Fyrir leikinn í dag var ljóst að sigur í dag myndi saxa á a.m.k. tvö toppliðanna fyrir ofan okkur þar sem þau áttu öll innbyrðisleiki.
Það kom því fáum á óvart að leikurinn tapaðist.
Það er varla hægt að segja að leikurinn hafi verið byrjaður þegar Wahbi Khazri skoraði eftir tvær og hálfa mínútu. Aukaspyrna dæmd á Darmian fyrir klaufalegt brot úti á kanti, Khazri sveiflaði boltanum inn á teiginn, boltinn fór fram hjá öllum leikmönnum og laumaðist inn alveg úti við stöng. Skelfilegt mark að fá á sig!
United fór í venjulega gírinn og hélt boltanum vel en voru þó að ná nokkrum þokkalegum sóknum, Darmian var í fyrirgjöfunum en Sunderland varðist vel. Reyndar fékk Defoe færi á að bæta við eftir klaufagang í vörn United en Smalling bjargaði á endanum.
Annars gerðist fátt fréttnæmt fyrr en tíu mínútur voru eftir af hálfleik, Matteo Darmian lenti í slæmu samstuði og lenti síðan illa á öxlinni og þurfti að fara útaf. Donald Love kom inná í sínum fyrsta leik fyrir United enda eini varnarmaðurinn á bekknum. Flokkum það undir einu heppnina í leiknum að Love er ekta hægri bakvörður, þannig að hann fór í sína réttu stöðu.
Jöfnunarmark United kom rétt á eftir. Mata átti ágætt skot sem Mannone varði glæsilega en Martial var fyrstu í boltann og vippaði rétt yfir Mannone sem var í grasinu. Frábær afgreiðsla hjá eina heimsklassaútispilara United. Annars sótti United frekar en hitt það sem eftir var hálfleiksins, en náðu ekki að gera sér mat úr því.
Sunderland byrjaði seinni hálfleikinn nokkuð frísklega, Daley Blind bjargaði vel þegar Defoe var í góðu skotfæri, en annars hélt leikurinn áfram í sama farinu. United með boltann, sótti oft, en alltof mikið var um mistök leikmanna, mistækar sendingar og Sunderland var oftast á undan í boltann. Á 61. mínútu fékk N’Doye sendingu inn fyrir en í þúsundasta skipti í vetur bjargaði David de Gea okkur og varði í horn.
Jesse Lingard hafði verið ósýnilegur í leiknum og kom ekki á óvart að hann var annar leikmaður United til að fara af velli fyrir Memphis. Það bætti lítið og eftir kortér í viðbót af þrautleiðinlegum leikkom sigurmark Sunderland. Þeir fengu horn, Lamine Kone stökk hæst og þrátt fyrir að boltinn færi næstum beint á De Gea, náði De Gea ekki að stoppa hann og ekki heldur Martial á línunni, heldur fór hreinsunartilraun Martials í olnboga De Gea og inn. Annað skelfilega markið til.
WIll Keane fékk nokkrar mínútur til að reyna að bjarga sökkvandi skipi en mark á lokamínútum heyrir United sögunni til og því fór sem fór.
Þau sem horft hafa á leiki United í vetur þurfa varla frekari lýsingu á leiknum. 65% með boltann, sjaldan hætta, Sunderland miklu grimmari og alveg hálft liðið ósýnilegt. Fengu reyndar allmörg horn en sköpuðu aldrei hættu. Á hinn bóginn komu bæði mörk Sunderland úr slíkum.
Sem sé: Sanngjarn sigur Sunderland í leik sem sýndi allar verstu hliðar United liðsins í vetur.
Uppgjörið
Þetta er orðið gott. Þannig er það nú bara. Það er oft sagt að það sé auðveldara að reka einn stjóra en ellefu leikmenn og nú þarf að fara eftir því. Ekki það, þegar José Mourinho tekur við liðinu þá verða ýmsir leikmenn að fara að læra grunnatriðin í kínversku.
https://twitter.com/manutdstuff/status/698546482887028737
Í leiknum í dag voru fáir góðir en Rooney, Schneiderlin, Carrick, já og Smalling alveg á hælunum. Það verður sárt fyrir Van Gaal að sjá þessa leikmenn taka sig saman í andlitinu þegar nýr stjóri mætir á svæðið en þannig er bara fótboltinn. Þegar leikmenn geta ekki séð til þess að lélegustu liðinum sé refsað þá er einfaldasta lausnin að reka manninn sem á að stýra refsingunni.
Fljótt á litið þegar litið er yfir síðustu þrjú, já jafnvel fjögur ár, hjá United þá virðist fljótt á litið aðeins tvær ákvarðanir utan auglýsingadeildarinnar hafi verið réttar: Kaupin á Martial og faxvélafokkið gagnvart Real. Ekkert annað hefur gengið upp. Ekkert.
