Manchester United er komið áfram í 4. umferð FA bikarins eftir 1-0 sigur á Old Trafford í dag. Rennum yfir helstu atriði leiksins. Liðið í dag var svona skipað:
Varamenn: Romero, McNair, Varela, Lingard (60), Pereira (78), Memphis (60), Keane.
Leikurinn var flautaður á klukkan 17:30. Á 45 mínútu flautaði dómarinn til háfleiks. Á 60 mínútu gerði Man Utd tvöfalda skiptingu þegar Memphis og Lingard komu inn fyrir Mata og Herrera. Á 78 mínútu kom svo Pereira inn fyrir Fellaini. Á 93 mínútu rennir Dean Hammond sér í glórulausa tæklingu á Memphis inn í teignum og úr því varð vítaspyrna sem Rooney skoraði örugglega úr. Leikurinn var svo flautaður af eftir 96 mínútur.
Það er allt og sumt, ég hef hér með farið yfir hvert einasta atriði leiksins. Athyglisverðasta mómentið í leiknum fannst mér klárlega þetta:
https://twitter.com/Squawka/status/685898396490706949
Sigur er sigur og ég fagna auðvitað því að liðið hafi náð að vinna sig áfram í þessari keppni. Ólíkt sumum sem vilja helst gefa kjúklingunum séns í bikarnum þá vil ég tefla fram sterkasta liði og vinna þessa dollu, orðið alltof langt síðan hún stóð í skápnum okkar á Old Trafford. Capital One bikarinn er fyrir kjúllanna, ekki FA bikarinn! Annars má færa rök fyrir því að það skipti engu máli hvernig þessu liði er stillt upp, frammistaðan er alltaf jafn flöt. Eftir leikinn í dag þá er maður auðvitað ekkert alltof bjartsýnn á að United fari mikið lengra í þessari keppni. Maður getur þó alltaf vonað, það kostar ekkert!
Ég ætla að nota þennan laugardag í eitthvað annað en að skrifa einhverja langloku um Manchester United. Ég held til dæmis að sonur minn sé búinn að kúka á sig og ég ætla að fara að skipta á honum, liggur við að mér finnst það skemmtilegra.
Nokkur tíst í lokin:
https://twitter.com/stumathiesonmen/status/685889338790526976
https://twitter.com/ManUtd/status/685925279496187905
https://twitter.com/ManUtdChannel/status/685923454902743041
https://twitter.com/ManUtdChannel/status/685920267915276288
https://twitter.com/ManUtd/status/685907520473448448
https://twitter.com/BBCSport/status/685891828403585026
bjarni says
Sterkt lið, sigur og ekkert annað:-)
Karl Garðars says
Það á greinilega að taka þessa keppni alvarlega sem er mjög gott.
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Hefði viljað sjá Pereira byrja
Robbi Mich says
Út með Rooney og setja Martial á toppinn með Depay á kantinum hefði verið skynsamlegri kostur.
Bjarni Ellertsson says
Allir klappa boltanum of mikið meira segja Smalling af öllum mönnum, er það kannski launatengt. Þetta er ekki ávísun að sigri. Engar hraðabreytingar hjá leikmömmum án boltans. Það rignir líka á leikmenn Sheffield. Koma svo,
Kjartan says
Djöfulli er ég að guppa af leiðindum, 71% með boltan, 1 skot að marki og 0 á mark.
Birkir says
Kæri Van Gaal.
Taktu Fellaini útaf og seldu hann í hálfleik, settu Herrera í stöðuna hans, Rooney í holuna, Martial upp á topp og Lingard eða Memphis á kanntinn. Þú þarft ekki tvo þunga miðjumenn á móti Sheffield Utd á heimavelli.. Takk fyrir.
_einar_ says
Enn eitt 0-0 hálfleikurinn.. sá þessa statík áðan:
The HT scores in #MUFCs last 10 at Old Trafford
0-0
0-0
0-0
0-0
0-0
0-0
0-1
0-0
0-0
0-0
..
Af hverju ekki bara rífa þennan plástur af og segja þetta gott með LVG? Eg hef svosem fulla trú á að liðið skili sér í topp 4 en þetta er bara sá allra leiðinlegasti bolti sem ég hef nokkurn tíman séð mitt ástkæra lið spila. *broken*
Bjarni Ellertsson says
Á meðan boltinn gengur hægt milli manna þá gerist ekki neitt alveg sama hvað lið það er, mætti halda að þetta sé NFL lið, þar sem lið fá 3 tækifæri til að komast 10 metra. Það er enginn andi í liðinu í dag, enginn leiðtogi sem drífur menn áfram (hefur svo sem ekki verið hingð til), allir bara á jogginu enginn þorir að taka áhættu. Bramall Lane er sögufrægur völlur, tekur 32.609 manns í sæti, og mér sýnist leikmenn vilja bæta honum við CV ið sitt.
Seinni hálfleikurinn er þó eftir og trúi ég ekki öðru en við brettum upp ermar, spilum hraða a milli okkar og keyryum upp helvítis kantana, fótbolti er ennþá einföld íþrótt, allt spurning um vilja en ekki flækja hlutina.
