Eru ekki allir og amma þeirra búnir að kvarta yfir hversu leiðinlegt er að horfa á United-leiki? Sú var ekki raunin í kvöld og leikurinn var hinn besta skemmtun þrátt fyrir að Paul Dummett hafi skemmt fyrir okkur öllum með því að stela stiginu á lokametrunum.
Bekkur: Romero, Borthwick-Jackson, McNair, Weir, Mata, Pereira, Memphis.
Newcastle
Leikurinn byrjaði ansi vel fyrir okkar menn þegar Fellaini fiskaði víti. Hann skallaði boltann beint í höndina á Mbemba eftir hornspyrnu. Ef til vill var þetta harkalegur dómur en boltinn fór vissulega í hendina á Mbemba. Mike Dean dæmdi víti og Rooney steig upp af miklu öryggi og kláraði dæmið.
Markið sprautaði auknum krafti í United enda uppskar liðið annar mark eftir frábæra skyndisókn, hvenær skoraði liðið eiginlega síðast úr skyndisókn?
Herrara vann boltann á miðjunni, stakk honum laglega á Wayne Rooney sem beið eftir að Lindgard tæki góðan 40 metra sprett að marki. Rooney lagði hann svo afar snyrtilega á Lingard sem lagði hann á enn snyrtilegri hátt í markið. 2-0 og United bara í góðu geimi aldrei þessu vant.
Á þessum tímapunkti hefði maður viljað sjá United bara læsa leiknum, detta í sömu gömlu leiðindin svo að Newcastle ætti ekki séns en það er svo sem auðvelt að segja þetta eftir á. Newcastle fékk nefnilega ansi góða líflínu rétt fyrir hálfleik þegar Wijnaldium skoraði glæsilegt mark.
2-1 í hálfleik og þetta var mark var blaut tuska, ég fullyrði það að United hefði farið með stigin þrjú heim ef staðan hefði verið 2-0 í hálfleik.
Newcastle-menn byrjuðu af krafti í seinni hálfleik og það var Moussa Sissoko sem dreif sína menn áfram. United hefði þó átt smella sér í 3-1 áður en Newcastle náði að jafna en Martial og Lingard sköpuðu fínt færi fyrir þann síðarnefnda sem honum tókst ekki að nýta.
Það er dýrt að klúðra svona færum og það kom í kollinn á okkar mönnum en Mitrovic jafnaði úr víti um miðbik hálfleiksins. Hann og Smalling voru í miklum glímubrögðum í vítateignum fyrir hornspyrnu heimamanna. Vissulega má segja að Smalling hafi brotið á Mitrovic en ef menn viðurkenna það er ekki hægt að horfa framhjá því að Mitrovic var alveg jafn sekur. Þeir toguðu hvorn annan niður og ég skil ekki alveg hvernig Mike Dean ákvað að Smalling væri brotlegur en ekki Mitrovic?
Memphis kom inn á og honum til hróss var hann nokkuð sprækur annan leikinn í röð. Hann lagði upp þriðja mark United á 80. mínútu en skot hans barst til Rooney sem smellti honum glæsilega í netið.
Á þessum tímapunkti hélt maður kannski að United myndi sigla heim með stigin en nei, Paul Dummett af öllum mönnum dúkkaði upp á lokamínútunum og negldi boltanum í netið fyrir utan teig á 89. mínútu. Sokkurinn var blautur og þungur og svo ótrúlega svekkjandi að fara ekki heim með stigin þrjú.