Nú þarf að taka rækilega til í klúbbnum. Brottvikning Louis van Gaal er aðeins einn hluti af því. Edward Woodward lofaði hluthöfum því fyrr í vikunni að grundvallarendurskoðun á starfsemi unglingadeildarinnar væri lokið og vænta mætti frétta. Í gær komu fréttir um að Paul McGuinness (sonur Wilf, stjóra United 1969-70 og United maður inn að merg) hefði sagt upp sem stjóri U-18 ára liðsins sem tapað hafði 12 leikjum í röð og í hans stað kemur stjóri U-21 liðsins, Warren Joyce. Fregnir herma síðan að Nicky Butt taki við sem yfirmaður unglingastarfsins. Við vonumst síðan eftir topp ráðningu í varaliðið.
Næsta skref er að fá inn yfirmann knattspyrnumála. Það er ekki boðlegt að hafa enn strúktúr frá 1986, þar sem stjórinn er einn og næsti yfirmaður hefur ekkert vit á fótbolta. Slúðrið vill meina að inn komi Andrea Berta frá Atlético Madrid, sem er jafn mikill Jorge Mendes maður og Mou, en miðað við talentinn sem hefur endað hjá Atléti undanfarin ár þá gæti mér ekki verið meira sama. Síðan þarf að hugsa fram í tímann og hvaða stjóri er næstur í röðinni, og miðað við hvar stjórar eru að raða sér í toppliðin, er það nokkuð fjarstæðukennt að Diego Simeone verði á lausu þegar kemur að þvi að ráða arftaka Mourinho?
Eftir að þetta allt er komið þá verður verslað. Í fyrrnefndu hluthafaviðtali var Woody spurður hvers vegna Leicester væri svona miklu betra á hundódýrum mönnum. Aldrei þessu vant svaraði Woody rétt: United verður að kaupa menn sem eru heimsklassamenn eða um það bil að taka skrefið þangað. United hefur ekki svigrúm til að kaupa Riyad Mahrez 23 ára úr annarri deildinni í Frakklandi og gefa honum séns í ár til að taka skrefið. Við sjáum jafnvel þegar við erum að taka landsliðsmenn eða menn úr öðrum toppliðum svo sem Blind og Herrera og jafnvel Schneiderlin að dýrir vonarpeningar geta svikið. Þá er bara að vona að einhverjir af þessum toppleikmönnum sem Woodward hefur verið að elta með núll árangri láti sjá sig þegar Mourinho mætir á svæðið, og að Mendes láti okkur frekar fá Ronaldoa en Bébea.
Stefan says
Ég er ekki mikið að væla yfir liðinu enda lítið sem haft er uppúr því en seriously, eftir þennan snilldar leik þá þarf Van Gaal að fara og Ash úr Pokemon má taka við.
Rúnar Þór says
LVG gerir alltaf sömu mistökin! vitlaust uppsett lið, þú átt ekki að hafa 2 varnarmiðjumenn á móti Sunderland sem liggur með allt liðið tilbaka. Hafa Carrick og svo t.d. Herrera. Það verður að koma einhver sóknarógnun frá miðsvæðinu. 2 varnarmiðjumenn gagnast nákvæmlega ekki neitt. Er LVG virkilega svona þrjóskur/blindur að hann geti ekki lært af mistökunum??
Þetta er SKANDALL!!! öll topp4 liðin eru að keppa við hvort annað. Gullið tækifæri til að minnka bilið en náum ekki einu sinni jafntefli við SUNDERLAND!!!!!!!!!!!!!!!!
Emil says
Það er svo pirrandi að alltaf þegar maður heldur að það sé komið eitthvað smá flæði í þetta hjá þeim í sókninni þá drepa þeir allar vonir bara með einhverju svona djóki!
– Spilið var á tímabili orðið eins og í fyrri hluta tímabils; 5 min handboltasókn sem endar á misheppnaðri sendingu. Þó við værum líka að ná þokkalegum snöggum sóknum inn á milli þá kom bara ekkert út úr þeim nema mögulega hornspyrnur – sem leiðir mig að næsta punkti
– Hversu ógeðslega fokking lélegir erum við í föstum leikatriðum?! Við fengum þarna nokkrar hornspyrnur sem fóru ALLAR á fjær og það var undantekningarlaust bara einn leikmaður á fjærstöng og alltaf fór boltinn bara yfir alla. Þetta sást vel í Chelsea leiknum líka þegar við fengum þarna 30 hornspyrnur á einhverjum 30 sekúndum eða eitthvað og uppskárum c.a. hálft marktækifæri. Þetta þarf að laga!
