Liðið sem átti að reyna að bjarga Louis van Gaal frá því að vera rekinn og, ekki síður, halda okkur í baráttunni um Meistaradeildarsæti leit svona út
Varamenn: Romero, Borthwick-Jackson, Jones, Carrick, Fellaini, Pereira, Memphis.
Lið Chelsea:
Fàbregas var með hita og fór ekki norður með Chelsea, sömuleiðis voru Rémy og Cahill meiddir.
Fyrsta hálftímann í leiknum sást United lið sem við höfum ekki séð í langan langan tíma.
Fyrsta færi leiksins sá dagsins ljós strax eftir 2 mínútur. Rooney lagði boltann á Mata sem átti hörkuskot í slána. hinu megin átti Chelsei tvö flott færi, fyrst bjargaði Young í horn og síðan varði De Gea frábærlega skot Terry eftir hornið. En meira sást ekki til Chelsea næsta hálftímann. United var að spila hreint ágætan bolta, hraðinn var góður, Rooney frískari en í marga mánuði, bakverðirnir komu vel upp og liðið var hvað eftir annað að vinna boltann.
Schneiderlin átti fínt skot rétt framhjá og þetta leit vel út. Martial var næstur í skotröðinni, snýtti Ivanovic og komst í gott færi en skaut í innanverða stöngina og Rooney var aðeins of langt frá til að geta klárað.
United var þó að safna spjöldum, Schneiderlin og Smalling fengu spjöld í fyrri hálfleik og Herrera var heppinn að sleppa.
En eins og svo oft áður róaðist leikur United aðeins of mikið síðustu tíu mínúturnar og þeir fóru markalausir inn í hléið þrátt fyrir besta leik liðsins í langan tima.
Chelsea kom miklu betra út í seinni hálfleik. Hazard rústaði Herrera og Schweinsteiger og gaf á Pedro en De Gea varði frábærlega og svo aftur frá Azpilicueta sem tók frákastið. Ekki mjög þægilegt en United náði fljótlega tökum á leiknum aftur og Herrera átti að skora fyrir opnu marki eftir frábæran undirbúning Martial en Courtois varði ótrúlega.
Rétt á eftir átti að dæma viti á Willian fyrir hendi en Martin Atkinson sleppti því. Svo var komið að því að De Gea varði án þess að snerta boltann, Matić átti að koma Chelsea yfir í svakalegri skyndisókn, en dúndraði yfir aleinn móti De Gea sem kom vel út á móti og Matić var greinilega allt of stressaður.
Síðan datt þetta aftur niður. Chelsea voru gríðarlega slakir en það vantaði bitið í sóknir United. Cameron Borthwick-Jackson var fyrsti varamaðurinn, kom inn á fyrir Darmian. Mata var næstur útaf, Memphis inná. Það frískaði aðeins sókn United en það gekk erfiðlega að skapa færi og Memphis var hreinlega ekki nógu góður. Ekki gat síðasta skiptingin breytt miklu þar um Jones kom inná fyrir Blind sem var eitthvað meiddur
Fimm mínútum fyrir leikslok kom Borthwick-Jackson upp vinstra megin, átti frábæra fyrirgjöf en Wayne Rooney á fjær fékk boltann á legginn og boltinn fór himinhátt yfir. Það síðasta sem gerðist í leiknum var ljótt brot Rooney sem steig á legginn´a Oscar. Fékk gult og hefði getað séð rautt. En United skapaði ekkert frekar og enn eitt 0-0 jafnteflið staðreynd.
Ef við værum að horfa á þennan leik einan og sér væri þetta svo sem fínt. Reyndar er langt síðan við höfum séð jafn slakt Chelsea lið en þó var alveg þokkaleg holning á okkar mönnum. Maður leiksins var reyndar án efa David de Gea sem varði þrisvar stórkostlega.
Stóra spurningin er: heldur van Gaal starfinu? Og svarið mitt hlýtur að vera: Nei.
Hann er sjálfur sannfærður um það þó og sagði eftir leikinn
https://twitter.com/ianherbs/status/681570447075471360
https://twitter.com/henrywinter/status/681570837368037376
https://twitter.com/howardnurse/status/681563017004335104
Sumir halda að þetta sé nóg til að veita Van Gaal gálgafrest og ef rétt er að Woodward hafi lagt hart að honum að halda áfram þá er líklegt að Van Gaal hafi rétt fyrir sér. Hann fái því að kaupa inn í janúar einhverja leikmenn (les senter og miðjumann) sem geti bætt nógu miklu í liðið til að koma því aftur á réttan kjöl. Á meðan hlýtur að vera að vinna í því að fá Guardiola til að skipta um skoðun og velja rautt frekar en ljósblátt.