Nokkrir punktar
Wayne Rooney var ansi sprækur og átti góðan leik. Honum hróss verður að segjast að frá því að hann var tekinn úr byrjunarliðinu gegn Stoke á annan í jólum hefur hann lifnað við. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Þetta er sá Wayne Rooney sem verður að mæta til leiks það sem eftir lifir móts. Hann hefur valdi manni sárum vonbrigðum það sem af er tímabili en batnandi mönnum er best að lifa
Sóknarleikurinn var bara nokkuð sprækur og í raun gerði liðið nóg til þess að vinna þennan leik. Það er ljóst að áherslan hefur verið á sóknarleikinn á undanförnum dögum. Það er samt frekar pínlegt að leikmenn United og Louis van Gaal virðast bara geta gert einn hlut réttan. Þegar varnarleikurinn er sterkur gerist ekkert fram á við en þegar sóknarleikurinn er sprækur eru menn eins og trúðar í vörninni.
Framtíð Louis van Gaal? Ég hreinlega veit það ekki. Það er alveg ljóst að flestir stuðningsmenn eru búnir að fá nóg af honum. Líflína hans er líklega sú að leikmennirnir virðast enn trúa á hann en við höfum ekki séð Moyes-style uppgjöf frá þeim, ennþá. Maður veit ekkert hvað þessi stjórn er að hugsa en það er alveg sama, ef liðið tapar mikið meira af stigum mun liðið missa af Meistaradeildarsæti og miðað við Moyes-brottreksturinn virðist það vera það sem þarf til að reka stjórann.
Liðið á samt að vera lengra komið undir stjórn Louis van Gaal en það er núna og hver einasti leikur sem endar ekki með þremur stigum í poka United eykur bara pressuna á hann. Manni finnst hann bara vera algjörlega kominn á endastöð með þetta lið og ég sé þetta ekkert batna mjög mikið það sem eftir er af tímabilinu.
Nokkur tíst
https://twitter.com/chegiaevara/status/687000116440510464
https://twitter.com/busbymufc/status/687025729729605632
https://twitter.com/beautifullyred/status/687025919337324545
https://twitter.com/barneyrednews/status/687025941571342336
https://twitter.com/rffh/status/687025997259083776
Sveinn says
Þetta var nú meiri horbjóðurinn…ætli LVG verði ekki með fjóra djúpa miðjumenn í næsta leik til að stoppa lekann í vörninni?
Hjörtur says
Ég held við séum að fara í öfuga átt á töfluni, eða kanski ekki við öðru að búast? En leikurinn var bara nokk fjörugur svona á köflum, en verstur andskotinn að hafa ekki náð að landa þremur stigum. Góðar stundir.
Steinar says
Tjah, leikurinn var amk ekki leiðinlegur það er alveg öruggt. Fannst úrslitin sanngjörn.
Siggi P says
Það gerðist eitthvað þarna í Wolfsburg leiknum. Fram að því var vörnin rock solid. Síðan þá finnst manni allt geta lekið inn. Það er ekki allt með felldu ef liðið fær á sig 3 mörk, skiptir ekki máli gegn hverjum. Í stöðunni 2:2 lá það 3ja í loftinu. Það eina sem kom á óvart var að Manchester United náði líka marki. Það er ekki hægt að setja neinn pósitífan snúning á þetta. Liðið er bara ekki að standa sig, hefur ekki verið í langan tíma og ólíklegt það breytist. Því miður.
Runólfur Trausti says
Eftir að komast í 2-0 hefði átt að vera hægt að setja á auto pilot og sigla þessu heim.
Hvað þá gegn Newcastle liði sem hafði ekki skorað 4 leiki í röð.
Það er eins og það sé eitthvað fundamentally að hjá þessu blessaða liði, það er ekkert balance milli sóknar og varnar. Annað hvort fara leikirnir 0-0 og liðið skapar sér ekki færi eða þá að liðið spilar bara All Out Attack frá fyrstu sek og fær á sig milljón færi gegn jafn lélegu liði og Newcastle er. Þetta skrifast allt á Hollenska fauskinn að mínu mati, lítill hópur kemur aftur og aftur í bakið á honum og liðinu – þó svo að hann sjái það auðvitað ekki.