– Varnarlega séð erum við líka ömurlegir í föstum leikatriðum. Menn eru alveg úti á þekju.
– Dómarinn í dag leyfði leiknum að fljóta og fær svona málamiðlunarhrós fyrir það en fokk hvað hann átti slakan leik, á báða bóga.
– Menn voru einhvernveginn hálfsofandi allan leikinn fannst mér og við vorum alls ekki mættir fyrsta hálftímann. Menn voru ekki að átta sig á því að Sunderland eru að berjast fyrir sæti sínu í deildinni og héldu bara að þeir fengu allan tímann í heiminum til þess að snúa með boltann eða horfa eftir sendingum en staðreyndin var sú að Sunderland menn voru instant mættir til að girða niður um okkur. ÞETTA ER SVO FOKKING PIRRANDI! Afhverju eru menn ekki tilbúnir í svona leik?
Hafandi sagt þetta hef ég svosem enga lausn á vandamálinu. Liðið í dag var sennilega bara sterkasta liðið sem við höfum yfir að ráða þessa dagana. Það hefur verið í tísku að öskra bara Van Gaal out þegar illa gengur og ég er svosem alveg sammála en leikmennirnir voru aaaarfaslakir í dag.
Við töpuðum tækifærinu til að saxa á efstu liðin þar sem þau mætast öll innbyrðis um helgina og það verður bara mjög erfitt að ná CL sæti upp úr þessu.
Rant over.
Mann djöfull says
Ha ha ha ha ha ha
Runólfur Trausti says
Mig langar rosalega að skrifa langt og ítarlegt rant en ég gerði það því miður um daginn og hlutirnir eru í rauninni alveg eins.
Það sem vantaði í fyrsta „Reiðilestur Runólfs“ ; http://www.raududjoflarnir.is/2015/12/30/reidilestur-runolfs/ var umræða um föst leikatriði en þau eru gjörsamlega út í hött.
Liðið fær á sig færi úr nánast hverju einasta uppsetta leikatriði en geta ekki fyrir sitt litla líf skapað sér eitthvað úr föstu leikatriði.
Miðað við mann sem á að vera jafn taktísktlega séð þenkjandi og LvG þá eru þessi föstu leikatriði mér hulin ráðgáta.
Annars vitna ég bara í pistilinn minn sem ég nefndi að ofan, þetta er eins og Groundhog Day leik eftir leik. Orðið vel þreytt.
Siggi P says
Van Gaal verður ekki rekinn fyrr en það er tölfræðilega útlokað að verða í CL á næsta ári. Því fyrr sem við dettum úr Evrópudeildinni því fyrr verður það. Sigur í FA bikarnum mun ekki breyta neinu en verða ágætis bónus sem fyrsti bikar Mourinho.
_einar_ says
Það er ekkert hungur eða ákefð í þessu liði lengur. 3 sigrar í síðustu 13 deildarleikjum segir allt – við værum í fallbaráttunni hefði skrifstofustjóri Real Madrid ekki verið að keyra Windows 95 á vélinni sinni. Guð blessi það klúður.
Hugsa að það sé litlar líkur á að Van Gaal verði rekinn fyrr en eftir leiktímabilið þó það sjái það *allir* nema stjórnin að hann er á endastöð með liðið. Nú talar hann um evrópudeildina sem okkar besta möguleika á að ná CL sætinu. Með þessari spilamennsku hugsa ég að liðið nái ekki einu sinni að leggja Midtjylland af velli.
4. Sætið er algjör lágmarksárangur fyrir þetta lið – allt fyrir neðan það er stórsslys.
RÍFA PLÁSTURINN AF. Interim þjálfara út tímabilið – verður varla verra úr þessu. Eða bara Mourinho inn! Gefa honum séns á að meta leikmennina í persónu og kynnast áður en sumarglugginn opnast og hefja uppbyggingu úr þessum rústum.
Pumba says
Mourinho inn? Er þá bara ekki betra að hafa þennan trúð áfram við stjórnvölin heldur en að ráða annan og borga milljónir punda fyrir að halda áfram draga klúbbinn í svaðið. Mourinho byggir ekkert upp enda aldrei gert það, svo krefðist hann þess að meira og minna að allir yrðu seldir og hann þyrfti 6-800 millur til að búa til nýtt lið,sem hann verður hvort sem er kominn í stríð við á öðru tímabili.
Vona bara að hann fari til Kína eins og flestir þessa daganna :-)
_einar_ says
Jahh, kannski full ósanngjarnt að segja að hann hafi aldrei byggt neitt upp. Vissulega hefur hann oft fengið úr miklu pening að moða, t.d. hjá Chelsea og RM en þrennunar(!) með Inter og Porto stórkostlegur árangur. Ef LVG fær reisupassan aftur til Hollands myndi ég allavega ekki kvarta ef Mourinho yrði ráðinn. Hann er sigurvegari, það er óumdeilt, en vissulega er karakterinn hans umdeildur og oft á tíðum leiðinlegur.
