Fyrrum stórmeistara jafntefli varð niðurstaða dagsins á Stamford Bridge í Lundúnum.
Liðið sem byrjaði leikinn fyrir United í dag var eftirfarandi;
Bekkur; Romero, Varela, McNair, Schneiderlin (’78), Memphis (’85), Herrera (’92), Pereira.
Chelsea stillti svona upp; Courtois, Azpilicueta-Zouma (Cahill ’56)-Terry-Ivanovic. Matic (Pedro ’66)-Mikel. Oscar (Hazard ’54)-Fabregas-Willian. Costa.
Fyrri hálfleikur
Fyrri hálfleikur byrjaði í járnum. Gummi Ben lýsti þessu ágætlega með orðunum „Stöðubarátta svokölluð“. United voru samt sem áður talsvert betri og voru með 70% possession eftir fyrstu 10 mínútur leiksins, eins og svo oft áður þá höfðu þeir samt sem áður ekki náð einu almennilegu skoti á markið. Það kom hins vegar á 17. mínútu, þá gerði Anthony Martial það sem við erum svo vön að sjá hann gera, sjimmí vinstri, sjimmí hægri BAMM! Stefndi boltinn rakleiðis í samskeytin fjær þegar Thibaut Courtois klóraði boltann í burtu með stórkostlegri markvörslu.
Eftir 25 mínútur missti United þau völd sem þeir höfðu á vellinum, en á fyrstu 25 mín. leiksins fékk liðið 9 hornspyrnur, án þess þó að skapa sér marktækt marktækifæri. Í aðeins annarri hornspyrnu Chelsea átti Nemanja Matic góðan skalla á markið sem David De Gea greip samt sem áður örugglega. Næstu 15 mínútur leiksins voru eign Chelsea og þurfti Chris Smalling að eiga last ditch tæklingu til að hindra að Fabregas færi einn í gegn. Í kjölfarið fylgdu færi hjá Diego Costa, Oscar og John Terry án þess þó að ógna markinu af viti.
0-0 í hálfleik.
Síðari hálfleikur
United byrjaði síðari hálfleikinn í fimmta gír. Eftir 5 mínútur þá var Wayne Rooney búinn að eiga fínt skot fyrir utan teig sem Courtois varði, sem og Martial var búinn að keyra á Branislav Ivanovic og eiga skot hárfínt framhjá nærstönginni. Áfram héldu yfirburðir United og átti Lingard skot sem Courtois varði og Rooney hamraði frákastinu sömuleiðis í markmanninn.
Eftir rúmlega 10 mínútna leik í síðari hálfleik fór Kurt Zouma upp í skallabolta með þeim afleiðingum að hann lenti illa í grasinu og var borinn af velli. Leit þetta mjög illa út og vonandi nær Zouma sér sem fyrst.
Aðeins fimm mínútum síðar komst United yfir, Borthwick-Jackson átti eina af sínu baneitruðu sendingum inn í teiginn þar sem Rooney tíaði boltann upp fyrir Jesse Lingard sem snéri með boltann og smurði hann svo upp í samskeytin.
Eftir markið gerði United hinsvegar það sem má í rauninni alls ekki gegn Chelsea, þeir lögðust nánast inn í sitt eigið mark til að verja stigin þrjú. Chelsea gekk á lagið og þurfti David De Gea að taka á honum stóra sínum trekk í trekk með vörslum frá Ivanovic, Fabregas og Pedro. Áfram héldu yfirburðir Chelsea og United voru í algerri nauðvörn síðasta korterið.
Í uppbótartímanum þá braust stíflan, Daley Blind rauk upp úr varnarlínunni til að mæta Hazard að mig minnir, í staðinn fór boltinn á Diego Costa sem var á bakvið hann. Maður leiksins fram að þeim tímapunkti sat því miður eftir og gerði Costa réttstæðan, sem tókst að drösla boltanum yfir línuna og staðan orðin 1-1. Stuttu síðar náði Costa að snúa Smalling af sér og átti skot sem De Gea varði.
Lokatölur 1-1.
https://twitter.com/optajoe/status/696354106101932032
Punktar
a) Í ’90 mínútur leit Cameron Borthwick-Jackson út eins og 30 ára reynslubolti, hann var með Willian/Oscar í vasanum. Þaut upp og niður völlinn eins og rennilás, átti góðar sendingar, spilaði sig úr vandræðum, var í raun fullkominn. En í blálokin, gleymdi hann sér, steig ekki upp með Daley Blind og spilaði Costa réttstæðan, en miðað við frammistöðuna, og þá staðreynd að hann er 18 ára gamall er auðveldlega hægt að fyrirgefa honum.
b) Að sama skapi var Chris Smalling með Diego Costa í gjörgæslu í ’90 mínútur. Hann elti hann útum allan völl, á einum tímapunkti í fyrri hálfleik elti hann Costa nánast upp að vítateig Chelsea. Costa var orðinn vægast sagt brjálaður, það var því týpískt að af öllum mönnum þá var það Costa sem var laus í teignum í lokin. Og Smalling hvergi sjáanlegur.
