Liðið Manchester United leit svona út. Herrera var eitthvað lítillega meiddur og er settur á bekkinn.
Varamenn Romero, Darmian, Riley, Carrick, Schweinsteiger, Weir, Herrera
Lið Liverpool:
Dómarinn í leiknum, Spánverjinn Carlos Velasco Carballo var búinn að gefa 74 gul spjöld og 6 rauð síðustu 12 leikjum og það tók hann innan við tvær mínútur að veifa spjaldi í þessum leik. Henderson fór yfir boltann og í legginn á Schneiderlin og fékk umsvifalaust spjald. Liverpool byrjuðu líka eins og við var búist og settu pressu á United frá upphafi. Það varði ekki of lengi og United tókst bara ágætlega að vinna sig út úr því og náðu að halda boltanum. En pressan kom afturog á 19. mínútu braut Memphis klaufalega á Firmino, hélt honum og sparkaði í hann aftan frá. De Gea fór í rétta átt en náði ekki nema gómnum í skot Sturridge og staðan var 1-0. Liverpool tók yfir eftir þetta og Coutinho átti að koma þeim í 2-0 en fyrir opnu marki setti hann fótinn utanfótar í boltann og gaf De Gea tækifæri til að verja frábærlega
https://vine.co/v/iH6LqtJM0a0
Liverpool hélt áfram að eiga leikinn og þegar hálftími var liðinn opnaðist vörn United enn og aftur, núna var það Chris Smalling sem rann til þegar hann ætlaði að hreinsa en Sturridge leyfði De Gea að verja frá sér, fallega gert af Sturridge en vel gert hjá Dave sem fyrr. Liverpool var með yfir 70% af boltanum og réði lögum og lofum á vellinum. Rashford og Memphis voru á köntunum og voru allajafna allt of uppteknir af Liverpool mönnum til að geta sinnt því að styðja við martial sem var einn frammi. Mata og Fellaini áttu að koma upp og styðja líka en það sást sára sjaldan, enda voruþeir oftast á miðjum eigin vallarhelmingi.
De Gea tók enn eina fína vörslu á 41. mínútu, frá Lallana í þetta sinn. Lallana komst í boltann á undan Smalling, frekar slakt hjá Smalling.
Það var því gríðarlegaur léttir að United komst inn í hléið með stöðuna einungis 1-0, slakari leik af hálfu United höfum við sjaldan séð, tja og þó, þessi vetur er að sýna okkur hvern slaka leikinn á fætur öðrum. Þegar Carrick sást vera að hita upp í hálfleik vorum við að vona að Fellaini fengi að fjúka en í staðinn var það Marcus Rashford sem kom útaf. Carrick fór í miðja vörnina og spilaði hafsent með Smalling og Rojo en Blind fór út á kantinn.
Breytingar gerðu United aðeins gott og fyrstu mínútur seinni hálfleiks voru nokkuð jafnar en það var auðvitað David de Gea sem kom fyrstur við sögu, varði langskot Coutinho prýðilega. En United hélt þessu nokkuð vel áfram og leikurinn var orðinn frekar jafn. Fyrsta skipting Liverpool var að taka Sturridge útaf og setja joe Allen inn á. Hvernig þeir ætluðu að skora án Sturridge var ekki alveg ljóst, en Clyne gerði amk betur en allir United menn fram að því með fínni neglu að marki sem De Gea þurfti að slá frá. Rétt á eftir spiluðu Liverpool menn sig vel upp, Lallana gaf út á Henderson sem hafði nægan tíma en skaut langt framhjá.
En það gat ekki gengið að hleypa Liverpool svona trekk í trekk inn í teig. Liverpool kom upp hægra megin, hugsanlega var henderson rangstæður þegar sendingin kom, Henderson gaf lélegan bolta inn í teig, Carrick lét boltann hrökkva af sér og beint á Lallana sem renndi boltanum á Firmino sem skoraði auðveldlega. 2-0 og leikurinn endanlega að renna United úr greipum.
Bastian Schweinsteiger kom inn á í fyrsta skipti í tvo mánuði fyrir Schneiderlin og Ander Herrera kom inn á fyrir Juan Mata.
Það hafði næsta lítil áhrif á leikinn og tvær mínútur í uppbótartíma liðu án þess að nokkuð frekar gerðist og niðurlægjandi tvö núll tap var staðreynd.
Þessi leikur var allur ein hörmung fyrir United. Fyrri hálfleikur var eins lélegur og nokkuð það sem við höfum séð frá United í vetur, uppstillingin á liðinu algerlega röng og afraksturinn eftir því.
