Ég veit ekki með ykkur en ég er löngu hættur að pirra mig þegar United klikkar á því að vinna leiki á mikilvægum tímapunktum. Samkvæmt allri tölfræði átti United að klára West Ham á heimavelli í dag, það þurfti ekki að vera fallegt, það þurfti bara að klárast. Það gekk auðvitað ekki upp eins og allt annað á þessu tímabili. Það er enn smá glæta að við getum fagnað einhverju á þessu tímabili en útlitið er satt best að segja ekki gott. Við þurfum að vinna Liverpool í vikunni með meira en tveimur mörkum til að komast áfram í Evrópudeildinni, og núna þurfum við líka að ferðast til London í þeim tilgangi að spila annan bikarleik á mjög erfiðum útivelli gegn West Ham. Frábært!
Auðvitað er langt síðan ég hætti að reyna að skilja þankargang Louis Van Gaal. Það er hægt að segja margt um hans hugmyndafræði en liðsuppstillingar (og skiptingar) er eitthvað sem getur oft verið erfitt að skilja. Í dag leit liðið út svona:
Varamenn: Romero, Darmian (87 min), Williams, Schneiderlin, Schweinsteiger (76 min), Januzaj, Memphis (76 min).
Ekki veit ég af hverju honum þótti það góð hugmynd að hafa þá Carrick og Fellaini saman þarna á miðjunni. Carrick hefur í fyrsta lagi átt erfitt uppdráttar undanfarið og að halda Fellaini í byrjunarliðinu eftir slaka frammistöðu gegn Liverpool átti ég mjög erfitt með að skilja. Ég hafði lengi vel mikla trú á því að Fellaini myndi standa sig hjá United en mér er farið að snúast hugur þessa dagana. Hann er góður í mjög svo sérstakri stöðu og undir sérstækum kringumstæðum, sem er að vera stóri og sterki skalla/brjóstkassa maðurinn uppi á vellinum, en við erum flest sammála því að þannig viljum við helst ekki sjá United spila. Í öðrum stöðum hefur hann því miður ekki spilað nægilega vel. Maður hefði viljað sjá Basta og Schneiderlin taka miðjuna í dag en kannski sjáum við þá byrja gegn Liverpool í staðinn.
https://twitter.com/shamoonhafez/status/709060004557492225
Mér finnst United vera heilt yfir að spila betur þessa dagana, þ.e.a.s miðað við spilamennskuna fyrir 2-3 mánuðum síðan. Eftir hroðaleg úrslit í desember, og upp og niður spilamennsku í janúar, virtist liðið ná botninum gegn Sunderland/Midtjylland í byrjun febrúar. Síðan þá hefur United sýnt betri takta í sókninni, reyndar á kostnað varnarinnar reynar, en so be it. Staðreyndin er aftur á móti sú að þetta er enn langt frá því að vera nægilega gott. Liðið er spila fleiri sendingar fram völlinn, það vantar hinsvegar alveg drápseðlið á síðasta fjórðungi vallarins. Það eru engin alvöru færi sköpuð. Tölfræðin til dæmis yfir hversu mörg skot á markið liðið er að ná í hverjum leik er sjokkerandi og ein sú versta sem sést hefur í sögu deildarinnar.
Ég ætla ekki að dvelja of mikið yfir leiknum í dag, hann var bara eins og leikir United hafa verið í allan vetur. Flestir leikmenn voru mjög svo í meðallagi, Martial var enn og aftur besti maður United en síðan fannst mér Rashford, Rojo og sérstaklega Varela skila sínu ágætlega. Martin Atkinson dómari leiksins var slakur, hafði það til dæmis ekki í sér að sýna Payet sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap, þrátt fyrir að það sé mjög skýrt í reglum, en það réði samt ekki úrslitum leiksins þannig lagað. Mark West Ham kom eftir frábæra 30 metra aukaspyrnu frá Dimitri Payet (sem átti ekki að vera inn á vellinum) og jöfnunarmarkið okkar kom seint í leiknum og það eftir baráttu, ekki beint það fallegasta sem Anthony Martial hefur skorað, en telur alveg eins og öll hin. 1-1 niðurstaðan og í raun sanngjörn úrslit þegar allar hliðar eru skoðaðar.
