23.00 Lok, lok og læs.
https://twitter.com/espnfc/status/694294240130633730
21.40 Munið það sem við sögðum um Omar Elabdellaoui áðan? Gleymið þið því, hann er ekki á leiðinni samkvæmt þessum blaðamanni BBC.
https://twitter.com/SajChowdhury/status/694270022974201856
21.35 Nick Powell hefur gengið til liðs við Steve Bruce hjá Hull City. Powell verður á láni út tímabilið.
Good luck to @NPowell25, who has joined Hull City on loan until the end of the season. #mufc pic.twitter.com/2hU2m0NaBJ
— Manchester United (@ManUtd) February 1, 2016
21.13. Kannski eitthvað? Umboðsmaður norska landsliðsmannsins Omar Elabdellaoui segir að United sé að reyna að næla í kappann. Hann er 24 ára hægri bakvörður sem getur einnig spilað á miðjunni. Ekki ókunnugur Manchester-borg enda alinn upp hjá City.
Agent confirms Man United interested in signing his client. A last minute effort. https://t.co/zQCGoXr6ls
— Sport Witness (@Sport_Witness) February 1, 2016
21.00 Hér er blaðamaður BBC að staðfesta að United hafi reynt að næla í Debuchy.
#AFC rejected #MUFC loan for Debuchy pre-Bordeaux deal. Sanogo to #CAFC loan, Gnabry will go but not tonight – Champ loan window open longer
— David Ornstein (@David_Ornstein) February 1, 2016
18:50 Powell er mættur á KC leikvöllinn
Nick Powell has arrived at the KC to conclude his loan deal. #hcafc are waiting on medical of goalkeeper Dušan Kusiak.
— Matt Dean (@mattdeanbbc) February 1, 2016
17.30 Jose Mourinho var staddur á Wembley í dag til þess að styðja framboð Gianni Infantino til forseta FiFA. Að sjálfsögðu var Mourinho spurður um United-starfið:
Mourinho had nothing to say about Pep or #MUFC as he arrived to support @Gianni_2016 at Wembley pic.twitter.com/cZMbCr8gFF
— Paul Kelso (@pkelso) February 1, 2016
17.20 Steindautt.
16.05 Neibb, ekkert að gerast.
14.40 Auðvitað má ekki gleyma að United hefur nú þegar gert risasamning í þessum glugga en fyrir nokkrum dögum samdi félagið við indónesíska fyrirtækið You.C1000 um að vera opinber orkudrykkjaframleiðandi United í Indónesíu og víðar í Asíu. Woodward, maður.
https://twitter.com/piersbarber18/status/692855073181806593
13.45 Jæja, aftur að glugganum. Nick Powell er mjög líklega á leiðinni til Steve Bruce í Hull á láni út tímabilið.
Hull City "very close" to loan signing of Nick Powell from Manchester United #hcafc #MUFC #bbcfootball
— Ian Dennis (@Iandennisbbc) February 1, 2016
Og svo er þetta skemmtilegt tís frá blaðamanni Manchester Evening News. Það kæmi manni svo sem ekkert á óvart ef Woodward myndi hlaða í einhver 30 milljón punda kaup sem svar United við útspili City.
https://twitter.com/amckeeganmen/status/694154315678744577
13.40 Ansi margt til í þessu.
#mufc left behind again. Missed out on Guardiola twice. Ignored Mourinho twice. And overlooked Klopp when he was available. Cash over glory.
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) February 1, 2016
13.10 Þar fór það. Stærsta frétt gluggans hingað til. Pep Guardiola tekur við City í sumar. Fjandinn hafi það.
City statement on Pep G and Pellegrini pic.twitter.com/NFnOdH6nva
— jamie jackson (@JamieJackson___) February 1, 2016
13.00 Nú á Arsenal að hafa hafnað lánstilboði frá United í Debuchy og er hann á leiðinni til Bordeaux.
Arsene Wenger turned down an offer from Manchester United for Mathieu Debuchy before sanctioning his loan to Bordeaux (L'Equipe) #AFC #MUFC
— Matt Spiro (@mattspiro) February 1, 2016
12.30 Blaðamaður BBC sem sér um að fjalla um Manchester United segist eiga í vændum rólegan dag.
Usual mass of rumours around @ManUtd but I am told to expect a quiet day, whatever that means.
— Simon Stone (@sistoney67) February 1, 2016
12.00 Lítið að frétta og því við hæfi að rifja upp þennan frábæra leik við Arsenal sem fór fram á þessum degi fyrir 11 árum.
Ég mun aldrei gleyma þessum leik. Mourinho var á sínu fyrsta tímabili með Chelsea og Arsenal var mjög öflugt á meðan okkar menn höfðu varla gert neitt af viti í 1-2 tímabil með menn eins og Djemba-Djemba og Liam Miller. Eftir að horft á þennan leik fannst manni þó kannski eins og Ferguson gæti snúið taflinu sér í vil eftir allt saman. Og markið hjá John O’Shea…vá
11.30 Nú á Mathieu Debuchy að vera efstur á óskalista United. Hann hefur lítið fengið að spila hjá Arsenal og Arsene Wenger er búinn að gefa það út að hann megi fara á láni. Setjum þetta í ólíklega flokkinn. Afhverju ætti Arsenal að lána United hægri bakvörð?
