Ander Herrera var eitthvað lítillega meiddur á æfingu og var því hvíldur í þessum leik. Talað var um að Blind myndi líka missa af leiknum en svo var ekki og liðið leit því svona út
Fyrirfram var auðvitað búist við að Mata væri í 10 stöðunni en Lingard byrjaði þar og Mata úti á kanti.
Varamenn: Romero, Darmian, Valencia, Williams, Schneiderlin, Schweinsteiger, Memphis
Lið Liverpool var að mestu óbreytt frá fyrri leik, James Milner kom inn í liðið fyrir Moreno: Mignolet; Clyne, Lovren, Sakho, Milner; Can, Henderson, Lallana; Coutinho, Firmino, Sturridge.
Fyrstu tíu mínúturnar skiptust liðin á að vera með boltann og lítið markvert gerðist utan að dómarinn ákvað að dæma hendi á Fellaini þegar Lovren hrinti honum inni í teig, Líklega óbein aukaspyrna inni í teig rétt þar en hvenær er það dæmt?
Það var ekki fyrr en á 18. mínútu að færi kom, frábær fyrirgjöf Martial inn á teiginn þar sem Lingard var aleinn en Mignolet varði frábærlega skallann. Lingard kannske getað gert betur en markvarslan frábær. Upp úr horninu pressaði United vel þangað til Mata átti frekar slakt skot framhjá.
United var frekar með yfirhöndina í leiknum en Liverpool sótti vel á þegar þeir fengu boltann. Bæði lið gerðu hins vegar alltof mörg mistök, misheppnaðar sendingar og boltinn tekinn af leikmönnum á báða bóta.
Það var síðan auðvitað hlutverk David de Gea að bjarga United skömmu eftir miðjan hálfleikinn þegar Liverpool náði loksins að klára sókn. Coutinho skaut en De Gea skutlaði sér hárrétt og varði vel.
En svo kom að því, Martial stakk sér fram hjá Clyne í teignum og Clyne braut klaufalega á honum. Martial tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. 1-0 á 32. mínútu.
Strax í næstu sókn braut Blind á Sturridge utan teigs, fékk gult og Sturridge tók frábæra aukaspyrnu, sem small í slánni. Vel sloppið þar.
United hins vegar setti kraft í sóknirnar og næstu mínútur voru þeir bara ansi grimmir uppi við teig Liverpool. Enn snertist það svo og Liverpool sótti og endaði á því að Henderson fékk boltann aleinn inni í teig en setti boltann vel yfir.
Þetta var fjörugur leikur og það var United sem fékk næsta færi, Blind tók á móti hreinsun og setti boltann beint inn á teig Liverpool aftur, Fellaini náði boltanum og gaf út í teiginn þar sem Marcos Rojo hefði átt að gera betur en að skjóta framhjá.
En í blálok hálfleiksins slátraði Philippe Coutinho vonum United, hann óp upp allan kantinn, tók Varela á og skildi hann eftir, kominn einn á móti De Gea og skoraði milli stangar og markmanns. Glæsilegt mark.
Þetta var það síðasta sem Varela gerði, eða gerði ekki í leiknum, því hann fór útaf í hálfleik og inná kom Antonio Valencia.
United byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og Rashford fór illa með Clyne sem loksins fékk gula spjaldið sem hann var búinn að sleppa við tvisvar.
United sótti mun meira, enda þurfti Liverpool nú ekki að skora og næsta breyting hjá Van Gaal var að setja Matteo Darmian inná fyrir Rojo.
Þessar breytingar björguðu litlu og United voru alls ekki nógu grimmir í sókninni. Síðasta breytingin sem United gerði var svo að setja Bastian Schweinsteiger inn á og ef það breytti einhverju þá fengu Liverpool frekari tækifæri. De Gea varði t.a.m. skot Coutinho yfir og tvö-þrjú önnur á meðan að Fellaini átti eina skot United á rammann í seinni hálfleik.
Þessi leikur endurspeglaði í raun allt tímabilið. Meiðsli og lítill hópur gerðu byrjunarliðið að þvinguðu vali og skiptingarnar voru næstum gagnslausar og algerlega andlausar.
