„We are in three different competitions, and at this stage of the season a lot of other teams and managers cannot say that. We still have the chance to win something.“ #
Þetta sagði Louis van Gaal á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn West Ham, aðeins degi eftir tapið gegn Liverpool í fyrri viðureign þessara lið í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Að hans mati er þriggja ára planið sem sett var í gang með ráðningu hans í fullri sveiflu enda liðið í bullandi séns í þremur keppnum.
Tjahh. Liðið er vissulega í þremur keppnum en erum við að fara vinna einhverja þeirra?
Jafnvel þeir allra bjartsýnustu ættu að geta tekið undir það United á ekki séns á því að vinna deildina þetta árið verandi 16 stigum á eftir toppliði Leicester þegar 9 leikir eru eftir. Ef til vill var Louis van Gaal að tala um að liðið ætti enn séns á því að ná í Meistaradeildarsæti, vissulega er það innan seilingar en kommon, að rétt skríða í fjórða sætið annað tímabilið í röð er akkúrat ekkert til þess að stæra sig af.
Í FA-bikarnum bíður okkar ansi erfiður útileikur gegn West Ham til þess að komast á Wembley gegn Everton en samt sem áður hlýtur sú keppni að teljast besti möguleiki United á bikar á tímabilinu. Það yrði afar langþráð enda alltof langt síðan United vann þessa fornfrægu keppni.
Og svo er það auðvitað Evrópudeildin, þessi ljóti litli bróðir Meistaradeildarinnar sem enginn vill í raun og veru taka þátt í. Þangað dæmdist lið United ef brotlendingu úr alvöru keppninni og svo að hreinskilnin ráði ríkjum í þessari upphitun verður það að teljast líklegt að United detti út gegn Liverpool eftir fremur háðulegt tap í fyrri leiknum.
Það voru þeir félagar Daniel Sturridge og Roberto Firmino sem skoruðu mörkin fyrir Liverpool sem hefðu vel getað verið fleiri hefði ekki verið fyrir frekar hefðbundna frammistöðu hjá besta markmanni í heimi, David de Gea. 2-0 er staðan í viðureigninni sem þýðir að United þarf að skora að lágmarki þrjú mörk [footnote]Gætum reyndar sloppið með að skora tvö og vinna í vítaspyrnukeppni[/footnote] til þess að komast áfram í átta liða úrslitin.
Samkvæmt einhverju tölfræðilíkani sem ég fann eftir mikla leit eru um 10% líkur á því að liðið sem tapar 2-0 á útivelli í fyrri viðureign í tveggja leikja viðureign í Evrópukeppni komist áfram í næstu umferð.
Olympiakos – 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar 2013/2014
Líkt og gegn Liverpool síðastliðinn fimmtudag mætti alveg afskaplega andlaust, þreklaust og baráttulaust United-lið til leiks í Grikklandi gegn Olympiakos í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það er erfitt að velja úr hvaða frammistaða var máttlausust undir stjórn Moyes en þessi frammistaða gegn Olympiakos er sterkur kandídat.
Leikurinn fór 2-0 fyrir Olympiakos og leikskýrsla okkar eftir þennan leik bar titilinn Ei meir, Dave og ég hugsa að flestir okkar hafi endanlega stokkið af Moyes-vagninum eftir þennan leik. Útlitið var því ansi svart fyrir seinni leikinn, þið vitið, 10% líkurnar og allt það.
Moyes til tekna tókst honum þó að á einhvern hátt að blása mönnum byr í brjósti fyrir seinni leikinn og í hann mætti eitthvað allt annað United-lið en við höfðum séð fram að þessu á því ömurlega tímabili. Liðið byrjaði leikinn í fimmta gír og keyrði upp tempó-ið í leiknum. Af öllum mönnum var það Ryan Giggs sem stýrði förinni og með hjálp Robin van Persie tókst liðinu að snúa einvíginu við með 3-0 sigri.
https://www.youtube.com/watch?v=JfiZXEF23zs
Liðið er því í mjög svipaðri stöðu nú og það var fyrir tveimur árum í Meistaradeildinni. Þó ekki alveg sambærilegri vegna þess að Olympiakos er Olympiakos og United á alltaf, alltaf, að vinna Olympiakos. Það er ekkert óeðlilegt við þá kröfu að dragist United gegn Olympiakos eigi liðið að komast áfram án teljandi vandræða.
