Manchester United stillti upp óbreyttu byrjunarliði frá leiknum við Newcastle á þriðjudaginn
Varamenn:Romero, Borthwick-Jackson, McNair, Varela, Pereira, Mata, Memphis.
Lið Liverpool
Fyrstu tíu mínúturnar voru ansi frísklegar. United sótti þó nokkuð en skapaði lítið og það kom ekki á óvart að fyrsta færið var frá Liverpool. Lucas gaf langa sendingu fram sem Lallana komst fyrstur í en skallaði beint á De Gea sem var kominn vel út á móti. Firmino fékk síðan boltann en skaut framhjá. Rúmri mínútu síðar var Lucas aftur á ferðinni með flotta sendingu en Darmian komst vel fyrir Milner og skot Milner fór hátt yfir.
Fellaini fór duglega í Lucas sem trompaðist alveg og um tíma hélt maður að það yrði eitthvað, en svo varð ekki og Clattenburg lét nægja að tala þá til. Lucas var svo aftur heppinn að fá ekki gult fyrir allt of seina tæklingu rétt á eftir, var orðinn aðeins órólegur.
Leikurinn einkenndist síðan af því að United hélt boltanum mikið en eins og í allan vetur vantaði allan hraða í leik liðsins, sendingar voru oftar til hliðar eða aftur og þegar reynt var að koma boltanum á fremstu menn gekk það afspyrnuilla og ekki þannig að hætta skapaðist
Í þau fáu skipti sem Liverpool sótti voru þeir hins vegar ad skapa meiri hættu og komust oftar inn í teig en United, sem reyndar komst aldrei inn i teig . Úr einni slíkri Liverpoolsókn skaut Henderson framhjá fjær í alveg þokkalegu færi.
Af öllum mönnum var það svo Anthony Martial sem kom í vörnina og bjargaði á síðustu stundu. Firmino fékk stungu ínn á teiginn, en Martial setti í fimmta gír, náði Firmino, setti öxlina aðeins í hana og náði boltanum einfaldlega af honum. Frábær vörn hjá sóknarmanninum. Ver gekk hjá öðrum sóknarmanni sem var í vörninni, Ashley Young meiddist í nára og varð að fara útaf. Cameron Borthwick-Jackson kom inn á og fór í vinstri bakvörðinn og Darmian í þann hægri þannig að þetta tíst átti ekki við lengur því allt í einu voru bakverðir í sínum eðlilegu bakvarðastöðum
https://twitter.com/fakejamieb/status/688733144552460288
Síðasta spennan fyrir hlé var ágætur sprettur Martial, en Sakho komst frekar auðveldlega fyrir skot hans.
Liverpoolmenn komu síðan miklu sprækari úr klefunum og það þurfti strax De Gea vörslu þegar Can fintaði Smalling og stakk hann af. De Gea varði skotið í horn.
United komst loksins í sókn, enn var það Martial sem var á ferðinni, braust gegnum vörnina og skaut síðan framhjá úr þröngu færi.
Þegar hér var komið sögu var Liverpool búið að eiga ellefu skot og tvö á mark á móti tveim skotum United, hvorugu á mark. Henderson bætti við báðar tölur Liverpool, vörnin opnaðist fyrir hann og hann skaut af 20 metra færi, en beint á De Gea, ekki vandamál þar.
Lingard var búinn að vera mjög dapur, sást varla og hann vék réttilega fyrir Mata á 66. mínútu. Strax eftir það þurfti De Gea enn að bjarga United og nú með bestu vörslurnar í leiknum. Fyrst tók hann skot Can með frábærri skutlu og þegar Firmino náði frákastinu og reyndi að vippa inn á markteiginn sló De Gea það líka frábærlega frá. De Gea var síðan réttilega valinn maður leiksins.
Það var ekki bara Lingard sem hafði verið lélegur, Fellaini hafði verið hrikalega slakur en hann fékk að hanga inn á. Herrara sem hafði ekki verið mikið skárri fór útaf fyrir Memphis á 72. mínútu.
Skiptingin breytti ekki miklu um gang leiksins en engu að síður kom markið langþráða. Martial sem var langfrískastur manna úti á vellinum tók rispu móti Touré, og fékk horn. Blind hafði verið að taka arfaslök horn allan leikinn en gaf núna stutt á Mata sem gaf fyrir. Fellaini stökk hæst í fimm manna þvögu og skallaði í slána en Rooney hamraði frákastið í netið, óverjandi fyrir Mignolet.
Þeir Michael Carrick, Marcos Rojo og Phil Jones voru allir í hópi United stuðningsmanna á vellinum og fögnuðu rækilega eins og aðrir. Carrick sáum við á mynd hér fyrir ofan með Alex Bruce, syni Steve, en hér er Phil Jones í stuði.
https://vine.co/v/iOIW2VmhHrQ
Þetta er í fyrsta skipti í 11 ár sem Rooney skorar á Anfield og var virkilega kærkomið!
