Þáttur nr. 20 er kominn í loftið. Að þessu sinni ræddu Runólfur, Tryggvi Páll, Björn, Maggi og Sigurjón um alvarlega stöðu mála United undir stjórn Louis van Gaal, getuleysi stjórnarinnar og margt margt meira í þéttpökkuðum þætti þar sem málefni United voru rædd á hreinskiptinn hátt.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 20.þáttur
Jói says
Þessi leikur hjá Mourinho og Evu fór 2-2, fyrsti leikur á seasoninu á móti Swansea.
Halldór Marteinsson says
Flott stöff, sammála flestu og tengi vel við pirringinn.
Bara eitt sem ég var innilega ósammála, það var í lokin þegar Tryggvi sagði að þetta væri orðið alltof langt ;)
Halldór Marteinsson says
Þessi valdabarátta innan stjórnarinnar er líka hundleiðinleg og allt eins líkleg til að valda félaginu töluverðum skaða. Fergie er hættur, af hverju er honum það svona mikilvægt að hafa áhrif og völd?
Karl Garðars says
Gríðar gott podcast og alls ekki of langt. Afbragðs byrjun á deginum…… MAAAAAARK!!! …..að hlusta á þetta. Mæli eindregið með því. B.t.w Djöfull erum við að rúlla yfir stórlið srúfsbörý… #FML :-)
Ingi says
Mjög fróðlegt og skemmtilegt podkast. Ég vildi Mourinho inn þegar Moyes trúðurinn var ráðinn og þannig hefði það alltaf átt fara, en því miður og því fór sem fór. Betra er seint en aldrei þannig ég heimta Móra inn núna.
Mér þykir gífurlegt metnaðarleysi og heimska af félagi af eins stærðargráðu og United sé að hugsa um sparnað í brottrekstri Van Gaal. Að missa af CL er alltof stórt skarð heldur en einhver starfslokasamningur.
En þetta er gengið alltof langt til að það sé einhver önnur ástæða.
Runólfur Trausti says
Venjan er nú að fara ekki yfir venjulegan knattspyrnuleik hvað varðar lengd á Podkasti en gott að menn höfðu gaman að.
Við eyddum kannski fullmiklu púðri í að ræða hluti eins og hvernig þessi Chelsea leikur fór – verðum meira on point næst.
Annars gleymdum við auðvitað líka þeim risafréttum frá Ítalíu að systir/eiginkona/eitthvað Moratti hefði misst út úr sér að Mourinho væri á leiðinni til Manchester, svo mikill var hamagangurinn.
Auðunn Atli says
Smá pælingar sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið með Van Gaal sem ég hef ekki séð hent upp áður fyrr en í dag.
Vill samt byrja á því að taka fram að ég er ekki að reyna að verja Van Gaal á neinn hátt, aðeins að reyna að skilja hvað það er sem er ekki að ganga upp og velta fyrir mér nokkrum hlutum.
Van Gaal er gífurlega umdeildur maður sem oft og títt tyggur á sínu philosophy sem sumir hrista hausinn yfir.
Það er óumdeilt að hann á stóran þátt í núverandi philosophy Barca og Bayern, hann innleiddi þetta hjá þessum tveimur klúbbum sem stjóri og þessi lið eru klárlega með bestu liðum í heiminum í dag, það geta allir verið sammála um.
Það merkilega er að hann náði ekkert sérstökum árangri hjá þeim sem stjóri miðað við hversu mikil veldi þessu lið eru í dag, hann náðu jú góðum árangri með þau en ekkert í líkingu við þeirra stöðu í dag.
Hann virðist eigi erfitt með að ná til eldri leikmanna vegna þess að ég held að það sé eins og máltækið segir að það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.
Hann tók við ungu Ajax liði og gerði það að einu besta fótbolta liði sem við höfum séð.
Leikmenn sem hann ól upp hjá Barcelona og Bayern München (Xavi, Muller ofl ) hafa oft og tíðum talað mjög vel um hann og um sérstakt samband sem þeir áttu við hann á meðan eldri leikmenn sem þá voru þegar hann tók við eins og Figo ofl hata hann.
Getur verið að þarna liggji hundurinn grafinn? Getur verið að þetta sé eitthvað svipað hjá United í dag? Þ.e.a.s að hann nái ekki til eldri leikmanna á meðan yngri leikmenn eru tilbúnir að leggja það á sig að læra þessa svo kölluðu philosophy?
Ég held að við getum verið sammála um það að ljósið í myrkri Man.Utd í dag eru yngri leikmenn á meðan þeir eldri hafa brugðist oft og títt inn á vellinum hvað eftir annað.