Næsti leikur er borgarslagurinn við City á sunnudag og það kæmi svo sem ekkert á óvart ef hann ynnist. Það var skeflileg frammistaða í fyrri leiknum sem gerði þennan leik að þeirri skelfingu sem hann var. Það er alveg ástæða samt til að minnast á þá leikmenn sem stóðu sig vel í kvöld. Martial og Rashford voru ágætir, en þurftu frekari stuðning. Fellaini fyrir alla sína galla vann oft ágætlega í leiknum, vann boltann, hélt honum og átti jafnvel ágæta dreifingu á köflum.
David de Gea er svo auðvitað besti markmaður í heimi og þó hann hefði kannske getað gert aðeins betur í markinu þá er það bara heimting út á það að hann sé sá besti.
Karl Garðars says
Carrick – Fellaini…. Dreptu mig ekki FFS!!!
Algjörlega á mörkunum að maður nenni að ergja sig yfir þessum leik.
Boi says
Þvilik vonbrigði að þjoðverjinn se a bekknum
Keane says
Eins og maður hélt, þvermóðskan lekur af kalkúninum
Karl Garðars says
Já hann hefði mátt byrja honum og taka þá frekar fyrr út af. Þetta er andvana fætt held ég.
Rúnar Þór says
sama miðjan í seinustu 3 leikjum WTF!! Hvernig væri að hvíla Carrick eða Fellaini? Ég vil SCHMIÐJAN í byrjunarliðið takk!!!
Auðunn says
Þetta lið er gífurleg vonbrigði.
Ég hélt að menn ætluðu að reyna að fríska eitthvað upp á byrjunarliðið.
Það er ekkert að gerast með þessu liði.
Carrick og Fellaini saman á miðjunni væri sæmilegt fyrir lið eins og WBA en ekki boðlegt fyrir Man.Utd.
Haukur Guðmundsson says
Ég er ekki sáttur að marcus rojo sé í byrjunarliðinu hann var alveg rosalega slakur og alveg ömurlegur í síðasta leik á móti WHU og það er alveg oskiljanlegt að hann fá að byrja leikinn ég mundi frekar vilja sjá hinn unga williams í byrja leikinn….. Bara í alvörunni talað
Haukur Guðmundsson says
Og î alvörunni talað louis van gaal finnst þér darmain skilið að vera á pappír í þessum leik hann er ekkert góður og var alveg eins í leiknum og hann rojo frekar að hafa mensah í staðinn fyrir darmian útaf mensah er búin að vera miklu betri en darmian.
Haukur guðmundsson says
Mensah kæmi allavega frekar af frískari af bekknum en darmian og það væri williams skemmtilegra að sjá hvort williams væri betri en rojo.
Siggi P says
Snarpur fyrri hálfleikur en lélegar afgreiðslur kosta okkur nú þegar Liverpool hefur skorað gegn gangi leiksins. Til að skora 3 mörk í seinni hálfleik þarf besta leik liðsins undir Van Gaal fyrr og síðar. Það er undir 10% líkunum sem talað var um í upphituninni. Björtu hliðarnar, við vinnum City á sunnudag. Smá skammgóður vermir.
_einar_ says
Vegir LVG er órannsakanlegir.. þurfum 3 mörk.. og hann setur tvo bakverði inná #þrot
Kjartan says
Auka þarf sóknarþungan en Depay situr sem fastast á tréverkinu, ekki í fyrsta skipti sem Depay tekur einkennilegar ákvarðanir en vonandi verður þetta sú seinasta.
Halldór Marteinsson says
Það getur verið svo rándýrt þegar lið neyðist til að gera skiptingar frekar en að geta gert skiptingar í þeim tilgangi að breyta leikjum. Og það var tilfellið núna með allar skiptingarnar hjá Manchester United.
1. Varela fyrir Valencia.
Varela átti líklega sínar verstu mínutur fyrir Manchester United. Ég eiginlega trúi varla að hann hafi ekki verið eitthvað hnjaskaður miðað við hvernig hann spilaði. En kannski var hann bara svona lélegur, það geta allir átt off dag og þetta var ekki hans dagur. Eðlilegt að skipta honum útaf.