Það sem eftir var af leiknum sótti Liverpool nær stanslaust en vörn United sá við þeim og frækinn, ef hugsanlega eilítið ósanngjarn sigur var í höfn. Þessi leikur er líklega fullkomið dæmi um það sem Van Gaal vill sjá: Stífa vörn, halda boltanum, fá færi og skora úr því. United undir stjórn Van Gaal hefur unnið alla leiki gegn Liverpool og leikjunum tveimur í vetur hefur liðið átt fjögur skot á mark, skorað úr þeim öllum. Jafnvel hörðustu andstæðingar hans verða að viðurkenna að það er ansi hreint skemmtilegur árangur.
Þetta var alger sex stiga leikur. Við sigurinn fer United í fimmta sætið, tveim stigum á eftir Tottenham í fjórða sætinu og sjö á eftir Leicester og Arsenal í efsta sætinu. Og sex stigum á undan Liverpool. Þrátt fyrir allt streðið undanfarið er sem sé alls kyns möguleikar enn í stöðunni
Skiljum við þennan leik með að sjá viðbrögð United stúkunnar við markinu
Auðunn says
Ótrúlegt að Fellaini sé í liðinu og Young í bakverðinum.
Held að Van Gaal hafa rekið síðasta naglann í sína eigin kistu með þessu liði.
mosi says
Góður skyldusigur á slöku Liverpool liði
Kjartan says
Kannski ekki 100% sanngjarnt en hverjum er ekki sama, 4 sigurleikir í röð á móti úlpunum er frábært. Tvö leiðinleg lið mættust sem hafa átt erfitt með að skora, 26 skot að marki hjá báðum liðum en aðeins 1 mark. Rooney er að lifna við, 5 mörk í seinustu 4 er helv. gott.
De Gea er mom, engin spurning með það.
Jón Þór Baldvinsson says
Magnaður leikur! Liverpool voru erfiðir framan af með þessa líka rosa pressu en De Gea svo sannarlega maður leiksins, stóð eins og Gandalfur öskrandi „You sjall not pass“ á poll pakkið. Og Rooney í ham á nýja árinu að slá met með hverju poti. Ekki slæmt að bæta met í svona mikilvægum leik líka! Jæja, nú vill ég sjá góðvin minn Peter Crouch koma inná og skora sigurmark Stoke gegn Arsenal. Þá væri dagurinn minn fullkomnaður.
Siggi P says
Nú sáum við hvernig LVG vill hafa þetta og allt ganga upp. Verjast vel og skipulega og taka tækifærin sem koma. Nú var það smá sofandaháttur og slæm dekkun í horni Liverpool sem gaf líklega eina umtalsverða tækifæri United. Vel gert að taka það færi. En þetta plan virkar bara ef hitt liðið sækir á þig. Flest lið pakka í vörn og eiga þá ekki erfitt með að snúa niður sókn United því hún er bitlaus og úrræðalítil. Þannig eru 90% af lekjunum þetta tímabil búnir að vera. En ef svo á að sækja þá er vörnin skilin eftir heima.
Runar says
Núna er ég búinn að horfa á tvo síðustu leiki, þó svo að ég hafi heitið því að horfa ekki aftur á ManU fyrr en VanGúl væri farinn.. en hvað getur maður annað sagt, en að það sé of mikið United í blóðinu?
Allavega.. þá fannst mér í báðum leikjunum United vera að gera mjög mikið af klaufalegum fyrirgjöfum, Darmion alls ekki sannfærandi, leikmenn að detta út úr sínum stöðum, jafn ofan í hvor öðrum og hreinlega vita ekki afhverjum öðrum?
Margir leikmenn minna mig á Rooney hérna fyrir áramót, þegar hann vissi ekkert hvar hann átti að vera á vellinum eða hvert hann ætti að gefa, sem betur fer sýnist manni fyrirliðinn vera allur að koma til og vonandi liðið með honum!
Halldór Marteinsson says
Þetta var alveg sérstaklega sætur sigur. Eins gaman og það er að sjá United vinna sannfærandi sigra á Liverpool líkt og báðir leikirnir á síðasta tímabili þá er eitthvað krydd í því að taka ósannfærandi sigra gegn Liverpool, tala nú ekki um þegar það er á Anfield (svo er extra bónus þegar sigurmarkið er vafasamt, sem var reyndar ekki raunin í þetta skiptið).