Það er hinsvegar þetta að þurfa að spila þennan leik aftur sem pirrar mann svolítið, svona miðað við breiddina á hópnum, meiðslin og álagið þessa síðustu mánuði tímabilsins. En jæja, liðið var allavega ekki slegið út í dag, sem er gott. Crystal Palace, Everton og Watford eru komin í undanúrslit þannig að ef við klárum West Ham þá verður að segjast að við séum í dauðafæri til að vinna þennan bikar, sem væri klárlega sárabót eftir erfitt tímabil („erfið tímabil“ ætti ég frekar að segja!). Þó svo ég sé löngu farinn af Van Gaal lestinni þá væri alveg gaman að sjá hann taka eina dollu í lok tímabilsins, svona sem kveðjugjöf áður en hann stígur til hliðar fyrir Jose Mourinho.
Endum þetta á nokkrum tístum:
https://twitter.com/optajoe/status/709073935032328196
https://twitter.com/UnitedPeoplesTV/status/709087494223097856
https://twitter.com/Squawka/status/709079377569587200
https://twitter.com/ManUtd/status/709075211677736961
Ingvar says
Carrick – Fellaini samsetningin á miðjunni ein og sér er fyrirkvíðanlegur andskoti. Watford, Crystal Palace, Everton og West Ham í undanúrslitum. #þaðspáðiþvíenginn
Haukur Guðmundsson says
Hver er þessi Williams
Bjarni Ellertsson says
Allt frekar fyrirsjáanlegt hjá Martial í dag, gönguhrólfurinn hann Carrick hreyfist ekki mikið á miðjunni með fjallaklifur Fellaini með sé á hlið. Vörnin þó ágæt en viðbúin að missa menn innfyrir. Geri mér ekkert sérstaklegar vonir að vinna þennan leik en veit þó aldrei, UTD eru oft óútreiknanlegir.
Helgi P says
þetta er bara sami viðbjóðurinn ætla fara senda LVG reiknig fyir enska boltanum
Stefan says
Vel gert hjá Martial en já ekkert mikið um þetta að segja.
Van Gaal sowed and he reaps.
Þýðir ekkert að selja alla og kaupa svo fyrir 300m.
Hvers konar plan er það? Það er allavega vandamálið og gerir það að verkum að við eigum 1 góðan leik af 10, svo 2-3 decent leiki sem eru annaðhvort fara jafntefli eða við rétt merjum.
Van Gaal og sérstaklega Woodward hafa gert of dýrkeypt mistök og það bitnar gífurlega á Manchester United að hafa svona vitleysinga innanborðs.
Við spilum ekki svona fótbolta philosophy og þeir fatta það ekki.
Dogsdieinhotcars says
Að Fellaini sé að byrja á miðjunni fyrir Manchester United er nottla lögreglumál, þetta er topp þrír ríkasti klúbbur í heimi. Hvar eru heimsklassaleikmennirnir?
Ég bara næ þessu ekki. Hvar eru Bale-arnir og Neymar-arnir? Það er einn leikmaður United sem kæmist í Barca og Real. Við erum ljósárum á eftir þessum klúbbum og það hefur gerst á ógnarhraða.
Ég er ekkert alltof spenntur fyrir Móra, en hann er líklegastur til að geta stöðvað blæðinguna og er enn með reputation til að ná world class leikmönnum til sín.
