Meiðslasaga United hélt áfram áður en leikurinn einu sinni byrjaði: De Gea meiddist í upphituninni og Romero byrjaði leikinn.
Varamenn voru Romero, Poole, Riley, Pereira, Schneiderlin, Weir og Keane
Bæði lið byrjuðu vel, og Memphis var frískur hjá United, vann t.a.m. Horn sem Mata fékk ágætis færi úr. Midtjylland fengu síðan enn betra færi, úr föstu leikatriði auðvitað. Kian Hansen átti fínan skalla eftir horn en Romero varði frábærlega. Carrick hreinsaði síðan frá.
Romero ver frá Hansen
United gekk engan veginn að ná tökum á leiknum og Danirnir voru bara sprækir. Þegar Martial og Memphis tóku rispur voru þeir samt að velgja varnarmönnunum undir uggum með hraða sínum.
Kadlec fékk svakalegt færi þegar Danirnir komu í hraðaupphlaup eftir að United missti boltann við teig Midtjylland. Hassan og Kadlec voru baðir komnir innfyrir og í staðinn fyrir að renna boltanum á Hassan tók Kadlec sjálfur skotið, beint á Romero. United kom upp í gagnsókn, Lingard gaf fyrir, Martial missti af boltanum og Memphis sem var kominn rækilega úr jafnvægi náði samt að stoppa boltann með vinstra fæti og skaut síðan með hægri, framhjá Andersen í markinu. 1-0 fyrir United og von til þess að liðið myndi nú stíga upp og klára málið.
Fyrir utan færið hjá Kadlec voru sóknir Midtjylland oftast að brotna niður fyrir utan teig, oftast þannig að vörnin hirti boltann af sóknarmönnunum. En tveim mínútum fyrir hlé kom jöfnunarmarkið. Pione Sisto fékk boltann beint frá Carrick, tók Herrera á sprettinum og komst í skotfæri, nýtti það og boltinn fór af Smalling og inn.
Eitt eitt í hálfleik og það gaf bara ágæta mynd af leiknum
Seinni hálfleikur byrjaði auðvitað alveg eins og sá fyrri gekk fyrir sig. Lingard fékk tvö ágæt færi, fyrra skotið fór langt framhjá en seinna í slána eftir hreint ágætan samleik. Annars var Martial langbestur United manna, lék dönsku vörnina oft grátt.
Það var svo Sergio Romero sem bjargaði glæsilega á 63. mínútu, fyrirgjöf frá hægri og Onuachu skallaði dauðafrír en hreint ótrúlegt hvernig Romero náði að kasta sér og verja.
https://vine.co/v/ivQvDMYLxL1
Ander Herrera var búinn að vera afgerandi slakastur af mörgum slökum í leiknum og eini maðurinn með reynslu á bekknum, Morgan Schneiderlin kom inn á fyrir hann á 72. mínútu. Þá var liðið komið með gömlu góðu tvo varnarmiðjumenn til að tryggja jafnteflið.
Onuachu var hins vegar miklu betri varamaður. var búinn að vera mjög frískur, fékk síðan boltann út við teig og missti hann. Mata var hins vegar alltof ragur í að hirða lausa boltann þannig að Onuachu tók hann bara til baka, sneri og skaut, í bláhornið framhjá Romero.
Síðasta kortér leiksins voru FC Midtjylland síðan mun betri. Sisto lék listir sínar að vild og Van Gaal og Giggs voru steinrunnir á bekknum.
Háðuglegt tap gegn liðið sem ekki hefur spilað keppnisleik í 2 mánuði og hafði unnið 1 af síðustu níu leikjum þar á undan var síðan staðreynd.
Þetta er búið, Louis
Nú er þetta búið. Nú verður að láta Louis fara. Mourinho kemur inn, kynnist leikmönnum næstu mánuðina og veit þá hvað þarf að gera í sumar, frekar en að koma kaldur inn í júni.
Í leiknum í dag voru það bara Anthony Martial og Sergio Romero sem spiluðu á United klassa. Memphis og Lingard áttu smá rispur, aðrir voru á bilinu slakir til hörmulegir, Herrera sem fyrr segir verstur, Mata var ósýnilegur nema þegar hann varð að klúðra og Donald greyið Love gerði lítið nema að fá gult spjald fyrir gróft spark í andstæðing.
Pione Sisto er hins vegar klárlega kominn á innkaupalista víða um álfuna eftir sína frammistöðu og ef Paul Onuachu endar ekki í ensku úrvalsdeildinni verð ég hissa, stór og sterkur strákur sem hélt boltanum vel og var flinkur að auki.