c) Árangur United á Stamford Bridge undanfarin ár hefur ekki verið upp á marga fiska og því jafntefli ásættanlegt. Sérstaklega miðað við orrahríðina sem David De Gea stóð af sér í venjulegum leiktíma. Flottur leikur hjá United að mörgu leyti en eftir að hafa komist yfir lagðist liðið of aftarlega og Chelsea gekk á lagið.
d) Í næstu umferð er allt undir, liðin fjögur fyrir ofan United mætast öll innbyrðis. Því VERÐUR United að vinna sinn leik í næstu umferð, ef þeir ætla sér að vera með í þessari baráttu.
e) Að lokum þá er vert að minnast á að stuðningsmenn United voru frábærir allan leikinn og maður leiksins, eins og svo oft áður, er spænski markvörðurinn okkar. #DaveSaves taggið verður vonandi okkar um ókomin ár. Borthwick-Jackson fær samt massíft S/O fyrir rosalega frammistöðu fram að ’91 mínútu, vonandi heldur hann áfram á sömu braut.
Endum þetta á smá klippu af De Gea;
Can't imagine where Man Utd would be without De Gea pic.twitter.com/pkL7JfIADl
— Man Utd Videos ⚽️ (@ManUtdVines) February 7, 2016
Rauðhaus says
Erfitt að ætlast til þess að liðinu sé breytt eftir sennilega bestu frammistöðu tímabilsins í síðasta leik. En það er samt eitthvað bogið við það að Fellaini sé að byrja en bæði Schneiderlin og Herrera á bekknum. Vonandi mun hann þó standa sig og láta ekki reka sig útaf fyrir fautaskap.
Krummi says
Bojack, what a man
Karl Garðars says
Þetta var súrt en sanngjarnt held ég. Mér fannst Fellaini eiga ágætis leik líka. Hann var í.þ.m úti um allan völl og á eftir öllum boltum.
Ég get svo ekki orða bundist yfir því hvað mér finnst Obi Mikel ömurlegur durtur. Það munaði mjög litlu að hann færi hroðalega með Carrick og það var ekki Mikel að þakka að það fór ekki verr. Það ætti undantekningalaust að gefa mönnum 5-10 leikja bann fyrir svona fáránlegar tæklingar til að losna við þetta alfarið úr boltanum. Ég er guðs lifandi feginn að við losnuðum við að fá þetta kvikindi í liðið og höfðum út úr því aur líka.
Pillinn says
Vonbrigði þessa leiks eru að mínu mati Memphis. Fannst hann eiga vægast sagt lélega innkomu og skömmu áður en Chelsea skoraði áttu Utd bara að skora. Voru komnir í mjög góða stöðu til að skora og þá gerir Memphis eitthvað mjög undarlegt og sendir boltann bara á markmann Chelsea. Hvað var það?
En jafntefli á móti Chelsea á útivelli er yfirleitt í lagi, en eins og staðan er þá þurftu þeir bara sigur því öll hin liðin unnu sína leiki nema City. Þetta hefði því verið fínt að halda í við þau en í staðinn eru þau farin að draga sig frá, er að verða ljóst hvaða 4 lið ætla að sigla þessu CL sætum og við virðumst ekki ætla að ná að verða eitt af þeim.
En Memphis ætti held ég bara að lána frá Utd því hann er ekkert að gera, virðist vera alveg snauður af sjálfstrausti og gerir bara hlutina verri þegar hann kemur inná.
Auðunn says
Það mun taka mig nokkrar daga að jafna mig á þessari innkomu Depay, þvílíkur sauður.
Ingvar says
Svona svo ég komi Memphis aðeins til varnar þá ætla ég rétt að vona að menn haldi ekki að þessi leikur hafi ráðist á þessari einu sókn sem klúðraðist? En ef þið horfið á þetta aftur þá fer boltinn af Azpilicueta og þangað til Courtois en ekki bara beint til hans. Hefði svo sannarlega getað gert betur en þetta var líka fín vörn hjá Cesar. En annars hundfúlt bara!
Heiðar says
Við erum að tala um að United var 3 á 1 þegar þetta gerist og Memphis kýs að gefa hann þegar hann er einn á auðum sjó. Það misheppnaðist svona ævintýralega. Ég man í 3. deildarboltanum í den þegar okkur var kennt að gefa aldrei boltann í yfirtölu fyrr en varnarmaðurinn kemur í þig – þannig geturðu verið fullviss um að þú sért búinn að losa meðspilarana. Ótrúlegt þegar maður sér þessu klúðrað trekk í trekk. Það versta var að Memphis yppti bara öxlum….. svo fóru Chelsea og skoruðu í næstu sókn.
Vissulega ekki eina atvikið sem réði úrslitum en þetta situr svo sannarlega í manni. Velti fyrir mér skynseminni hjá van gaal að taka Lingard út af sem virtist enn vera í fullkomnu jafnvægi og setja Memphis inn á í staðinn.