Runar says
Mér fannst þetta bara hörku leikur, bæði líð voru að spila fínan bolta á köflum, góður leikhraði og hefði geta farið báða boga,
mér fannst skiptingarnar skila góðu hjá okkar mönnu og skiptingarnar hjá Hömrunum voru bara okkur til hags,
Þetta Móra mál er bara drulla, þar sem ég bý á enskri grunt, þá fæ ég að sjá frekar mikið af bolta umfjöllun, bæði í sjónvarpi, breiðprenti (broad sheet) og götublöðum (free paper), hann er alveg búinn hérna úti, hann færir bara öngþveiti inn í alla klúbba og breska pressan mun bara éta hann í sig, sást lang best síðast haust, þar sem hann kúkaði upp á bak í fjölmiðlum og tapaði búningsklefanum samhliða því,
enska pressan er engu betri en sú spænska, sem vill ekki erlenda þjálfara og kann vel að taka sitt eigið landslið af lífi,
held að Laurent Blanc væri mikli betri kostur sem þjálfari, hefur gott samband við leikmenn sína og hefur líka unnið sér inn virðingu sem leikmaður á Englandi, svona svipað eins og Slaven Bilić hjá West Ham
Jón Þór Baldvinsson says
Ömurlegur leikur í alla staði, rétt eins og megnið af leikjum okkar í ár. Andlaust og bara lélegt lið sem við höfum og engin löngun sjáanleg í hvorki leikmönnum né þjálfara til að breyta því. Rétt eins og pistlahöfundur nennir maður varla lengur að kryfja lekina til mergjar, allt undir meðallagi nema markmaðurinn að sjálfsögðu. Mér fannst Scholes ekki réttlátur í því sem hann sagði um markið hans Payet, hef horft á það tuttugu sinnum nú þegar og dáist að hvað boltinn flaug fullkomnlega með réttum snúning í stöngina inn. Ekkert nema kraftaverk hefði getað varið þetta en De Gea er svosem þekktur fyrir kraftaverk enda værum við í 18 sæti ef ekki væri hann í markinu. En allavega, andlaust og leiðinlegt lið, fáránlegar uppstillingar og eitthvað meira en rauðvín í glasinu hans Van Gaal miðað við hvað hann er alltaf að rugla um Fellaini þessa dagana.
Sigurjón says
Viðtal eftir leikinn:
LVG kemur alveg með valid point um að þeir fengu sama sem engan tíma til að jafna sig eftir leikinn gegn LFC, á sama tíma og West Ham fékk heila viku til þess að velta þessum leik fyrir sér. Finnst það reyndar ekki algjörlega lögleg afsökun, en það er klárlega eitthvað sem vert er að benda á.
Auðunn says
Mourinho er ekki að fara að taka við þessu liði eftir tímabilið.
Það eru of margir háttsettir menn á bakvið tjöldin sem vilja hann ekki m.a Sir Alex.
Mér fannst þreyta í liðinu í dag svo er óþolandi að sjá þetta Fellaini í United treyjunni enda var fagnað á vellinum þegar hann var tekinn útaf.
Dogsdieinhotcars says
Til að það sé tekið fram: Mér finnst Fellaini alveg fínn leikmaður. En united er top þrír klúbbur í heiminum. Eiga að vera með top3 leikmenn í öllum stöðum.
Sigurjón says
Auðunn:
1. Það er búið að vera þráðlátur orðrómur í 3 mánuði í öllum helstu miðlum Englands um að Jose Mourinho sé á leiðinni til Man Utd. Orðrómur af slíkum styrk fellur ekki af himnum ofan, hann verður til út af leka, samanber „Pep til Man City“ orðróminn sem byrjaði síðsta haust og var síðan var staðfestur í janúar. Þetta er nánast alveg sama dæmið.
2. Þó svo menn eins og Ferguson og Bobby Charlton séu á móti því að fá Mourinho inn, þá er þeirra skoðun bara 2 atkvæða virði. Stjórn Man Utd er stærri en bara þessi tveir menn.
3. Það nýjasta er að Jose Mourinho er búinn að gefa það út opinberlega að allt sé klárt með að hann byrji hjá nýjum klúbbi þann 1 júlí. Það helst í hendur við allt sem maður hefur lesið hingað til. EN, segjum sem svo að Man Utd sé ekki inn í myndinni þar, hvaða klúbbur ætti það þá eiginlega að vera? Það er ekkert annað gigg á lausu!
Menn geta deilt um það hvort hann sé rétti maðurinn eða ekki, en að hann sé okkar næsti stjóri er yfirþyrmandi líklegt.
Auðunn Atli says
Sigurjón.
1.Það er líka búinn vera þráðlátur orðrómur í mörg mörg ár að Bale og Ronaldo séu á leið til Man.Utd, varla fellur sá orðrómur að ofan frekar en Móra orðrómurinn og þá má gera ráð fyrir að þeir komi í sumar eða hvað??
2.Ferguson fékk að ráða Moyes á sínum tíma og því er ég nokkuð viss um að bæði hans atkvæði og Bobby´s atkvæði hafi aðeins meira vægi en bara 2 atkvæði, er hissa á að þú þekkir ekki betur til Man.Utd en þetta.