2. Rojo fyrir Darmian.
Rojo var nokkuð líflegur framan af. Hjálpaði til þegar vítið kom og hefði getað skorað (hefði átt að skora) þegar hann fékk dauðafæri í stöðunni 1-0 (ó, ef og hefði í þeirri stöðu). En hann var alveg búinn á því þegar hann fór útaf. Var farinn að vera meira úr stöðu en í henni, var á miðjunni og kominn hægra megin en átti erfitt með að detta aftur til baka svo Smalling og Blind þurftu ítrekað að spila sem vinstri bakverðir á meðan. Ekkert annað hægt en að skipta honum útaf.
3. Carrick fyrir Schweinsteiger.
Svipað og með Rojo. Carrick var algjörlega búinn á því. Orðinn jafnvel enn hægari og farinn að gera mistök sem hefðu getað orðið rándýr. Ekkert annað að gera en skipta honum útaf.
Þetta þýddi auðvitað að það var ekkert svigrúm fyrir taktískar breytingar, ekkert svigrúm til að koma með hraða og óútreiknanleika af bekknum til að keyra á þreytta vörn Liverpool.
En það skrifast að mestu leiti á liðsvalið. Ég skrifa alveg undir það að byrja með Varela inná. Hann er vissulega ungur og reynslulítill á þessu leveli en hefur verið að sýna fína leiki og er sóknarlega mun betri en t.d. Darmian. Svo það má alveg samþykkja það, United þurfti að sækja og því var hann eðlilegur valkostur í stöðuna að mínu mati.
Ég get hins vegar ekki samþykkt hina tvo. Það mátti alveg sjá það fyrir að það þyrfti að skipta Carrick og Rojo útaf. Carrick er farinn að eldast og búinn að spila slatta að undanförnu og Rojo er nýkominn aftur eftir löng meiðsli og ekki kominn í nægilegt leikform til að endast heilan leik.
Svo af hverju í andskotanum ekki að byrja með aðra menn þarna inni, menn sem ættu úthaldslega séð að endast allar 90 mínúturnar? Af hverju að setja liðið upp þannig að það sé nánast öruggt að það verði ekkert svigrúm til áherslubreytinga? Það er það sem pirraði mig mest við þennan leik.
Lingard var í holunni því það er meiri iðnaður í honum, hann gat bakkað á miðjuna til að styðja við hana til að Fellaini gæti fært sig ofar á völlinn. Mata hefði ekki gert það eins vel. En af hverju ekki bara að manna fokking miðjuna betur?
Það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á en þarna fannst manni eins og flestar áhyggjur sem maður hafði fyrir leik væru réttmætar. Nema kannski helst með Fellaini, mér fannst hann nú bara eiga ágætis spretti (en ég er samt á því að United eigi ekki að vera lið þar sem Fellaini á svona auðvelt með að komast í liðið, hvað þá að hann eigi að vera með betri mönnum).
Það komu samt alveg sprettir í leiknum þar sem spilið hjá United var skemmtilegt og hugmyndaríkt, oft vantaði ekki nema bara rétt herslumuninn. Það er vonandi að liðið geti tekið þá punkta úr þessum leik og unnið með fyrir komandi átök.
Keano says
Óþolandi og endurspeglar leiktíðina eins og hún leggur sig, Martial var flottur en það er ekki nóg. Mínar mestu áhyggjur eru þær sem að poolaradjöfull læddi á mig um daginn, ég var að skjóta á hann og hans svar var að áður en við UTD menn vissum af þá væru 26 ár síðan við unnum titilinn. Fjandinn hafi það það er eins gott að við fáum úrvals þjálfara í sumar í staðinn fyrir risaeðluna Van Gaal. Mér hlakkar ekki að mæta í vinnuna á morgun og sjá glottin á þessum andskotum.
Atli Þór says
Þessi viðureign tapaðist fyrir viku síðan, ekki í dag.