Atli Þór says
Ég er ánægður að sjá hrósið sem Cameron BJ fær í umsögninni hérna, Ég var mjög hrifinn af hans frammistöðu í dag og var hugsa að þarna væri kominn strákur sem með sama áframhaldi gæti veitt Luke Shaw verðuga keppni um þessa stöðu. Og hann mun læra og vaxa af þessum mistökum varðandi rangstöðuhreyfinguna sem vantaði hjá honum í jöfnunarmarkinu.
Hann verst vel, var oft einn á einn með lítinn stuðning, er ágætur skallamaður, með frábærar fyrirgjafar og svo vottaði fyrir flottri knatttækni hjá honum, Mjög efnilegur leikmaður,
Ingvar says
Ég myndi horfa á þetta aftur Heiðar ef þetta situr í þér því mér finnst úti hött að blasta Memphis fyrir þetta, 3 á 1 er líka bara langt frá því að vera satt. Memphis út við hliðarlínu og Schneiderlin bíður um stungu inn fyrir sem Azpilicueta kemst fyrir, eina sem er súrt er að Chelsea fer í sókn og skorar og set ég stórt spurningarmerki við Blind í varnarleiknum þar.
Dogsdieinhotcars says
Ég er sammála öllum: Depay átti að gera betur, einfaldari sending og Schneiderlin væri í gegn. Schneiderlin átti samt bara ekkert að vera að rjúka fram, átti bara að halda og Memphis að fara upp í horn með boltann. Báðir bökkuðu síðan eins og þeir væru í fríi á Tenerife en ekki á Stamford Bridge. Blind seldi sig, CBJ klikkaði á línunni. Versta var að CBJ smassaði ekki bara Costa niður í annars frábærri tæklingu.
Mómentið eftir tæklinguna þegar Costa var farinn framhjá De Gea var eins og þegar maður veit að maður er að fara að lenda í árekstri og getur ekkert gert í því, fyrir þá sem þekkja tilfinninguna.
United bakkaði alltof mikið eftir markið og jafntefli í endann sanngjarnt.
Sammála Runólfi í öllu þessu match report, góð greining.
Auðunn Atli says
Það sauð á mér gagnvart Depay í gær þegar jöfnunarmarkið kom, eftir að hafa skoðað þetta atvik 2x aftur þá hef ég ekki breytt neitt um skoðun. Þetta mark skrifast 90% á hann.
Sjáið síðan attitude-ið hjá honum þegar United er að verjast eftir að hann klúðraði sókninni á undan, það er bara eins og hann nenni þessu alls ekki. Hugarfarið er ekki til staðar inn á vellinum hjá þessum manni eins og staðan er í dag,því miður fyrir United er hann Hollendingur, þeir fá sérmeðferð hjá Van Gaal.
Runólfur Trausti says
Ég verð að viðurkenna að ég tók ekki einu sinni eftir þessu með Memphis þegar leikurinn var í gangi. Hefði eflaust pælt meira í þessu ef það hefðu verið 1-2 mín eftir en það voru í kringum sex mínútur eftir þegar hann reynir þessa stungu inn á Schneiderlin. Ég myndi frekar kenna Schneiderlin um að vera rjúka svona upp völlinn á þessum tímapunkti.
Hvað varðar gagnrýni á Memphis hversu latur hann er til baka þá virkar þetta á mig eins og gagnrýnin á Berbatov, þó menn hlaupi ekki um eins og hauslausar hænur (Rooney, Jones og fleiri Englendingara) þá þýðir það ekki að þeir séu ekki að „put in a shift“ eða hlaupa jafn mikið – þeir hreyfa sig einfaldlega öðruvísi. Besta dæmið er eflaust Juan Mata sem hljóp manna mest í leiknum, efast um að einhver hafi tekið eftir því.
Svo er annað með hann Memphis, ég ætla leyfa mér að efast um að hann hafi svo mikið sem þurft að fara aftur fyrir miðju hjá PSV. Hann er því ennþá að læra, sem hann er vonandi að gera. Svo er hann einnig að aðlagast deildinni og öllu sem því fylgir en skv. honum sjálfum hefur hann bætt á sig 4-5 kílóum (en er í sömu fitu%) síðan hann kom – svo eflaust er hann að venjast því líka.
Að lokum þá spilaði hann með U21 liðinu í gær, lagði upp 3 mörk og virkaði almennt frekar hress með lífið :) Umræddur leikur fór vissulega 7-0 fyrir United og innihélt Romero, Jones (60 mín), Varela, Januzaj, Pereira, Memphis og Will Keane (sem skoraði FIMMU). Vonandi að flestir þessara fái einhverjar mínútur í Evrópudeildarleikjunum sem og FA Cup leiknum gegn Shrewsbury.
Eric says
Great guy’s thanks for sharing this with us.
Eric says
Great guy’s thanks for sharing this with us.