Van Gaal reyndi breytingu í hálfleik sem virkaði aðeins en kom síðan gjörsamlega í bakið á honum þegar Carrick hreinlega gaf markið.
Ef United átti að vera að reyna eitthvað sóknarlega þá var það algerlega óljóst hvað það átti að vera. Skv. tölfræðinni átti liðið eitt skot á mark og það var skoti meira en þeir áttu skilið.
Nema hvað, þetta mun halda áfram þangað til að liðið er dottið úr öllum keppnum og ekki tölfræðilegur möguleiki verður á fjórða sætinu. Sem sé, um tvær vikur í viðbót með sama áframhaldi.
Rúnar Þór says
Hvað gerðist við Herrera?
_einar_ says
Fellaini og Schneiderlin á miðjunni!? Hefði frekar viljað sjá Herrera þarna en jæja..
Gríðarlega svartsýnn á þetta en vonast eftir jafntefli í þessum leik og svo klára þetta á Old Trafford!
Kjartan says
Enn eitt soft vítið sem úlpurnar fá :/
Ingvar says
Getur einhver rifjað upp góðan leik þar sem Fellaini spilaði í?
Karl Garðars says
Jæja þá er bezt að fara að poppa og gera sig kláran fyrir hápunkt kvöldsins: Hrafnaþing að byrja á ÍNN eftir tæpar 20 mínútur!
Kjartan says
Sorglegt hvað þetta Liverpool lið er miklu miklu miklu sprækara, það er eins leikmennirnir okkar séu nýkomnir af Golden Corral hlaðborði, geta varla hreyft sig. Nú þarf Liverpool að sitja til baka í seinni leiknum og við vitum allir hvernig LvG hefur höndlað slíkt skipulag.
Pillinn says
Jæja, þá erum við ekki lengur í Evrópukeppni. Svona fór um sjóferð þá.
Við eigum ekki möguleika í seinni leiknum. Liverpool er alltaf að fara að skora og þá eigum við aldrei möguleika. Erum ekki að fara að vinna leik með meira en einu marki. Hafði reyndar alltaf tilfinningu fyrir því að Dortmund og Liverpool ættu eftir að mætast í þessari keppni og held það enn.
En þá verðum við bara að reyna eftir fremsta megni að halda okkur fyrir ofan Liverpool í töflunni, efast um að við náum því. Þetta er vonlaust lið í dag. Carrick er alveg búinn, kostaði okkur seinna markið, algjörlega honum að kenna. Engin hætta.
Mjög soft víti sem Liverpool fékk en alveg hægt að dæma víti á þetta. Annan leikinn í röð hjá þeim. Ekki það að ef Utd fengju 10 víti í einum og sama leiknum held ég að þeir myndu ná að skora úr 2 í mesta lagi 3. Enn og aftur er samt Memphis að gera dýrkeypt mistök. Hann á ekki að vera í liðinu. Hann hefur átt einhverja nokkra ágætis leiki síðan hann var keyptur, það er ekki nóg þegar hann gerir svona mikið ógagn í leikjum.
En svo við segjum eins og púllarar, það er alltaf næsta tímabil :) Verðum að reyna að hafa smá jákvæðni í þessum pósti.
DMS says
Hvenær klárast þetta fjandans tímabil segi ég nú bara!! Ég vil fá frí frá þessu í smá tíma….holy shit!
Auðunn says
Ég skil vel þá ákvörðun að taka Rashford útaf en að setja Carrick í miðja vörnina í svona leik er algjör geðveiki. Ég á varla orð yfir svona rugli.
Afhverju ekki að setja Mata frekar út á vænginn og ýta þá þessu Fellaini framar þar sem hann er minna fyrir?
Alveg gáttaður á þessu liði og maður er alltaf að sjá það betur og betur hvað gæðin eru lítil.
Það segir sig sjálft þegar menn eins og Blind og Carrick spila í miðverðinum leik eftir leik.
Material ætlar alltaf að sigra heiminn í hvert skipti sem hann fær boltann, ef honum dettur svo í hug að gefa boltann þá tekur hann ranga ákvörðun í 90% tilfellum.
Það þarf heldur betur að hreinsa til í þessu liði í sumar en því miður þá klúðra menn alltaf gæðum strax eins og þeir gerðu með Di María.
Ótrúlegt að selja svoleiðis mann þegar það er pláss fyrir menn eins og Fellaini.