Bjarni Ellertsson says
Ok, þetta er möguleiki en það lið sem vinnur þennan leik er lið sem spilar sem ein liðsheild og verður fyrri til að skora. Vonandi mætir Bobby „gamli“ Charlton í klefann og messar yfir liðinu, fer yfir sögu United í stuttu máli og blæs þeim kraft í brjóst. Goðsögn deyr aldrei.
GGMU
Ingvar says
Það er eins og Giggs hafi lagt leikinn upp. Tempó, breidd og bakverðir að tvöfalda.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Mér leið einmitt líka eins og þetta væri Giggs en ekki Van Gaal. En ekki sagt þetta lengi, en þetta er virkilega skemmtilegur leikur, vona að það verði þannig líka í næsta hálfleik og sigur okkar manna :)
bjarni says
Óheppnin ríður ekki vi einteyming. Klárum þessa sunnlensku gosa í seinni. Fínn leikur það sem af er en stundum opnir í vörninni.
Ingi Utd says
Hefði farið 0-0 þó leikið hefði verið út árið. Betri en undanfarið, samt ekki nóg.
Atli Þór says
Allt annar bragur á okkar mönnum heldur en hefur verið í langan tíma. Þrátt fyrir að þetta hafi endað í markalausu jafntefli þá var kraftur og vilji og góð barátta í okkar liði.
Okkur vantar topp striker, en margt jákvætt við þennan leik.
Rúnar Þór says
af hverju í andskotanum setti hann Jones inná?? Settu Fellaini inn á til að reyna að nýta fyrirgjafirnar undir lokin. Nei best að setja varnarmann inn á og halda 0-0
Simmi says
Their geta ekki skorad tho their fengu borgad fyrir thad. Their fa reyndar borgad fyrir thad……
Helgi P says
maður er ekkert að fara sjá þetta lið vinna fótbolta leik ef við getum ekki unið þetta chelsea lið
Haukur Guðmundsson says
þetta var bara ágætisleikur
Haukur Guðmundsson says
Það er eiginlega svolítið skrítið að þessi leikur hafi farið 0-0 útaf því þetta var annsi fjörlegur leikur allavega frá þriðju mínótu til sextánustu mínótu en síðan fór þetta að vera leiðinlegur leikur og allt of hægur og ekkert eiginlega að gerast í leiknum fyrr en á en síðan var það í leiknum eitthvern tímann sem mér fannst að við höfðum átt að fá þrjár vítaspyrnur og það gerðist þegar það var brotið á okkur tvisar sinnum á stuttum tíma í vítateigi Chelsea í leiknum og voru þau brot samt svona Já og nei vító en síðan fannst mér alveg ótrúlegt og skil það eiginlega ekki ennþá hvernig í ósköpnum og fjandanum hann Martin Atkinson dæmdi ekki vítaspyrnu á Willian þegar hann augljóslega handleiti boltan með því að boltinn byrjaði að skoppa fyrst í jörðina síðan í handleggjin á honum sem ég hef heyrt að það væri kölluð hendi í fótbolta og þar síðan beint í höndina á honum og ég mundi halda að þessi Martin Atkinson var eitthvað blindur og mjög þróskur og alls ekki vítaglaður dómari og mér fannst hann hreint ekki standa fyrir sínu í leiknum og eiginlega ekki leikmenninir en mér fannst leikmenn united allir betri en dómarinn og við höfðum getað unnið þennan leik 5-0 með smá heppni og eða dómarinn hefði staði sig betur en hann gerði í leiknum og mér fannst dómarinn svoltið mikið vera með Chelsea og eiginlega að halda svolítið mikið með þeim.
Rauðhaus says
„Það er eins og Giggs hafi lagt leikinn upp…“
„Mér leið einmitt líka eins og þetta væri Giggs en ekki Van Gaal.“
Sorry guys en ég spyr bara, með fullri virðingu fyrir Giggs og öllu því sem hann hefur gefið af sér til klúbbsins okkar, hvað er það sem Giggs hefur sýnt sem stjóri sem bendir til þess að þessi ágæta frammistaða hafi verið honum að þakka frekar en Louis van Gaal? (Og ekki einu sinni reyna að segja að hann „þekki klúbbinn svo vel af því að hann spilaði svo lengi undir Sir Alex“).
