Leikurinn
Enn eitt markalausa jafnteflið staðreynd. United var rosalega mikið með boltann og með fullt af hægum hliðarsendingum. Liðið bjó til færi leiknum og átti 3 skot á markið en 1000 (12) skot framhjá markinu. Liðið átti kannski að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar Fellaini var tekinn niður í teignum en sú varð ekki raunin. Besta færi United kom í seinni hálfleik þegar Martial renndi boltanum á Fellaini sem nánast þurfti bara að pota boltanum í markið en Adriano í marki West Ham var vel á verði.
West Ham spilaði þennan leik fullkomlega, það eina sem vantaði var að nýta hraðaupphlaupin sem liðið fékk. Winston Reid miðvörður gestanna var að mínu mati langbesti maður vallarins í dag. West Ham er hörkulið og í dag vantaði töluvert í liðið en það sást ekki á spilamennsku liðsins. Mauro Zarate var hársbreidd frá því að vinna leikinn þegar komst í 1 á móti 1 gegn De Gea en renndi boltanum langt framhjá.
Þessi leikur var ekkert hræðilegur þannig séð. United bjó til fleiri færi en það er vant. Þetta eru hinsvegar slæm úrslit miðað við hvernig City leikurinn fór.
Nokkur tíst
https://twitter.com/Runolfur21/status/673159438761639936
https://twitter.com/StuMathiesonMEN/status/673189637893001217
https://twitter.com/kpsundayworld/status/673191486406664192
https://twitter.com/manndjofull/status/673184682394169344
https://twitter.com/AlexShawESPN/status/673184580065746944
https://twitter.com/Malachians/status/673184433956978688
https://twitter.com/AnnieEaves/status/673183845622145024
Maður leiksins
Maður leiksins er Wayne Rooney sem sat uppi í stúku og með bland í poka.
Bekkur: Memphis (Schweinsteiger), Carrick (Schneiderlin), Young, Romero, Varela (McNair), Borthwick-Jackson, Pereira.
Helgi P says
þetta er ekki nóu gott heppnir að vera ekki undir eftir fyrstu 45
Kjartan says
Ekkert mark komið en það er allt í lagi, Man Utd er með 61% possession :/
Siggi P says
Í þessum leik krystallaðist vandinn í vetur. Sóknarleikurinn var ómarkviss og tilviljunakenndur. Fullt af stöðu með boltann, skot að marki en nær ekkert á rammann. 75ta mínúta sýndi þetta klárt. Þá koma 2 sendingar fyrir opið mark en næsti sóknarmaður er á D-inu. Vörnin óvenju gloppótt og í raun ljónheppnir að sleppa með 0-0. Fróðlegt að sjá hvað gerist eftir þriðjudag. Spái öðrum 0-0 eins og áður kom fram. Sé svo fyrir mér stjórnina koma með sjaldséða stuðningsyfirlýsingu á stjórann. Við vitum öll hvað það þýðir.
Helgi P says
en eitt 0-0 jafnteflið ef maður kemst ekki með þetta lið upp úr riðlinum í meistardeildinni þá verður bara að skipta um stjóra
viddi says
við erum að fara klúðra 4 sætinu með þennan stjóra hann er ekki ná neinu útur þessum leikmönnum og hvar eru allar þessar millur sem hann er búinn að eyða í þetta er bara djók
Krummi says
Meh. Fannst þetta þó alveg skemmtilegt 0-0
Halldór Marteinsson says
Fannst þetta skemmtilegri leikur en oft að undanförnu þótt það megi enn bæta ýmislegt. Fannst Lingard flottur, Varela sprækur og Memphis koma sterkur inn. De Gea líka alltaf flottur, át eitt dauðafæri og eitt dauðafæri sem West Ham klúðraði líklega bara af hræðslu við De Gea.
Mér finnst ekki mikið vanta upp á til að þetta geti orðið mjög skemmtilegt lið. Ungu, flinku og fljótu guttarnir fremst þurfa ekki mikið til að fara að blómstra.
Kjartan says
Seinustu 9 leikir Man Utd
0-0
0-0
0-0
1-0
2-0
2-1
0-0
1-1
0-0
Runólfur Trausti says
Þessi tölfræði segir allt sem segja þarf.
Auðvelt að tala um að liðið spili vel en það vantar þessar áhættur sem þarf að taka til að brjóta svona lið á bak aftur.
Ég er að missa alla trú á Ryan Giggs – að hann setji ekki hnefann í borðið og blóti þessu í sand og ösku er jafn pathetic og þessi spilamennska leik eftir leik.