Þessi kaup og sölu stefna eða ákvarðanir eru gjörsamlega í algjörum molum hjá þessu liði.
Stefan says
haha það eina sem vantaði eftir þennan skelfilega leik var að segja að Fellaini væri besti maður vallarins.
Það útskýrir mjög skýrt hvað Van Gaal veit ekkert hvað hann er að gera og hvað þarf að gera.
Út með þennan mann, þetta er orðið einum of vandræðalegt..
Fellaini kann ekki einu sinni að senda boltann, hann er bara fyrir og tekur allt plássið, það er engin miðja, bara Fellaini að hlaupa í hringi, ekkert að gerast, engar sendingar ekkert.
Hvar er Gjavar? says
Gjavar! Gjavar ertu hérna?
Halldór says
„Hvernig þeir ætluðu að skora án Sturridge var ekki alveg ljóst“ Firmino er búinn að vera klassa ofar en allir framherjar á englandi (tölfræði) ég man þegar ég hlóg þegar viið fengum memphis og þeir firmino ég myndi skipta við þá í dag og borga þeim 30 mills á milli fyrir þennan leikmann…en eru menn bjartsýnir að við eigum séns í seinni leiknum ?
Schúli says
Allir brjálaðir útí Fellaini, en það er náttúrulega í tísku að taka hann af lífi.
Fyrir utan De Gea var hann einna skástur í liðinu (en hefði samt átt að fá svona 4 gul spjöld).
Við vorum í vörn í 75mínútur og ætli Fellaini hafi ekki verið sá sem oftast kom boltanum í burtu og bjargaði vonlausum varnamönnum okkar.
Herrera hefði ekki valdið því hlutverki og ósigurinn orðið stærri fyrir vikið ef hann hefði byrjað á kostnað Fellaini.
Poolararnir eru einfaldlega miklu MIKLU betri og við getum fyrst og fremst þakkað De Gea (sem fer örugglega í sumar) að ekki var um algera niðurlægingu að ræða.
Og fokk hvað við skitum margir hverjir uppá bak þegar við hlógum af Poolurunum að kaupa Firmino á sama tíma og við náðum að landa „world-class“ forwardinum Depay. Yeah Right!
Firmino er ljósárum betri…
Meistari Gjavar says
11# já hvar ætli hann gjavar liggji í kryppu núna
Ingvar says
Í guðanna bænum hættið alltaf að taka Memphis af lífi þegar illa gengur. Veit alveg að hann hefur ekki náð sér á strik en það má nú alveg segja að allt liðið er að skíta á sig. Martial virðist t.d vera hafin yfir gagnrýni hjá flestum. Búinn að vera ömurlega lélegur í seinustu 2 leikjum, hlaupið minna en Berbatov. Hættið að skíta á Memphis, það er ekki hægt að brillera þegar allt liðið er svona lélegt og hvað þá undir stjórn þessa hálfvita.
Keane says
Ég held ad v gaal sé kannski ekki rétti maðurinn í verkið…
Siggi P says
2 vikur segir þú? Þegar við verðum laus við allar óþarfa bikarkeppnir þá kemur smá dauðakippur í deildina. Moyes var rekinn með 4 leiki eftr þegar öruggt var að CL væri úr myndinni. Við erum aðeins ofar nú en þá og deildin meiri óvissa. Svo það gæti dregist fram í síðustu vikur apríl. En hef enga trú á öðru en að það gerist úr þessu. Þetta er bara hörmuleg spilamennska og almennt ekki vænlegt til að batna.
Dogsdieinhotcars says
Allt sem Van Gaal veðjaði á að myndi bjarga deginum feilaði í dag. Ekki flókið.
Sumir menn segja Fellaini hafa verið einna skástan í dag. Menn sem gætu hlaupið bara smá hratt hefðu unnið svona 14 bolta eftir sendingar inná miðjuna frá Liverpool. Fellaini var alltaf eins og snigill, menn hljóta að sjá það???
hvað er verið að spá að láta 18 ára strák byrja svona leik? bara til að taka hann út í hálfleik??? Bæði rangar ákvarðanir
gott að fara í þriggja mann vörn þegar við höfum ekki spilað það í eitt ár.
Rojo vissi ekki að við fórum í þriggja manna vörn.
Er Herrera að hossast á dóttur van Gaal? Var hann meiddur eða fór eitthvað fram hjá mér?