Hvað varða David Moyes uppgjöfina þá kom hún nú í desember. Síðan United var á toppnum í nóvember (að ég held) hefur liðið náð í 7 stig af 24, gegn liðum eins og Norwich, Bournemouth og Newcastle. Gengi United gegn neðstu sex liðum deildarinnar er hörmung, 2 stig gegn Newcastle sanna það.
Það eina jákvæða við þennan leik var það að hann var skemmtilegur og stigið þannig séð sanngjarnt, bæði lið klúðruðu algjörum dauðafærum + Newcastle hefði vel átt að fá víti þegar Lingard hakkaði einhvern Svart/Hvítan niður í teignum í 1-0 ef ég man rétt, þó svo að mér hafi fundist dómurinn gegn Smalling réttur. Hann var hörmulegur í dag, vonandi að Mike Smalling verði kominn aftur gegn Liverpool um helgina.
Jón Þór Baldvinsson says
Magnaður leikur. Hefði viljað hirða öll stiginn en þetta var svo góður leikkur fyrir augað sóknarlega séð að ég var sáttur. Ótrúlegt að tvö leiðinlegustu lið deildarinnar í ár skuli ákveða að berjast svona heiftarlega þegar þau mætast, mögnuð tilþrif en skil vel að Rooney hafi verið fúll að vinna ekki eins og hann spilaði stórkostlega í dag.
Nú er bara að krossa fingurnar og vona að vörninn hissi upp um sig buxurnar en sóknin haldi áfram svona.
Egill says
Frábær sóknarleikur hjá okkar mönnum en mikið rosalega þarf Lingard að bæta fyrstu snertinguna sína, hún er vandræðalega léleg. Annars átti Smallingöll mörkin sem við fengum á okkur, sami gamli Smalling mættur aftur þegar hann hefur ekki tvo djúpa miðjumenn til að vernda sig. Og Blind er bara eitthvað svo gagnslaus, alltof hægur til að spila á miðjunni eða í bakverði og alltof lélegur til að spila í miðverði.
Fyrir utan leikinn í bikarnum hefur verið stígandi í spili okkar manna, því verður ekki neitað, og á meðan hlutirnir eru að batna er algjörlega óþarft að fara að tuða yfir LvG. Ef menn geta ekki staðið við bakið á þjálfaranum og liðinu þegar hlutirnir eru að batna, hvenær ætla menn þá að gera það?
Auðunn Atli says
Ég er hættur að horfa á leiki Man.Utd þegar Fellaini er í byrjunarliðinu.. Er alveg gjörsamlega kominn með upp í kok af getuleysinu í þessum manni fæ engan vegin skilið af hverju þessi maður er ennþá í þessu liði.
Liðsval og uppstillingar Van Gaals pirra mig hvað mest við störf.
Þetta með að hafa Blind í miðverðinum, Young í bakverðinum og Martial út á vængnum eru alveg óþolandi dæmi.
Young er okkar besti vængmaður, hann er ein mesta ógn í sóknarleik Man.utd.
Það má alveg kæla mann eins og Martial stundum, hann er oft aðeins of eigingjarn og gjarn á að missa boltann.
Herrera (ef hann er heill) á alltaf að spila frekar en Fellaini, óþolandi að hann sé tekinn útaf og Fellaini látinn hanga inná vellinum.
Blind er aldrei betri miðvörður en Evans var/er og það er löngu kominn tími til að Van Gaal lagi þá stöðu strax.
það vantar ennþá amk 4 virkilega góða menn í þetta lið, miðvörð, miðjumann, vængmann og hægri bakvörð.
Hef ekki stórar áhyggjur af sóknarmönnum, þeir byrja að skora þegar það koma menn í þetta lið sem hafa getu til að búa eitthvað til og taka menn á.
united átti einn svoleiðis mann fyrir ári síðan en ákváðu eins og fífl að láta hann fara án þess að fá einhver afg svipaðri getu í staðinn, liðið í dag eru afleiðingar þeirra heimskulegu ákvörðun.