Getur verið að við sjáum ekki fingraför Van Gall á Man.Utd fyrr en eftir einhver ár? Þetta eru bara smá pælingar hjá mér.
Svo merkilega vill til að á meðan þessar pælingar hafa farið í gegnum hausinn á mér þá rakst ég á þetta núna í dag og það gaf mér byr undir báða vængi í þessum pælingum.
Það gæti verið hellingur til í þessu.
http://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/football-news/louis-van-gaal-manchester-united-10939058
Karl Garðars says
Mér finnst þetta spot on Auðunn. Ég virði skoðanir fólks og rétt þeirra til að hafa þær en þessi vægðarlausa gagnrýni á LVG finnst mér yfirleitt ósanngjörn og sorgleg þar sem maðurinn er alls ekki einvaldur eða æðsti strumpur hjá félaginu.
Ef einhver hefði sagt við mig þegar Fergie ákvað að hætta: Það kemur inn maður með bein í nefinu, sem lætur ekki segja sér hvernig á að gera hlutina. Hann er proven winner, hefur komið víða við og hann mun taka duglega til í liðinu og jafnframt gefa ungu guttunum mörg tækifæri með aðalliðinu. Við verðum ekki meistarar næstu 3-5 árin á meðan þetta overhaul er í gangi en verðum í topp 4-5 og vinnum flesta leikina á móti erkifjendunum okkar og hinum toppliðunum.
Ég hefði sagt já takk eins og skot, eins og svo margir aðrir!
Ég er algjörlega sannfærður um að handbragð hans eigi eftir að skila sér eins og fabúlerað er um í greininni og ég er virkilega spenntur að sjá hvað þessir gaurar færa okkur á næstu 2-3 árum sbr. Perreira sem mér fannst btw frábær í gær, Martial, Lingard, wilson, Varela, CBJ, memphis, Januzaj, Shaw, Rothwell ofl.
Siggi P says
Frábært podcast og alls ekki of langt. Meira svona.
Ég er sammála greiningu ykkar á Van Gaal. Ég var rosalega spenntur þegar hann var ráðinn. En svo hafa þetta verið eintóm vonbrigði. Hann er ekki að ná liðinu með sér í leik. Hverju er um að kenna veit ég ekki. Hann er þrjóskur og það kann að vera að gamlir hundar geta ekki lært að sitja. En kannski verður hans legasí hjá klúbbnum að innleiða nýja hugsun sem yngri mennirnir tileinka sér til árangurs síðar. Hver veit.
Svo varðandi næsta stjóra, þá er ég sammála því að Van Gaal mun líklega sitja út þetta tímabil, eða mest af því. Það virðist sem stjórnin hafi einhverja komplexa að reka stjóra þegar illa gengur. Annars hefði hann átt að fjúka í upphafi árs. Nú er hangið í því að reka hann þegar ljóst er að við náum ekki Meistarardeild á næsta ári. Allar líkur eru á að svo verði. Því held ég að það sé nokkuð öruggt að haft hefur verið samband við Mourinho og honum sagt að djobbið sé hans ef engin CL næsta ár. En fari svo að United nái inn í CL, þá gætu málið farið að flækjast all verulega. Það skyldi þó ekki vera að þriggja ára planið muni þá koma fullkomlega í ljós?
Annars hef ég ekki mikla trú á því. Mourinho verður stjóri næsta ár. Giggs kallinn, aumingja Giggs, verður líklega hent út. Hann hefur ekkert að sýna til að verða næsti stjóri svona stórs klúbbs. Ef allt hefði gengið upp hjá Van Gaal með Giggs sér við hið þá væri Giggs sjálfgefinn næsti stjór eftir næsta ár. En það er bara ekki að fara að gerast.
Svo ef þetta plott að Ferguson og hans menn vilja „insider“ er rétt, þá er spurning hvort það verði ekki bara Gary Neville? Hann er búinn að sýna að hann þekki fótbolta út og inn á Sky. Hann tók stökkið og fór að stýra líð á Spáni. Eftir mjög svo erfiða byrjun þá gæti verið að þetta sé farið að snúast honum í vil. Ef hann heldur þessu árfarm næstu 2 ár og bætir í þá gæti hann orðið næsti arftaki Mourinho. Ég held að enginn geri ráð fyrir að Mourinho verði lengur en það hjá United. Það væri þá bara vegna rosalegs árangurs, sem væri frábært.
En svo er það bara málið hvort stjórnin vilji að United verið fótboltaklúbbur eða markaðsmaskína. Þeir virðast vera að einblína á það síðarnefnda nú. Trúi bara ekki að þeir geri sér grein fyrir að þegar fótboltinn hættir að vera góður þá er hinu sjálfhætt. En hvað veit maður með þessa heimsku kana við stjórn. Vona bara ekki.