Ási says
Hörku sóknarlína, vonandi fáum við nokkur mörk.
jóhann says
hvað er verið að géra með þetta markmansrusl inná.
Omar says
Verð nú eiginlega að segja að þrátt fyrir slöpp útspörk og „smá“ taugaveiklun þá var Romero langt frá því að vera okkar lakasti maður í fyrrihálfleik.
Finnst eiginlega verst að geta ekki verið bæði með hann og David inná í einu :p
Rooy says
Þvílík niðurlæging ..
_einar_ says
Hversu mikla niðurlægingu þarf þetta lið að þola til þess að LVG fái sparkið?
Mig grunar að það sé klásúla í samningnum hans LVG þess efnis að ef hann nær ekki CL sæti þá sé samningurinn riftanlegur – það hlýtur að vera eina (ó)eðlilega skýringin á því að hann situr þarna ennþá… Ed og félagar er að bíða eftir að það sé stjarnfræðilega útilokað að liðið nái CL sætinu… Væntanlega til þess að spara sér að borga út þetta aukaár.. en það er dýrt spaug að missa af CL.. perlur fyrir svín, perlur fyrir svín.
Helgi P says
þessi trúður þarf fara
Rooy says
Fyndna við þetta allt saman er þó að við getum þakkað Sergio Romero að niðurlægingin var ekki enn meiri .. :)
Emil says
Ég eiginlega hálfvorkenndi Van Gaal þarna á hliðarlínunni í endann þar sem hann virtist gersamlega þrotaður. Það voru reyndar einu sekúndurnar sem ég sá af leiknum og miðað við úrslit og umtal þá þakka ég bara öllum þeim guðum sem eru starfandi fyrir það.
Bæbæ Louis
Hjörtur says
Mikið andskoti og helvíti er maður reiður, en vonar eftir þessa útreið að kall asninn verði látinn fara, og það strax í kvöld. Þeir sitja þarna á rassgatinu allan leikinn (já og bara alla leiki) stjórinn og aðstoðar pakkið, kall hálfvitinn með einhverja helvítis möppu á hnjánum, sem ég veit ekki til hvers er, því ekki skánar leikur liðsins þó hann sé að glósa e.h. um leikinn og leikina alment, í stað þess að fara annaðslagið að hliðarlínu og reyna að drífa menn áfram. Það ætti að lækka launin hjá leikmönnum um að minsta kosti 20%, á meðan þeir geta ekki unnið fyrir þeim launum sem þeir eru á nú. Þetta er að verða hneysa, að eitt stærsta félag um áraraðir sé að verða miðlungsfélag. Ég held ég fari bara að snúa mér að gamla Utd-jálkinum og hans liði Hull, því þar vinna menn ábyggilega fyrir laununum sínum. Einn andskoti reiður.
Karl Garðars says
Þetta lið, allt eins og það leggur sig fyrir utan Martial, er haugamatur. Maður getur þó ekki sett út á kjúklingana sem eru óharðnaðir. Í fyrsta lagi þá ættu Blind og Carrick aldrei og þá meina ég ALDREI!!! undir neinum kringumstæðum að komast í byrjunarliðið.
Mata er leikmaður sem gerir gott lið betra en mun aldrei bera uppi lélegt lið svo mikið er víst. Smalling væri í lagi ef hann ætti partner.
Herrera er ég hræddur um að sé í sama flokki og Mata þó þeir séu yndislegir karakterar báðir. Memphis er ég farinn að halda að sé bara svona ægilega vitlaus. Hann verður kannski góður þegar hann fattar að liðsheild vinnur leiki en þetta egó er að skemma fyrir honum.
Það er í raun alveg sama hver þjálfar þetta rusl, það verður aldrei neitt úr því sama hvernig maður snýr því. LVG á að hafa pung í að setja alla þessa aumingja úr liðinu og leyfa pjökkunum að spila sig saman fyrir næsta ár.
Þetta er svo yfirmáta lélegt allt saman að maður hlær að þessum ræflum. Hvaða kvennfélag sem er gæti valtað yfir þetta lið (með fullri virðingu fyrir kvennfélögum almennt).
Robbi Mich says
Ég get ekki meir. #MoyesIn
Jóhann says
Er ekki bara málið að skilja þjálvara gerpið eftir í Danmörku.
