Á morgun fara okkar menn í heimsókn til Newcastle United. Fyrri leikur liðanna var fyrsti af mörgum 0-0 leikjum tímabilsins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, okkar menn sitja í 5. sæti með 33 stig, níu stigum frá Arsenal sem situr í efsta sæti deildarinnar. Á meðan situr Newcastle í 18. sæti deildarinnar með 17 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Newcastle United
Eins mikið og manni langar að kvarta undan hversu marga leikmenn vantar alltaf í leikmannahóp Manchester United vegna meiðsla þá mælir undirritaður ekki með því að væla í Newcastle United stuðningsmönnum. Meiðslalisti þeirra telur 14 leikmenn samkvæmt Physio Room. Fyrirliðinn Fabricio Coloccini og rauðhærði Pirlo (Jack Colback) ættu þó að geta náð leiknum á morgun. Annars vantar þá; Tim Kruul, Florian Thauvin, Vurnon Anita, Papiss Cisse, Mike Williamson, Massadio Haidara, Gabriel Obertan, Steven Taylor, Rolando Aarons, Kevin Mbabu, Emmanuel Riviere og Curtis Good.
Newcastle hefur ekki unnið leik síðan árið 2015, og hafa ekki unnið í fimm deildarleikjum í röð. Eftir að hafa byrjað desember á því að vinna Liverpool og Tottenham hefur liðið sokkið niður í sömu spilamennsku og hefur einkennt liðið undir stjórn Steve McClaren. Í síðustu fimm leikjum hefur liðið náð í eitt stig, jafntefli gegn Aston Villa en svo fylgdu í kjölfarið fjögur 1-0 töp gegn Everton, W.B.A., Arsenal og Watford.
Okkar Menn
United hefur byrjað árið ágætlega, eftir erfiða jólatörn gerði liðið 0-0 jafntefi við Chelsea í leik sem hefði átt að vinnast. Síðan hefur liðið unnið Swansea City og núna síðast Sheffield United.
Ekki að hann hefði spilað annan leikinn á þremur dögum, en Bastian Schweinsteiger meiddist gegn Sheffield og verður því ekki með gegn Newcastle. Að sama skapi eru Phil Jones, Nick Powell, Marcos Rojo, Antonio Valencia og Luke Shaw. Það má því áætla að byrjunarliðið gegn Newcastle verði mjög svipað og gegn Sheffield.
Leikurinn
Miðað við spilamennsku beggja liða undanfarið mætti áætla að leikurinn endi 1-0 fyrir Manchester United. Miðað við frammistöðu Newcastle gegn stóru liðum deildarinnar gæti samt hvað sem er gerst. Ég geng samt svo langt að spá góðum 2-0 sigri okkar manna, Martial og Memphis með mörkin. Eftir hörmulega spá um byrjunarlið gegn Sheffield þá ætla ég að sleppa því núna.
Að lokum viljum við á Rauðu Djöflunum óska Captain Fantastic, sjálfum Bryan Robson, til hamingju með afmælið.
Að sama skapi viljum við kveðja einn magnaðasta tónlistarmann allra tíma; David Bowie. Lag dagsins er því þetta, njótið;
https://www.youtube.com/watch?v=Tgcc5V9Hu3g
Skildu eftir svar