Það var ekki bjart yfir fólki þegar byrjunarliðið kom i ljós og að miðverðirnir yrðu Carrick og Blind. en það var lítið hægt annað að gera í stöðunni, eins og sést á bekknum voru allir menn með einhverja reynslu í liðinu inná.
Varamenn: Romero, McNair, Riley, Fosu-Mensah, Weir, Januzaj, A.Pereira
Arsenal gerði tvær breytingar frá því sem verið hafði í undanförnum leikjum, Danny Welbeck kom inn fyrir meiddan Alex Oxlade-Chamberlain og Gabriel Paulista kom í bakvörðinn
Leikurinn var ekki gamall þegar Monreal fékk fína sendingu frá Özil án þess að Carrick gæti eitthvað gert en Monreal skaut beint á De Gea. Þetta lofaði ekki góðu fyrir miðverðina okkar. Hraði Arsenal nýttist nokkuð fyrstu mínúturnar en United menn komust síðan betur inn í leikinn og héldu boltanum og komust hjá því að fá hraðar sóknir á sig. Memphis átti ágætt skot úr aukaspyrnu sem Čech varði vel en önnur færi létu á sér standa.
Um miðjan fyrri hálfleikinn fóru Arsenal að færa sig upp á skaftið og halda boltanum betur og sækja á en það var United sem skoraði á 26. mínútu. Walcott missti boltann á miðjunni, boltinn gefinn upp á Varela á kantinum, hann gaf góða sendingu fyrir, Koscielny setti fótinn í boltann en gerði ekki betur en að senda út í teiginn og þar lúrði Marcus Rashford og smellti boltanum í netið.
Við vorum varla hætt að fagna þegar United kom í næstu sókn, aftur upp hægra megin, boltinn upp á Varela sem skallaði til baka á Lingard og Jesse gaf frábæra sendingu og Marcus Rashford var óvaldaður á markteig. Frábær skalli og 2-0.
United sótti nokkuð en það var annar drengur úr unglingastarfi United sem skoraði næsta mark. Özil tók aukaspyrnu úti á velli, gaf inn á teiginn og þar var Danny Welbeck laus og minnkaði muninn fyrir Arsenal fimm mínútum fyrir hlé. Marcos Rojo var að dekka annan og náði ekki að stökkva í boltann og Welbeck var alveg frír, Schneiderlin átti að vera dekka hann en hafði skilið hann alveg eftir.
Þetta var hrikalegt tímasetning að fá á sig mark og Arsenal sótti nær stöðugt síðustu mínútur hálfleiksins en náðu ekki að lát kné fylgja kviði.
Seinni hálfleikur byrjaði á því að Rashford lenti í samstuði og virtist meiddur en hann hélt samt áfram, Arsenal hélt upp pressu frá upphafi sem minnkaði svo aðeins. En meiðslavandræðin eru endalaus. Marcus Rojo var að hreinsa þegar Welbeck tæklaði hann og Rojo sneri sig í skotinu og gat ekki haldið áfram. Varamennirnir voru sem fyrr segir ekki beint hoknir af reynslu og inn á kom Timothy Fosu-Mensah í sínum fyrsta leik, 18 ára Hollendingur sem hefur verið að spila við góðan orðstír í unglingaliðunum, að mestu á miðjunni, en líka í vörninni. Likt og fyrri hálfleik var United fljótlega farið að halda boltanum betur, oftast var það Memphis úti á kanti að halda boltanum og reyna að finna leiðir gegnum vörnina.
Á 62. mínútu kom Giroud inn fyrir Walcott sem hafði verið slakur í leiknum en nær strax eftir það kom United í hraðaupphlaup, Mata gaf upp á Rashford sem var kominn með tvo menn á sér inn í teig, beið sallarólegur og gaf svo út á Herrera sem átti frítt skot utan teigs, nelgdi í kassann á Koscielny og boltinn fór í þveröfuga átt við Čech, og United var aftur komið með tveggja marka forskot.
En aftur varði sú sæla ekki lengi. Arsenal kom upp kantinn, gáfu fyrir, Welbeck fékk skotið og De Gea varði mjög vel, en boltinn bars út og þar var Özil aleinn, nelgdi í jörðina og boltinn sveif upp í markhornið.
Mínútu síðar varð allt vitlaust þegar Ramsey og Herrera lenti saman, Báðir fór með hendur í andlit hvors annars og Ramsey hrinti Herrera. Báðir sáu þó bara gult spjald frá annars slökum dómara leiksins, Craig Pawson, sem hafði dæmt mun frekar á United og sleppt Arsenal frekar við spjöldum.
Louis van Gaal var ekki ánægður með þetta og fór út að hliðarlinu og sýndi fjórða dómaranum nákvæmlega hvernig Arsenal menn væru að henda sér niður og fá gefins aukaspyrnur.
Rashford var aldrei búinn að vera alveg 100% eftir meiðslin í upphafi hálfleiks og á 80. mínútu fór hann útaf fyrir Adnan Januzaj.
United lagði allt kapp á það síðustu mínúturnar að halda boltanum uppi á vallarhelmingi Arsenal, en þegar þeir misstu boltann komu Arsenal í sóknir. Dómarinn bætti fimm mínútum við leikinn og það var gríðarleg spenna í leiknum, bæði lið sóttu vel.
Van Gaal ákvað síðan að henda James Weir fyrirlliða U21 liðsins inná síðustu mínútuna fyrir Ander Herrera, enn einn leikmaður að leika sinn fyrsta leik fyrir Manchester United.
Það var pressa á United þessa síðustu mínútu en þeir gátu síðan losað boltann og komið upp í sókn sem nægði til þess að dómarinn flautaði leikinn af, glæsilegur sigur í höfn. Þetta gefur góða von um framhaldið, og að þegar leikmenn komi til baka þá haldist þessi leikgleði í liðinu.