Ég er alls ekki óánægður með leikinn, kannski af því að ég óttaðist að Liverpool tæki öll völd eins og í síðustu viku. Hópurinn sem við höfum úr að moða er mikið til unglingar og menn nýkomnir úr meiðslum. Menn máttu eiga það að baráttan var til fyrirmyndar, allan fyrri hálfleikinn pressuðuðm við stíft og ég trúi því ekki að mönnum hafi ekki fundist munur á liðinu frá því í fyrri leiknum gegn Liverpool.
Liðið lék miklu framar en það hefur verið að gera, en fékk fyrir vikið á sig nokkur hraðaupphlaup. Menn fóru í þennan leik til þess að vinna upp muninn og komast áfram.
Markið í lok fyrri hálfleiks gerði það ómögulegt. Samt komu menn af krafti inn í seinni hálfleikinn, fyrsta korterið eða svo. Svo fjaraði þetta út.
Hins vegar er hætt við því að þessi leikur sitji í mönnum á sunnudaginn gegn City. Þeir hafa nú fengið tveggja daga frí og áttu þess utan frekar þægilegan leik á þriðjudaginn í CL.
Ég er sammála því sem Halldór sagði hérna á undan, skiptingarnar voru þvingaðar og lítið hægt að gera við þeim.
Ef menn hefðu mætt með þennan sóknarhug í vetur í deildinni værum við líklega svona 15 stigum hærri og að berjast um titil.
Rúnar Þór says
við erum með vanhæfan þjálfara sem ég skil ekkert í
hann spilar Carrick-Fellaini 3 leikinn í röð en hefur Schweinsteiger á bekknum. Svo er Milner að spila úr stöðu og í staðinn fyrir að láta Lingard hlaupa á hann og reyna á hann þá hefur LVG Mata á lantinum og Lingard í holunni
svo þegar United þarf að skora 3 mörk þá tekur LVG Rojo út af og Darmian inn. er einhver sem skilur þetta?
stór furðulegt að LVG sé með þjálfara réttindi
Dogsdieinhotcars says
Allt sem Halldór segir er hárrétt að mínu mati, ég hef engu við að bæta, ætlaði að koma hingað og skrifa það sama, kv. Siggi Bryn
giggs11⚀ says
Hvada vitleysa er þetta að skiptingin á varela hafi verið óumflýjanleg, það gera allir mistök, átti hann ekki bara taka de gea líka út ? Heimskulegt hjá gaal að eyða skiptingu og rústa sjálfstrausti Varela í leiðinni. Skiptingar og taktik gaal báru engan veginn þess merki um að reyna snúa taflinu við, leikmenn höfðu ekki trú, áhorfendur höfðu ekki trú, gaal hafði ekki trú og það kom engum á óvart. Ef ad gaal verður ennþá stjóri utd á morgun þá er það eins og múrsteinn framan í okkur aðdáendur og ljóst að gaal má bara skemma eins mikið og hann vill meðan stjórnin situr upp í stúku aðgerðarlaus og sáttir við meðalmennsku.
Ég er orðinn drullupirraður á þessu bulli sem er í gangi og þessi leiðinlegi hægi gongubolti sem philosophyia hans gaal virðist ganga út á er orðið vel þreytt
Enski boltinn er líf mitt og eg hef ekki misst af leik nema Ipswich leikinn og for m.a. út til southampton a st.marys en held eg horfi frekar á kastljósið endursýnt heldur en city leikinn um helgina
Halldór Marteinsson says
Ég segi nú ekki að Varela skiptingin hafi verið óumflýjanleg en ég gat skilið hana á þeim tíma. Það voru hinar tvær skiptingarnar sem voru svo gott sem óumflýjanlegar, allavega mjög fyrirsjáanlegar.
Það hefði reyndar líka verið hægt að færa Lingard út á hægri kantinn til að styðja betur við Varela, mögulega hefði það verið nóg. En eins og Varela spilaði þá kæmi mér heldur ekki á óvart að hann hefði eitthvað meiðst.
Halldór Marteinsson says
Þ.e. kæmi mér ekki á óvart að hann hafi verið að spila svona illa vegna einhvers konar meiðsla
Runólfur Trausti says
Þetta er svo Spot On hjá Halldóri að það jaðrar við að vera vandræðalegt.