Ég væri hins vegar til í að vita hvernig uppleggið í varnarleiknum hjá United var sett upp fyrir leik. Sérstaklega í fyrri hálfleik kom það ítrekað fyrir að maður sá í það minnsta einn af fjórum úr varnarlínu United einhvers staðar langt úr sinni stöðu og þá iðulega til að fylgja Firmino. Darmian úr vinstri bakverðinum var jafnvel kominn alla leið yfir á hægri kantinn til að fylgja honum. Var lagt upp með það að spila einhvers konar tag-team útgáfu af man marking vörn á hann eða var þetta bara agaleysi hjá varnarmönnunum United að láta teyma sig svona út úr stöðum? Í fyrri hálfleiknum skilaði það stundum álitlegum upphlaupum fyrir Liverpool þegar vinstri vængurinn var kannski tómur, það var eiginlega helst gott að Henderson, Lallana og félagar voru ekki nógu góðir til að nýta sér það. Eða var kannski United einmitt að spila upp á það?
Hjörvar Ingi says
Martial að tala um eitthvað óvænt á facebookinu sínu: „A surprice will come very soon……“
Vilja menn giska?
Egill says
hann litar hárið á sér ljóst ;)
Elías Kristjánsson says
Góð 3 stig í hús. En svakalega var bekkurinn okkar þunnskipaður. Hefur líklega ekki verið dprari í allan vetur.
Auðunn Atli says
Geðveikur sigur í allastaði. Ég veit ekki hvort ég fæ meira út úr sigrinum eða vælinu í úlpunum daginn eftir leik þegar þeir gera sig að fíflum með allskonar skemmtilegum kommentum á almannafæri.. Þeir eru heimsmeistarar í asnaskap og það besta er að þeir fatta það ekki sjálfir greyin.
Það hafa engir gert eins mikið grín af Van Gaal undanfarið eins og þessir scousers en þeir fá það alltaf svo ílla í andlitið aftur. Þetta eru sömu mennirinir og hafa logið að sjálfum sér í áratugi að Liverpool sé að fara að vinna deildina og þeir séu betri en United osfr osfr.
Nú á Klopp að bjarga heiminum, við höfum svo sem heyrt það áður, man vel þegar Dalglish var ráðinn aftur, þá var guðinn sjálfur mættur á svæðið að sýna Sir Alex í tvo heimana osfr osfr.
Það var bara formsatriði að spila deildina, þetta var bara spurning með hversu margra stiga mun Liverpool myndi vinna deildina og hvaða lið næði öðru sætinu.
Þetta er hægt að gefa út skemmtilega bók um sjálfs-lýgi Liverpool-manna.
En að leiknum sjálfum.
Svo sem lítið um hann að segja í sjálfu sér, það þarf ekki merkilega framistöðu til að leggja Liverpool af velli.
Fannst United liðið skána varnarlega þegar Darminio fór í hægri bakvörðinn, hann var alveg út úr kú þarna vinstra megin. Hef bara ekki skilið og skil ekki afhverju Van Gaal setur Young í hægri bakvörðinn og Darmian í vinstri, afhverju setur hann ekki bara Young í þann vinstri og lofar Darmian að spila sína bestu stöðu? Annars á Young ekki að vera í bakverðinum, það er bara skandall.
Fellaini gerði gagn í markinu, annars var hann bara samur við sig og gat ekki neitt.
Það er ákveðin taktík hjá mér að bauna á hann eins og ég get opinberlega því það virðist alltaf skila sér í marki sem hann skorar eða á stóran þátt í.
En í alvöru þá get ég ekki þolað þann leikmann.
Nú er bara að vona að United haldi áfram að vinna leiki,. það eykur sjálfstraustið.
Cantona no 7 says
Alltaf gott ad vinna L pool .
Leikurinn spiladist vel fyrir okkur .
G G M U
Auður F says
haha #11Auðunn Atli .þetta er eitt besta(hlægilegasta) komment sem ég hef séð. hef ekki betur séð en að United menn séu manna mest að drulla yfir LVG. Þú ert samt góður að dæma þigkjánalegann :)
Runólfur Trausti says
Leikurinn var mjög líkur 0-1 sigrinum þegar (King) John O’Shea skoraði sigurmarkið fyrir nokkrum árum. United voru í rauninni arfaslakir, en eitt fast leikatriði, eitt frákast, einn maður sem er ekki vanur að skora og voila! Við höfum 1-0 sigur.
Hvað varðar Darmian og Young þá er ég nánast handviss um að Darmian hafi verið vinstra megin í vörn Torino áður en United keypti hann, reyndar í vængbakverði, en það var staðan sem kom honum á kortið.
Maður nennir varla að kvarta eftir sigur á Anfield, sigurinn er risastór og liðið virðist hafa verið mjög ósátt í hálfleik miðað við fréttirnar. Það er því vonandi að menn rífi sig upp af rassgatinu og liðið fari á smá run núna á næstunni.
Það jákvæðasta við þennan leik fyrir mína parta var að Smalling reif sig upp eftir hörmulegan leik gegn Newcastle (fyrir utan þegar Emre Can skæraði hann upp úr skónum).