Það er óhætt að taka undir þessi orð:
Bara ef LVG hefði haldið í menn eins og Rafael gætum við sleppt svona gríni #djöflarnir https://t.co/McFymjmuPo
— Daníel Freyr 🇺🇦 (@danielfj91) February 1, 2016
United going for Debuchy (and needing him) the flip-side of them just letting Arsenal have Silvestre in 2008.
— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) February 1, 2016
11.00 Nú segir slúðrið að Barcelona sé að íhuga boð í Juan Mata og að United sé opið fyrir því að leyfa honum að fara. Í sumar.
#mufc Barca consider summer deal for Juan Mata. Understand meeting held between Barca & his reps recently in Spain https://t.co/B2ISwAu6sA
— Adam Crafton (@AdamCrafton_) February 1, 2016
10.30 Geisp. Voða lítið að frétta eins og við var að búast. Helsta slúðrið er í kringum Renato Sanchez, leikmann Benfica, en ekkert konkret samt. Það helsta í fréttum er líklega að í gær var dregið í 5. umferð FA-bikarsins. United heimsækir lið Shrewsbury sem er í bullandi fallbaráttu í C-deildinni. Svo á sá mikli meistari Darren Fletcher afmæli í dag, óskum honum til hamingju með það.
07.00 Þetta hefur verið aaaaaansi hreint rólegur gluggi hjá okkar mönnum og það eru fáir sem búast við því að United muni bæta við sig einhverjum leikmönnum áður en að skellt er í lás klukkan 23 í kvöld. Blaðamenn Manchester Evening News vilja meina að mögulega sé bakvörður í sigtinu og einhverjir segja að United muni reyna að næla í Sadio Mane frá Southampton.
Við hér á Rauðu djöflunum búumst ekki við neinum flugeldum en mögulega gætu einhverjir leikmenn farið út á láni í dag, líklega Nick Powell. Við fylgjumst grannt með að venju og munum uppfæra þessa færslu fram eftir degi og þangað til glugginn lokar í kvöld.
Inn
Enginn enn sem komið er |
Út
Victor Valdes | Lán út tímabilið – Standard Liege |
Ben Pearson | Kaupverð óuppgefið – Preston North End |
Liam Grimshaw | Kaupverð óuppgefið – Preston North End |
Sam Johnstone | Lán út tímabilið – Preston North End |
Auðunn Atli says
Samkvæmt pressunni þá hafa eigendur Man.Utd fyrirskipað niðurskurð hjá liðinu, annar niðurskurðurinn í rétt tæpt ár.
Það er eitthvað veri að spara aurinn enda þurfa þessir eigendur að fá sitt..
Björn Friðgeir says
Auðunn: Við erum með færslu reddí um þetta mál.Vildum heyra einhverja staðfesting en bara Express. En sú færsla er næsta ómyrk í máli um þetta.
Björn Friðgeir says
Þessum niðurskurðarorðróm er neitað af innanbúðarmanni
http://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/football-news/manchester-united-deny-glazers-ordered-10814858
Ef þetta er samt rétt þá kemur það í ljós fyrr en síðar
Auðunn Atli says
Ég vonast til þess að þessar niðurskurðar fréttir séu ekki á rökum reistar.
Björn Friðgeir says
Hvern vil ég sjá sem næsta stjóra United? Í röð:
1. Pochettino
2. Pellegrini
3. Mourinho
…
…
…
100. Ryan Giggs.
…
…
1000. Sir Alex
Rúnar Þór says
vá hvað knattspyrnan hefur breyst frá Arsenal leiknum, þarna voru alvöru naglar og tæklingar og asi, nú má ekkert í dag
Omar says
Takk strákar fyrir að halda utan um þetta, veit ekki hvernig maður hefði getað fylgst með öllum þessum hreyfingum sem búnar eru að vera á hópnum í þessum glugga ef ekki hefði verið fyrir samantektina hjá ykkur sl. klukkutíma :) #dauðiglugginn
GG
Tryggvi Páll says
Takk, þetta hefur verið mikil vinna enda brjálað að gera.
Óli says
Mér þætti Pellegini alveg áhugaverður kostur.
En hvað gerist ef City og Bayern mætast í meistaradeildinni? Verður það ekkert vandræðalegt?
Halldór Marteinsson says
Pochettino er áhugaverð pæling, Vitiði hvað hann er með langan samning hjá Tottenham? Líklega tvennt gjörólíkt að reyna að fá hann eftir því hvort hann á langt eða stutt eftir af samningnum sínum
Kjartan says
Einkennilegur gluggi, ekki af því að keyptum engan leikmann, heldur vegna þess að Woodward klúðraði aldrei þessu vant engum félagsskiptum á seinustu stundu. Dragović hefði verið raunhæfur kostur, þá gæti Blind leyst af á miðju eða í vinstri bak.