Þessar bakvarðaskiptingar eru svo alveg komnar út fyrir öll velsæmis mörk. Það eru bakvarðaskipting nánast í hverjum einasta leik – oftar en ekki því þeir eru alltaf nýkomnir úr meiðslum og vantar „match rythm“.
Þá veltir maður fyrir sér af hverju Fellaini hoppar beint í startið – Held að svarið sé einfalt, það er enginn „Rythm“ hvort eð er til staðar svo hann bara mætir og fer beint í djöful og hamaganginn.
Fyrir mína parta er Fellaini í fínn – hann er gjörsamt fífl á vellinum en hann er mitt fífl. Að því sögðu er gjörsamlega galið að hann starti bara leik eftir leik eftir leik þrátt fyrir hörmulegar frammistöður.
En aftur að punktinum hans Halldórs, menn benda eflaust á meiðsli og segja að þess vegna sé ekki hægt að manna liðið betur en ég horfi bara á þá leikmenn sem hafa verið seldir síðan Van Gaal tók við og hugsa með mér hversu margir af þeim hefðu fengið bullandi mínútur síðast liðin tvö ár. Auðvitað eru þessi „freak of nature“ meiðsli orðin mjög þreytt en fyrir mína parta gæti United notað þó nokkra leikmenn sem þeir hafa selt – ofan á það að flestir sem liðið hefur keypt eru í besta falli „allt í lagi“.
Svo er notun Van Gaal´s á leikmönnum og skiptingar almennt líklega efni í kennslubók.
Allavega, City næst. Miðað við formið á liðunum þá verður þetta steindautt 0-0!
– RT out
Dogsdieinhotcars says
Það sem mér fannst mest pirrandi í leiknum í kvöld að við gátum ekki drullast til að hitta á markið. Eigum 19 tilraunir, þrjár á markið. Fannst þetta fínn leikur hjá okkur mönnum fyrir utan slúttin.
Jón Þór Baldvinsson says
Jamm, við erum í ruglinu. Vona bara að þetta endist ekki í nein tuttugu ár eins og hjá liðinu sem enda við var að pakka okkur snyrtilega saman.
Auðunn Atli says
Ég veit ekki en eini maðurinn sem ég sé eftir er Di Maria, ég efast um að United væri í betri málum með leikmenn eins og Hernandes, Rafael, Welbeck ofl svo ég segi nú bara eins og er.
Weldbeck er búinn að vera meira og minna meiddur síðan hann fór til Arsenal, Hernandes hefur gengið vel í Þýskalandi en það er ekkert samasem merki um að hann væri búinn að skora svona mörg mörk fyrir United .
Ég var svo sem ekkert gífurlega ánægður á þeim tímapukti þegar nokkrir af þessum mönnum voru seldir en ég held svei mér þá að Gaal hafi bara haft rétt fyrir sér í lang flestum tilfellum.
Mistökin voru hinsvegar að selja Di Maria, ef United ætlar að láta taka sig alvarlega sem stór klúbbur þá verða þeir að hafa stór nöfn innan liðsins. Di Maria var einn besti leikmaður United og hann var látinn fara eftir aðeins 12 mán sem er ekki stórum klúbbi sæmandi.
Önnur mistök voru að fá ekki inn fleiri menn, það hefði alltaf þurft að kaupa hágæða miðvörð.
United með Blind sem miðvörð er lið sem er líklegt að ná árangri, það er bara alveg á tæru.
United með menn eins og Carrick og Fellaini í byrjunarliðinu er lið sem er líklegt til að ná árangri.
Ég segi það bara enn og aftur að það vantar fyrst og fremst meiri gæði í þetta lið, það þarf ekkert að kaupa 10 leikmenn en ég tel að það þurfi að kaupa 3-4 (fer eftir því hversu margir fara í sumar) og kaup á miðverði eru þar efst á blaði.
Ég er heldur ekki sammála því að það væri rétt skref að skipta um stjóra í sumar, það væru skref aftur á byrjunarreit.
Það verður að hafa meiri þolinmæði og gefa mönnum tækifæri til að byggja upp.