Það er ekki hægt að hunsa árangurinn hans. Ágætis upprifjun http://www.skysports.com/football/news/11668/9739857/chelsea-real-madrid-inter-milan-and-porto-jose-mourinhos-21-trophies
Mourinho eða ekki, þá er ég allavega búinn að fá nóg af LVG.
Dogsdieinhotcars says
Þetta er algjörlega óásættanleg úrslit. Liðið, kallarnir eru samt bara lélegir. Ekkert power í þessu sniglaliði á ári þar sem Leicester vinnur leiki á dugnaði og baráttu.
Hver í Manutd er betri en t.d. Vardy og Mahrez?
Ég veit að menn eru í meiðslum en veit líka þau eru oft þjálfurum að kenna.
En að þetta milljarðalið vinni ekki Sunderland er bara til háborinnar skammar. Það er ekki eins og þetta sé bara eitthvað „one time“ Af 45 sstigum mögulegum hafa Manchester náð í samtals 20 á móti liðum í neðri hlutanum.
Burt með Van Gaal og Woodward líka. Woody getur farið og selt núðlur á skrifstofunni, ekki að vera hugsa um fótbolta.
Annaðhvort Móra inn eða Simeone og gera það bara núna. Þegar það er nánast það eina sem gæti gert mann glaðan á þessu tímabili. Ef ekki hægt að fá þá, bara fá Rúnar Kristins eða Ólaf forseta eða King Allardyce, bara einhvern annan.
Helgi P says
það er nokkuð ljóst að það verður enginn meistaradeild hjá okkar mönnum
Heiðar says
„United hefur ekki svigrúm til að kaupa Riyad Mahrez 23 ára úr annarri deildinni í Frakklandi og gefa honum séns í ár til að taka skrefið.“ Þetta er að mörgu leyti rétt en þó höfum við undantekningar. Hvað var t.d. að ske þegar Gabriel Obertan var keyptur?!?!
Pillinn says
Síðari hluti fyrri hálfleiks var nokkuð flottur. Fannst sóknir vera nokkuð fínar og vantaði loka „touch“ til að klára þær almenninlega. Síðari hálfleikur var svo jafnlélegur og fyrri hluti fyrri hálfleiks. Get ekki séð að LvG sé um að kennar, frekar gríðarlega lélegum leikmönnum.
Sem dæmi þá var Carrick fáránlega lélegur í þessum leik, man varla eftir honum jafn lélegum. Lítið hægt að skammast út í LvG og upplegginu í seinna markinu þegar Smalling bara fer að horfa á boltann og virðist ekki vita að hann eigi að dekka leikmann, en hann átti klárlega að gera það.
Enn og aftur sýnir Memphis svo að hann bætir engu í þetta lið, kom inná og gerði ekki neitt, reyndi alltaf að koma inná völlinn og skjóta, hann er bara ekki það góður að hann geti leyft sér þetta aftur og aftur.
Schneiderlin var mjög lélegur í leiknum heldur og Darmian getur ómögulega sent inn fyrirgjafir, ef hann á að haldast inni þá er eins gott fyrir hann að læra að senda boltann inn í teig.
Ég vill alls ekki sjá Mourinho taka við þessu þó hann sé með flott „track record“ og ég hef alltaf gaman að honum þá spilar svakalega leiðinlegan bolta og hefur ekki verið að skila betra búi en hann tók við. LvG hefur ekki verið að spila skemmtilegan bolta með Utd en hann hefur í gengum tíðina oft spilað skemmtilegan bolta og gæti alveg farið í það aftur, finnst stundum eins og lítið þurfi til að þetta smelli, helst vantar fleiri góða leikmenn og þeir leikmenn sem eiga að vera góðir þurfa að spila betur. LvG er líka þekktur fyrir að skila frá sér vel þjálfuðum og „tactically strong“ leikmönnum.
Ég er svo sammála með Martial að hann er eiginlega eini maðurinn sem er við það að verða heimsklassa, ef hann er bara ekki þegar orðinn það.
En vona að LvG klári þetta tímabil allavega og Giggs taki svo við. Áður en menn fara að tala um að hann hafi ekki reynslu þá hafði nú Guardiola ekki mikla reynslu, þjálfaði b-lið Barceloan í eitt ár, þegar hann tók við Barca en þekkti klúbbinn inn og út og vissi hvernig klúbburinn virkaði. Þá hefur verið sagt að hann hafi verið með svo flott lið en hann þurfti að gera ýmsar breytingar og það gerði það að verkum að Barcelona varð óstöðvandi lið, hafði ekki verið það fram að því.