Ég er óviss um margt hjá klúbbnum þessa dagana. Hér eru nokkur atriði sem ég hef verið að velta fyrir mér, án þess að komast að endanlegri niðurstöðu. Finnst reyndar skrítið hversu margir telja svörin vera einföld, því ég er alls ekki svo viss um að svo sé.
1. LvG: Ég var ánægður þegar hann var ráðinn. Hann er proven winner, sem er fyrsta boxið sem þarf að tikka í þegar þjálfari er ráðinn til risaklúbbs á borð við Man.Utd. Ég var heilt yfir ánægður með fyrsta tímabilið hans, þó auðvitað hafi verið stundir þar sem ég var ekki alveg sammála. Slíkar stundir áttu sér þó reglulega stað undir stjórn Sir Alex og ekki fer ég að véfengja hann.
2. Ég var mjög ánægður með þetta tímabil framan af. Ekki ósáttur við að hann hafi látið marga leikmenn fara (sumir vildu fara til að vera pottþéttir með byrjunarliðssæti, svo sem Chicarito og Evans). Ég vildi þó fá fleiri inn í staðinn en raunin varð. Er þó sannfærður um að það hafi margt verið í gangi bakvið tjöldin sem svo gekk ekki eftir, einkum Ramos, Neymar, Bale, Muller. Ég spyr mig þó hvort það sé ekki sök Woodward frekar en LvG.
3. Seint í Nóvember vorum við í og við toppinn í deildinni. Fórum sem dæmi á toppinn með sigri á Watford á útivelli hinn 21. nóvember. Á þessum tímapunkti voru margir sem höfðu trú á LvG, sjá t.d. https://twitter.com/GaryLineker/status/668075629473067008?ref_src=twsrc%5Etfw og https://twitter.com/rioferdy5/status/668076696063602689?ref_src=twsrc%5Etfw
4. Á þessum tímapunkti voru þó þegar margir aðdáendur farnir að kalla eftir því að LvG yrði rekinn. Ástæðan; „þetta er svo leiðinlegt, við spilum svo leiðinlegan fótbolta“.
5. Í nóvember og desember hefur heldur betur hallað undir fæti. Á sama tíma hafa lykilmenn hrunið niður í meiðsli og nælt sér í leikbönn vegna heimskupara. Á sama tíma hafa leikmenn einnig keppst við að fara illa með færi, eða góð tækifæri til að búa til færi. Í því sambandi er rétt að taka fram að skot framhjá marki telur ekki þegar tekin er saman tölfræði yfir „marktilraunir á rammann“, eins og hefur verið vinsælt undanfarið að tala um.
6. Persónulega finnst mér aðrir en LvG hafa sloppið ótrúlega vel við gagnrýni. Þá á ég einkum við Ed Woodward, en þó einkum og sér í lagi leikmenn liðsins. Ég get ekki gert að því en mér finnst leikmenn liðsins hafa brugðist illilega og miðað við sögusagnir getur maður ekki annað en gagnrýnt hugarfar þeirra. Þeir eru að spila fyrir Manchester United og fá margir hverjir ca 50-100 milljónir Á VIKU fyrir það, en væla svo yfir því að það sé leiðinlegt að mæta á liðsfundi og aukaæfingar til að stuðla að góðu gengi liðsins. Hvurslags aumingjaskapur er það eiginlega? Sem dæmi má nefna eftirfarandi quote úr independent, sem er talinn frekar áreiðanleigur miðill:
„Under Sir Alex Ferguson, it is reported in the article that the squad would have free time after dinner the night before a game, but now they have to attend meetings „lasting several hours“ at the team hotel before gathering for a 10pm supper of cereal and toast.“
„There’s no fun, no banter – just lots of meetings.“
Heimild: http://www.independent.co.uk/sport/football/premier-league/manchester-united-players-unhappy-with-manager-louis-van-gaals-strict-supper-club-meetings-before-a6758766.html
Einnig:
„Some team members feel differently, however. Van Gaal showed no sign of taking a different tack with his players in the aftermath of the Stoke catastrophe. He took the non-playing squad members back to Carrington for a 5pm “recovery session” on Saturday, to the bewilderment of some. Dissatisfaction with his methods is not believed to be universal in the dressing room.“
Heimild: http://www.independent.co.uk/sport/football/premier-league/louis-van-gaal-latest-manchester-united-boss-believes-club-are-beyond-help-but-board-urges-him-to-a6787886.html
Fyrir mér er þetta bara væl og lítið annað. Menn með meira en eina milljón á dag í laun geta bara alveg drattast til að mæta á fundi og æfingar sem stjórinn ákveður, án þess að væla sérstaklega yfir því. Það eru fullt af leimönnum útum allan heim sem myndu gera það til að spila með Man.Utd.