3.Arsenal, Real, Valencia, Inter, PSG (Ef Blanc fer) Monaco, AC Milan og Ítalska Landsliðið eru öll lið sem eru líkleg til að skipta um þjálfara og svo eru mjög líklega einhver lið sem koma á óvart.
Ég myndi nú heldur ekki taka öllu sem heilögum sannleika sem Móri segir á þessum tímapunkti. Þetta gæti mögulega verið eitthvað bragð hjá honum til að setja þrýsting á einhver lið, kæmi mér svo sannarlega ekki á óvart.
Það er ekkert líklegra en hvað annað að hann sé að taka við United, fram að þessum tímapunkti höfum við ekkert nema slúður fjölmiðla.
Sigurjón says
Auðunn
1. United hefur fylgst með gangi mála hjá bæði Ronaldo og Bale í gegnum tíðina, allt frá því Moyes var stjóri. Það er ekki bara „slúður“ því Moyes sagði það einu sinni að þeir hafi verið að kanna stöðuna á Bale (og síðan hefur Ronaldo alltaf gefið MU undir fótinn). Þetta er hinsvegar mikið flóknara mál vegna þess að þessir menn eru samningsbundnir Real Madrid og þú þekkir hvernig sá klúbbur starfar ekki satt? Þetta er engan veginn sambærilegt því í tilfelli Mourinho þá er hann án starfs og í tilfelli Pep þá var hann búinn að gefa út að hann myndi hætta með Bayern.
2. Þú heldur semsagt að stjórn United sé bara Alex Ferguson og Bobby Charlton að spjalla saman yfir kaffi? Ef svo er þá verð ég að taka undir með þér, ég er ansi hissa á því að ég þekki ekki betur til en þetta. Ég nefnilega stóð í þeirri trú að Man Utd væri félag á hlutabréfamarkaði og hefði 12 einstaklinga í stjórn. Ég reyndar vissi alveg af því að Ferguson, Charlton og Gill sætu í undirstjórn klúbbsins. Þó svo það séu hellings völd í þeirri stöðu, þá hafa þeir í raun ekkert framkvæmdarvald þegar á hólminn í komið. Þeir geta auðvitað sveflað stjórnarmönnum til og frá með sinni skoðun, svona eins og gengur og gerist í pólitík, en það er allt og sumt. Stjórnin getur vel tekið þá ákvörðun að halda undirstjórn frá ákveðnum málum og var til dæmis talað um það á sínum tíma að það hafi gerst þegar LVG var ráðinn stjóri, að þá hafi stjórn félagsins ekki haft Ferguson og félaga með í ráðum. Það er ákveðin valdarbarátta á milli þessara hópa í dag, eins og Red Issue fór yfir fyrir um mánuði síðan. En hey, hvað veit ég svo sem, þú þekkir þetta auðvitað mikið betur Auðunn.
Auðunn says
Nei stjórn United er ekki bara Sirarnir Alex og Bobby að spjalla yfir kaffibolla.
En mér þykir ansi líklegt að þeir hafi alveg helling um málið að segja og ég efast einhvernveginn um að stjórnin og eigendur liðsins taki svona risa ákvarðanir í óþökk þessara manna..
Mér þykir alveg eins líklegt að Van Gaal verði áfram eða Blanc taki við liðinu í sumar.
En hvað veit ég þú ert með þetta allt á hreinu með Móra og því er þetta = staðfest.
Karl Garðars says
Ég fæ mér yfirleitt Tower Zinger á KFC en þið hin?
Karl Garðars says
Já og voruð þið búin að heyra að knattspyrnusambandið ákvað að refsa United fyrir hillsborough söngvana með því að dæma Fellaini ekki í bann..
Runólfur Trausti says
Er einmitt líka í Tower Zinger á KFC, mæli með Pipar mæjonesi með.
Annars var ég að gá og það er laust í Gryfjunni á bakvið Háskólabíó svo Auðunn og Sigurjón geta útkljáð málin ala Roy Keane.
Annars virðast öll vötn renna til Mourinho sem stendur. Simple as that. Hvort það sé svo besti kosturinn í stöðunni er allt annar handleggur en eins og staðan er í dag þá held ég að flest allir væru betri kostir en Louis Van Gaal, því miður.