liðsins
…
enn eins og ég sagði þá þarf Van Gaal að troða sínum uppáhalds mönnum í liðið sama hvernig þeir eru búnir að standa sig. Þetta er það eina sem pirrar mig mikið með Van Gaal.
31.08.2015
Við erum með miklu verri markmann (innsk. Romero), gjörsamlega gelda sókn og svo Blind sem miðvörð sem er engan vegin nógu góður í þá stöðu eins og sást um helgina.
Því miður virðast Blind og Depay komast í liðið saman hvernig þeir standa sig.
20.08.2015
Þetta Pedro mál er enn ein skitan hjá United þegar kemur að því að kaupa leikmenn, við erum að verða vitni að þessu núna þriðja árið í röð eða öll árin sem herra Woodward tók núverandi hlutverk að sér.
15.08.2015
Rooney er alveg út á túni.
United verður að finna sér almennilegan framherja, þetta er ekki hægt svona.
07.08.2015
Algjörlega sorglegt að missa jafn hæfileikaríkan leikmann og Di Maria, United er töluvert verra lið fyrir vikið en það heldur samt ennþá Phil Jones.
04.08.2015
United í öðru sæti er náttl bara djók, liðið er klárlega veikara í dag en það var fyrir 12 mán síðan á meðan hin liðin í kring hafa styrkt sig töluvert sum hver.
05.07.2015
United virðist vera með allt niðrum sig í leikmannamálum þetta sumarið en það er svo sem ekkert nýtt
————————–
Ég nenni ekki að fara lengra aftur en þetta, þó sumar yfirlýsingarnar frá þér í fyrra hafi verið á sömu nótum. Þessar skoðanir þínar Auðunn eru allar valid og þú átt fullan rétt á þeim, en ekki vera að fara á bak á einhverjum hesti sem þú ræður ekkert við.
Að lokum, þegar talað er um „skyldusigur“ gegn liðum eins og WBA, þá er ekki verið að tala um að WBA sé svo hræðilegt lið að MU eigi að vinna 6-0. WBA er í 13 sæti, MU í 4 sæti. Við vitum öll hversu erfið enska deildin er og að þar geta allir unnið alla, það liggur hinsvegar í augum uppi að United „verður“ að vinna leikina gegn liðum sem eru í neðri hluta töflunnar. Það er bara basic tölfræði.
Auðunn Atli says
Ég er ekki frétta né pistlahöfundur á þessari síðu og þarf þar að leiðandi ekki að passa hvað ég segi eða skrifa, það gildir ekki um þig Sigurjón.
Á mjög erfitt með að skilja þessar árásir frá þér en læt þær svo sem ekki á mig fá.
Ég stend ennþá fullkomlega við það sem þú tekur saman nema kannski Pedro, reyndar erfitt að segja hvort hann hafi gert betri hluti hjá Man.utd en Chelsea.
Ég vildi alls ekki missa Di Maria enda hefur hann verið að sýna undanfarið með PSG hversu góður hann er.
Þar missti liðið mikil gæði sem ekki verður auðvelt að fylla uppí.
Romero er og var verri markmaður, man ekki betur en að hann hafi spilað fyrstu leiki tímabilsins.
Mér fannst og finnst ennþá mjög sérkennilegt að Blind sé notaður sem miðvörður þegar ég tel betri kosti í þá stöðu, hef lúmskan grun um að hann sé Hollendingur hjálpi honum ansi mikið.
LVG keyrði líka mikið á Depay í byrjun (án þeim tíma þegar ég skrifaði þetta) án þess að hann hafi verið að sýna nokkurn skapað hlut nema þá í einum – tveimur leikjum . Sem betur fer er LVG búinn að sjá af sér og kippa honum úr liðinu.
Sókanrleikurinn hefur ekki verið mjög bitastæður eða finnst þér það?
Öll þessi gagngrýni hefur ekkert með það hvort ég hafi trú á LVG eða ekki, ég hef sagt það frá fyrsta degi að hann sé rétti maðurinn í þetta starf þótt ég viðurkenni að stundum sé maður pirraður.
Þetta uppbyggingar ferli tekur líka lengri tíma en ég vonaðist til en maður hefði svo sem alveg mátt búast við því frá byrjun.