7. Hins vegar, meðan á niðursveiflunni hefur staðið hefur ýmislegt bent til þess að innan herbúða liðsins séu mjög veigamikil vandamál. Svo virðist sem andlega hliðin hjá liðinu sé ein rjúkandi rúst. Og þó ég vilji kenna leikmönnum mikið um það, er ekki hægt að líta framhjá þeim hluta sem skrifast á ábyrgð LvG. Öllu heldur, þar komum við að því sem verður öllum stjórum að falli, þ.e. að „missa klefann“. Ef LvG er búinn að missa klefann, sem margt bendir til, er lítið annað að gera en að skipta um mann í brúnni. Þannig er það bara, hvort sem aðdáendum líkar vel við manninn eður ei.
6. Spurningin núna er hvort það sé raunin. Er hann alveg búinn að missa klefann? Leikurinn í dag var þannig að ég er alveg svo viss um að svo sé.
7. Segjum sem svo að LvG segi upp á morgun. Hvern á að ráða? Giggs út tímabilið og Pep fyrir næsta season? Ég myndi vilja það.
Mourinho? Ég hef mínar efasemdir. Hvað segja þeir sem vildu LvG burt í Nóvember af því að „við spiluðum svo leiðinlegan bolta“? Eigum við að fá Mourinho í staðinn? Fyrir mér er það hræsni. Man einhver eftir leikjum Chelsea gegn PSG í CL í fyrra? Eða okkar mönnum (undir stjórn David Moyes) gegn Bayern M? Viljum við það frekar?
8. Ég hef verið vanGaal-in maður lengi en var kominn á hinn vagninn síðustu daga. Ég er þó verulega ringlaður núna í þessum málum og alls ekki viss hvort það myndi breyta miklu. Fyrir mér er leikmannahópurinn bara ekkert betra en deildin sýnir, þá sérstaklega ef tekið er mið af meiðslunum sem hafa herjað á liðið undanfarnar vikur, sem er einmitt sá tími sem hallað hefur undan færi. Hvar værum við ef Luke Shaw hefði ekki meiðst (besti leikmaður liðsins framan af móti)? Hefðum við tapað þessum leikjum ef Bastian hefði ekki látið dæma sig í 3ja leikja bann? Hefðum við tapað gegn Stoke ef Mamphis hefði ekki ákveðið upp á sitt einsdæmi að gefa Stoke eitt mark í forskot? Myndi Mourinho eða Giggs ná í fleiri stig með þennan hóp? Ég er ekki viss. Kannski já, en það er bara alls ekki öruggt.
Ég er algjörlega á báðum áttum með hvað sé best að gera í framhaldinu. Eina sem ég er viss með er, að ef það er möguleiki að klófesta Pep Guardiola fyrir næsta season á að fara ALL IN í það. Þar kemur aftur að hlut og Ed Woodward, því miður…
Kjartan Ingi Jónsson says
Skárri frammistaða en oft áður, engu að síður er 0-0 jafntefli á heimavelli á móti liðinu í 14 sæti varla ásættanlegt. Sjöunda 0-0 jafnteflið staðreynd og núna er Man Utd búið að skora heil 9 mörk í seinustu 10 leikjum. Liðið þarf að bæta sig til muna, leikurinn í dag var vissuleg framför en miklu betur má ef duga skal. Chelski hefði getað stolið öllum stigunum í dag.
Karl Garðars says
Flottur pistill hjá þér Rauðhaus. Mikið sammála þér.
DMS says
Það var framför í spilamennskunni og við vorum hreinlega óheppnir að skora ekki. Tvö skot í tréverkið og misstum af 2 nokkuð augljósum vítaspyrnum. Þetta var með betri 0-0 jafnteflisleikjum sem við höfum spilað upp á síðkastið, en þeir hafa verið alltof margir. En De Ge sá líka um að bjarga okkur frá því að fá á okkur mark.