Það sama er ekki hægt að segja um Liverpool. Þó að viljum auðvitað alltaf vinna þessa labbakúta getum við ekki sett fram þá kröfu að United eigi alltaf að vinna Liverpool líkt og við setjum fram þá kröfu að United vinni lið eins og Norwich, Bournemouth og WBA í hvert einasta sinn. Liverpool er stórlið og og þessi viðureign er á allt öðru stigi en viðureignin við Olympiakos um árið.
Saga United er þó ansi drjúg og við þurfum ekkert að leita neitt rosalega langt aftur til þess að finna þá frammistöðu sem United þarf að endurskapa á morgun gegn Liverpool.
Barcelona – 8-liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa 1983/1984
Vorið 1984 kom Barcelona á Old Trafford með tveggja marka forskot í farteskinu og Diego Armando Maradona í treyju númer tíu. Í stórfenglegasta leik sem Old Trafford hefur séð vann United 3-0 sigur og komst áfram.
Barcelona-menn voru svo sigurvissir að nánast engir áhorfendur fylgdu liðinu sínu frá Spáni. Það þýddi að Old Trafford var smekkfullur af United-mönnum og fróðir menn segja að hvorki fyrr né síðar hafi stuðningsmenn United látið jafn vel í sér heyra. Gefum Arthur Albiston, bakverði United í leiknum orðið:
Because there were hardly any away fans the ground was literally full of United supporters, and they kept up an incredible level of noise all through the game. I’ve never heard anything like it before or since.
I didn’t think the crowd would be able to keep it up for 90 minutes but we were lucky enough to score goals at exactly the right time. Bryan Robson got the first two to put us level on aggregate, and that was all the encouragement they needed.
Og Bryan Robson, hetja kvöldsins, tók undir orð Albiston um stemminguna sem myndaðist á Old Trafford þetta kvöld:
It was shrill, deafening, and it just got louder as the game went on. The atmosphere that night was incredible, but it helped that we scored at the right time.
Lætin voru hrikaleg og maður getur fengið örlitla tilfinningu fyrir þeim með því að horfa á þetta myndband úr leiknum og líkt og sést á skjáskotinu fylltist völlurinn af stuðningsmönnum United þegar flautað var af.
Liverpool – 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar 2015/2016
Í báðum þessum leikjum sem ég hef farið yfir skoraði United fyrsta mark leiksins tiltölulega snemma og það er nákvæmlega það sem þarf að gerast á morgun. United verður einfaldlega að skora snemma til þess að opna viðureignina upp á gátt. United verður að skora í það minnsta þrjú mörk og ef liðið skorar ekki í fyrri hálfleik verður brekkan ansi brött í þeim seinni.
Í báðum þessum leikjum hélt liðið hreinu sem er auðvitað frumskilyrði þess að United fari áfram á morgun. Liverpool þarf ekki nema eitt mark til þess að drepa viðureignina og því þurfa varnarmenn okkar auk David de Gea að eiga sinn besta leik, þeir þurfa að gefa sókninni færi á að sækja að marki.
Í báðum þessum leikjum stigu einstaklingur upp og leiddu United áfram í næstu umferð. Bryan Robson skoraði tvö mörk og tók öll völd á vellinum gegn Barcelona 1984. Gegn Olympiakos voru það Ryan Giggs og Robin van Persie öðrum fremur sem tóku hlutverk Robson að sér. Á morgun þarf einhver leikmaður að taka þetta hlutverk að sér. Einhver þarf að eiga Robson gegn Barcelona eða Keane gegn Juventus frammistöðu á morgun. Einhver þarf að stíga upp rækilega upp.
Og áhorfendurnir þurfa að vera í sínu alla besta formi. Þeir þurfa að soga boltann í netið hjá Liverpool eins og Sir Alex talaði svo oft um. Þeir þurfa að setja pressu á dómarann og gera Liverpool-liðið stressað. Þeir þurfa að gera Old Trafford að vígi, alveg eins og gegn Barcelona 1984.