Siggi P says
_einar_ #5 er með þetta. Með þessu áframhaldi verður Van Gaal ekki rekinn fyrr en í apríl þegar öll von um CL er úti og reka má hann fyrir brot á samningi og þannig spara árs laun. Giggs verður líklega fórnað líka enda á hann eflaust líka mikla sök á stöðu mála. Allir sjá hvert stefnir og það má vera að gerður verður leynilegur samningur við Mourinho um að hann taki við strax og Gaal og Giggs eru farnir (kannski er búið að því?). Skiptir svo sem ekki máli hvenær Mourinho kemur úr þessu ef hann *veit* að kann kemur. Hann þekkir leikmennina og veit nú þegar hverjir eiga að fara og hverja hann vill fá í staðinn. En ef fyrir eitthvað óskiljanlegt kraftavek við komumst gegnum næstu 2 leiki í FA bikarnum gæti Mourinho staðið uppi með bikarinn í maí. Það yrði eitthvað.
Stefan says
Frábær leikur, ég er ánægður með mína menn, höfum ekki verið svona góðir síðan við unnum meistaradeildina seinast.
Rooy says
Til að summa þetta upp þá var leikurinn alveg í takt við spilamennsku liðsins undir stjórn Van Gaal, því miður!
Bakverðirnir fastir til baka og koma sem minnst fram fyrir miðju. Útherjarnir Depay og Lindgaard spila báðir inn á vítateiginn í stað þess að reyna komast aftur fyrir bakverði mótherjans og koma boltanum í markteiginn. Í þau sárafáu skipti sem staðan er vænleg að þá klúðrast lokasending í 90% tilfella. Miðjan er lítið ógnandi fram á við né nægjanlega trygg til baka. Vörnin er svo bara, tja .. Léleg? Lélegir varnarmenn og léleg spilamennska hjá öftustu fjórum. Þeir stóðu sig ágætlega þegar United liðið neitaði að fara fram fyrir miðju lungan úr tímabilinu. Frábært.
Mér finnst reyndar þorri leikmanna með nægjanleg gæði til að spila eitthvert hlutverk í þessum hóp okkar. Misstór auðvitað. Þeir sem eiga ekkert heima þarna að mínu mati eru Fellaini og McNair. Aðrir eiga að geta spjarað sig að mínu mati. En til að gera langa sögu styttri þá er mín skoðun þessi:
* Burt með LvG.
* Leyfum Giggs að klára tímabilið.
* Ef Giggs verður ekkert ágengt, ráðum Mourinho í sumar.
* Gerum allt til að tryggja okkur miðvörð í klassa Varane. Ég er mjög spenntur fyrir Laporte.
* Tryggjum okkur world class senter.
* Tryggjum okkur fljótan, teknískan útherja sem hefur tendency að koma boltanum fyrir markið og gerir það vel!
En hvað veit ég svosem ..
DMS says
Jæja hversu lengi á að leyfa vondu að versna? Það er ekkert að frétta, ekkert að gerast inn á vellinum né á hliðarlínunni. Býst við tilkynningu á næstu 2 dögum, ef ekki þá er stjórnin alveg punglaus. Van Gaal fer að hætta að vera vandamálið, stjórnin fer að verða það fyrir að grípa ekki í taumana.
gudmundurhelgi says
LVG verður ekki kennt um allt saman,leikmennirnir eru margir að spila hrikalega hrikalega illa og mættu margir líta gagnrýnum augum á leik sinn,góðar stundir.
Blue moon says
Man hvað þið hlóguð mikið þegar City tapaði fyrir Midtjylland 2009. KARMA!!!
Þið verðið að fara sætta ykkur við að United verður ekki topplið aftur næstu árin.
Gary says
Það var samt fáránlega fyndið þegar City tapaði fyrir Midtjylland😂… Það hefir ekkert breyst.
Kjartan geirdal says
Það er allt fyrirsjáanlegt hjá united. Leikmenn hreyfa sig eins og vélmenni. Menn þora ekki að gera neitt. Fullt af góðum leikmönnum í united en fá ekki að njóta sín
Cantona no 7 says
LVG verður vonandi rekinn í dag og þó fyrr hefði verið.
Vondandi kemur einhver alvöru stjóri og tekur liðið gjörsamlega í gegn.
Það eru margir leikmenn liðsins í dag sem eiga ekki skilið að spila fyrir stórveldið
Manchester United.
G G M U
Auðunn Atli says
United er orðið að athlægi út um allt og það versta er að stjórnendur bregðast ekki við, þetta virðist vera algjörlega stjórnlaust skip frá a-ö, það er enginn leiðtogi þarna hvorki innan né utan vallar.