Mér fannst ég þó skynja meiri baráttu í mönnum í þessum leik en oft áður. Menn voru að tækla og fara all-in í einvígin.
En mikið fannst mér þetta Man City-legt stuntið hjá sölumanninum fyrir utan Old Trafford sem var byrjaður að selja Mourinho trefla. Mikil óvirðing gagnvart Man Utd í heild sinni finnst mér. LvG er enn stjórinn. Hver man ekki eftir Man City gaurunum sem voru að fá sér treyjur merktar Rooney og öðrum sem voru ekki komnir til félagsins ennþá en þóttu líkleg kaup.
Næsti leikur er heimaleikur gegn lánlausu liði Swansea. Það er algjör skyldusigur og mun væntanlega skipta miklu máli hvað varðar framhaldið hjá LvG hjá félaginu.
Ingvar says
Biðst afsökunar herra rauðhaus að finnast eins og Giggs hafi lagt þennan leik upp. Hef bara ekki séð álíka spilamennsku hjá þessu liði síðan að SAF var við stjórnvölinn og þar sem okkar maður Giggs þekkir ekkert annað en þennan stíl af fótbolta þá lá það beinast við að LVG hafi rétt honum stjórnartaumana í smá stund. En miðað við þennan pistil hjá þér þá hlýtur mér ásamt mörgum öðrum að skjátlast hrapalega með okkar skoðanir.
Helgi says
Hjartanlega sammála öllum punktum í innleggi Rauðhaus. Finnst menn vera of fljótir að kalla eftir miklum breytingum þótt að liðið sé að ganga í gegnum eyðumerkurgöngu.
Að utanskildu einu atriði….
Þá er ég ekki alveg sammála þeim punkti að Van Gaal sé búinn að missa klefann. Í leiknum á móti Stoke mátti draga sterka ályktun af þvi og því var leikurinn á móti Chelsea gullið tækifæri til að sjá á svörtu og hvítu hvort menn væru tilbúnir til að berjast fyrir stjórann eða „bola honum í burtu,“ eins og hægt væri að orða það.
(Leikmenn hafa í dag ÞVÍ MIÐUR of mikil völd gegn manninum í brúnni og geta því átt auðvelt með það að spila stjóranum sínum burt.)
Ég veit ekki hvaða leik þið voruð að horfa á en ég hef sjaldan séð jafn mikla baráttu og vinnusemi í liði United undir stjórn LvG. Það sést á mörgum leikmönnum sem láta hjartað í klúbbnum slá með sér þegar þeir hlaupa um völlinn og vilja það besta fyrir liðið.
Þótt Ander Herrera gerði mörg mistök í leiknum og virtist brjóta oft klaufalega af sér þá mátti sjá mikla framför í leiknum hans. Aldrei hef ég séð manninn berjast jafn mikið fyrir rauðu treyjuna.
Hins vegar er ég með nokkra punkta sem huga mætti að:
-Vonbrigðin voru mest hve tempóið var lágt í lokin. Bjóst við miklum fyrirgjöfum og stífri pressu á Chelsea síðustu 10 mínúturnar en sama var upp á teningnum eins og hefur verið síðan LvG tók við: leikmennirnir voru kraftlausir og búnir á því síðustu mínúturnar.
Varnarleikur:
Þrátt fyrir neikvæðu punktana í leiknum þá var þetta heilt yfir flottur leikur. Með stabíllri vörn þá er ég viss um að liðið lokar fyrir fleiri göt í vörninni. Eins og Rio Ferdinand sagði í viðtali árið 2008 þá þarf að vera með stöðuga öftustu 4 sem spila mikið saman og það var lykillinn að varnarárangrinum tímabilið 2007-2008 þegar Evra, Vidic, Ferdinand og Brown (+Van der Sar) spiluðu lang flesta leikina saman.
Þetta er blákaldur sannleikurinn og því miður hefur LvG verið allt of lengi að finna sína öftustu fjóra.
Enað sókninni….
Gott að minnast á orð Rooney sem sagði eftir langþráðan 1-0 sigur á Tottenham árið 2008: „Eins lengi og við erum að fá færi þá hef ég engar áhyggjur. Um leið og færin hætta að koma þá má byrja spyrja sjálfan sig.“
Ef einhverjir muna ekki eftir því þá hafði United einmitt byrjað þá leiktíð illa með tveimur jafnteflum og tapi.