Sigurjón says
1. Það eru engir peningar eða pólitík á bakvið þessa síðu, hún er algörlega rekin á áhuga okkar sem hana stofnuðu (og okkar fjármunum líka). Þar af leiðandi þarf hver og einn sem hér skrifar ekkert að „passa sig“ sérstaklega. Þetta er bara eins og hvert annað fjöldablogg (skoðaðu bara kop.is í gegnum árin), hér skrifar hver og einn sína skoðanir á leikjum og málefnum MU. Þess vegna setjum við nöfn manna við greinarnar því þeir eru ábyrgir fyrir því sem þeir segja. Við erum ekki með einhverja töflufundi í hverri viku þar sem við förum yfir einhverja ritstjórnarstefnu síðunnar.
2. Ég persónulega tel okkur alla vera með mjög hóflegar væntingar gagnvart MU, svona miðað við suma aðra sem tjá sig hér og annars staðar. Þetta kemur til dæmis mjög vel í ljós í podköstunum okkar, sem ég veit ekki hvort þú hlutar á. Þannig að þegar þú kemur hérna með sleggjur eins og „því miður eiga ákveðnir frétta og pistlahöfundar á þessari síðu stóran þátt í þessari neikvæðni“, þá get ég því miður ekki setið á mér því mér finnst það algjörlega fáránleg yfirlýsing, rógburður hreinlega, því við höfum alls ekki verið neikvæðari en til dæmis þú sjálfur, og það var allt og sumt sem „árásir mínar“ voru að benda á.
—
Það fynda við þetta er að við erum sammála í mörgu ég og þú Auðunn.
Sjálfur er ég stuðningsmaður Memphis, mér finnst Danny Blind flottur varnarmaður gegn ákveðnum liðum og Phil Jones hefur hæfileika til að verða heimsklassa varnarmaður (ef hann slakar aðeins á). Ég er líka stuðningsmaður LVG og treysti honum 98% fyrir verkefninu, þar af leiðandi er mér alveg sama þó svo við misstum menn eins og Pedro og Di María. Er ég sammála Van Gall í einu og öllu, nei alls ekki og þar nefni ég aftur Rooney því til sönnunar.
Ég hef líka sagt það, örugglega 3-4 sinnum á þessari síðu, að það mun taka LVG tekur 3-4 ár að byggja upp nýtt lið. Á næsta ári vonast ég til þess að MU fari að gera alvöru atlögu að titlinum, en hingað til hef ég, og við allir sem skrifum hér, verið heilt yfir mjög þolinmóðir og skilningsríkir á gengi liðsins.
Karl Garðars says
Strákar, ég held að þið ættuð að hittast einhvers staðar yfir frómas. Þið eruð án efa sammála um 99% af því sem hægt er að hafa skoðun á um United. Þetta er liðið manns, maður fylgist með öllu sem að því snýr. Liðið vinnur og maður er helsáttur, liðið tapar og dagurinn hjá manni er algjörlega sléttónýtur. Þetta er bara svona í.þ.m hjá mér og flestum sem ég þekki sem fylgjast með EPL.
Karl Garðars says
Ýtti óvart á enter. Vildi bæta við: Ég er farinn að telja upp á tíu áður en ég kommenta eftir slæm úrslit en eins og margir hafa bent á hérna fyrir ofan þá er staðan bara ansi góð eftir helgina þannig að við megum gleðjast yfir því. Mörkin koma vitiði til. Ég skil bara ekki hvað menn gera óraunhæfar kröfur til liðsins eins og sést best hér ofarlega í þræðinum og í mörgum þráðum hér á undan. Hugsið ykkur hvernig Chelsea aðdáendum líður núna og hvað þá Liverpool aðdáendum í maí hvert ár síðustu kvart öld!! ;) Púlarar mega þó eiga það að þeir eiga heilan haug af dyggum stuðningsmönnum á Íslandi og spjallþræðirnir þar eru andskoti langir á vel heppnaðri sîðu þó málefnið sé afleitt að mínu mati. Síðan hérna er mjög góð og þið sem að standið eigið þakkir skilið fyrir góða og áhugaverða pistla, mér finnst bara vanta meiri jákvæðni og minni óraunverulegar frekjuvæntingar hjá einstaka kommenturum á þráðunum.
Góðar stundir og GGMU.