Á morgun þarf allt að ganga upp. Louis van Gaal þarf að nota hvern einasta dropa af reynslu sem hann hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Eldri og reyndari leikmennirnir þurfa að stíga upp og yngri leikmennirnir þurfa að láta ljós sitt skína eins og ungum og óreyndum leikmönnum er einum lagið. Eftir leikinn á morgun verða engir felustaðir eftir fyrir Louis van Gaal og leikmennina. Það er sigur eða dauði. Það er allt undir.
Ekki bregðast okkur.
_einar_ says
Frábær upphitun og góð upprifjun um glæst comeback. Því miður er ekkert í kortunum um slíkt á morgun. Svona fyrirfram þarf nánast kraftaverk til þess að liðið komist áfram.
Höfum eitt á hreinu – ég hef alltaf trú á að United vinni þessar liðleysur og liðið getur vel unnið þennan leik, en United í sínu núverandi ásigkomulagi er aldrei að fara vinna 3-0 eða 4-1 o.s.frv.
Þeir gátu potað inn einu marki á móti West Ham um helgina, mörkunum er ekki að fara rigna á morgun.
Liverpool fékk fulla hvíld um helgina á meðan United átti erfiða rimmu (með notabene sama byrjunarliði og fyrir viku) gegn West Ham. Í þokkabót er LVG ráðþrota og andlaus og hálft liðið á meiðslalistanum.
Jæja, rant over. BRING IT ON :D
Rauðhaus says
Stórskemmtileg upphitun og ótrúlega gaman að skoða video-ið frá 1984, þvílík stemmning á pöllunum!
En höfum það á hreinu að þó staðan sé mjög erfið og útlit fyrir að þátttöku okkur í keppninni ljúki á morgun, þá er líka alveg möguleiki til staðar.
Ef við skorum fyrsta mark leiksins, helst snemma, þá er einvígið einfaldlega galopið. Ef Liverpool skorar, þá er þetta búið. Það þarf allt að ganga upp og það er á nákvæmlega svona stundum sem við viljum að lykilmenn taki á skarið. Ég heimta Bastian í byrjunarliðið enda var það hann sem breytti síðasta leik og tryggði okkur þetta jafntefli gegn West Ham. Hann er leiðtogi og mun ekki bogna. Við þurfum líka Tony Marshall í stuði, Smalling og De Gea trausta aftast o.s.frv.
Miði er möguleiki.
Bjarni Ellertsson says
Annað kvöld mun ég hugsa um leikinn 1984 á móti Barcelona þar sem ég 15 ára gamall hlustaði á hann á BBC í lélegum gæðum með föður mínum og við varla heyrðum þegar Stapleton skoraði 3 markið. Það er ekki spurning í mínum huga að í þessu liði voru fleiri sigurvegarar en við höfum í dag, menn sem lögðu líf og limi í leikinn, aðeins fyrir eina ölkrús. Með loftfimleikamann í markinu, harðjaxla í vörninni sem spiluðu best með gat á hausnum eða brotnar tennur, miðjumenn með tækni, kraft og þol á við arabíska gæðinga og svo síðast en ekki síst tvo svo ólíka framherja sem pressuðu stöðugt á öftustu menn að þeir sáu ekki til sólar í sínum 1984 tiki taka bolta. Jeminn, fæ enn gæashúð við að hugsa um þetta.
Hvaða leikmenn munu stíga upp á morgun? Stórt er spurt, en það er alltaf von :-) :-)
Keane says
Flott skrif Tryggvi Páll. Hef enga trú á morgundeginum, þvermóðskan i kallinum og öll leiðindin hafa mulið alla von í duft. Skulum vera passlega brattir og búast við því að detta út á morgun.
Tryggvi Páll says
Svo því sé haldið til haga hélt Louis van Gaal blaðamannafund í dag auk þess sem Ashley Young og CBJ mættu aftur til æfinga eftir meiðsli. Hvorugur þeirra verður þó með á morgun en það verður gott að fá þá aftur fyrir komandi átök.