Tony D says
Varúð… hér kemur langur lestur en svona sé ég ástandið
Úfff…. þessi leikur var hræðilegur. Ég var að spá í að púlla Powell á þetta og henda mér í Fifa frekar en að horfa á leikinn. Hafði á tilfinningunni að þetta myndi enda illa. Nóg um leikinn, það sem hefur komið mér allra mest á óvart í umræðunni var að menn voru að tala um að þetta yrði sénsinn okkar á meistaradeild næsta haust. Held að það hafi ekki og muni ekki vera möguleiki þó að við slátrum dönsku ofurmönnunum í næsta leik (eða slefumst áfram á útivallargullmarkinu). Er einhver hér sem trúir að við myndum vinna lið eins og t.d. Napoli, Valencia, Dortmund, Sevilla o.fl. í næstu umferð? Sérstaklega með þessari spilamennsku.
Það er rétt að LVG á alls ekki allt í þessu… en að reyna að kenna óheppni um að við töpuðum þessum leik er meira galið en setja Powell inn fyrir Mata og halda að hann vinni leik fyrir okkur í meistaradeildinni. Leikmennirnir eru að standa sig hræðilega og eftir að markið kom, hrundi liðið í sjálfstrausti og það var aldrei hætta á að þeir myndu vinna leikinn. Þeir mættu allir fara að vinna almennilega fyrir laununum sínum. En þó þeir standi sig illa er líka aðalatriðið sem skiptir svo miklu máli: Hvar er plan B hjá LVG? Það er ekki nóg að halda bara boltanum og setja hvern einn og einasta leikmann yfir miðju. Svo er bara að vona að á 90 mín náist eitt skot á raammann sem hrökkvi inn fyrir eitthvað kraftaverk og að mótherjinn nái aldrei að komast í skyndisókn eða fái fast leikatriði.
Meiðslin í hópnum eru reyndar alveg ótrúleg en það er alveg jafn fáránlegt að vera með svona lítinn hóp af reynslumiklum leikmönnum s.s. eins og einn framherja, einn góðan miðvörð, tvo bakverði og halda að tímabilið reddist bara. Sleppa svo algjörlega að versla í janúar?
Aðal ábyrgðin liggur hjá LVG fyrir gengi liðsins. Leikskipulag er ekki að virka, það er ekki plan B til í myndinni, leikkerfið hentar liðinu ekki, sköpunargleiðin er engin, það er ekki nægur mannskapur til sem getur breytt leikjunum og þeir sem ´gætu það hugsanlega eitthvað eru ekki notaðir (Pereira, Janujaz, Wilson og núna Keane). Skipulagsleysið í föstum leikatriðum er skelfilegt, staðsetning leikmanna yfirleitt ekki góð, gríðarlega hægt uppbyggingarspil, lítill hreyfanleiki, o.fl. Er uppleggið bara að svæfa andstæðinginn úr leiðindum og ganga með tuðruna í netið?
Ég er allavega handviss um að LVG fari ekki fyrr en í fulla hnefanna (ekki fræðilegaur séns á að bjarga tímabilinu með að stela meistaradeildarsæti) enda virðist þetta vera meira prisipp mál heldur en stolt hjá stjórninni. Ég er líka hræddur um að Woodward (og restin af stjórninni) átti sig engann veginn á hlutunum, lesi ekki dagblöð og noti ekki internetið, og Morinhio fari til Inter eða álíka. Simone fer til Chelsea og við sitjum uppi með Sherwood þar sem allir heimsklassa stjórar eru farnir af markaðnum eða hreinlega vilji ekki taka að sér verkefnið.
Vonandi hef ég rangt fyrir mér og LVG er rekinn (staðfest) birtist á næstu dögum en ég hef bara ekki trú á því að það gerist. Ég er hræddur um að botninum sé ekki náð, við eigum Shrewsbury um helgina og þeim hlítur að hlakka til að komast í sögubækurnar.
Það eru erfiðir tímar framundan og langt í ljósið í enda ganganna
Kveðjur, einn
Georg says
Hvað kosta þessir Onuachu og Sisto?
Það eina jákvæða sem var við leikinn voru þeir…..versla þá í framlínuna og rústum þessu næstu leiktíð !!
Elmar says
Þetta var í besta falli vandræðalegt, líka fannst mér vandræðalegt að Olsson leikmaður danska liðsins sagði okkur fyrirsjáanlega, hæga og skorta leiðtoga. Þessi orð áttu rétt á sér og er ég hættur að skilja hvað er í gangi hja klúbbnum. Sá sláandi staðreynd á twitter í gær sem blaðamaðurinn James Ducker setti inn sem sagði að við hefðum aðeins unnið 9 af síðustu 27 leikjum. Hversu mikið afhroð er það? Sé ekki fyrir mér að LVG nái að rífa liðið upp, hef samúð með honum enda er þetta ábyggilega ekki draumastaða og það er greinilegt að leikmenn trúa ekki heldur á hann. Erum kannski ekki með heimsklassa hóp en hann á að geta betur en þetta sem við höfum séð síðustu misserin.