Ég er þess viss um að lið Man.Utd geti orðið hörku lið undir stjórn Van Gaal en þetta tekur lengri tíma en ég gerði ráð fyrir.
Hann er að gera fullt af mistökum, á því er enginn vafi en hann verður bara að brenna sig á því sjálfur.
Sigurjón Arthúr Friðjónsson says
Ég segi enn og aftur, ef LVG væri búin að fara svona með eitthvað af stóru liðunum á Spáni,Þýskalandi,Ítalíu eða Englandi þá væru LÖNGU búið að reka hann. Það er alveg ljóst í minum huga að hann kom til United fyrst og fremst til þess að ná sér í feitan eftirlaunatékka. Svo hélt hann virkilega að hann gæti hundsað allt og alla og byggt upp nýtt lið eftir eigin höfði og notað sína eigin heimspeki (heimsku) og sýnt heimsbyggðinni hversu rosalegur snillingur hann sé….þetta hefur algjörlega klikkað ! Í dag er staðan þessi, allur knattspyrnuheimurinn annað hvort skellihlær að United eða vorkennir okkur og það sem verra er EKKERT lið í Evrópu hræðist okkur ! Eru menn að átta sig á þessu ?? Eitt af því sem gæti bjargað okkur er að styrktaraðilarnir sem vildu tengja vörumerki sín við stórklúbb fari að láta verulega í sér heyra og hóta að segja upp samningum…þá kannski vakna eigendurnir og Ed Woodward, það eina sem virðist skipta þessa menn máli er innstreymi fjármagns ! Lokaorð,LVG hefur fengið að eyða meiri peningum í leikmannakaup en nokkur annar í sögu Manchester United og tímabilið er „total disaster“
Roy says
Þetta er mjög einfalt. Staðan er 1-1, þú ert úr leik eins og staðan er og þarft að skora 3 mörk til viðbótar til að komast áfram. Taktu einhverja fokking sénsa, Fækkaðu aftast, depay inn, fellaini fram, mér er alvega sama hvað en taktu sénsa, þú hefur engu að tapa. Það er þetta sem fer mest í taugarnar á mér, sama skipulag sama hvernig staðan er, engir sénsar teknir , með þessa helvítis möppu saumaða í kjöltuna á sér. Sama á við t.d. með leikinn við PSV heima í CL, Staðan jöfn en engins séns tekinn. Svo þetta andskotans væl, þeir voru í fríi, bla bla bla. Þetta var Liverpool, menn eiga bara að vera ready. LVG verður að fara, hann skemmir alla ástríðu í kringum þetta lið, það er flatt. óspennandi, fyrirséð, hægt og úrslitin eru eftir því. Hann er eins og blóðsuga sem sýgur lífið hægt og rólega úr Man Utd.
Auðunn Atli says
Finnst menn gleyma því að til að ná árangri þá þarf gæði og þau eru ekki til staðar hjá Man.Utd í dag, þeim hefur farið aftur skref fyrir skref síðan 2008.
Eftir að hafa unnið meistaradeildina það ár gerðu menn ekki það sem þurfti til að halda liðinu sem topp liði í Evrópu.
2008 og árin á eftir missti United nokkra mjög góða leikmenn og það hefur ekki tekist að fylla þeirra skörð.
Það verður bara að segja eins og er að Ferguson skilaði frekar gömlu og þreyttu búi sem hann endyrnýjaði ekki nægilega mikið með nægilegum gæðum.. Það eru staðreyndir..
Hey hann seldi Ronaldo og keypti Valencia, Scholes fór og hann keypti engan Tevez fór og hann fékk ekki sömu gæði osfr osfr.
Eftir þetta hafa menn eins og Evra, Rio, Vidic og Giggs farið og hætt, höfum ekki fengið nægileg gæði í þeirra stað nema kannski Di Maria en menn ákváðu samt að selja hann, ætli hann hafi ekki verið of mikil gæði??..
Ok Ferguson vann deildina 2009, 2011 og 2013.
Það hefði enginn unnið deildina 2013 með þetta lið nema Ferguson, ENGINN!!