-Í dag fannst mér United einmitt fá HELLING af færum til að loka helvítis leiknum. En það gekk bara ekki eftir.
Fátt fer meira í taugarnar á mér þegar liðið spilar varnasinnaðan bolta og skapar lítið, og svo segir LvG í viðtölum eftir leik: „Við sköpuðum nóg af færum til að vinna leikinn….“
…en það átti svo sannarlega ekki við á móti Chelsea.
-Eina sem ég veit að Manchester United er sterkara en að taka skammtímabreytingar, um leið og liðið gengur í gegnum smá eyðimerkurgöngu á tímabilinu. Klúbburinn er bara ekki þekktur fyrir það. Vil síðast af öllu að þessi klúbbur tileinki sér Chelsea-syndrome-ið.
Eins og Rauðhaus kom inná þá var liðið í flottri stöðu fyrir ekki svo löngu síðan svo menn mættu anda aðeins og hugsa um það sem LvG sagði fyrir blaðamannafundinn á móti Stoke: „Fyrir mánuði var liðið á toppnum, og eftir mánuð getum við enn verið á toppnum. En menn (lesist blaðamenn) virðast ekki geta séð það.“
Ekki misskilja mig. Að undanförnu finnst mér spilamennska liðsins hafa verið grátleg og sjaldan hefur maður verið jafn pirraður að horfa upp á leiki liðsins. En það þýðir ekki að það þurfi strax að grípa til einhverra aðgerða. Með stöðuleika kemur árangurinn. Og stöðuleikinn næst aldrei ef menn ætla reka LvG fyrir þennan eina hörmungar mánuð!
Mesti stöðuleiki sem Manchester United gæti keypt er Guardiola, en það er önnur saga…. ;)
Steinar says
Góð úttekt frá Rauðhaus.
Margt sem mér finnst Van Gaal hafa gert mjög vel og ekki fengið lof fyrir.
Manchester United hafa náttúrulega aldrei þurft að hafa áhyggjur af þessari Executive Vice-chairman stöðu. David Gill hékk þarna árin sem Ferguson var og það eina sem hann þurfti að gera eftir að hann vaknaði á morgnanna var að leyfa honum að stjórna öllu. Sem hann gerði.
Ed Woodward starfaði fyrir fjárfestingarbankann Jp morgan og var ráðgjafi eða aðstoðarmaður Glazer-ana þegar þeir kaupa félagið árið 2005.
Þeir ráða svo Woodward inn í einhver markaðsmál og PR drasl sem hann er virkilega góður í.
Woodward er endurskoðandi sem Glazerarnir eru sennilega hvað sáttastir með að hafa sparað þeim peninga.
í grunninn er því Woodward sérhæfður í reikningsskilum. Áður hefur verið skrifað um ástandið sem Ferguson var að berjast við eftir söluna á Ronaldo, Tevez og co. um það að hann hefði ekki slíkt fjármagn til leikmannakaupa.
Af hverju taka Glazerarnir sem voru einmitt þeir sem settu þessar hömlur á félagið til leikmannakaupa að ráða inn Woodward, uppfæra hann í starfi, og svo að láta hann taka yfir öllu 2012? Jú sennilega því að þeir treysta honum, vita að hann er hagsýnn og leitar að bestu niðurstöðunni fjárhagslega og fyrirtækislega séð.
Þeir eru að reka þetta félag eins og eitthvað brand, og hugsa sennilega mest af öllu um að halda verði á hlutabréfum uppi. Sem er það heimskulegasta sem ég veit um.
Rót vandamálsins er sennilega eins langt frá LVG og hægt er. Sennilega er það ekki peningum að kenna að United hefur ekki náð að laða að stórstjörnur sbr. Muller of þá í sumar, því þeir eru að bjóða þeim ansi há laun.
En það er samt eitthvað annað. Það er eitthvað við þetta system sem Woodward er að gera. Hvað gerir hann þegar hann vill leikmenn? Hvernig fær hann þá ?
Var þetta ekki áður þannig að Gill hringdi í stjórnarformann Leeds og sagði: ferguson vill ferdinand, málið leyst?
Er þetta núna þannig að Woodward hringir í endurskoðanda Bayern og segir: Við höfum tru á því að Muller komi til með að viðhalda háu gengi bréfa, við höfum áhuga.
Það er eitthvað rugl í gangi sem tengist Gaal ekkert. Sama hver kæmi þarna inn núna, það er erfitt.