Í dag var Memphis áfram sprækur og hélt áfram þar sem hann skildi við gegn Midtjylland og alveg þess virði að sjá þessa skemmtilegu takta frá honum.
That touch from Memhpis. 🔥👏 pic.twitter.com/CmXcWPxwA3
— Football Fights (@footbalIfights) February 28, 2016
Mata og Herrera voru flottir á miðjunni og Schneiderlin var líka nokkuð traustur þó það megi vissulega saka hann um mistök í fyrra marki Arsenal. Þegar Varela fékk gult spjald eftir níu mínútur fyrir fáránlegt brot á Sanchez fór um mig, en hann átti síðan alveg fínan leik. Fosu-Mensah var bara góður í bakverðinum og átti stöku rispur sem sýndu að hann á heima á miðjunni.
En það þarf ekkert að ræða það hver er maður þessa leiks. Maðurinn sem á innan við þrem dögum er búinn að skora jafn mörg mörk og Falcao gerði fyrir United, og er jafngamall upp á dag og Wayne Rooney var þegar Rooney skoraði sína fyrstu deildartvennu (fyrir Everton).
Haukur Guðmundsson says
Í hvaða stöðu spilar þessi Fosu-Mensah?
Halldór Marteinsson says
Carrick og Blind í miðverði gerir mann stressaðan. De Gea og Schneiderlin þurfa að vera on fire í leiknum.
Vonandi að sóknarhluti liðsins komi vel inn í leikinn og nýti sér sjálfstraustið eftir Midtjyllandleikinn
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Tryllings gleði hlátur hérna, HAHAHAHAHAHAHAHa, veit að leikurinn er bara að byrja, en HAHAHAHAHA, shit vá gleði
Karl Garðars says
Sá er að gefa pjökkunum sénsa. Massa respect á það!
_einar_ says
Hinn átján ára gamli Rashford skoraði tvö og lagði upp sigurmargið í 3-2 sigri á Arsenal.
Það er um það bil ALLT galið við þessa setningu!!
Jóhann D Bianco says
Þvílík endemis snilld, akademían okkar er heldur betur að skila !
Karl Garðars says
Glæsileg frammistaða! Skil þetta eftir hér: http://youtu.be/v-TsU0TLUNY
Bjarni Ellertsson says
Hafði enga trú á að vinna Arsenal með okkar vængbrotna lið og þeir með sýnar stórstjörnur í feiknaformi. Ekki jókst trúin að við höfðum tvo daga til að hvíla okkur og endurnærast en þeir fjóra. En við náðum að halda þeirra sterkustu vopnum í skefjum lungað úr leiknum, vörnin fær stór kredit fyrir sinn leik, menn með hjartað í lagi, börðust sem einn maður. Miðjan hljóp endalaust enda var ekkert annað í boði gegn öflugum miðjumönnum andstæðinganna, og svo nýttum við okkur vel afar undarlegt ráðaleysi í vörn þeirra með hraða, kænsku og flottum sóknum, menn ná ekki svo glatt boltanum af Mata og Mephis. Svo er það Marcus karlinn Rashford, þvílíkt hvað sá er búinn að minna mann rækilega á hvers vegna ég hef alltaf haldið með UTD, ef ungir leikmenn hafa talenta þá eiga þeir að fá tækifæri.
Nú er liðið uppfullt af ungum hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa fengið tækifæri og nýtt sér það, vegna meiðsla lykilmanna, ef allir leikmenn hefðu verið heilir í dag hefði liðið ekki litið svona út. Svo er ég búinn að bíða eftir þessu lengi að sjá LVG á hliðarlínunni og láta menn heyra það. Stökk nær upp úr sófanum þegar hann lék fyrir fjórða dómarann hvernig sumir leikmanna Arsenal létu sig detta með tilþrifum, hefði vilja sjá andlitið á AW í sömu andrá.
Annars frábær sigur á góðu liði og nú er að halda áfram á sömu braut, svona á að spila fótbolta, á þá erum við með 4 sætið klárt.
Cantona no 7 says
Frábær sigur í dag og vonandi heldur þetta lengi áfram.
Og ekki leiðinleg úrslit á Wembley.
G G M U
Dogsdieinhotcars says
Schneiderlin á líka risa þátt í seinna marki Arsenal. Missti boltann og missti svo af Özil sem kom inní hans svæði. Ég fíla samt Schneiderlin og finnst hann eigi alltaf að byrja þessa dagana.
Dogsdieinhotcars says
Ég get samt ekki ímyndað mér skemmtilegri sögu í augnablikinu en Marcus Rashford. 18 ára, er að ströggla að komast í varaliðið, kemur svo og veitir Van Gaal alveg virkilegan gálgafrest með því að vinna Mytdjylland og Arsenal. Bætir eitthvað met frá Georgie Best í Evrópu og aftur, vinnur fokking Arsenal á Old Trafford. Allt vitlaust í húsinu!
Van Gaal stal samt athyglinni í dag með þessari dýfu. Klókt af honum. Ég kunni vel við þetta frá stjóranum. Þetta var steikt en mjög mjög skemmtilegt. Svipurinn á Wenger kostulegur
Svo verð ég að nefna minn mann Memphis. Mér fannst hann betri en Barca-wannabe-ið Bellerin í dag. Eiginlega sá fyrsti sem ég hef séð gera það í deildinni í ár. Ég held að hann eigi ekki eftir að líta til baka núna. Mun eiga slæma leiki, er bara 21 árs, en góðu leikjunum fjölgar hratt og örugglega.
Geggjaður dagur.