Kjartan says
60 mínútur búnar, ennþá ekkert skot á mark
Eddi says
Maður væri nú kannski til í að fórna einhverju smá skemmtanagildi ef það skilaði góðum úrslitum en þetta stefnir nú bara í 0-0.
Jón Þór Baldvinsson says
Vonbrigði númer eitt var strax þegar byrjunarliðið var tilkynnt, aðeins einn ungur strákur inná sem var Bothwick-Jackson. Svo komu vonbrigði númer tvö að liðið var aldrei að skapa neitt, engin skot að marki og bara dólað sér með boltann rétt fyrir utan teig. Andlaust og leiðinlegt liðið þessa dagana. Það var erfitt að halda sig frá því að hætta að horfa á leikinn og fara bara að spila minecraft eða eitthvað annað. Og samt var ég að horfa á leikinn á mexikanskri stöð en eldhressir kommenterarnir náðu ekki einu sinni að gera þessi leiðindi spennandi með öllum sínum hrópum og köllum. Sorglegir tímar sem við lifum á, virkilega sorglegir.
Ingvar says
Þvílík veisla!!!! Besta framistaða tímabilsins, hreint unun að horfa á liðið í dag. Kom smá „down“ kafli í fyrri hálfleik, í svona 45 mínútur en menn létu það samt ekkert á sig fá og þrátt fyrir annan „down“ kafla í seinni, sem var c.a líka 45 mínútur þá kom okkar maður til Bjargar. LVG stóð eins og konungur á hliðar línunni og stjórnaði liði sínu eins og maestro. Gera langtíma samning við manninn, ekki seinna en núna. Get ekki beðið eftir næsta leik.
Siggi P says
Við þurfum meira svona! Heppnissigrar *. Einn svoleiðis í hverjum leik og við verðum meistarar!
*Það er alla vega ekkert annað plan í gangi…
Cantona no 7 says
Skandall frammistada.
G G M U
Hjörtur says
Þetta er algjör hörmung, menn virðast bara ekki þora að skjóta á markið. Þó að Sheff-menn hafi verið mikið minna með boltann, þá áttu þeir miklu frekar skilið sigur en Utd-menn, voru miklu ákveðnari, miklu miklu fljótari í öllum sínum aðgerðum, og ætluðu sér örugglega að fá annan leik á heimavelli, þar sem þeir hefðu rústað þessu Utd-liði. En því miður fyrir þá varð óheppni í uppbótartíma að fá á sig víti, sem eiðilagði draum þeirra að fara í 32 liða úrslit.
Lurgurinn says
Vill ekki alltaf vera neikvæđi dúddinn svo ég ætla ađ vera jákvæđur í dag. Flott víti hjá Rooney, gaman ađ sjá ađ hann er enn međ þetta, búinn ađ bjarga 2 sigrum í röđ fyrir okkur.
Annars er þessi bolti ekkert ađ gera fyrir mig, en vona ađ hann haldi áfram ađ vera árangursrìkur, þađ er jù þađ eina sem skiptir máli…
Sigurjón says
Má til með að bæta þessu við:
Sigurjón says
Scholes orðinn pirraður á þessu öllusaman.
https://www.youtube.com/watch?v=vzKNMRCKCS0
Helgi P says
já þetta var skelfileg spilamennska
DMS says
Sama upplegg og áður, sama gamla tuggan hjá LvG og sama spilamennska. Það er ekkert að breytast. Það er engin framför. LvG er jafn áhugalaus á hliðarlínunni og áður.
Jákvæðir punktar: Smalling var góður. Hinn ungi B-Jackson átti ágætis leik.
Neikvæðir punktar: Sama og áður. B-O-R-I-N-G
Það komu smá dauðakippir í liðið þegar Memphis og Lingaard komu inn á kantana í staðinn fyrir Herrera og Mata. Fengum meiri hraða þannig. Rooney var þá færður í tíuna (bíddu er hann ekki nr. 10? Hvernig væri að spila honum þá þar) og Martial á toppinn. Að spila með tvo defensive miðjumenn í svona leik var algjör óþarfi, við vorum að mæta C-deildarliði á heimavelli. Come on!
Runólfur Trausti says
Sá sem betur fer bara síðustu 20 mín af leiknum.
Eini leikmaðurinn sem leit út fyrir að vera með lífsmarki var Memphis, átti tvo skot og sótti þessa vítaspyrnu. Vonandi að hann fái eitthvað sjálfstraust við það.
Annars er allt sem ég hef lesið um leikinn algjör bilun, tveir 100% sitjandi miðjumenn á heimavelli gegn liði sem er tveimur deildum neðar er nógu vont en þegar þjálfarinn talar um að hitt liðið hafi ekki fengið eitt einasta færi þá er eitthvað mikið að.
Það eina jákvæða er sigurinn, liðið búið að vinna back2back leiki – nú er bara vonandi að þeir haldi áfram því við tekur líklega mjög svipaður leikur gegn Newcastle á þriðjudaginn.