Sniglar í Mu liðinu: Rooney, Carrick, Blind, Schweini, Fellaini, Mata
Okkur var rústað í kvöld. Heppnir að sleppa með 2-0. Útaf De Gea.
Van Gaal verður rekinn, það verður bara gert í sumar, þess vegna fékk hann ekki að kaupa neinn í janúar.
Svo verða menn aðeins að chilla á Memphis og Martial. Þeir eru ennþá bara algjörir kjúllar í höfðinu, það sést langar leiðir.
Keane says
Hárrétt hundadauði, alveg sammála.
Georg says
Jæja, hver sá um peppspjallið fyrir leik?
Liverpool menn komu 100% stemmdir fyrir leik og okkar menn ekki.
Pakka í vörn í svona leik, hefur einhver látið LvG vita hverjir erkifjendur okkar eru?
Hef ekkert annað sem aðrir hafa ekki bent á..
SHS says
Það að klikkhausinn segi að Fellaini hafi verið einn besti maður vallarins segir allt sem segja þarf um þennan mann.
Helgi P says
hvenar fer þetta að koma gott hjá LVG þetta er bara búið að vera hræðilegt síðan hann tók við þessu liði
_einar_ says
Hvað eru menn að tala um að United stuðningsmenn hafi hlegið þegar bin dippers keyptu Firmino? Ég veit akkúrat ekki um neinn sem hló eða fannst það gaman, þvert í móti fannst flestum þetta mjög slæmt. Hann var búinn að vera yfirburðarmaður hjá Hoffenheim og frábær talent og 24 ára, svo hann á nóg eftir. Eru þetta púlarar hér að trolla?
Það var hins vegar gaman þegar Depay hafnaði þessum vesælingum fyrir United, enda aldrei annað í stöðunni. Depay hefur átt frábæra spretti en er augljóslega ekki nógu stöðugur enda ungur ennþá. Ég hef trú á að hann eigi eftir að verða frábær.
Tveir ólíkir en góðir leikmenn. Það vitleysa að tala um að þetta hafi verið eitthvað val um að kaupa Firmino eða Depay.
En um þennan leik. United hafði ekkert leikplan, engan ákafa og því fór sem fór. Rugl skiptingar og ömurlegt upplegg. Carrick kallinn er á síðustu stoppistöðinni og seinna markið skrifast alfarið á hann (pjúra rangstaða í aðdragandanum, en þýðir ekki væla um það nú). LVG er ekki með þetta lengur.
United þarf að spila um helgina í bikarnum á meðan Liverpool fær frí svo ég held að liðið hafi checkað sig út úr evrópukeppninni í ár.
Addinn says
Hvað segið þið um söng kollega ykkar á Anfield? The S#N was right you are murderes? Já ég er poolari og brosi eftir kvöldið…….
Y.N.W.A
Birkir Örn says
#24 Addinn
Held að það sé óhætt að fullyrða að engin hér styður slíka söngva. Þrátt fyrir að United stuðningsmenn hafi verið svörtu sauðirnir í gær þá höfum við séð og heyrt önnur lið ganga alltof langt yfir strikið, sbr. lestaratriðið hjá Chelsea þar sem þeir hleyptu ekki þeldökkum manni inn í lestina. Það tekur heldur ekki langan tíma að finna slíka hegðun hjá Liverpool stuðningsmönnum.
Svartir sauðir allstaðar.
Að því sögðu þá vona ég að það verði refsað fyrir þetta enda eiga þessir söngvar ekkert sameiginlegt með knattspyrnu.
Einnig Liverpool maður.
Y.N.W.A!
Bjarni Ellertsson says
Söngurinn var til skammar, engar bollalengingar með það, sá ekki leikinn en heyrði af þessu. Líklega taka þínir kollegar flugvélina eftir viku því það eru alltaf til svartir sauðir hjá hvaða liði sem sýna andstæðingum óvirðingu. Þetta er ekki það sem þessir tveir klúbbar standa fyrir og hafa gert í gegnum tíðina en alltaf fá þessir vitleysingar fyrirsagnirnar. Ég er aðdáandi fótboltans og hef dáð UTD í gegnum þykkt og þunnt í gegnum tíðina, upplifað ömurleg ár fyrir 1990 þegar UTD gátu ekki jack en studdi þá samt því þeir áttu alltaf sín móment af og til. Þoldi þá ekki púllara sem klúbb né vini mína, löng saga, og það mun aldrei breytast þegar þessi lið etja kappi en ber samt virðingu fyrir árangri liðsins í gegnum tíðina því hann er ekki sjálfgefinn, menn verða að leggja á sig til að uppskera.