Rauðhaus says
Vil leiðrétta tvær innsláttarvillur. Annars vegar ætlaði ég að segja í lið nr. 6, varðandi það hvort LvG sé búinn að missa klefann, að ég er alls EKKI svo viss um að svo sé. Hins vegar átti svo auðvitað að standa að leikmenn væru flestir með 50-100 milljónir á mánuði, en ekki á viku.
Og Ingvar, í pistlinum mínum tek ég sérstaklega fram að ég sé ekki viss um hvað sé rétt að gera. Ég kem ekki með neina afdráttarlausa niðurstöðu, enda er ég ekki jafn viss og margir þykjast vera um hvert sé vandamál liðsins. Ég ýja hins vegar að því að það gæti verið mikil einföldun að halda að hin endanlega lausn felist einfaldlega í því að reka stjórann. Það kæmi bara annar stjóri inn, líklega Giggs. Og ég er bara ekkert sannfærður um að það væri einhver töfralausn. Það sama gildir um Mourinho, þó það séu fleiri fletir á því atriði.
Ingvar says
1. Rauðhaus, prooven winner? Ekki margt sem hann getur státað sér af á þessari öld.
2. Er það ekki svolítið vandamál? Neymar, Muller, Bale, Ramos? Eru menn ekki full bjartsýnir að Manchester United félagið í dag ætli sér að kaupa bestu leikmenn í 3 bestu liðum heimsins? LVG hlýtur að hafa eitthvað um það að segja hverjir verða keyptir og eru kröfurnar full miklar fyrir minn smekk. Fyrir nokkrum árum ja en ekki í dag.
3. Eina ástæðan fyrir því að við vorum á toppnum var vegna þess að deildin er arfa slök í ár.
4. Þar er bara ósköp skyljanlegt. Þetta er drep leiðinlegt og eitthvað sem manni hefur hlakkað til síðustu 20 ár, fyrir hvern einasta leik breyttist í kvíða og minnkandi löngun á að horfa á liðið sitt sem skiptir bara öllu máli.
5.Hrunið í meiðsli? Tók ekki eftir þessu hruni. Og hvað? Er hópurinn ekki nógu stór hjá LVG til að tæla það? Sástu meiðsla lista Arsenal í byrjun desember?
6.Allt mikilvægir hlutir til að búa til lið, liðsheild og liðsanda. Eitthvað sem LVG hefur klárlega mistekist að gera.
7. Það er vék hægt að benda puttum að hinum og þessum. En eitt er víst að þetta er lið sem LVG hefur búið til, þetta er hans fílósófía sem hann reynir að innleiða í liðið, hans taktík, hans staff, svo mætti lengi telja. Hann hefur brugðist og að sjálfsögðu á hann að taka ábyrgð á því.
Rauðhaus says
Ingvar, ég held þú sért ekki alveg að skilja helsta punktinn minn. Ég er enginn brjálaður LvG-in maður sem lokar augunum fyrir því að mögulega sé best að láta hann fara. Ég sagði meira að segja að undanfarna daga hafi ég verið kominn á LvG out vagninn, enda sýndist mér að hann hafi verið búinn að missa klefann.
Það sem ég er aðallega að benda á er að umræðan, ekki bara hér heldur útum allt á twitter og í fjölmiðlum, virðist ganga út á það að um leið og LvG verður rekinn og Giggs eða Mourinho taki við muni allt falla í dúnalogn.Vandamálin væru leyst. Ég hef miklar efasemdir um að það sé rétt.
Ég hef líka bent á þá hræsni sem felst í því að vilja reka LvG, þó svo liðið hafi á þeim tíma verið á toppnum eða alveg við hann, af þeirri ástæðu að fótboltinn sem liðið spilar sé svo leiðinlegur – og kalla svo hástöfum eftir því Jose Mourinho verði ráðinn í staðinn. Fyrir mér er þetta algjör þversögn.
Ég ítreka að ég er enginn lestarstjóri á LvG vagninum, síður en svo. Reyndar tel ég að hann sé nánast dead man walking. Það breytir þó ekki þeirri skoðun minni að ég efast um að brottrekstur hans á þessum tímapunkti myndi laga vandamál liðsins. Það væri óskandi að vandamálið væri svo einfalt, en ég tel það ekki vera svo. Og hvort sem menn styðja eða styðja ekki LvG ættu allir að geta sammælst um að hann hefur sannað sig á hæsta stigi fótboltans, er proven winner – líka á þessari öld.