Eins taktískur og Van Gaal er þá er það mér óskiljanlegt að fara með tvo „drifting in“ miðjumenn á sitthvorum vængnum gegn liði sem spilar þröngt 442 með tígulmiðju. Á meðan eru kantmenn liðsins, Young og Memphis á bekknum. Maður er hálf orðlaus yfir því hvað þessir leikir virðast illa settir upp.
Ómar says
Ekki það að maður hafi búist við flugeldasýningu í dag, en sigur hefði vissulega verið frábær miðað við úrslit annara leikja í dag. West Ham eru með flott lið en maður á samt ekki að sætta sig við þessa markaþurrð á heimavelli. Gryfjan sem Old Trafford „var“ er að verða garenterað clean sheet og eitt stig fyrir andstæðinginn. En maður ætti kannski ekki að kvarta, maður er þó ekki Chelsea fan. ;)
Ingvar says
Verðum því miður í 6 sæti þegar nýtt ár gengur í garð og Evrópu deildin bíður okkar. Það er afskaplega erfitt að standa við bakið á LVG því hann hefur fengið þetta langan tíma til að koma sinni boring fílasófíu inn í liðið, hann hefur fengið 3 glugga til að versla, nægt fjármagn til að kaupa það sem listir. Niðurstaðan er að hópurinn er þunnskipaður, liðið eru heimsmeistarar í reitarbolta og við erum með stjóra sem skilur ekki af hverju allir eru ósáttir með spilamennskuna, jú við erum alltaf betra liðið, með boltann 60% + og fáum mögulega eitt hálf færi sem við áttum að skora úr. Þrátt fyrir að hin liðin eiga alltaf hættulegri færi.
Keane says
Hvern fjandann á Ryan Giggs að gera með einhvern hnefa í borð…ætli hann væri ekki þá löngu búinn að því!? Sýnið þolinmæði for fuck’s sake!
Örlítið bjartara yfir þessu án Rooney.
Hjörtur says
Er það ekki bara raunin, að lið sem koma á OT sætta sig við að sækja sér stig, og þar af leiðandi liggja þau frekar aftarlega. Þetta er búið að vera svona í vetur að mér finnst, og Utd gengið illa að brjótast í gegnum þessa múra. Liðið spilar oft nokkuð vel, en vantar að reka endahnútinn á þetta, þess vegna tel ég að við þurfum lunkinn markaskorara í janúarglugganum.
KPE says
Fýlaði þennan Varela gæja. Fleira var það ekki.
Elmar says
Ég var rosalega hrifinn af Memphis í þessum leik og ég trúi ekki öðru en að hann byrji á kostnað Fellaini eða jafnvel Mata á móti Wolfsburg. Þetta er gaurinn sem við vorum að kaupa og sýndi hann hvað í honum býr þessar 20 mínútur sem hann fékk í dag. Framtíðin er björt ef Memphis og Martial halda áfram að bæta sig þeir eru nú bara 20 og 21 árs. Ég er einnig hrifinn af Lingard og finnst þessi strákur algjör karakter, þvílíki eldmóðurinn í honum. Mata hefur því miður valdið vonbrigðum og vona ég innilega að hann fari að sýna hvað í honum býr því við höfum öll séð hvað í honum býr.
Þessi leikur var alls ekki alslæmur og synd að við höfum ekki náð að setja mark.
Louis Van Gaal á gagnrýni skilið ekki að segja það en það sem hann má eiga er að hann er góður að byggja upp lið og hefur hann verið að fá sterka pósta til okkar og heldur því vonandi áfram. Bayern liðið í dag sem við getum sammælst um að er ógnarsterkt er að miklum hluta byggt af Van Gaal.
Vörnin solid og það er bara tímaspursmál hvenær sóknin kemst í gang. !!
pillinn says
Þetta var nú bara með því betra sem hefur verið undanfarið hjá Man Utd. Fengum alveg nóg af færum í þessum leik og náðum að opna sterka og fjölmenna vörn West Ham nokkrum sinnum. Martial, Fellaini og jafnvel Mata og Lingard hefðu átt að skora. Þá hefði þetta farið töluvert öðruvísi og men væru væntanlega ekki að kvarta.
Ég kvarta yfir úrslitunum, þau voru ekki nógu góð. Gleymum samt ekki að þetta er lið sem er búið að vinna stóra útileiki á leiktíðinni. Þeir áttu færi í þessum leik líka en sem betur fer nýttu þeir þau ekki. Því miður nýttum við svo ekki færin okkar. Fannst stundum þegar spilað var hratt á fáum snertingum þá opnaðist þetta. Held að þetta sé bara töluvert betra án Rooney, eins og mann grunaði að yrði raunin.
Nú er bara sigur í næsta leik og þá erum við áfram í CL. Krossleggjum fingur fyrir það.