Það er blóðtaka fyrir okkur að missa Rooney þó hann se ekki búin að vera góður þa er hann leikmaður sem gefur allt i leikinn og hefur verið lengi hjá klúbbnum. Þá var ég og er hrifinn af Herrera og fannst hann hafa margt til brunns að bera en hann hefur í heildina litið illa út þetta tímabilið eins vel og hann gerði i fyrra. Martial er eini leikmaðurinn sem gerir mig spenntan i þessum hóp, de gea vissulega heimsklassa en hann er markmaður og maður vill hafa fleiri menn uta velli sem geta gert eitthvað óvænt. Að lokum hefur maður lengi verið meðvirkur með þessu ástkæra liði sinu en maður sér það bersýnilega hversu langt við erum eftir bestu liðum heims þegar maður horfir a þau. Vonandi fer klúbburinn að sýna metnað og að hann hugsi um annað enn að fa flottustu auglýsingasamningana.
Karl Garðars says
Svo sammála Elmari. Dæmið er ekkert alveg glatað þó útlitið sé vissulega svart. Við eigum mjög góða leikmenn í Martial, De Gea, Shaw, Smalling, Rooney, Mata, Morgan og já Basti. Við eigum líka gríðarlega efnilega unga leikmenn og góða breiddar leikmenn.
En hugarfarslega erum við með veikt lið. Roo er sterkur karakter en hann er líka latur og skeytingslaus karakter á köflum og þ.a.l. ömurlegur flokkstjóri.
1. Okkur vantar fyrst og fremst alvöru skipper sem rekur þessar prímadonnur áfram sama hvernig gengur og sem fyrst og fremst leiðir með fordæmi. Okkur vantar Keane týpu sem mætti alveg hafa smá Scholes í sér…
2. Nýja Dolly og Daisy! Okkur vantar varnartröll sem smellpassar við Smalling. Helst myndi ég segja Stam/Vidic týpu en bara einhvern sem getur myndað alvöru miðvarðarpar sem les hugsanir hvors annars eins og Bruce/Pallister gerðu og seinna meir Rio/Vidic.
3. Klónaðan Van nistelrooy. Svona alvöru predator týpu sem ræðst á alla bolta sem rata inn í teig og breytir þeim einhvern veginn í mörk.
Það er búið að vanta lengi í þessar stöður þó einhverjir hafi leyst þær að hluta og árangurinn er eftir því.
Ég vorkenni LVG og Giggs. Ég vorkenni m.a.s Moyes líka því þessir menn áttu aldrei séns. Ég reyndar fer ekkert ofan af því að LVG var rétti maðurinn af þeim sem voru í boði þá. En hann var of hrokafullur í þekkingarleysi sínu á ensku deildinni. Hann tók vissulega til í hópnum en skar hann þá algjörlega inn að beini og er að bíta úr nálinni með það núna.
Það er líka stór feill að ráða einhvern svona tímabundið. Þeir hefðu getað látið duga að skrifa undir 3 ára samning og síðan steinhaldið kjafti með rest. Það hefur enginn, innst inni í sér, óbilandi trú á svona tímabundnu verkefni og leikmenn eru eðlilega ekki að fara að gefa 110% í hvern leik fyrir stjóra sem er að fara í síðasta lagi eftir 1-2 ár og verður jafnvel rekinn fyrr. Svo ég tali nú ekki um ef stjórinn er strangur og „erfiður“ (þrjôskur/hrokagikkur myndu sumir segja). Þetta er nature of the beast eða mannlegt eðli.
Þá kemur að niðurstöðunni í þessu röfli mínu. Ástæðan fyrir raunum okkar er Ed Woodward því hann er verkefnisstjórinn yfir þessu og þetta er ekki að ganga.
4. Lykilstaðan sem þarf að ráða í er director of football.
Ég held að það sé óumflýjanlegt að LVG fari og ég held að Móri ætti að taka við ÓTÍMABUNDIÐ. Móri er að verða gamall og því ætti hann að hætta þessu flandri nema kannski til að skreppa og vinna þýsku deildina.
Okkar kæru síðuhaldarar hafa haft þann hátt að velja lög í lokin og ég vil mæla með lagi tímabilsins fyrir okkur eða kannski lagi post ferguson era. The Beast in me flutt af Mark Lannigan. Textinn er sem saminn um okkur stuðningsmenn MUFC á þessum erfiðu tímum.
Afsakið lengdina… #rantout
Tommi says
Svona í alvöru talað… Af hverju er hann enn á launaskrá hjá liðinu?