Öllu verra er að Schweinsteiger er ekki klár í 90 mínútur og byrjar því ekki á morgun skv. LvG. Þó gott að eiga hann inni fyrir seinni hálfleikinn.
Karl Garðars says
Það þarf hreinlega að senda Tryggva Pál á OT, láta hann þrusa þessari upphitun yfir klefann og blasta svo myndbandinu frá ’84 yfir þessar prímadonnur og pissudúkkur!
Þetta er svo hriikalega hriiiikaleg upphitun að maður fyllist eldmóð og von fyrir leikinn annað kvöld (sem verður svo örugglega hrækt aftur í andlitið á manni í fyrri hálfleik en það er önnur saga).
Mér er alveg sama hvernig fer á morgun, það eina sem ég bið um er að menn vaði í þetta fullum fetum! Balls deep!
Rauðhaus says
Gíðarleg vonbrigði að Bastian sé ekki klár. Mér finnst það satt að segja afskaplega skrítið, hann kom mjög ferskur inn í síðasta leik og er búinn að æfa síðan. Hvaða rugl þáttur í „fílósófíunni“ er þetta? Að mínu mati minnkar þetta verulega líkurnar á kombakki í kvöld, sem þó voru nægilega litlar fyrir.
En annars tek ég undir með Karli hér að ofan, sama hvernig fer þá er það eina sem ég krefst af liðinu að það mæti nógu andsk**i ákveðið til leiks, vaði í þetta verkefni fullum fetum.
Auðunn Atli says
þessi leikur fer 1-4.
Fellaini skorar 2 sjálfsmörk á fyrstu 20 mín og verður svo rekinn útaf á 55 mín og fær 24 mánaða bann fyrir að vera fáviti.
Annars ætti Schweinsteiger alltaf að byrja þennan leik með Schneiderlin og Mata eða Herrera.
Ég held að það gæti komið í bakið á liðinu ef það á að taka mikla sénsa strax í upphafi, eitt mark frá Liverpool og þetta er búið.
Það má taka sénsa þegar líður á leikinn og staðan 0-0 eða jafnvel 1-0, en ég er ekki viss um að ég myndi þora því alveg í upphafi.
Rauðhaus says
Lítur út fyrir að hvorki Herrera né Blind séu í hópnum okkar í kvöld! http://www.manchestereveningnews.co.uk/sport/football/football-news/manchester-united-news-squad-liverpool-11053572?
Þetta verður e-h áhugavert atriði þarna í kvöld. Getum nánast gefið okkur að Fellaini er að fara að byrja þennan leik. LvG virðist búinn að útiloka að Bastian byrji og þar með erum við bara með Fellaini, Carrick og Schneiderlin sem gætu byrjað á miðjunni. Reyndar kæmi það mér ekki á óvart ef þetta yrði stillt upp í 3-5-2, en vona þó ekki.
The Fellaini factor says
Liðið sem ég væri til í að sjá:
De Gea
Varela – Smalling – Rojo – Riley/Borthwick-Jackson
Mata – Herrera – Schneiderlin – Memphis
Martial – Fellaini
Overlapping bakverðir, dæla boltum inn í teig, nýta hæð Fellaini ofarlega á vellinum til að skapa vandræði í slappri vörn Liverpool og hann verður valinn maður leiksins
Liðið sem ég held að LVG spili:
De Gea
Varela – Smalling – Blind – Rojo
Schneiderlin – Fellaini
Lingaard – Herrera – Memphis
Martial
Allt spil á að fara í gegnum Fellaini sem verður með 40% heppnaðar sendingar, sinnir ekki varnarskyldu sinni sem leiðir að mörkum og endar á því að fá rautt spjald
Bjarni Ellertsson says
Það er lítið um comeback kings í þessu liði, menn þekkja varla þá tilfinningu. Eina sem ég bið um og get sætt mig við er að vinna helvítis leikinn og ef það dugar til að komast áfram þá er það bónus. Ef vörnin hjá Liverpool er léleg eins og sumir segja, hvað þá með okkar vörn, hún hefur ekki verið uppá marga fiska að undanförnu.
GGMU