Hann lagði allt í deildina og nánast öskraði liðið til sigurs enda kom í ljós síðar að það lið var ekki upp á marga fiska þannig séð. Ef miðað er við Man.Utd mörg ár þar á undan.
Þetta mun bara taka tíma, Van Gaal hefur jú fengið slatta af peningum en hann hefur líka losað sig við mjög marga leikmenn og gefið yngri mönnum séns.
Sumir stuðningsmenn United vilja United lið sem elur upp leikmenn sem kostar þá stundum þolinmæði í nokkur ár á meðan aðrir sætta sig ekki við það heldur vilja þá bara kaupa það sem þarf.
Það er bara ekki það sem Man.utd stendur fyrir, ég man ekki eftir neinum stjóra Man.Utd sem hefur náð árangri strax, menn eins og Ferguson hafa alltaf þurft og fengið tíma.
Bjarni Ellertsson says
Alveg sammála því að til að ná árangri þarf gæði og UTD hefur alltaf haft gæði innan sinna raða, leikmenn sem hafa karakter, eru skapandi og sumir viljugir til að leggja líf og limi fyrir aðdáendur liðsins. Gæðin hafa verið af skornum skammt i síðan 2008, það er rétt en þá hefði SAF átt að vera löngu hættur og hleypa öðrum að. Það er ekki góð þróun í liðsíþrótt að hafa sama þjálfarann of lengi við völd, menn verða værukærir og staðnaðir (þrjóskir) í sínu, það fylgir oft eldri mönnum. Þurfum ekki að líta langt en á Arsenal sem eru á sama þróunarferli og við fyrir 3 árum þegar SAF hætti loksins.
Minni menn á að LVG samdi til þriggja ára og á eitt ár eftir samkvæmt því, hann gaf konunni sinni loforð um að hætta þá þjálfun og vænti ég þess að hann hafi pung til að svíkja ekki það loforð. Hann er jú á síðustu metrunum og ætti bara að setjast í helgan stein og njóta elliáranna.
Rauðhaus says
Tek undir undir með Halldóri og Auðuni hér að ofan.
Það er alveg rétt að við erum einfaldlega ekki með nægileg gæði í liðinu. Sérstaklega þegar litið er til meiðslanna en samt líka þó við værum fullmannaðir. Þú býrð ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít, þetta er ekki flóknara en það. Nema Sir Alex, hann gat búið til hægeldaðar og gljáðar kjúklingabringur, bornar fram með sykurhúðuðum kartöfluskífum og rjómalagaðri villisvepppasósu – einungis úr kjúklingaskít og einum RvP.
Annars var þessi leikur í gærkvöldi ágætur sem slíkur, en einvígið tapaðist á Anfield – því miður. Nokkur atriði sem ég var hugsandi yfir eftir leikinn:
1. Michael Carrick: Því miður virðist brekkan niður á við vera mjög brött hjá honum þessa dagana. Hefur verið mjög slakur undanfarið og alltof langt frá þeim leikmanni sem hann var tímabilið 2012-2013. Hefur þjónað okkur vel en ég held að þetta sé að fjara allverulega út hjá honum.
2. Juan Mata: Eins góður og hann getur verið á hann það líka til að týnast. Hann var ekki nægilega sterkur í gær og misnotaði t.d. frábært færi í stöðunni 0-0. Ég geri meiri kröfur til hans.
3. Varela: Átti rosalega erfiðan dag. Missti boltann aftur og aftur og hleypti Coutinho framhjá sér á ótrúlega auðveldan hátt. Þetta er ágætlega efnilegur strákur en verður samt líklega aldrei nægilega góður til að eigna sér þessa stöðu. Hann verður 23 ára eftir nokkra daga og því enginn unglingur lengur.
4. LvG, Giggs, Mourinho eða einhver annar? Þetta er ótrúlega erfið spurning og ég skipti um skoðun á þessu milli daga.
Keane says
Ég á gæðakjöt frá SS. Mikil gæði, enginn skortur á gæðum. Meiri gæði eru vandfundin í kjöti. Gæði, gæði, gæði. Sagði ég gæði?