Mínir menn gátu bara ekki neitt í gær, frekar enn í vetur, og áttu Liverpool skilið að vinna stærra, þannig er það bara. Ekkert sérstaklega erfitt að kyngja því enda vann fótboltinn í gær. Liðin eru og hafa verið í lægð undanfarið, Liverpool þó öllu lengur en virðast vera komnir nokkrum skrefum lengra en Utd á þrounarbrautinn. Styttist samt í ljósið hjá mínum mönnum, enda segi ég með stolti, „Það kemur alltaf annað tímail.“
GGMU
Addinn says
#25 og #26
Kvitta heilshugar undir þessi skrif. Liðin eru í lægð og Lverpool búið að vera eis og jójó undanfarin ár. Man Utd er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem þeir voru. Scholes orðaði þetta mjög vel í gær þegar hann sagðist ekki vilja sjá svona frá sínu liði að enda mögulega í fjorða sæti á hverju ári með eina litla dollu.. Arsenal sæi um það. Við viljum sjá okkar lið vinna sannfærandi og spila með hjartanu alltaf. Það eru allir sammála um það.
GesturT says
Sem Liverpool maður held ég að væri alrangt af okkur að vera að dæma MUFC og stuðningsmenn út frá athæfi (óþægilega margra) í gær.
Kýs frekar að muna að SAF var einn sá fyrsti sem hringdi í Kenny Daglish eftir Hillsborough og bauð aðstoð og samhug. Nefni einnig þegar Vidic og Gerrard slepptu 96 blöðrum til minnigar þeirra sem létust. MUFC hefur margoft sýnt virðingu og samhug vegna þessa harmelika.
Allstaðar og í flestum hópum finnast heimskingar, hvort heldur sé meðal þeirra sem fylgja MUFC eða íbúa Liverpool. Í hópi þeirra fyrrnefndra hegða þeir sér eins og í gær. Í seinni hópnum halda þeir með Everton.
Karl Garðars says
Hvað er að gerast hérna..??!! Er farið að flæða upp úr kopp.is? :)
Sammála púðlunum, þetta á hvergi heima hvort sem um er að ræða knattspyrnu eða annað.
Púlarar áttu skilið að rúlla þessum leik upp fyrst þeir ákváðu að mæta til leiks en við ekki. Þeir voru samt sem áður þvîlíkir aular að skora ekki í.þ.m 3 mörk til viðbótar og ég græt ef þetta reynist ekki nóg hjá þeim.
Ég man ekki hvenær ég slökkti síðast á leik með mínu liði en það gerði ég í gær. Ég hef alltaf sagt og stend við það að þessi keppni er manchester United ekki boðleg og fókusinn á að vera á 4. Sætið en ekki þetta b.deildar bull. EN það er engu að síður ömurlegt að tapa fyrir Liverpool sama hvar það er svo mikið er víst en tapið í gær er í fyrsta skiptið sem ég man eftir að liðið hafi ekki einu sinni reynt…. Það vantar gaddavír á miðjuna í báðum liðum, svona alvöru kúbein sem spila upp á æruna og þekkja sögu þessara stórliða.
DDG enn og aftur eini leikmaðurinn sem stóð undir launaumslaginu.
Nú þurfum við að skúra síðuna okkar upp úr vígðu vatni með þetta í botni! http://youtu.be/umNACDTH-BY
Góðar stundir!
Jónas says
Talandi um svarta sauði,, þetta eru ekkert 3-4 fávitar úti horni sem ná að láta þetta hljóma um leikvanginn ég veit ekki hversu marga miða utd menn fengu en miðað við lætin í stuðningsmönnum liverpool hefur þurft 2-3 þúsund manns syngja þetta
Björn Friðgeir says
GesturT: Til hamingju með að halda því fram að engir heimskingjar finnist í stuðningsmannahópi Liverpool. Þú afsannar þannig eigin kenningu sjálfur.
United menn sungu viðbjóðslega söngva á leiknum í gær og hafa gert áður. Liverpool menn hafa sungið viðbjóðslega söngva á öðrum leikjum. Við erum ekki að fara út í ‘hann byrjaði’ leik hér.
Ef að einhver hér uppi á Íslandi heldur að fólkið sem heldur með liðinu hans úti á Englandi sé einhvern veginn betra en fólkið sem heldur með ekki-liðinu hans úti á Englandi, þá er um hrapallegan misskilning að ræða.